Tíminn - 24.04.1975, Page 4

Tíminn - 24.04.1975, Page 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 24. april 1975. Konu sinni ótrúr Jean-Paul Belmondo var I upp- hafi konu sinni ótrúr. Hann hélt þá viö Ursulu Andress, en nú er svo komið, að hann er ekki leng- ur Ursulu trúr heldur. Hún á- kvað þvi að yfirgefa hann og sneri sér aö Fabio Testi, en hann lét sér ekki nægja að vera með henni einni, og nú er hún farin að leita huggunar hjá Maurizio Guidi, sem er með henni hér á myndinni. Hann er reyndar kvæntur, svo ekki er ó- llklegt, að einhvers staðar leyn- ist kona, sem sé farin að hugsa um að leita á önnur mið, svo sagan getur haldið áfram að endurtaka sig alveg óendan- lega. ★ Hin fræga Mae West Margar kynbombur hafa séð dagsins ljós i Hollywood, og það mun vera heldur erfitt að skera úr þvi, hver er þar efst á lista. Eitt er þó vist, að Mae West er ein af þeim langlifustu i þessum hópi. Hún er nú 82 ára gömul, en þrátt fyrir aldurinn lætur hún ekki undir höfuð leggjast að klæða sig á allan hátt i samræmi við tizkuna nú til dags. Þessi mynd var tekin, þegar Mae West kom til London til þess að heilsa þar upp á George C. Scott, sem var þá að leika i kvikmyndinni Hindenburg, en Mae er mikill aðdáandi Scotts, og var tekið á möti henni eins og drottningu, þegar hún kom i kvikmyndaverið. Scott til- kynnti, að Hindenburg yrði sið- asta kvikmyndin, sem hann léki I, og þykir mörgum það illt, þar sem hann er talinn mjög góður leikari. 4 Anthony Quinn hefur breytt um svip Kvikmyndaleikarinn Athony Qyinn er búinn að skrifa bók, og þess vegna hefur hann látið sér vaxa skegg, svo hann verði svolitið menningarlegri á svipinn. Min fyrsta synd heitir bókin, segir Anthony. Kona hans heitir Jolanda, og þau eiga saman þrjá syni. Aöur en þau Jolanda giftu sig var Anthony kvæntur annrrri konu, Katharine, og þau höfðu verið gift I hvorki meira né minna en 27 ár þegar þau skildu, og höfðu átt fimm börn. Viltuheyra nýjustu kjaftasöguna, elskan. Það hefur einhver eigin- maður hér I blokkinni stungiö af frá gömlu kerlingunni sinni með ungri ljósmyndafyrirsætu. DENNI DÆMALAUSI Og svo hellti ég úr fullri tómat- sósuflösku yfir gulræturnar, en þaö dugði samt ekki.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.