Tíminn - 13.06.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.06.1975, Blaðsíða 5
Föstudagur 13. Júnl 197S TtMINN 5 Óbilgirni atvinnurekenda 1 ræðu, sem ólafur Jóhannesson viöskipta- ráðherra flutti á Akureyri s.l. sunnudag, gagnrýndi hann at- vinnurekendur fyrir óbilgirni i samningamáium. ,,Ég held, aö vinnuveitendur veröi aö breyta þeirri venju sinni aö koma að samningaborði og lýsa yfir þvf, aö þeir geti ekk- ert boöiö. Þaö er gjörsamlega út I hött og einnig óskynsam- iegt af þeim aö halda þessum starfsaöferöum áfram,” sagöi ráöherrann. Þessi gagnrýni viö- skiptaráö- herra er rétt- mæt. Atvinnu- rekendur hafa sýntóbilgirni I samninga- málum. Svig- rúm fyrir- tækjanna er aö vfsu minna nú en oft áöur. En ekki er þar meö sagt, aö þau hafi ekki getu til aö bjóöa vissar kjara- bætur. Raunar er þaö komiö á daginn, aö geta þeirra er meiri en atvinnurekendur létu skina I viö upphaf samninga- umieitana. Atvinnumennska í kröfugerð Jafnframt þvi, sem viöskiptaráöherra gagnrýndi atvinnurekendur, vitti hann harðlega óhóflega kröfugerö launþegasamtakanna og sagöi m.a.: „Kröfugerð I samningum er oröin kúnst og má e.t.v. segja atvinnumennska. Þaö er farið aö gera þær meö þeim hætti, aö þaö er ómögulegt aö sjá þaö i fljótu bragöi eöa gera þaö skiljanlegt, hvernig kröfurnar eru I raun og veru. Þær eru bornar þannig fram. Þaö er ekki aðeins kaupprósentan, sem um er aö ræöa, heldur allskonar fríöindi og breytingar, sem er svo erfitt að meta til beinna launa.Þannig er erfitt aö segja, svo óyggjandi sé, hve háar kröf- urnar eru. Menn geta sagt að kaupkröfurnar væru frá 35% og jafnvel upp I 80%, þegar hæst hefur veriö komizt.” Togararnir eru eign þjóðarinnar I ræöu sinni vék viðskipta- ráöherra einnig aö togara- deilunni og sagði m.a.: „Því miður hefur ekki tekizt aö leysa togaradeiluna svokölluöu, sem þegar hefur staöiö iengi, eins og menn vita, og finna fyrir, ekki sist hér á Akureyri. Þaö er alvar- iegt mál. Ég held, aö það veröi ekki öllu lengur þolað, aö þessi miklu framleiöslufyrirtæki liggi bundin við bryggju. Þaö er ekki hægt aö gera upp á milli deiluaðila i þessu máli, en ég tel báöa hafa sýnt þar stifni. t þvi sambandi dugar ekki aö lita á reikningslegan rekstur þeirra, heldur þá þjóöhagslegu þýöingu, sem út- gerö þeirra hefur og fyrir þau ýmsu byggðarlög sem mest gjalda stöövunarinnar, svo sem Akureyri, Reykjavik og Hafnarfjörö. Það veröur lika aö taka þaö meö I reikninginn, þegar þetta dæmi er skoöað, aö togararnir eru i raun og veru eign min og þin, eign þjóðarinnar allarar, þvi þeir eru byggöir fyrir lánsfé aö mestu leyti, og þaö er ómögu- legt af samfélagsins hálfu að þola þaö öllu lengur, aö þessi tæki séu bundin meö þeim hætti miklu lengur.” Þaö er vissulega rétt, sem Ólafur Jóhannesson bendir á, aö togararnir eru I raun eign þjóöarinnar allrar. Spurning er, hvort sú alvarlega deila, sem staöiö hefur svo lengi og bakaö jafnmikiö tjón og raun ber vitni, leiöir til þess, aö togaraútgerö I landinu veröi þjóönýtt. -a Þ- Range Rover Auglýsid' í Tímanum LOFTræstiviftur FYRIR heimilið vinnustaðinn gripahúsíð audlysindadeild tímand VEGGVIFTA BORÐVIFTA andsbraut 8* Reykjavik * Slmi 8-46-70 Bifreið X 400, sem er árgerð 1974 og ekin 40 þús km, er til sölu. Upplýsingar i sima 99-1157 eftir kl. 19 i kvöld og næstu kvöld. VINNUSKÚRAR - GARÐHÚS Nýkomin kanadísk stálhús hentug sem t.d. vinnuskúrar við nýbyggingar, áhaldageymsiur við sumarbústaði og íbúðarhús, bráðabirgðarhús, þar sem byggingarframkvæmdir standa yfir. TVÆR GERÐIR: Oakdale 7,5 fermetrar, Maplewood 4,6 fermetrar Komið, hringið eða skrifið og fáið nánari upplýsingar og myndalista. — Sýningarhús á staðnum. ý/untuú cPÍbWt'/'VjOU li.j. Akureyri • Glerárgötu 20 Sími 2-22-32 Reykjavik • Suðurlandsbraut 16 • Simi 3-52 00 Hátíðafundur í Háskólabíói í tilefni hins alþjóðlega kvennaárs Laugardaginn 14. júni kl. 14 verður setning Kvennaársráðstefn- unnar sem halda á að Hótel Loftleiðum dagana 20. og 21. júni n.k. DAGSKRÁ HÁTÍÐAFUNDAR: 1. Sigriður Thorlacius, formaður Kvenféiagasambands íslands, setur fundinn. 2. Kammersveit Reykjavikur leikur. 3. Eva Kolstad, formaður kvennaársnefndar Noregs, flytur ræðu. 4. ,,Ljóð Drifu” Geirlaug Þorvaldsdóttir les og Jórunn Viðarleikur frumsamda tónumgerð. 5. Frumflutt verður samfelld dagskrá um verkakonur á íslandi fyrr og nú. Starfshópur úr islenskudeild Háskóla íslands tók saman undir leiðsögn óskars Halldórssonar, lektors. Flytjendur eru: Briet Héðinsdóttir Guðrún Alfreðsdóttir Margrét Helga Jóhannsdóttir Steinunn Jóhannesdóttir ásamt Hjördisi Bergsdóttur, Kjartani Ragnarssyni, Magnúsi Péturssyni og Normu Samúelsdóttur. Kynnir ó fundinum verður Vigdís Finnbogadóttir, leikhússtjóri. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Samstarfsnefnd: Kvenfélagasambands tslands, Menningar- og friöarsamtaka islenskra kvenna, Kvenréttindafélags tslands, Félags báskólamenntaöra kvenna og Rauðsokkahreyfingarinnar, Kvenstúdentafélags tslands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.