Tíminn - 24.04.1975, Qupperneq 9
Fimmtudagur 24. aprll 1975.
TÍMINN
9
Svona málar unga fólkiö. Þessi mynd heitir Gras og er eftir Henrik
Nylund. Höfundur sésteinnig á myndinni.
Fimmtudagur 24. april:
kl. 16.0<0 Kvikmyndasýning:
Áland. „spelmansmusik”.
kl. 17.00 Kurt Weber ræðir um
álenskt listalif.
Föstudagur 25. april:
kl. 17.00 Kvikmyndasyning:
Áland.
Laugardagur 26. april:
kl. 16.00 Vikulok: Tónleikar.
Walton Grönroos, óperusöngvari.
Undirleikur: Agnes Löve.
Sunnudagur 27. aprfl:
Siöasti dagur álensku
sýninganna. Kvikmynda-
sýningar. ,,Skerma”-sýningin frá
Statens historiska museum i
Stokkhólmi verður látin standa
fram eftir vikunni.
M álverka sýnin gin
í innri salnum I kjallara hiissins
er komið fyrir málverkum eftir
Alendinga. Þarna eru sýnd verk
eftir frægustu málara eyjanna.
Sumir eru nú látnir, en einnig
eftir núlifandi listamenn.
Kunnastir munu vera þeir Karl-
Emanuel Jansson (1846-1874) og
Jóel Petterson (1898-1937)
Þetta er lítil, en skemmtileg
sýning og segir okkur meira en
virðist i fljótu bragði, rennir stoð-
um undir þá kenningu, að eyja-
búskapur leiði menn til skáld-
skapar og lista, fremur en aðra
„landfastari” menn.
Sérstaklega virðast myndir
Joels Patterson drjúgará þá vog.
Allir þessir brúnu jarðlægu litir,
en gefa verkum hans gróandi lff.
Jóel Petterson mun hafa verið
bóndi, og skáld, eins konar Bólu-
Hjálmar þeirra Álendinga.
Frægasti málari Álendinga,
Bólu-Hjálmar þeirra I Austur-
sjónum.
Um yngra fólk er litið að segja.
Þetta eru faglega unnar myndir,
en segja þó ekkert sérstakt um
Alandseyjar. Svona er málað um
allan heim, og við spyrjum að-
eins: Hvar er Aland? Hvar er
Island I þessum söng, spurðu
Þjóðverjar, þegar Karlakór
Reykjavikur söng Dóná svo blá,
svo blá, svo blá ofan f Þjóðverja
um árið!
Samt er drjúgur fengur að
myndlistarsýningunni, burtséö
hvaða tíðindi þetta yngra fólk er
að segja úr heimahögunum. Viö
vitum a.m.k. að Alandseyjar eru
ekki sambandslausar við list-
heiminn, sem ræður mestu, þrátt
fyrir allt. Ef til vill ætti næst að
gangast fyrir stórri sýningu
álenzkra myndlistarmanna.
Norræna-húsið
og smáþjóðir
Norðurland
Það hefur sýnt sig að Norræna-
húsið hefur miklu hlutverki aö
gegna. Auðvitað ber mest á
„stóru” Norðurlandaþjóðunum,
en við höfum þó fengið að sjá
margt, sem ekki hefði annars
boriö fyrir augu okkar og eyru af
þvi sem hin minni og fáorðari
samfélög hafa að segja okkur.
Minnist ég sérstaklega
kynninguá Sömum, Færeyingum
og nú Álandseyingum.
Til þess að fjölefli norrænna
þjóða, Norðurlandaþjóðanna, fái
notiö sin til fulls, verður að kynna
menningu og fólk og þvi fögnum
við þessari Alandsviku, sem
lýkur á sunnudaginn kemur.
Jónas Guðmundsson.
Grásleppu-
NET
á gamla verðinu
fyrirligg jandi
úr girni
60 og 120 fm.
Hafið samband
við okkur sem
fyrst.
*SEIFUR H.F7
Tryggvagötu 10
Símar: 21915 &
21286
Mikill fjöldi handgerðra muna er á sýningunni, bæöi búsáhöld og listmunir.
fSIÚTBOЮ
Tiiboð óskast 15800 m steinullareinangrun fyrir stálpípur f
ýmsum sverleikum, fyrir Hitaveitu Reykjavikur.
Otboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3.
Tilboðin verða opnuö á sama stað, miðvikudaginn 14. mal
1975 kl. 11,00.
INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Fréttatilkynning frá Véladeild sambandsins:
Vinningar i fyrirspurnarforminu til bænda, sem
birtist i Búnaðarritinu FREY, um áramótin siðustu
voru dregnir út, 15. þ.m. og hlutu þessir:
1. Sveinn Sigurösson, Indriðastöðum, Skorrada., Borgarf. pr. Grund.
2. Hafliöi Kristbjörnsson, Birnustöðum Skeiðum, Arn. pr. Selfoss.
3. Bjarni Alexandersson, Stakkhamar, Snæf. pr. Borgarnes.
4. Páll Sigfússon, Hreiðarsstöðum pr. Egilsstaöir.
5. Ernst H. Ingólfsson, Simstöðinni Grenivik S-Þing.
6. Sigurður Valgeirsson, Neðra-Skarði, Leirársveit, Borg.
7. Sigurður Jónsson, Stóra-Fjarðarhorni, pr. Fjaröarhorn.
8. Eyjólfur Sigurjónsson, Pétursey, V-Skaft. pr. Vfk.
9. Friðrik Ingvarsson, Steinholti, Egilsstaðahreppi, pr. Egilsst.
10. Þorsteinn Jóhannsson, Grenivlk, S-Þing.
11. Einar Jakobsson, Dúki, Sæmundarhlið, pr. Sauöárkrókur.
12. Ingólfur Lárusson, Gröf, öngulsstaöahreppi, pr. Akureyri.
13. Hermann Sveinsson, Kotvelli, Hvolhrepp, Rang. pr. Hvoisvöllur.
14. Sigtryggur Þorláksson, Svalbarð um Þórshöfn.
15. Haraldur Brynjólfsson, Króki, Norðurárdal, Mýrasýslu.
16. Jón S. Helgason, Efra-Apavatni, Laugardal, Árn.
17. Ágúst Þórhallsson, Langhúsum, Vlðivellir, Fljótsdal, N-Múl.
18. Erlendur Halldórsson, Dal, Miklaholtshreppi, pr. Borgarnes.
19. Arni Sigurvinsson, Kross, Barðaströnd, pr. Hagi.
20. Eggert Tómasson, Miöhóli, Fellshreppi, Skagafirði.
Tilkynningar um vinninga hafa verið sendar út.
Megintilgangur með fyrirspurnarforminu er sá að
hvetja bændur til timanlegra innkaupa á nauðsyn-
legustu búvélum og varahlutum.
Véladeildin vill þakka bændum fyrir sivaxandi
skilning á mikilvægi þessa og vonar að fleiri og
fleiri bændur finni ástæðu til og öryggi i að notfæra
sér fyrirspurnarformið.