Tíminn - 13.06.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 13.06.1975, Blaðsíða 20
Föstudagur 13. júnl 1975 Nútíma búskapur þarfnast HKVER haugSugu Guöbjörn Guöjónsson Viðsjdr í indverskum stjórnmdlum: Kong ress-f lokku ri n n bíður mikinn hnekki Indira Gandhi forsætisrdðherra dæmd fyrir kosningamisferli og flokkurinn geldur afhroð í fylkiskosningum fyrirgóéan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Ný stjórn tekur við stjórnartaumunum í Finnlandi í dag: Sorsa sat í 1012 daga NTB-Helsinki. Rlkisstjórn Kalevi Sorsa I Finnlandi lætur væntanlega af störfum I dag og við tekur stjórn embættis- manna. Stjórn Sorsa hefur þá setið að vöidum i 1012 daga, eða lengur, en nokkur önnur finnsk ríkisstjórn eftir siðari heimsstyrjöldina. Nýjar þingkosningar fara sem kunnugt er fram I Finn- landi dagana 21. og 22. september n.k. Þangað til fer embættismannastjórn með völd f landinu — að sjálfsögðu undir handleiðslu Urho Kekkonens Finnlandsforseta, en forsetinn hefur meiri völd að finnskum lögum en gerist t.d. hér á landi. NTB/Reuter—Nýju-Delhi — Kon- gress-fiokkurinn — stjórnarflokk- urinn á Indlandi — lýsti I gær yfir fullum stuðningi við Indiru Gandhi forsætisráðherra. Aöur hafði hæstiréttur i fylkinu Uttar Pradesh fundið Gandhi seka um kosninga misferli og dæmt hana frá opinberu embætti I sex ár. Gandhi er staðráðin I að áfrýja dómnum til hæstaréttar Indlands. Gandhi hefur og fengið leyfi til að gegna áfram embætti forsætis- ráðherra unz endanlegur dómur fellur i hæstarétti. Gandhi var fundin sek um mis- ferli I sambandi við þingkosning- ar þær, er fram fóru á árinu 1971. M.a. á hún að hafa — ef marka má niðurstöður dómsins — beitt opinberum embættismönnum I kosningabaráttunni. Aftur á móti var hún sýknuð af ákærum um að hafa notað trúartákn I kosninga- áróðrinum og eytt óhóflega miklu fé til að standa straum af kosn- ingaundirbúningi. I fyrradag — áöur en dómurinn yfir Gandhi var kveðinn upp — fóru fram kosningar til fylkis- þings I fylkinu Gujarat. Talning atkvæða hófst I gærmorgun i höf- uðborginni Ahmedabad. Fyrstu tölur bentu til fylgishruns Kon- gress-flokksins er hafði forystu I aðeins 15 kjördæmum af 37. Jan- atafylkingin —■ sem er samfylking fimm stjórnarandstöðuflokka — hafði forystu I hinum 22 kjördæm- unum. Arið 1972 fóru siðast fram kosn- ingar til fylkisþings I Gujarat. Þá vann Kongress-flokkurinn mikinn sigur og hlaut 140 af 168 fulltrúum á fylkisþinginu. Þessar fyrstu atkvæðatölur — svo og dómurinn yfir Gandhi — eru hnefahögg I andlit leiðtoga Kongress-flokksins, er haldið hef- ur um stjórnartaumana á Ind- landi siðan það varð sjálfstætt riki árið 1950. í marz á næsta ári fara fram þingkosningar i landinu, og útlitið er þvi ekki sem bezt fyrir valdhafana i Nýju-Del- hi. StÐUSTU FRÉTTIR: Leiðtogar stjórnarandstöðunn- ar hafa iagt fast að Gandhi að segja af sér, en hún lýsti yfir — frammi fyrir mannfjöida, er safnazt hafði saman úti fyrir heimili hennar I Nýju-Delhi — að hún ætlaði sér að gegna embætti áfram með styrk fólksins. Gandhi: Fiokkur hennar styður hana, þrátt fyrir allt. Belgíska stjórnin sigraði naumlega — í atkvæðagreiðslu á þingi vegna kaupanna ó bandarískum orrustuþotum Portúgalstjórn berst gegn kynþóttamisrétti: Boðar til leiðtoga- fundar NTB/Reuter-Brussel. Belgisla þingið lýsti I gær yfir trausti á rikisstjórn landsins fyrir þá ákvörðun hennar að festa kaup á bandariskum orrustuþotum istað franskra þota. Þvi er stjórnar- kreppu bægt frá I Beigiu — a.m.k. I bili. Harðar deilur urðu á þingi, er rætt var um þotukaupin. Belgiska stjórnin var lika lengi i vafa um, hvorn kostinn hún ætti að taka, en að lokum urðu bandarisku þot- urnar ofan á, einkum vegna þess að hin NATO-rikin þrjú, er höfðu hug á þotukaupum — Danmörk, Holland og Noregur — ákváðu að festa kaup á