Tíminn - 13.06.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.06.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 13. júni 1975 TÍMINN 3 MENN stungu víöa saman nefjum um samn- ingsgerðina, þegar Iiða tók á kvöldið i gærkvöldi. Hér er Guðmundur H. Garðarsson að gauka ein- hverju göðu að Gunnari J. Friðrikssyni (t.h.) en Magnás L. Sveinsson, og Bjarni Felixson, starfsmenn VR, eru greinilega að leggja öllu auðmeitara vandamál fyrir Jón H. Bergs, for- mann Vinnuveitendasambandsins. Timamynd: Róbert Fjórir ökumenn á slysavarðstofu eftir órekstur TVEIR MJÖG haröir árekstrar urðu I Reykjavik I gær. Fjórir bil- ar skemmdust mikið, og er að minnsta kosti einn þeirra talinn gjörónýtur. Bllstjórarnir fjórir, sem hlut áttu að máli, voru fluttir á slysadeild Borgarspitalans, all- ir eitthvað slasaðir, en enginn hættulega. Hörkuárekstur varð á mótum Flókagötu og Gunnarsbrautar, en þarna er stöðvunarskylda við Gunnarsbraut. Þarna skullu tveir fólksbilar saman, og ók annar inn I hægri hlið hins, og stöðvaðist ekki fyrr en við sæti ökumanns- ins, sem til allrar hamingju var einn i bilnum. Slapp sá furðuvel, miöaö við aðstæður, en I hvorum bll var aðeins bllstjórinn, og hlutu þeir minni háttar meiðsl. Um svipað leyti, eða á fimmta timanum varð árekstur við inn- keyrsluna að Nesti við Elliöaár- vog. Þar beygði blll þvert yfir veginn að Nesti I veg fyrir annan. Sama sagan þar, ökumenn meiddust og bllarnir stór- skemmdust. Keppendurá annað þúsund talsins — á landsmóti UAAFÍ í sumar FJOLBREYTT HATIÐAHOLD Á ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN gébé-Rvik. — Hátlðahöldin I Reykjavlk 17. júnl verða fjölbreytt að vanda. Þau verða með svipuöu sniði og undanfarin ár, en þó koma nokkrar nýjungar þar inn i. iþróttadagskráin i Laugardal hefur t.d. aldrei verið eins fjölbreytt og hún verður nú. Má I þvi sambandi nefna sænska rimleikaflokkinn frá Karlstad, tjáningar dansa undir stjórn Unnar Guðjónsdóttur, knatt- spyrnuleik milli frægra fyrrver- andi knattspyrnumanna okkar, og' margt fleira. t Nauthólsvik gefst Reykvikingum kostur á að fara I siglingu á bátum Siglinga- klúbbanna Sigluness og Brokeyjar, en fólki er eindregið bent á að klæða sig vel. Farið verður i þrjár skrúðgöng- ur, frá Hlemmtorgi, Miklatorgi og Melaskóla, og ganga skátar, sem alltaf setja mikinn svip á 17. júní hátíðahöldin, fyrir þeim. Auk þess hefur þjóðhátiðarnefnd tekið upp þá nýjung að fá þrjá elztu slökkviliðsbifreiðarnar á landinu til að aka fyrir skruðgöngum þessum. Er það von nefndar- innar, að yngri kynslóðin kunni vel að meta þetta, en einn af slökkvibllunum er Ford T. 1923. Fyrir hádegi verða sameigin- leg hátðarhátlðahöld fyrir alla borgarbUa, en kl. 10 leggur ólafur B. Thors, forseti borgarstjórnar, blómsveig frá Reykvikingum á leiði Jóns Sigurðssonar I kirkju- garðinum við Suðurgötu, og LUðrasveit Reykjavíkur leikur lög á Austurvelli, þar sem hátiðin verður sett rétt fyrir klukkan ellefu. Forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, leggur blóm- sveig frá Islenzku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar, Geir Hallgrimsson flytur ávarp, og leikkonan Anna Krlstin Arngrlmsdóttir flytur ávarp fjallkonunnar eftir Stephan G. Stephansson. Síðan verður guðsþjónusta I Dómkirkjunni, sr. Ingvi Þór