Tíminn - 13.06.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.06.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 13. júni 1975 með ungu fólki „Við höfum orðið varir við það, að þegar atvinna minnkar hjá unglingum, verður meiri ásókn i starfsemi Æskulýðs- ráðs. 1 fljótu bragði virðist mér, að ásóknin sé heldur meiri nú en oft áður, og ég hygg, að orsök þess sé að einhverju leyti slæm- ar atvinnuhorfur hjá ungling- um.”. „Það er stefna Æskulýðsráðs að fylla upp í þá þætti sem vant- ar hjá hinum frjálsu æskulýðs- félögum, en forðast alla sam- keppni við þau. Það er útbreidd- ur misskilningur að við eigum i samkeppni við hina frjálsu æskulýðsstarfsemi i landinu. Við viljum og beinlinis stuðlum að þvi, að sú starfsemi fái að blómgast, sem sést kannski hvaö bezt á einu aðalhlutverki félagsmiðstöðvarinnai; i Breið- holti, Fellahelli, en það er ókeypis húsnæðisþjónusta við félög og samtök i Breiðholti. „Starfsemi Æskulýðsráðs Reykjavikur miðast við það, að hinn almenni unglingur geti tek- ib þátt i þvi”. MEÐ UNGU FÓLKI kynnir að þessu sinni sumarstarf fyrir börn og unglinga 1975 og af þvi tilefni ræddi umsjónarmaður þáttarins litillega við Kolbein Pálsson fulltrúa, og eru setning- arnar hér að framan hafðar eft- ir honum. t þessu stutta rabbi við Kolbein kom fram, að nýlega var samþykkt að byggja aðra félagsmiðstöð, — i Árbæjar- hverfi og sagði Kolbeinn að það yrði fyrsta húsið sem yrði sniðið i samræmi við þær kröfur sem Æskulýðsráð gerði til slikra húsa. Kolbeinn kvað Fellahelli i Breiöholtshverfi hafa sannað ágæti sitt, og það hefði komið berlega i ljós, að starfsemi sú, sem fram færi þar væri nauð- synleg. Þetta ætti sérstaklega Koibeinn Pálsson. við borgarhluta sem væru lengst frá aðalmiðbænum, þ.e. Breiðholts- og Arbæjarhverfi. Kolbeinn kvaðst fastlega gera ráð fyrir, að bygging félagsmiðstöðvarinnar i Árbæjarhverfi hæfist á þessu ári og kvað Kolbeinn ekki ótrú- legt að byggingu hússins yrði lokiö á tveimur árum. Þá upplýsti Kolbeinn Pálsson okkur um það, að i sambandi við skipulagningu nýrra hverfa i Reykjavik, væri gert ráð fyrir félagsmiðstöðvum. Við spurðum Kolbein að þvi, hvort dregið hefði verið úr félagsstarfi i skólum á skyldu- námsstigi. — Félagsstörf i skólum, þar sem nemendur eru á skóla- skyldualdri, hafa byggzt upp á skólastjóra og skólayfirvöldum hverju sinni. Það er þvi nokkuð misjafnt hversu sú starfsemi er öflug, en fjárhagsvandræði hafa staðið henni mikið fyrir þrifum. Æskulýðsráð og skólayfirvöld hafa átt ánægjuleg samskipti varðandi félagsstörf unglinga á skyldunámsstigi, og ég fullyrði, að starfsemi Æskulýðsráðs er þess eölis, að hún dregur alls ekki úr félagsstarfi i skólunum. — Gsal. ÁÐUR en við lltum á þá þætti sumarstarfsins, sem Æ.R. býður upp á I sumar, er ekki úr vegi að lesa lltiilega um vetrarstarfið s.l. vetur. Tómstundaflokkar voru starfandi I 15 skólum og tóku 2382 nemendur þátt I tóm- stundastarfi I 207 flokkum. í Tónabæ voru haldnar'íJO sam- komur á vegum hússins sem 18530 gestir sóttu, en aðrir aðilar voru með 135 samkom- ur og 18976 gesti, samtals 37506. í Nauthólsvik stunduðu 15 unglingar bátasmiðar og smiðuðu 12 báta. 26 tóku þátt i siglingareglnanámskeiði á vegum Sigluness. í Saitvik gistu 16 hópar og urðu gistinætur 481. 