Tíminn - 18.03.1975, Page 10

Tíminn - 18.03.1975, Page 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 18. marz 1975. • • Gísli Kristjdnsson: HEYSKORTUR í GRANNLONDUNUM Það var um mánaðamótin október-nóvember er ég var staddur I Noregi, að til min var beint fyrirspurn um hvort unnt mundi að fá keypt hey á tsiandi, en þá var auðsær skortur á gróf- fóðri um sunnanverðan Noreg. Þvi gat ég náttúrlega ekki svar- að þar, en taldi iikiegt, að á vissum stöðum á islandi mundi vera til svo mikið hey, að hægt væri að selja ef bændum þókn- aðist að farga þvi. Um þetta leyti voru Roga- lands bændur að fá hey og hálm frá Skotlandi með aðstoð Kaupfélagsins i Stafangri, og sagði kaupfélagsstjóri þar mér, að nokkuð væri þegar komið til dreifingar I nágrennið. Seint I nóvember var hringt frá Noregi til búnaðarmála- stjóra og spurt ummöguleikaá að fá hey flutt héðan til Noregs. Var þá gerð könnun á möguleik- um og það sýndi sig, að liklega mundi eitthvað fást á Norður- landi, en aðalvandinn mundi vera að fá það flutt, bæði var skipakostur takmarkaður og svo er annar annmarki til- finnanlegur. Baggar þeir, sem erlendis er talið fært að flytja um langvegu með ýmsum farartækjum, eru yfirleitt mjög fast bundnir, oft- ast virbundnir og 60-80 kg að þyngd. Þetta eru baggar af allt öðru tagi en úr bindivélum þeim, sem hér eru notaðar, enda gert ráð fyrir að við getum súgþurrkað okkar bagga og þeir ekki ætlaðir til útflutnings. En eftir athuganir um hugsanlega útvegun heys tjáði ég Norðmönnum, að eðlilegast mundi að snúa sér til verzlunar- fyrirtækja bænda á Norður- landi. Kom sfðan fyrirspurn til Kaupfélags Eyfirðinga um hugsanlega sölu heys úr Eyja- firði, fyrir meðalgöngu þess. Þetta mál var til athugunar þar og sýndist svo, að völ mundi á um það bil 200 tonnum til út- flutnings og var það tilkynnt Norðmönnum með skeyti. Siðan mun ekkert hafa gerzt I málinu enda eru flutningaskilyrðin stöðugt vandamál. Lengri er sagan ekki á þessu sviði. Ástand í forða- málum norðmanna Um öll Norðurlönd var siðast- liðið sumar einn samfelldur þurrkdagur allt til miðs júli. Hálmur kornsins var tak- markaður mjög og gras spratt naumast eða ekki, og svo slæmt var ástandið um sólstöður á sumri, að haglendi voru naum- ast græn og bændur slógu græn- ar kornstangir til fóðurs handa jórturdýrum. Er á leið sumarið fór að rigna og stytti ekki upp fyrr en kom- inn var vetur svo að þótt gras sprytti siðsumars varð heyi ekki bjargaðyfirleitt svo neinu næmi um norðanverða Skandinavfu og þar og um meginhluta Finn- lands varð meginmagn heys og korns úti og er þar enn. Einatt ber það við, að Norður- Noregur hefur hey afgangs til að miðla suðurlands-bændum, en þvi var ekki að heilsa að þessu sinni svo teljandi gæti heitið. Varð þvi úr að léita til út- landa og fékkst nokkuð frá Skot- landi, eins og þegar er getið, svo og hálmur frá Danmörk og Pól- landi, en alls ekki nægilegt, enda tjáði Per Borten, fyrrver- andi landbúnaðarráðherra, sem hér var á fundi Norðurlanda- ráðs i febrúar, að rétt væri og satt, sem norsk blöð tjáðu að farið væri að farga skepnum um Suður-Noreg vegna skorts á gróffóöri. Hve alvarlegt við- horfið er hef ég ekki nánari fregnir af, en vera má að hálm- ur hafi fengizt i nægum mæli til þess að fullnægja að nokkru þörfinni fyrir gróffóður. Hafa þvi ekki komið itrekuð tilmæli til okkar. Það hefur verið venjan um undanfarin ár, eða sfðan ný- tizkuvélar urðu algengar við kornuppskeru, að hálmi hefur verið brennt. Það hefur ekki gerzt að þessu sinni þvi að bæði var hann sára litill og svo var hans brýn þörf um öll Norðurlönd af nefndri ástæðu. Og það var ekki bara heyið, sem ekki varð bjargað i haust. Einnig korn varð úti i miklum mæli. Sviar töldu að um 350.000 tonn af höfrum og byggi hafi að engu orðið um landið norðan- vert og svipaða sögu hafa Finn- ar sagt um ástæður þar i landi. Um sunnanverða Skandinaviu Þessi teikning er táknræn fyrir það ástand, sem ríkt hefur I grannlöndum okkar. Sökum linnulitilia rigninga s.l. sumar var heyfengur lltill og lélegur og korn varð úti I stórum stil. varð kornuppskeran með ágæt- um eða sem næst met eftirtekja, en það er annar þáttur sögunn- ar, þvi að með korni einu verða jórturdýr ekki fóðruð. Sjálfságt verður það vorkom- an sem að þessu sinni ræður þvi hvernig