Arnason frá Prest- bakka prédikar og þjónar fyrir altari, Magnús Jónsson syngur einsöng. Barnaskemmtanir verða á Lækjartorgi, I Arbæjarhverfi og Breiðholti, og verða þar mörg skemmtiatriði. Dansað verður á sex stöðum I borginni, við Austur- bæjarskóla, Breiöholtsskóla, Langholtsskóla, Melaskóla, Ar- bæjárskóla, og Fellaskóla og leika þar hljómsveitirnar: Ernir, Eik, Hljómsv. Ragnars Bjarna- sonar, Ásgeirs Sverrissonar, Brimkló og Dögg. Leyndarmál Framhald á bls. 3 1975 17. JUNI Merki þjóðhátlðardagsins geröi Astmar ólafsson teiknari, og hafðihann aðfyrirmynd listaverk Asmundar Sveinssonar, Móður jörð. HJ—Reykjavik. 15. landsmót Ungmennafélags islands veröur haldið á Akranesi dagana 11.-13. júil n.k. Að sögn Ingólfs A. Steindórssonar, framkvæmda- stjóra landsmótsnefndar, verða keppendur á mótinu I sumar fleiri en nokkru sinni fyrr. Ástæðan er sú, að bætt hefur verið við fjölda greina, i frjálsum iþróttum hafa bætzt við fjórar greinar, I sundi átta, keppt verður i fimm kynningargreinum — þ.e. grein- um, sem ekki hefur áður verið keppt I á landsmóti — en þær eru blak, borðtennis, júdó, lyftingar og siglingar. Keppnisliðum I körfuknattleik hefur fjölgað um fimm, og knattspyrnu- og hand- knattleikslið eru þremur fleiri. Auk þess stuðlar það að auknum fjölda þátttakenda, að starfsemi ungmennafélaganna hefur eflzt mikið á slðustu árum, og munu mörg héraössambönd leggja meira kapp á en oft áður að senda stóra hópa keppenda á landsmót- ið. Dagskrá mótsins hefur verið ákveðin I meginatriðum. Keppni I hinum ýmsu greinum stendur yfir frá kl. 10-18 alla dagana, nema sunnudag.þá verður henni lokið kl. 16. A föstudag kl. 20 verður mótssetning, þar sem öll þátt- tökuliðin ganga inn á Iþróttavöll- inn, hvert undir sinu merki. Þar verða flutt stutt ávörp, einnig verða þá fimleikasýningar og fleira. A laugardagskv. verður kvöldvaka I nýja iþróttahúsinu. Þá verður sérstök hátiðardag- skrá á sunnudag, en dansleikir verða i nýja iþróttahUsinu öll kvöldin. A landsmótinu verður keppt I 14 greinum karla I frjálsum iþrótt- um, en 10 greinum kvenna. I sundi verður keppt I 9 greinum i NAMSKEIÐ HANDA LEIKHÚSFÓLKI Þessa dagana gengst Bandalag Islenzkra leikfélaga og Þjóð- lcikhúsið fyrir námskeiði I leik- myndagerð, ijósabeitingu, förðun og hljóðtækni, og er þetta nýbreytni. Námskeiðiö er haldið I hUsa- kynnum Þjóðleikhússins og eru allir leiðbeinendur starfsmen þess, og eru: Sigurjón Jóhanns- son (leikmyndagerð), MagnUs Þórarinsson (efnismeðferð), Margrét Matthiasdóttir (förðun), Sigurður Eggertsson (hljóðtækni) Hörður Sigurðsson og Þorgrimur Einarsson (sviðskynning) og Kristinn Danielsson (ljósa- beiting). Þátttakendur eru 10, 6 frá eftir- töldum aðildarfélögum Banda- lags Islenzkra leikfélaga: Leikfélagi FáskrUðsfjarðar, Leikfélagi Ölafsf jarðar, Leikfélagi Seyðisfjarðar, Litla leikklúbbnum Isafirði, Ung- mennafélagi Reykdæla og Ung- mennafélaginu Skallagrimi, Borgarnesi, auk þess fjórir leik- stjórar, sem leikstýrt hafa á veg- um bandalagsins. Mikið hefur verið rætt og ritað að undanförnu um aukin tengsl atvinnuleikhúss og áhuga- leikhúss og skyldur ÞjóðleikhUss i þeim Enginn vafi er á að nám- skeið sem þetta, þar sem atvinnu- menn miðla áhugamönnum af reynslu sinni og kunnáttu, er ein besta leiðin til árangursrlks sam- starfs