Tíminn - 13.06.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.06.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 13. júni 1975 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar Í8300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — af- greiðsluslmi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö I lausa- sölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Sama stefnan Það er eitt deiluefni flokkanna, sem eru i stjórnarandstöðunni, hvort stefnubreyting hafi orðið við tilkomu núverandi rikisstjórnar. Af hálfu Alþýðubandalagsins er reynt að færa rök að þvi, að meiriháttar stefnubreyting hafi orðið. Alþýðu- flokkurinn færir hins vegar rök að þvi, að stefnan sé i höfuðdráttum hin sama. Or þessari deilu stjórnarandstæðinga er auð- veldast að skera með þvi að virða fyrir sér nokkra málaflokka. Þá kemur bezt i ljós, hvort einhver meiriháttar stefnubreyting hefur orðið. Ef litið er á atvinnumálin, kemur i ljós, að báðar rikisstjórnirnar hafa framar öðru sett sér það mark að tryggja fulla atvinnu i landinu. Fyrir vinstri stjórnina var þetta auðvelt, þvi að við- skiptakjörin voru hagstæð i valdatið hennar að undanskildum siðustu mánuðunum. Núverandi stjórn hefur tekizt að tryggja næga atvinnu, þrátt fyrir stóraukna efnahagserfiðleika. Skæruverk- föllin i vor hafa að visu skapað nokkurt atvinnu- leysi—en það verður ekki fært á reikning rikis- stjórnarinnar. Til þess að tryggja atvinnuöryggið, hafa rikis- stjórnirnar gripið til sömu úrræðanna. Þær hafa beitt verðlagshömlum að svo miklu leyti, sem það hefur verið fært. Þær hafa gripið til gengisfellinga. Þær hafa sett lög, sem bönnuðu eða takmörkuðu visitölubætur, enda þótt þær hafi verið ákveðnar i kjarasamningum. Þær hafa sett lög um gerðar- dóm i vinnudeilum, þegar það hefur verið talið óhjákvæmilegt. Vitanlega er það allt annað en æskilegt að þurfa að gripa til umræddra aðgerða, en báðar stjórnirnar hafa þó talið þann kostinn betri en að stefna atvinnuörygginu i voða. Sé litið á kjaramálin, er það augljóst, að báðar rikisstjórnirnar hafa viljað stuðla að auknum launajöfnuði. Það var ekki sök vinstri stjórnarinn- ar, að ójöfnuður i launamálum jókst i stjórnartið hennar, þvi að hún stjórnaði ekki gerð kjara- samninganna i febrúar 1974. Núverandi rikisstjórn hefur reynt að jafna þetta aftur með þvi að beita sér fyrir sérstökum láglaunabótum. Báðar rikisstjórnirnar eru eindrengar i stuðn- ingi sinum við öfluga byggðastefnu. Núverandi rikisstjórn hefur áréttað þetta með stórfelldri efl- ingu Byggðasjóðs. Þannig mætti halda áfram að rekja einstaka málaflokka og sýna fram á, að þessar tvær rikis- stjórnir hafa i höfuðdráttum fylgt sömu stefnunni. Eina stóra undantekningin, eru varnarmálin. Úr- slit alþingiskosninganna á siðastl. sumri urðu á þann veg, að ekki var hægt að fylgja fram þeirri stefnu i varnarmálum, sem vinstri stjórnin hafði mótað. Þess ber svo að gæta, að höfuðmunur er á þeim efnahagslegum skilyrðum, sem þessar tvær stjórnir hafa búið við. Vinstri stjórnin bjó yfirleitt við góð og batnandi viðskiptakjör. Núverandi rikisstjórn hefur búið við siversnandi viðskipta- kjör og orðið að glima við þann vanda, ásamt óheppilegum afleiðingum af völdum óskynsam- legra kjarasamninga i febrúar 1974. Þess vegna hefur hún orðið að gera róttækari og óþægilegri aðgerðir i efnahagsmálum en vinstri stjórnin. Varðandi allar þessar aðgerðir hefur hún getað stuðzt við fordæmi vinstri stjórnarinnar. Þvi má segja, að hún hafi visað veginn. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Tekst Berlinguer að komast í stjórn? Verða kommúnistar stærsti flokkur Ítalíu? Enrico Berlinguer AÐ UNDANFÖRNU hefur veriö háð óvenjulega hörð kosningabarátta á ítaliu, og kalla ítalir þó ekki allt ömmu sina í þeim efnum. Næsta sunnudag fara fram kosningar til fylkisþinga i 15 af 20 fylkj- um Italiu. Skoðanakannanir hafa bent til þess, að kristileg- ir demókratar, sem hafa farið óslitið með stjórnarforustuna i ttaliu, muni tapa verulegu fylgi, og geti það leitt til þess að skipt verði um forustu i flokknum. Slik skipti geti svo aftur leitt til þess, að sú sögu- lega stund renni upp, að tveir höfuðandstæðingarnir i itölsk- um stjórnmálum, kristilegir demókratar og kommúnistar, myndi stjórn saman. Það er einkum tvennt, sem háir kristilegum demókrötum. Annað er það, að sökum hinn- ar löngu stjórnarforustu þeirra, eru þeir bendlaðir við flest það, sem þykii hafa farið miður i itölskum stjórnmál- um. Hitt er það, að kosninga- aldurinn hefur verið lækkaður um þrjú ár, eða úr 21 árs aldri I 18 ára aldur og eru þessir nýju aldursflokkar taldir mun andstæðari kristilegum demó- krötum en eldri aldurs- flokkarnir. Kommúnistar njóta hins vegar hlutfallslega meira fylgis hjá þeim en eldra fólkinu. ÞÖTT eðlilegast virðist, að kosningarnar snerust einkum um heimamálefni hinna ein- stöku fylkja, hefur landsmálin boriðöllu meira á góma, og þó ekki sízt það, hvort kommúnistar eigi að fá aðild að rlkisstjórn eða ekki. Stjórnir á Italiu hafa verið mjög ótraustar i sessi siðustu áratugina og stafar það eink- um af þvi, að kristilegi flokkurinn hefur orðið að leita samstarfs við fleiri smá- flokka, til þess að geta mynd- að meirihlutastjórn. Oftast hefur hann notið stuðnings Lýðveldisflokksins, sem er litill miðflokkur, sósialdemó- krata, sem eru fremur hægri sinnaðir, og svo siðustu ár- in Sósialistaflokksins. sem er róttækur jafnaðar- mannaflokkur, er hafði náin tengsli við kommúnista um skeið. Um þessar mundir er stjórnin aðeins skipuð fulltrú- um kristilegra demókrata og Lýðveldisflokksins, en sósial- demókratar og sósialistar veita henni stuðning. Sökum þess, hve samvinna þess ara flokka hefur verið ótrygg, hefur þeirra sjónar- miða gætt i vaxandi mæli hjá vinstri armi kristilegra demó- krata, sem er undir forustu Aldo Moro forsætisráðherra, að ekki eigi að útiloka stjórnarsam vinnu við kommúnista um alla framtið. Þessi sjónarmið fengu byr undir vængi, þegar Enrico Berlinguer, leiðtogi kommúnista, lýsti yfir fyrir tveimur árum, þvi, að koma ætti á sögulegum sættum eða málamiðlun i þjóðfélaginu með það fyrir augum, að kommúnistar væru ekki úti- lokaðir frá þátttöku i ríkis- stjórn. Berlinguer hefur hald- ið þessari stefnu eindregið fram siðan og látið óspart að þviliggja, aðekkiyrði hægt að mynda fullkomlega starfs- hæfa stjórn á Italiu, án þátt- töku kommúnista. Gegn þessu hefur hægri armur kristilegra demókrata