215 þátttakendur voru I námskeiðum Eldingar I um- ferðarkennslu. Opið hús var starfrækt i Breiðholtsskóla og voru þátttakendur 2268. t félagsmiðstöðinni Fella- helli tóku þátt i. starfsemi hússins alls 18.558, þ.e. „opið hús”, ljósmyndanámskeið, leirvinnslunámskeið, og flos- námskeið. Sumarstarfið vinsælt ELLIÐAVATN. 1 samvinnu við Veiði- og fisk- ræktarráð Reykjavikur hefur æskulýðsráð nú almennt fram- boð á veiðileyfum i vatninu fyrir unglinga 10-16 ára sem hér seg- ir: Þriðjudagar kl. 13.30-20.00. 3., 10.og 24. júni. 1. júlí. 5., 12. og 19. ágúst. Fimmtudagar kl. 13.30-18.00. 5., 12., 19. og 26. júni. 3. júii. 7., 14., og 21.ágúst. Veiðileyfi kosta 150.- krónur. Þau fást á skrifstofu æsku- lýðsráðs, Frikirkjuvegi 11, og i Fellahelli fyrir unglinga úr Breiðholtshverfum. KLÚBBSTARFSEMI AÐ FRtKIRK JUVEGI 11 Skemmti- og ferðaklúbbar, Leikflokkur unga fólksins, Eld- ing og aðstaða til fundahalda fyrir æskulýðsfélög og samtök. STANGVEIÐIKLÚBBUR UNGLINGA. 2. júní Tækjakynning Frikirkju- vegi 11, kl. 6 3. júni Kastæfing v. Rauöavatn kl. 6 10. júni Elliðavatn v. stiflu kl. 2 kr. 350.- 19. júnl Hafravatn kl. 6 kr. 350.- 26. júní Úlfljótsvatn — Þingv.v. kl. 1,15 kr. 700,- 1. júíl Elliðavatn kl. 2 kr. 350.- 8. júll Þingv.v. — Úlfljótsv. kl. 1,15 kr. 700,- 31. júll Hafravatn kl. 6 kr. 350.- 7. ág. Hólmsá kl. 2 eða 4 kr. 350.- 14. ág. Elliðavatn kl. 2 kr. 350,- 19. ág. Hafravatn kl. 6 kr. 350,- 1. Veiðileyfi innifalin i ofan- skráöu erði. 2. Miöakaup I sfðasta lagi dag- inn fyrir veiðiferð til kl. 4 e.h. 3. Falli ferð niður vegna veöurs eða Iltillar þátttöku, gildir greiðsla fyrir næstu ferð. 4. Fferöir kunna að verða farnar i önnur vötn en auglýst eru vegna veöurs eða annars. 5. Ferðir að Þingvallavatni og Úlfljótsvatni eru bundnar við lágmarksþátttöku 20 manns. Innritun I klúbbinn á Frikirkju- vegi 11. Klúbbgjald kr. 100.- Allar ferðir farnar frá Fri- kirkjuvegi 11 á áðurnefndum tlmum. SIGLIN'GAR i NAUTIIÓLSVÍK. a) Siglingaklúbburinn Siglunes. Yngri deild (fædd '62, ’63 og ’64). Mánudaga kl. 17.00-19.30 þriðjudaga kl. 17.00-1900 fimmtudaga kl. 17.00-19.30 föstudaga kl. 17.00-19.30 Hvað md bjóða KYNNING Á NOKKRUM ÞÁTTUM SUMARSTARFS ÆSKULÝÐSRÁÐS REYKJAVÍKUR 1 1 - mu i Eldri deild (fædd '61 og eldri) mánudaga kl. 19.30-22.00 þriðjudaga kl. 19.30-22.00 fimmtudaga kl. 19.30-22.00 föstudaga kl. 19.30-22.00 Opið laugardagana 3., 10. og 17. mai og 6. og 13. september. Formleg opnun: Laugardag- inn 24. mai. Sumardagskrá hefst 26. mai, nær til 1. september. Foreldradagur: 2 i hvorri deild. Velja má um: a) skirteini, sem gildir allt sumarið, kr. 3000,- b) kort fyrir 10 skipti, kr. 800.- c) Þátttaka 1 dag kr. 100.- b) SIGLINGANAMSKEIÐ. Aldur: Fædd 1963, ’64, ’65 og ’66. Timi 1. námskeiö 9.-20. júní kl. 9-12. 2. námskeiö 9.-20. júnl kl. 13.-16. 3. námskeiö 23. júni -4. júli kl. 9- 12. 4. námskeið 23. júni - 4. júli kl. 13.-16. Gjaldfyrir námskeiö: 2000kr. Hámarksfjöldi: 25 á nám- skeiöi. Námskeiðin verða I Nauthóls- vik, 5 daga i viku (mánudag- föstudags). Kennd veröur með- ferö og sigling á seglbátum, ein- faldar siglingareglur, varúð og viðbrögð við óhöppum á sjó og umhirða búnaðar. BREIÐHOLTSSKÓLI. Opið hús þriðjudaga og yfimmtudaga kl. 20-23.30. Kaffi- teria, músik, borðtennis og leik- ir. „Tilfallandi” skemmtiatriði. SKOTLANDSFERÐ ÞANN 19. JÚLÍ verður flogið með 15 unglinga til Skotlands á vegum Æskulýðsráös