Tíminn - 25.03.1975, Qupperneq 20

Tíminn - 25.03.1975, Qupperneq 20
Nútíma búskapurþarfnast BJOfBR haugsugu Guðbjörn Guöjónsson GBÐI fyrir góóttn nmt ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS GOSSTRÓKUR UPR ÚR ELLIÐAÁNUM! Um sex-leytiö I gærkvöldi hófst hiö myndarlegasta gos upp úr vestasta farvegi Eiiiöaánna, fimm metrum sunnan við hita- veitustokkinn. Var þetta hið my ndarlegasta gos, og mun strókurinn hafa náð um tiu metra upp i loftiö, þegar bezt lét. Þegar Timaljósmyndarinn Róbert kom þarna aö, var ekki verið aö vinna aö viögerðum, og um átta-leytið hafði gosinu iinnt. Hvað hér var á seyði vissum við ekki, er blaðið fór i prentun, þvi að við náðum ekki sambandi við neinn for- svarsmanna Vatnsveitunnar, sem vafalaust hefur þekkt bezt til þessara mála. Kissinger hefur gefizt upp við að sætta Araba og ísraelsmenn: Auka Bandaríkin aðstoð við ísrael? Deiluaðilar kenna hvor öðrum um, hvernig fór NTB/Reuter—Washington/Tel Aviv/Kairó/Damaskus. Samn- ingaumleitanir Henry Kissingers, utanrlkisráðherra Bandarikj- anna, i deilum Araba og tsraeis- manna fór út um þúfur um helg- ina. Þetta er talið mikið áfall fyrir stefnu Kissingers, og Gerald Ford Bandaríkjaforseti tilkynnti i gær, að stefna stjórnarinnar 1 málefnum Miðjarðarhafslanda yrði nú tekin til endurskoðunar. Ford ræddi i gærmorgun við leiötoga Bandarikjaþings um ástandið i Miðjarðarhafslöndum og var Kissinger viðstaddur. Þingleiðtogarnir sögðu að við- ræðunum loknum, að forsetinn hefði sagzt ætla að taka stefnu stjórnar sinnar i Miðjarðarhafs- löndum til endurskoðunar — á breiðum grundvelli. Þegar byrj- uðu fréttaskýrendur að bolla- leggja, hvaða breytingar væru i aðsigi og helzt hölluðust þeir að breytingu á hernaðaraðstoð Bandarikjanna við Israel, þá væntanlega i þá átt, að hún yrði aukin. Talsmenn stjórnarinnar visuðu þó á bug öllum getgátum i þessa átt. Báðir deiluaðilar hafa sakað hvorn annan um, að samninga- umleitanir fóru út um þúfur. Yitzhak Rabin, forsætisráð- herra Israel, skellti i gær skuld- inni á Egypta. Hann sagði, að egypzkir ráðamenn hefðu áhuga á þvi einu að bæta hernaðarað- stöðu sina, áður en nýtt strið skylli á i Miðjarðarhafslöndum. Ismail Fahmi, utanrikisráð- herra Egyptalands, sagði aftur á móti i gær, að Israelsmenn hefðu valið þann kost, er hættulegur gæti reynzt. Arabar yrðu nú að taka höndum saman og hegna israelsku þjóðinni fyrir stifni hennar. Einn af æðstu hershöfðingjum i Sýrlandsher sagði i gær, að sú stefna Kissingers að ná friðar- samningum i deilum Araba og ísraelsmanna skref fyrir skref, hefði verið dæmd til að mistakast, þegar i upphafi. Franska sendiherranum í Sómalíu rænt: Óvíst, hvort frönsk yfirvöld gangi að kröfum ræningjanna NTB/Reuter-Mogadishu, Sómaliu. Fjöldi lögreglu- og her- nianna héldu I gær vörð um ein- býlishús I útjaðri Mogadishu, höfuðborgar Sómaliu, þar sem hópur hermdarverkamanna hélt sendiherra Frakklands i Sómaliu i gislingu. Hermdarverkamennirnir réð- ust að sendiherranum, er hann kom út úr dómkirkjunni i Moga- dishu að lokinni guðsþjónustu i fyrrakvöld. Þeir hafa hótað að taka hann af lifi, nema frönsk yfirvöld láti lausa tvo fanga, er nú afplána lifstiðardóma i frönskum fangelsum. Þá hafa mannræningjarnir — sem sagðir eru úr hreyfingu, er berst .fyrir frelsun Sómaliu—strandar — krafizt þess, að Frakkar láti af yfirráð- um sinum i héruðunum Afars og Issas, sem eru i norðvestur-horni landsins. (Héruðin ná yfir landsvæði það, er áður nefndist Franska-Sómalia) Þeir tveir, sem sitja i fangelsum i Frakk- landi, voru dæmdir fyrir tilraun Framhald á 19. siðu Ný stjórn í Portúgal Leynileg hreyfing ó Spóni safnar fé, í því skyni að steypa af stóli valdhöfum í Portúgal Reuter-Lissabon/Madrid. Stjórn- málahreyfing Portúgalshers og stjórnmálaflokkar landsins hafa náð samkomulagi um skipun nýrrar stjórnar I Portúgal. 