Tíminn - 13.06.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.06.1975, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 13. Júnl 1975 Er skip Berings fundið? Jaröfræðingur frá Moskvu, Otto Schmidt, telur sig hafa fundið leifarnar af skipi hins dansk- fædda landkönnuðar, Vitus Berings (1681-1741) „St. Petrus”. Er þar um að ræða hluta af yfirbyggingu skipsins. ,,St. Petrus og St. Paulus” hétu tvö skip Berings, sem sjósett voru i Okjotsk 1740. Frá Okjotsk hélt Bering áfram „hinum mikla norræna rannsóknar- leiöangri”, m.a. til Alaska og Aleutaeyja. 1 fárviðri árið 1741 rak „St. Petrus” á land þar sem nú heitir Beringseyjar, og lézt Vitus Bering þar sjálfur og flestir skipsmenn hans úr skyr- bjúgi. Fornleifafræðirannsóknar- leiðangu'r undir stjórn Juri Motsjanov frá Jakutskdeild sovézku vísindaakademiunnar hefur rannsakað fund þennan. Mosjanov segir, að svo virðist i reynd, sem þarna sé um að ræða leifarnar af skipi Berings. Þær fundust skammt frá varðveitt- um minjum um bústaði, þar sem sjófarendur hafa haft ¥ ¥ Eiginkonur forsetaefna Margar spurningar, sem eru erfiðar úrlausnar, eru nú á sveimi i stjórnmálaheimi Bandarikjanna. Timarit eitt fullyrðir aö Ford verði ekki i framboði til forsetaembættis 1976, og að það sé vegna þess að kona hans er ekki hraust. Hún þjáist af langvinnri gigt i baki og auk þess hafa komið fram hliðarverkanir af læknis- meðferð eftir uppskurð, sem hún gekk i gegnum ekki alls fyrir löngu. Ford neitar öllu þessu og lýsir yfir þvi, að hann ætli að bjóða sig fram, og hafa gamlan vin, Melvin Laird, I fararbroddi I baráttunefndinni I kosningunum. Kona Edwards Kennedys er heldur ekki hraust, en hann seg- ir aftur á móti fullum fetum, aö hann muni ekki verða fulltrúi demókrata I forsetakosningun- um 1976. Innan flokksins er samt fullyrt að hann muni fara fram, hann sé eina sameiningaraflið i flokknum. Hann verður að fara fram og hann mun láta undan hinum mikla þrýstingi stuðnings- manna sinna. — Það segja þeir, sem bezt þykjast vita. Þarna eru tveir hugsanlegir frambjóðendur. Ford, sem i sin- um villtustu draumum dreymdi aldrei um að verða forseti, en býr nú eigi að siöur i Hvita húsinu, og Kennedy, sem var alinn upp i þeirri fjölskylduhug- sjón að veröa forseti Banda- rikjanna, hvor gegn öðrum, sem hugsanlegir keppinautar I næstu f orsetakosningum. vetursetu. Arframburðurinn, sem þekur húsarústirnar, er álíka þykkur og þar sem leifar skipsins fundust. Er aldur þeirra talinn vera 200-250 ár. Meöal þess, sem þarna hefur fundizt, er vel varðveittur hringur úr bronsi, hnifar, hlutar úr byssu og skotfæri. Við upp- gröft húsarústanna fannst einn- ig saumur mjög likur þeim, sem eru I skipshlutum. Nánari rannsókn mun leiða I ljós, hvort hér er um sams kon- ar skipssaum að ræða. Verða trjáleifarnar teknar til rann- sóknar á rannsóknarstofu. Þá fyrst verður unnt að fá öruggt svar við því, hvað það er sem Otto Schmidt hefur eiginlega fundið. * Ný flugáætlun Reglulegt flug er nú hafið á annarri áæltun milli Moskvu og Havana. Hin nýja áætlun er gegnum Framkfurt am Main og Lissabon, en eldri áætlunar- leiðin er gegnum Rabat I Marokko. Með hinni nýju áætlun er Portúgal orðin 68. landið sem flugvélar frá Aeroflot fljúga reglulega til. Hin nýja áætlunarleið er sett upp, vegna vaxandi áhuga á Kúbu. Viðskiptamenn og feröamenn frá Vestur-Evrópu fá nú mögu- leika á betri samgöngum þangað. * ' V. Hugsar hún um nokkurn annan en forsætisráðherrann Mary Wilson heitir hún og er gift Harold Wilson forsætisráð- herra Breta. Hún er svo ein- staklega hógværkona, að þegar hún gengur um götur Lundúna,dregur hún hattinn niður i augu, eða slæðuna, ef hún er með slæðu, og horfir nið- ur fyrir sig. Hún vill ekki að eft- ir sér sé tekið. Hún talar eins sjaldan af fyrra bragði og mögulegt er, og eitt sinn sagði hún: Ef maður er giftur stjórn- málamanni, langar mann annað slagið til þess að stökkva fram af kletti. Eftir að hún sagði þetta, þagði hún i langan tima. Hún vildi að Harold yrði há- skólakennari i stað þess að helga sig stjórnmálunum. Hún myndi kunna vel við sig sem há- skólakennarafrú. Lengi vel vissi ★ Þeir borða arsenik Gerlafræðingar i sovétlýðveld- inu Kasakhstan hafa fundið sér- staka tegund geria, sem geta gert arsenik óskaðlegt. Nú er ætlunin að nota þá til að hreinsa arsenik úr úrgangsvatni frá iðnaðarfyrirtækjum. fólk harla litið um frú Wilson. Hún var filédræg kona með perlufesti um hálsinn, en svo féll sprengjan. Frú Wilson -gaf allt I einu út ljóðasafn, og I þvi voru m.a. nokkur ástarljóð, mjög viðkvæðmnisleg. Það gat ekki veriö um annað að ræða, en ljóðin væru til eiginmanns henn- ar, eða hvað? Hann er nú tæpast nokkur draumaprins, forsætis- ráðherrann, og skyldi hann nokkurn tima taka pipuna úr munninum? Nú veltir fólk þess- ari miklu gátu fyrir sér, og kemstekki að neinni niðurstöðu. Á frú Wilson kannski elskhuga? Skáldkonan gefur mönnum eng- an kost á því að afla sér upp- lýsinga um málið. Hún bara þegir. Hún situr og skrifar i for- sætisráðherrahúsinu Downing- stræti 10. Ljóðum hennar fjölgar stöðugt. Hún fær til sin konu tvo daga i viku, til þess að hjálpa sér með húsverkin. Henni liður sjálfri bezt, þegar hún getur verið heima hjá sér. — Fjöl- skyldan er númer eitt, siðan er það flokkurinn, og síðast er ég sjálf, sagði hún, þegar Harold Wilson varð forsætisráðherra. Nú orðið er hún farin að yrkja eitt og eitt ljóð um barnabörnin. Hún er nýorðin amma, sonur hennar Robin eignaðist tvibura. DENNI DÆMALAUSI Pabbi hans hlýti*f að'vera fátækur, þvf þau hafa bjúgu á sunnudögum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.