Reykjavikur, en þessar Skotlandsferðir hafa veriö farnar árlega um nokkuð langt árabil. Þátttakendur dveljast I Glas- gow i boði Æskulýösráðs Glasgowborgar, og samvinna hefur veriö mikil milli þess og Æ.R. Ýmsar ferðir verða farnar um nágranna- héruð og borgina, farið veröur i sigiingar o.fl. Arlega kemur svo hingað til lands hópur skozkra unglinga i boöi Æ.R. Að sögn Kolbeins Pálssonar er veruleg nauðsyn að gefa ungu fólki kost á svona ferðum, og það hefur sýnt sig, aö foreldrar hafa viljaö senda börn sin I þessar ferðir. Nefndi Kolbeinn að á hádegi fyrsta innritunardaginn heföi verið fullskipaö I ferðina. Aldur: Fædd ’62 og eldri. Timi: Hefst 10. júni. Aðgangseyrir I hvert sinn: 100 krónur. SALTVÍK. Reiðskóli. Starfræktur á vegum Æsku- lýösráðs Reykjavikur og Hesta- mannafélagsins Fáks. Timi: 9. júni til 1. ágúst. Aldur þátttakenda: 8-14 ára. Lengd námskeiðs: 2 vikur. Þátttökugjald: 5.500 krónur. Fyrirkomulag: Fyrri hópur (40börn) fara frá Reykjavik kl. 8,20. Reiðskóli frá kl. 9-10,30 og 10,30-12. Komið aftur til Reykja- vlkur kl. 12.30. Reiðskóli kl. 13- 14,30 14,30-16 og 16-17,30. Komið til Reykjavikur um kl. 18. Þeir hópar, sem ekki eru við nám, verða i skipulegri náttúruskoð- un og útivist á staðnum, undir leiðsögn vanra eftirlitsmanna. Innritun á Frikirkjuvegi 11 frá 15. mai. Ilúsnæðis þ jónusta. Aðstaða til ráðstefnu- og Sindahalda um helgar fyrir æskulýðsfélög og samtök. TÓNABÆR. Fimmtudagskvöld opið kl. 20- 23,30. Aldursmark: F. ’61 og ’62. Aðgangseyrir: 200 kr. Diskótek, skemmtiatriði, hljómsveitir. Föstudagskvöld ipið kl. 21-01. Aldursmark: F. ’60 og eldri. Aðgangseyrir: 300 kr. Tilraun með dansleiki fyrir f. ’59 og eldri. Diskótek, skemmti- atriöi, hljómsveitir. Laugardagskvöld opið kl. 21-01. Aldursmark: F- ’60 og eldri. Aðgangseyrir: 500 kr. Hljómsveitir, diskótek, skemmtiatriði. Sunnudagskvöld. Skemmtikvöld o.fl. þegar tilefni gefst til. KYNNISFERÐ t SVEIT. Kynnisferð á vegum Æsku- lýðsráðs Reykjavikur og Sam- bands kvenna. Dvalið þrjá daga á sveita- heimilum i Arnessýslu. Dvölin ókeypis, en þátttakendur skuld- binda sig til að veita jafnöldrum úr sveitinni fyrirgreiðslu i Reykjavik. Aldur: 10-12 ára. Verð: Fargjald, ca. 600 kr. Hámarksfjöldi: 40 börn. Innritun á Frikirkjuvegi 11. Farið verður fyrri hluta júni- mánaðar. Útistarf á vegum Fellahellis: LEIKIR - FERÐIR SUMARDAGSKRA Fellahell- is I Breiðholtshverfi er i stór- um dráttum á þessa leið: Opið hús er á þriðjudögum og föstu- dögum frá kl. 20-23.30. Aldur: Fædd '62 og eldri. Gjald: 100 kr. Námskeið i leirvinnu hófst 4. júni fyrir börn á aldrinum 6- 12 ára og varir námskeiðið I 20 stundir. Útistarf Fellahellir hefur ákveðið að gera tilraun með útistarf fyrir börn og unglinga á aidrinum 6- 16 ára. Þaö verður tviþætt: 1. Leikir: skipulagning leikja á leiksvæðum hverfisins og uti vistarsvæðum i nágrenni þess. 2. Feröir: eins til tveggja daga feröir um borgina eða nágrenni. Meðal annars má nefna veiðiferðir I Elliðavatn, gönguferðir á öskjuhlið, hjól- reiðatúra, gönguferð á Esju, ferð i Innstadal við Hengil, fjöruferð á Seltjarnarnes, bátsferö i Þerney. Sem fyrr býður Fellahellir i sumarfélögum og samtökum i Breiðholti húsnæðisþjónustu. Fellahellir verður lokaður vegna sumarleyfa 26. júli-11. ágúst. með ungu fólki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.