Tíminn - 13.06.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.06.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 13. júni 1975 „List til lækninga" í Norræna húsinu: LEIKSTOFAN ER MIKILVÆGASTI STAÐURINN Á BARNASJÚKRAHÚSI Hjálpum börnunum að veita óttatilfinningunum útrás Saksóknari athugar viðskipti Ræsis h.f. og bílkaupanda SJ-Reykjavik — Eigum viö að koma í sjúkrahúsleik? Veik börn ú sjúkrahúsum eru oft haldin miklum ótta við ókunn- uglegt umhverfið. Hvernig liður litlu barni, sem skilið er eftir eitt i stóru herbergi með röntgentækjum, en þeir full- orðnu fara út. Svo heyrir það sagt: Tilbúin! Skjótið! En þessi orð eru gjarna notuð á sjúkra- húsum á Norðuriöndum. Skelf- ing barns með þessa reynslu kom fram i teikningum, sem það gerði á sjúkrahúsinu. Tfu ára drengur sagði ekki múkk, þegar meinatæknir kom daglega og tók blóðsýni úr handlegg hans. En hann varð alltaf hljóðari og hljóðari. 1 leik- stofunni hjá iðjuþjálfanum kom i ljós, að drengurinn hélt að verið væri að taka allt blóðið úr honum og hann myndi deyja. Á barnasjúkrahúsi Stanford- háskóla i Palo Alto i Kaliforniu tók starfsfókkið eftir þvi, að ef börnin fengu að snerta tæki læknisins og voru búin undir það sem gera átti við þau, hvarf hræðsla þeirra að miklu leyti. Þess vegna var komið þar á sérstökum leik, sem yngri börn- in fara i og hjálpar þeim til að fá tilfinningum si'num útrás, en sérmenntað starfsfólk ræðir hins vegar við þau eldri um vandamálin. Börnin klæða sig eins og læknar og hjúkrunar- konur, fá alls konar læknis- áhöld, nálarlaus'ar sprautur, plástra o.s.frv. Mörg börn verða óttasiegin, þegar þau þurfa að liggja á sjúkrahúsi fjarri foreldrum, systkinum og vinum. Myndir barna á sjúkrahúsum HERRADEILD við Hlemm wmso REYKJAVÍK og fallegt úrval af léttum peysum, skyrtum og ökum jökkum 1 kvikmynd, sem Lise Giöde- sen Lassen, danskur iðjuþjálfi, sem starfaði f átta ár á barna- sjúkrahúsi Stanfordháskóla, gerði og sýnir i Norræna húsinu á laugardag kl. tvö, fáum við að sjá tveggja til tiu ára börn klæð- ast læknakirtlum og húfum og veita dúkkunum sinum heldur óbliða meðferð. Það er svona, sem þeim finnst hafa verið farið með sig á sjúkrahúsinu. — Það eru oft mjög sterkar tilfinningar með i spilinu, segir Lise Lassen, — og þess vegna er nauðsynlegt að iðjuþjálfi sé við- staddur þessa leikmeðferð, annars gæti leikurinn orðið til að hræðslan magnaðist. — Það er til dæmis ekki ótitt að eitt barn segir við annað: Það á að taka úr þér kirtlana, þú verður skorinn á háls! Þjálfaður starfskraftur getur brugðizt við á réttan hátt og hjálpað þannig börnunum. Ef börn hafa þörf fyrir að fara I sjúkrahúsleik eftir að þau koma af sjúkrahúsinu, eiga þau að fá að gera það, en það á ekki að hvetja þau til þess. Börnin þekkja sjálf þarfir sinar. Og for- eldrarnir þurfa ekki að verða hræddir, þótt börnin séu skyndi- lega óvenju harðhent við dúkk- urnar sinar. — Það er mikilvægt að for- eldrar og aðrir fullorðnir, þ.á.m. starfsfólk sjúkrahúsa, segi börnunum satt og rétt um sjúkrahúsvist og læknisaðgerð- ir, segir Lise Lassen. — Vandamál I sambandi við sjúkrahúsvist barna eru við- fangsefni mitt. Ég er núna að vinna að bók fyrir ung börn, með ljósmyndum og einföldum stuttum textum, sem er vel til þess fallin að búa börn undir sjúkrahúsvist. Þvi yngri sem börn eru, þvi erfiðara er að hjálpa þeim að yfirvinna þá erfiðleika, sem þau verða fyrir við sjúkrahúsvist. Við verðum að hafa I huga, að á sjúkrahúsi geta þau tæpast framkvæmt neitt af sinum dag- legu athöfnum, sem þeim eru nauðsynlegar til að ná þroska. — Hvaða hjúkrunarkona kærir sig t.d. um sand upp I sjúkra- rúmið? — Mikil hræðsla og leyndar- hjúpur er um sjúkrahúsveru i hugum flestra barna. Vissulega skaðast ekki nærri öll börn af þvi að fara á sjúkrahús, guði sé lof, en sum eiga I alvarlegum erfiðleikum. Og við getum ekki hjálpað þeim nema við vitum, hvernig þau skynja sjúkrahús- veruna. Sjúkrahús er eins og fangelsi fyrir mörgum ungum börnum, og þeim er misþyrmt þar and- lega vegna skilningsleysis og hugsunarleysis fullorðinna. Það er mjög mikilvægt að foreldrar heimsæki börn sin mikið á sjúkrahús, og æskilegt er að mæður ungra barna séu með þeim á sjúkrahúsum. Leikstofan er mikilvægasti staðurinn á barnasjúkrahúsi, segir Lise Lassen. — Starf