fer með forðamálin og fóörun þeirra skepna, sem þurfa gróffóður, en það er hliðstæða þess, sem við þekkjum svo vel. Kristinn Snæland: ORLOFSFE GLATAST Nýlega hafa þrir alþingis- menn Alþýðuflokksins lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um að rikisvaldið hraði þvi að hrifsa orlofsinneignir launþega frá póststofnuninni og færa verkalýðsfélögunum þá inneign til byggingar orlofshúsa. Þing- mennirnir eiga við i' þessu til- felli það fé sem launþegar eiga hjá stofnuninni, en réttur þeirra er fyrndur til. Rétt er athugað hjá þessum þingmönnum að ástæðulaust er að rikið haldi þessu fé. Það, sem þeir þó at- huga ekki er að launþegum hef- ur reynzt harla erfitt að ná þessu fé. Orsökin er sú, að at- vinnurekendur skilá orlofsfénu ekki reglulega inn og eins að til þess að fá orlofsféð útborgað þarf tvö vottorð, vottorð at- vinnurekanda og vottorð við- komandi verkalýðsfélaga um að einstaklingurinn sé að fara i or- lof. Kerfi það, sem byggt hefur verið upp með góðri samvinnu verkalyðsfélaga og rikisvalds- ins til greiðslu orlofsfjár er svo fáránlegt að það veldur at- vinnurekendum mikilli auka- fyrirhöfn og myndar tregðu á greiðslu orlofsfjár, sem er fyrst og fremst launþegum til tjóns (samanber fyrningarregluna). Þaö er ótrúlegt að jafn greind- um mönnum og þeim sem eru i rlkisstjóm og i stjórnum verka- lýðsfélaga skuli hafa tekizt að búa til slikt skripi sem núver- andi orlofskerfi er. Kerfi þetta er sett vegna sameiginlegra sjónarmiða ríkisvalds og verka- lýðsfélaga. Sjónarmið rikis- valds: Slikt kerfi færir rikis- valdinu stóran sjóð, sem það getur ráðskast með vaxtalaust, — sem sagt gott —. Sjónarmið verkalýðsfélaga: Með þessu kerfi hafa atvinnurekendur ekki hagnað af vaxtalausum orlofs- inneignum launþega og tryggt er að launþegar taki sér orlof (vottorðakerfið). Með kerfi þessu hefur þó tekizt þannig til að atvinnurekendur virðast halda orlofsfénu ámóta og áður, en launþeganum reynist erfið- ara en áður að fá orlofsfé sitt út og tapa þvi þannig alveg (fyrn- ingin) Orlofskerfi þetta hefur þegar sýnt og sannað að það er slæmt og raunar mikið verra en gamla fyrirkomulagið. Margir alþingismenn eru I góðu sambandi við verkalýðinn, en þvi miður virðast þessir þrir þingmenn Alþýðuflokksins ekki þekkja til innan verkalýðs- hreyfingarinnar (voru vist fáir undrandi). Ekki þyrftu þeir þó mörg viðtöl við almenna laun- þega til að sannfærast um að hið nýja kerfi er almennt talið ófull- komið, stirt og afturför frá fyrra fyrirkomulagi. Ef launþegi átti inni orlof fyrr- um, þurfti hann aðeins að hafa samband við atvinnurekandann og fékk þó venjulega orlofið greitt samstundis m.ö.o. aðeins þurfti að hafa samband við einn aðila. Nú þarf launþeginn að fara á pósthús, til atvinnurek- anda sem greiða átti orlofið, til þess atvinnurekanda sem hann vinnur hjá er hann ætlar i orlof og loks til viðkomandi verka- lýðsfélags. Tvær siðasttöldu ferðirnar til þess eins að ná i vottorð, sem er gersamlega einskis virði. Þessi vottorðavitleysa á að tryggja að viðkomandi sé að fara i orlof en þau tryggja alls ekki neitt. Viðkomandi launþegi segir vinnuveitanda sínum og verkalýðsfélagi að nú ætli hann i orlof, enginn getur dregið það i efa og hann fær vottorðin og or- lofsfé greitt og fer síðan i fulla vinnu hjá öðru fyrirtæki, i ann- arri starfsgrein, og jafnvel i öðrum landsfjórðungi. Allt hið nýja orlofskerfi hefur þannig reynzt vita gagnslaust þrátt fyrir tvöfalt vottorðakerfi. Ef þingmenn Alþýðuflokksins kynntu sér sjónarmið launþega kæmu þeir væntanlega með þingsályktunartillögu um að fella algerlega niður núverandi orlofsgreiðslukerfi og drægju fyrri þingsályktunartillögu til baka með hraði. Með núverandi kerfi og að viðbættri tillögu þremenning- anna er einungis verið að hraða fjárdrætti frá einstaklingum innan launþegasamtakanna til verkalýðsfélaganna. Réttast væri að inneignir einstaklinga hjá orlofsdeild væru einfaldlega sendar þeim i ávfsun. Það sæm- ir hvorki þingmönnum né verkalýðshreyfingu að leika hlutverk hrægamma gagnvart inneignum launþega, þó þeim hafi láðst að taka þær út á rétt- um gjalddaga. Loks vil ég taka það fram að með grein þessari er ekki veitzt að byggingu orlofshúsa sem er ákaflega þarft og gott verk.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.