Tíminn - 13.06.1975, Side 13

Tíminn - 13.06.1975, Side 13
Föstudagur 13. júni 1975 TÍMINN 13 Hvað er málaskorða? H.Kr.skrifar Landfara eftirfar- andi: „I Þjóðviljanum 8. júni er Jó- hann Sveinsson frá Flögu að skýra inngangsvisu Eiriks Hallssonar úr Hrólfsrimum kraka. Það er þessi visa: Suðrabát við gómagöng geymir málaskorðan. Þorradægur þykja löng þegar hann blæs á norðan. Hann skýrir visuna svo, að Hagtrygging hf.: Rekstrar tap 13 málaskorða sé tungan i munnin- um: „Heildarmerkingin verður þá: Tungan i munninum geym- ir, hefir yfir að ráða (forða af) skáldskap.” Enda þótt þetta gæti verið rétt skýring held ég, að Eirikur hafi hugsað þetta öðruvisi. Raunar væri málaskorða klaufaleg kenning á tungu, þvi að skorða er til að halda föstu og kyrru. Málaskorða er þvi frekar það sem stöðvar málið, en það sem kemur þvi af stað. „Hrindi ég austra fari á flot og fer að kveða,” segir i Alþingisrimunum. Það er al- gengt i rimum, að likja skáld- skap við sjóferð dvergaskipsins. Sr. Eirikur lýsti suðrabátnum skorðuðum uppi á landi. Það þýðir, að skáldskapurinn er ekki hreyfður, þögnin geymir hann. Og þá verða þorradægrin löng i kuldunum þegar ekkert er kveð- ið. Gómagöng eru vitanlega meira en munnurinn. Þau eru kokið lika, ná yfir öll talfærin. Þögnin geymir skáldskapinn. Raddfærin eru ónotuð,þó að þau séu á sinum stað. Þetta held ég að hafi verið hugsun Eiriks Hallssonar.” „ Dagvistunarheimili" Einnig sendir H.Kr. borgar- fulltrúum og alþingismönnum dálitla athugasemd. Hún er á þessa leið: „ósköp leiðist mér að sjá borgarfulltrúa og alþingismenn tala og skrifa um dagvistunar- heimili, þegar þeir eiga við dag- vistarheimili. Skilja þeir ekki muninn á vist og vistun: Eða vilja þeir leggja niður orðið vist? Vistmaður er þá á borgar- fulltrúamáli vistunarmaður, vetrarvist verður vetrarvistun, vistráðning trúlega vistunar- ráðning. Hingað til hefur vist merkt umsamda, timabundna dvöl. Menn voru vistráðnir. Vistun var að ráðstafa mönnum til vistar. Þetta er skrifað i tilefni af frá- sögn Þjóðviljans af borgar- stjórnarfundi nýlega, en auk þess má nefna dæmi úr þing- skjölum Alþingis um þessa landsföðurlegu notkun orðsins vistun.” Dóms- og k irkjumálaráðuney tið, 12. júni 1975. Fangavarðarstaða Fangavörður óskast að Fangelsinu Siðumúia 28 i Reykjavik frá 1. september nk. að telja. Aldurstakmörk 20-40 ára. Laun samkvæmt launakerfi rikisstarfsmanna. Umsóknir sendist ráðuneytinu fyrir 27. þ.m. og fylgi þeim upplýsingar um fyrri störf. ILausar stöður í Hafnarfirði Stöður ritara við skólana i Hafnarfirði eru lausar til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar. Umsóknir sendist skrifstofu minni fyrir 1. júli. Fræðslustjórinn i Hafnarfirði. miMjonir UM SÍÐUSTU mánaðamót hélt Hagtrygging hf. aðalfund sinn. Formaður félagsins og fram- kvæmdastjóri fluttu skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár, skýrðir voru reikningar féiagsins og fjárhagsstaða. Rekstrartap félagsins, að meðtöldum afskrift- um, varð um 13 millj. kr., þar af tæplega 6 millj. kr. halli á húf- tryggingum bifreiða. Heildar- tekjur 1974 námu rúmum 107 millj. kr. brúttó, þar af höfðu ið- gjaldatekjur aukizt um 22,1 mill- jón eða 38,5%. Hagtrygging hf. var stofnuð 15. april 1965, og ér þvi tiu ára. Hlutafé félagsins er 12 millj. kr., en á fundinum var samþykkt að tvöfalda hlutaféð með útgáfu jöfnunarbréfa samkvæmt heim- ild rikisskattstjóra, en auk þess samþykkti fundurinn að auka til viðbótar hlutafé félagsins um 6 millj. kr., i 30 milljónir alls. Hlut- hafar félagsins eru 967. A fundinum voru sömu menn einróma endurkjörnir i aðalstjórn félagsins, dr. Ragnar Ingimars- son formaður, Bent Sch. Thor- steinsson varaformaður, Sveinn Torfi Sveinsson ritari, Arinbjörn Kolbeinsson og Þorvaldur Tryggvason meðstjórnendur. Halogen þokuluktir Bifreiða-speglar Plast listar Startara kaplar Loftdælur Vatnsdælur Vatnslásar Redex sóteyðir Bremsuborðar f. Austin Gipsy MV-búðin Suðurlandsbraut 12. Sími 85052. I Fataverzlun fyrir IDÖMUR & HERRA ^jNYKOMIÐ I DOMUDEILD ÉÞunnor kápur MKaki kjólar ^M/ó leðurbelti mSumarblússur ^Riffluð flauelspils ^NYKOMIÐ I HERRADEILD ^jGrófr/ff/uð flauelsföt mMyndabolir MÞunnar mrúllukragapeysur Bankastræti 9 - Sími 11811 OPIÐ TIL KL.10 I KVOLD CROWN bílaviðtœki draga afburðavel, en eru þó ódýrari en önnur tœki Verð er sem hér segir: Car 100 kr. 6.000,- Car 200 kr. 8.885,- Car 300 kr. 11.495,- Csc 702 kr. 21.800,- bilaviðtæki stereo, með kassettutæki. Csc 8000 kr. 14.000,- stereo magnari með kassettutæki. Hátalarar ó 300.-, 600.-, 1.735.-, 2.500.- kr. Þér gerið afburða kaup i Crown. tsetningar samdægurs. Viðgerðáþjónusta á eigin verkstæði. Sólheimum 35, simi 33550. Skipholti 19, simi 23800. Klapparstig 26, simi 19800.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.