þeim bandarisku. Flokkur frönskumælandi sam- bandssinna — sem á aðild að belgisku stjórninni — hafa hótað að greiða atkvæði gegn stjórn- inni, ef til atkvæðagreiðslu kæmi vegna þotukaupanna. Á siðustu stundu snerist hinum þrettán þingmönnum flokksins þó hugur — að sögn leiðtoga þeirra vegna fyrirheita Leo Tindemans for- sætisráðherra — og stjórnin hélt naumlega velli: 112 þingmenn greiddu henni atkvæði, 91 greiddi atkvæði á móti, en 3 sátu hjá. Reuter—Lissabon — Portúgals- stjórn og leiðtogar hinna þriggja þjóðfreisishreyfinga I Angóla halda á næstunni fund, þar sem reynt verður að koma á friði I hinni fornu nýiendu Portúgala, sem hlýtur fullt sjálfstæði innan skamms. Þá hcfur Portúgals- stjórn ákveðið að berjast gegn hvers kyns kynþáttamisrétti I framtiðinni. Ernesto Melo Antunes utanrik- isráðherra skýrði svo frá I gær, að Portúgalsstjórn hefði boðað þjóð- frelsisleiðtogaiAngóla til sérstaks fundar I beinu framhaldi af fundi þeirra, er haldinn verður i Kenya um næstu helgi. Antunes sagði, að stjórn sin hefði forðazt að taka af- stöðu i deilum frelsishreyfing- anna — hins vegar hefðu öfl utan Angóla reynt að hafa áhrif á gang mála i landinu. Asiðustu fjórum mánuðum hef- ur rikt skálmöld i Angóla, og a.m.k. eitt þúsund manns hafa týnt Hfi í innbyrðis átökum frels- ishreyfinganna. Jorge Correia Jesuino upplýsingaráðherra skýrði fréttamönnum svo frá i gær, að 500 hvitir menn færu frá Angóla á degi hverjum, og á að gizka 200 þúsund til viðbótar hefðu sýnt áhuga á að komast brott. Siðustu atburðir I Angóla — er skýrt var frá I Timanum I gær — hafa ýtt á eftir mönnum að flýja land. í gær hófst I Lissabon fundur sérstakrar nefndar á vegum Sameinuðu þjóöanna, er fjallar um kynþáttamisrétti og skyld mál. Þetta er i fyrsta sinn, að nefndin, er I sitja 24 fulltrúar, heldur fundi I Evrópu. I ávarpi I fundarbyrjun sagði Vasco Goncalves forsætisráð- herra, að stjórn sin hefði ákveðið að gera baráttu gegn hvers kyns kynþáttamisrétti að hornsteini i utanrikisstefnu sinni. Hann fagn- aði sérstaklega þeirri ákvörðun nefndarinnar að halda fund sinn i Portúgal, og votta með þvi þá stefnubreytingu, frá þvl byltingin var gerð I landinu I fyrra. Kissinger að loknum viðræðum Fords og Rabins: Möguleiki á nýjum samningaviðræðum Bretar selja Egyptum vopn fyrir 157,5 milljarða íslenzkra króna NTB /Reuter-Washington/Lon- don. Þeir Gerald Ford Banda- rikjaforseti og Yitzhak Rabin, forsætisráðherra Israels, iuku tveggja daga löngum viðræðum sinum I gær. Viðræðurnar voru aö sögn gagniegar þótt ekkert bendi til, að þjóðarleiðtogarnir hafi orð- ið ásáttir um leiðir til að koma á friði i Miðjaröarhafslöndum. Henry Kissinger utanrikisráð- herra hélt fund með fréttamönn- um að viðræðunum loknum. Kiss- inger sagði, aö hugsanlegt væri, að Egyptar og Israelsmenn hæfu að nýju samningaviðræður um nýtt samkomulag um skipan mála á Sinaí-skaga. Og sömu- leiðis væri mögulegt, að hann færi sjálfur til Miðjarðarhafslanda og tæki upp þráðinn, þar sem frá var horfið i marz s.l., er upp úr samn- ir.gaumleitunum slitnaði. Kissinger varaðist hins vegar að fullyrða neitt I þessu sambandi og kvaö Ford forseta eiga eftir að draga lokaályktanir af viðræðum sinum við þá Rabin og Anwar Sadat Egyptalandsforseta. Utan- rikisráðherrann sagði, að Banda- rlkjastjóm myndi standa i sam- bandi við báða deiluaðila og reyna af fremsta megni að fá þá til að setjast að samningaborði. Að undanförnu hefur Ismail Fahmi, utanrikisráðherra Egyptalands, rætt við brezka ráðamenn i London. í gærkvöldi upplýsti egypzkur embættisjnað- ur, aö Bretar hefðu fallizt á að selja Egyptum vopn fyrir 450 milljón pund (u.þ.b. 157,5 milljarða Islenzkra króna). byggingaþjón íious^ VORU SÝNINGAR SALUR Húsbyggjendur A'LLT Á EINUM STAÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.