risið öndverður og þó framar öðrum aðalritari flokksins, Amintore Fanfani, sem hefur um skeið verið valdamesti leiðtogi flokksins. Fanfani hefur fjórum sinnum verið forsætisráðherra og gegnt fjölmörgum ráðherra- embættum öðrum, en siðustu árin hefur hann helgað sig mest flokksforustunni. Þótt hann sé orðinn 67 ára gamall, er hann enn heilsuhraustur og hinn mesti vinnuhestur. Hann hefur skipað sér i fylkingar- brjóst I kosningabaráttunni nú og hefur einkum tvennt á oddinum. Annað er það, að kristilegir demókratar séu vænlegastir til að halda uppi lögum og reglum og til að bæla niður vaxandi óöld, sem ein- kennist af skemmdarverkum og mannránum. Hitt er það, að kommúnistar megi ekki fá þátttöku I rikisstjórninni. Þvi til sönnunar hefur hann bent á siðustu atburði i Portúgal. Berlinguer hefur tekið upp haröa baráttu gegn Fanfani, og hefur m.a. i þvi sambandi afneitað ýmsum vinnuaðferð- um flokksbræðra sinna i Portúgal. Hann bendir á, að kommúnistum hefur yfirleitt farnazt vel, þar sem þeir hafa farið með héraðsstjórn eða borgarstjórn, og sé það glögg vfsbending um, að þátttaka þeirra i rikisstjórn muni tryggja starfhæfa og trausta stjórn. óhætt er að segja, að þessir tveir menn, Fanfani og Belinguer, hafi sett meginsvip á kosningabaráttuna, enda skipta úrslitin miklu máli fyr- ir þá persónulega. Sennilega mun valdaferli Fanfanis ljúka fljótlega, ef kristilegir demó- kratar tapa verulega. Það mun lika veikja Berlinguer, ef kommúnistum tekst ekki að auka verulega fylgi sitt, þar sem þeir eru taldir hafa nú óvenjulega hagstæð skilyrði. I SIÐUSTU fylkiskosning- um, sem fóru fram 1970, fengu kristiíegir demókratar 37.9% atkvæðanna. Skoðanakannan- ir spá þeim nú 33%. Þeir myndu telja það sæmilega út- komu, ef þeim tækist að fá um 35%. Kommúnistar fengu i siðustufylkiskosningum 27.9% atkvæða, og flokkur, sem hef- ur bandalag við þá, fékk 3.2%. Samanlagt fengu þessir flokk- ar þvi 31.1%. Þeir gera sér nú vonir um, að geta bætt við sig 3-4% og gætu þá sennilega fengið meira fylgi en kristileg- ir demókratar. Hér er þvi um þaö að tefla, hvort kommúnistar ná þvi marki, að verða stærsti stjórnmála- flokkurinn á Italiu. Annar flokkur, sem gerir sér vonir um fylkisaukningu, er Sósialistaflokkurinn. Leið- togarhans telja, að kristilegir demókratar geti ekki stjórnað með miðflokkum og sósfal- demókrötum, og verði þvi að leita samstarfs við sósialista, ef mynda eigi starfhæfa stjórn. Þetta veitti sósialistum aðstöðu til mikilla áhrifa, sér- staklega ef þeir fengu veru- lega fylgisaukningu. Þeir telja samstjórn kommúnista’ og kristilegra demókrata ófýsi lega. Von þeirra er að ná þeim kjósendum, sem nú yfirgefa kristilega demókrata. Þetta gera kristilegir demókratar sérljóst og segja þvi, að sósía- listum sé ekki að treysta og benda á þvi til sönnunar, að þeir hafi viða kosningabanda- lag við kommúnista. Ekki er búizt við að hægri flokkarnir, nýfasistar og Frjálslyndi flokkurinn, vinni á. Lýðveldisflokkurinn og sósialdemókratar munu vart gera betur en standa i stað. Hins vegar er ekki talið útilok- að, að Maóistar bæti við sig, og gæti það orðið til að draga úr fylgisaukningu kommúnista. Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.