iðju- þjálfans með börnunum er mjög alhliða. Það krefst bæði læknis- fræðilegrar þekkingar og sál- fræðilegrar, og þvi vinnur hann ekki einn, heldur i samráði við aðrar heilbrigðisstéttir, en get- ur oft lagt læknum og sálfræð- ingum i hendur mikilvægar upplýsingar um börnin, sem eru sjúklingar þeirra, þar sem leik- UTinn, skemmtilegasta við- fangsefni barnsins, er sam- eiginlegt viðfangsefni hans og þeirra. Lise Lassen flytur i Norræna húsinu fyrirlestur á dönsku, jafnframt þvi sem hún sýnir myndina „Komum i sjúkrahús- leik”, sem er með ensku tali. t tilefni þess að ráðstefnan, sem hún 1 hefur tekið þátt i, ber titilinn List til lækninga, sýnir hún einnig teikningar gerðar af börnum á sjúkrahúsi. Lise Las- sen á einnig ljósmyndir á sýn- ingunni i kjallara Norræna hússins, en bæði henni og ráð- stefnunni lýkur á laugardag. — Það var mjög örvandi að starfa að þessum málum I Kali- fomiu, sagði Lise Lassen. — Ég kann vissulega vel við mig i Danmörku og á Norðurlöndun- um yfirleit, og satt að segja, er- um við maðurinn minn og ég að athuga, hvort við setjumst að heima eða förum aftur til Kali- forniu. Hann hefur verið þar mun skemur en ég, en kann einnig vel við sig. Það er svo margt að gerast þar I mörgum greinum. Mjög mikið var gert fyrir börnin á sjúkrahúsinu, þar sem ég vann. En það er þó ekki rétt að segja að Bandarlkja- menn séu miklu lengra á veg komnir en við Danir á þessu sviði. í báðum löndunum, og raunar viðar, er sannleikurinn sá, að einstök sjúkrahús eru ákaflega mismunandi hvað þetta snertir, og skilningur og áhugi einstakra manna fær ótrúlega miklu áorkað. Lise Giödesen Lassen. Svona byrjar dagurinn hjá þeim yngstu. Seðlabankinn hefur afhent sak- sóknara rikisins til athugunar mál, er varðar samskipti Ræsis h.f. og leigubflstjóra, er keypti bil hjá fyrirtækinu, sem misklið reis út af. Seðlabankinn hefur rannsakað máiið og telur það upplýst. Hann hefur sent niður- stöður og gögn til saksóknara, sem ákveður hvort tilefni sé til frekari rannsóknar eða annarra aðgerða af hálfu hins opinbera I málinu. Athugun Seðlabankans beindist að lánskjörum er Ræsir veitti kaupanda leigubils árið 1973. Billinn var fluttur inn frá Vestur-Þýzkalandi með sex mánaða greiðslufresti á 8/10 kaupverðs samkvæmt reglum, sem giltu um kaup leigubila. Kaupandi gaf út skuldabréf til umboðsins I vestur-þýzkum mörkum I formi endurláns til lengri tima og með hærri fjárhæð ep nam hinu erlenda láni, og var mismuninum varið, samkvæmt samkomulagi beggja aðila, til greiðslu aðflutningsgjalda af bflnum. Siðan hefur kaupandi sýnt veruleg vanskil og neitar að greiða skuldina á grundvelli skráningar marksins. Forstjóri Ræsis h.f. lýsti yfir þvi að fyrirtækið hafi talið sér heimilt að nota lán vegna annars bils, sem kom samtimis til landsins á sömu lánsskjölum, en var greiddur út i hönd. Ræsir h.f. hefur nú endur- reiknað skuldina út frá þeirri for- sendu, að skuldbinding kaupanda bilsins i vestur-þýzkum mörkum hafi ekki numið hærri fjárhæð en fyrirtækið sjálft bjó við gagnvart hinum erlenda lánveitanda vegna þess bils, sem um var að ræða. Hinn hluti skuldarinnar hafi þvi verið krónuskuldbinding frá upphafi, eöa frá þeim tima, er hin erlenda skuldbinding var greidd, enda semjist um endur- greiðslu lánsins og vaxtakjör af þvi. SENDA KVEÐJU VESTUR UAA HAF gébé—Rvik— 1 tilefni afmælishá- tiðarinnar I Kanada I ágúst, þar sem haldið verður upp á 100 ára landnám Islendinga I Vestur- heimi, hefur verið ákveðið að gefa fólki kost á að senda vinum og ættingjum vestan hafs kveðjur og auglýsingar i Lögberg-Heims- kringlu, sem gefið er út i Kanada. Þeir sem áhuga hafa á þessu, geta hringt I sima 28065 milli kl. 13 og 17 til 20. júni. Verður þar tekið á móti auglýsingum og kveðjum og nánari upplýsingar gefnar. Bragisýnir á Loftinu gébé—Rvik — Bragi Asgeirsson listmálari opnar sýningu á Loft- inu að Skólavörðustig 4 nk. laug- ardag kl. 14. Bragi sýnir þar 41 verk, þau elztu eru siðan hann var um tvítugt, og þau yngstu eru varla orðin þurr enn. Sýningin stendur I háifan mánuð, og verða nokkur verkanna til sölu. Sýningarsalurinn Loftið að Skólavörðustig 4, er nú notaður i fjórða sinn, en þar hafa áður sýnt Jóhannes Jóhannesson, Sigurjón Ólafsson og Valtýr Pétursson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.