þessara aðila. I ir H) i 1 Grimsá Veiði hófst I Grimsá I gær- morgun, en þar er veitt á sex stengur nú. Jóhannes Sigurðs- son, matsveinn I veiðihúsinu þar, sagði I gær, að aðeins þrlr laxar, vænir þó, heföu komið á land. Laxveiðimennirnir fóru ekki fyrr en seint I gærmorgun til veiða, og aðeins með 4 stang- ir. Þá sagði Jóhannes, að þetta væri allt óvant fólk, þekkti hvorki ána né væri vant laxveið- um. Stangveiðifélag Reykjavlk- ur, sem hefur ána á leigu, efndi til happdrættis, og var einn vinningurinn sex stengur I Grimsá fyrsta veiðidaginn, og þaö voru að sjálfsögðu vinnings- hafarnir, sem voru við veiöar I Grimsá I gær. Jóhannes sagði, að I dag væru væntanlegir þaulvanir veiði- menn. Mikið hefur sézt af laxi I ánni, og I gærmorgun var vatnið I henni mælt og reyndist vera 8-9 stiga heitt. Ain er mjög jöfn og góð að vatnsmagni, og lofar það góðu um veiðina I sumar. Laxá i Aðaldal Helga Halldórsdóttir, ráðs- kona I veiðihúsinu við Laxá, sagði I gær, að enn væri aðeins veitt neðan við fossa og ekki byrjað enn á efri svæðunum. Tuttugu og sjö laxar eru nú komnir á land þar, og var sá stærsti tuttugu pund. Helga sagði, að andstyggðarveður væri við Laxá, hvassviðri, rign- hvorum flokki. Þá verður keppt I knattspyrnu karla, körfuknattleik karla og handknattleik kvenna. Keppt verður I glfmu og 10 grein- um starfslþrótta, og auk þess verður keppt I fyrrnefndum kynningargreinum, en þær eru ekki með I stigakeppninni. Að sögn Ingólfs er aðstaða hin ákjósanlegasta, og hafa bæjar- yfirvöld á Akranesi sýnt mjög mikla vinsemd og skilning. A s.l. ári var skipt um jarðveg I hring- hlaupabrautunum á iþróttavellin- um, og einnig hefur verið skipt um jarðveg í stökkbrautum. NU er unnið af krafti við að fullgera hringhlaupabraut og stökkað- stöðu. Mánuðum saman hefur verið unnið að þvi að fullgera nýja iþróttahúsið aö innan, en þar á m.a. að keppa I körfuknattleik, blaki og borðtennis, og verður að- staða mjög góð. Ingólfur kvaðst búast við, að keppendur yrðu nokkuð á annaö þúsund talsins, en keppendur, sýningarfólk og starfsmenn yrðu samtals yfir þrjú þúsund. Reynt mun að sjá sem bezt fyrir allri þjónustu við aðkomufólk. Tjald- stæði verða vel skipulögð og kom- ið fyrir rennandi vatni og hreinlætisaðstöðu. A mótssvæð- inu verður komið upp söluskúr- um. Mötuneyti verður starfrækt I Gagnfræðaskóla Akraness fyrir starfsmenn og iþróttafólk, og að einhverju leyti fyrir landsmóts- gesti. Einnig verður þar þjónustu- og upplýsingamiðstöð fyrir al- menning. Landsmót UMFl hafa almennt verið afar fjölsótt, og hefur þótt fátt, ef 10 þúsund gestir hafa heimsótt mótin, en gesta- fjöldi hefur farið allt upp I 25 þús- und, og kvaðst Ingólfur vænta þess, að gestir nú yröu ekki færri en áður. ing og kalt, ekki nema um 2-3 stiga hiti. Að sjálfsögðu minnk- ar veiðin verulega i þvllíku veöurfari. Norðurá Hjá Hönnu á skrifstofu Stang- veiðifélagsins fengum við þær upplýsingar I gær, aö hópurinn, sem byrjaði veiðar á fyrsta svæðinu á hádegi á mánudag og var til hádegis I gærdag, hefði fengiö fimmtlu laxa, flestalla mjög væna. Veitt var á 10 steng- ur, og var einn maöur um stöng. Heildarveiðin er því komin I um 170-180 laxa I allri Norðurá, sem er mjög gott svo snemma veiði- tlmans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.