1 gær var búizt við, að skipun hinnar nýju stjórnar yrði tilkynnt á hverri stundu. Það var Jorge Correia Jesuino upplýsingaráðherra, sem skýrði frá þessu siðdegis i gær. Ráðherrann kvað nýju stjórnina svipa mjög til hinnar fyrri, að þvi valdahlutföll varðaði — þó ætti nýr flokkur — Portúgalska lýðræðishreyfingin, sem stendur nálægt kommúnistum — aðild að stjórninni. Þetta staðfestir þann orðróm, er verið hefur á kreiki um,að Vinstrisinnaði miðdemókrataflokkurinn eigi áfram aðild að stjórninni, þrátt fyrir ásakanir kommúnista i garð flokksins. Fréttaskýrendur álita, að áhrif kommúnista i hinni nýju stjórn gæti mun meira en i fyrri stjórn. Merki þess sjái þegar á þeim flokkum, sem aðild eigi að henni — annars vegar séu miðdemókratar og sosialistar, en hins vegar kommúnistar og lýðræðishreyfingin, er i raun og veru lúti vilja kommúnista. Portúgalskir flóttamenn, sem dvelja nú á Spáni, sögðu i gær að nú stæði yfir fjársöfnun á Spáni meðal portúgalskra útlaga á veg- um hreyfingar, er nefndist Portúgalski lýðræðisherinn. Markmið hans er að steypa af stóli núverandi valdhöfum i Portúgal. Spænsk yfirvöld hafa þegar lýst þvi yfir, að þeim sé ekki kunnugt um starfsemi neinnar leynilegrar hreyfingar i landinu á borð við þessa. Enskir fiskimenn krefjast innflutningsbanns á frystum fiskafurðum og ferskfiski að vetrarlagi: AAótmælaaðgerðir breiðast út að nó réttl sínum fyrlr dómstólunum Hafnareigendur hóta NTB/Reuter-London/Newcastle. Mikil ólga rikir nú meðal fiski- manna i nokkrum hafnarborgum á austurströnd Englands. Fiski- menn hafa krafizt þess, aö inn- flutningi á frystum fiskafurðum frá Noregi og tslandi (sjá þó með- fylgjandi fréttatilkynningu) til Bretlands verði tafarlaust hætt. Fiskimenn i borgunum Grimsby og Immingham hófu mótmælaaðgerðir á föstudag i fyrri viku, til að leggja áherzlu á kröfu sina um innflutningsbann. Þeir lögðu bátum sinum fyrir hafnarmynnið og stöðvuðu alla umferð um höfnina. 1 fyrrakvöld fóru fiskimenn i Newcastle og stöðvuðu umferð um ána Tyne og fréttir frá Whitby, Sunderland og Scarborough hermdu i gær, að fiskimenn á þessum slóðum hefðu ákveðið að fara að dæmi starfs- bræðra sinna. Og fleiri fylgdu i kjölfarið, þvi að i gær lá niðri um- ferð um tiu hafnir á austurströnd Englands vegna mótmælaað- gerða fiskimanna. Norska frétta- stofan NTB sagði i gær, að nú væri óttazt, að fiskimenn á Skot- landi gripu til sams konar að- gerða, til að votta enskum starfs- bræðrum samúð sina. Skozku fiskimennirnir ræddu um hugsan- legar aðgerðir af sinni hálfu á fundum siðdegis i gær. I fyrrakvöld lokaðist norskt farþegaskip inni i höfninni i New- castle. Skipið átti skv. áætlun að snúa aftur til Bergen I gærkvöldi, en fiskimenn hótuðu að meina þvi för um hafnarmynnið vegna þess að það hefði flutt 30 tonn af fryst- um fiski til Newcastle. Siðdegis I gær féllust þeir þó á að láta m/s England — en svo heitir skipið — sigla sinn sjó. Fred Peart, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Bretlands, hefur boðizt til að hitta fulltrúa fiskimanna að máli i dag, en ekki var ljóst i gær, hvort þeir ætluðú að taka þvi boði. Fiskimennirnir krefjast ekki aðeins banns við innflutningi á frystum fiskafurð- um, heldur og banns við löndun ferskfisks að vetrarlagi. Ráð- herrann sagði aftur á móti i Neðri málstofunni i gær, að brezka stjórnin ætlaði ekki að gripa til neinna fljótfærnislegra aðgerða gegn vinsamlegum rikjum. Hafnirnar i Grimsby og Inning- ham eru i eigu „British Trans- port Docks Board” og lýstu for- ráðamenn ráðsins yfir þvi I gær, að þeir yrðu að leita réttar sins fyrir dómstólunum — en ráðið hefur skuldbundið sig til að leyfa alls kyns förum aðgang að höfn- unum. 1 fréttaflutningi af mót- mælaaðgerðum brezkra fiski- manna gegn innflutningi á fiski hefur verið skýrt frá, að tilefnið væri innflutningur á frystum fiski frá Noregi og Is- landi. Það hlýtur aö byggjast á ökunnugleika eða misskilningi brezkra aðila, að Island er nefnt i þessu sambandi, þvi undanfarið hálft ár höfum við einungis selt 550 tonn af fryst- um fiskflökum til Bretlands. Miðað við innflutning og fisk- neyzlu i Bretlandi er þetta magn svo óverulegt, að þess gætir ekki á fiskmarkaði þar. Skýringin á þessu litla magni er sú, að við höfum ekki talið fært að selja á svo lágu verði, sem norskir frystitog- arar sætta sig við. Reykjavik, 24. marz 1975, SÖLUMIÐSTÖÐ HRAÐFRYSTIHÚSANNA, Eyjólfur isfeld Eyjólfsson. (Fréttatilkynning)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.