Tíminn - 13.06.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.06.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 13. júni 1975 Föstudagur 13. júni 1975 TÍMINN 11 ann. Það lá einhvern vegmn bein- ast við. Ég bankaði á grænar dyr, en enginn svaraði svo ég gekk inn fyrir. Þar var önnur hurð og miði iglerinu, þarsem á stóð: Bankið, bjallan er biluð. Ekkert svar og þó bankaði ég tvisvar. A efri hæðinni var samasagan, þar var lika skilti, þar sem maður var beöinn um að banka, þvi dyrabjallan væri biluð — og nú var ekki lengur um að villast, þetta hlaut að vera hús raffræð- ingsins. Enginn nema raffræðing- ur léti allar dyrabjöllur vera bilaðar heima hjá sér. Brosmild kona kom til dyra: Hann pabbi, sagði hún. Hann er heima og hún fór með mér upp á efri hæðina upp traustan stiga og þar stóð hann á miðju gólfi, teinréttur og lokaði sálinni sam- stundis, þegar hann tók þéttings- fast i hönd mér. Hann var þá svona. Tor- trygginn, varkár, en samt kurteis og hlýr. Makalaust hvað hann er ung- legur, hugsaði ég með mér. Niræður. Ef allir niræðir menn litu svona út á Islandi, væru elli- heimilin tóm. Ég bað um viðtal. Viðtal fyrir blaðið. Hann sagði ekkert en leiddi mig til sætis. Stofan var björt og loft- góð, en viðfeldinn ilmur frá göml- um bókum lagði að vitunum. Ég litaðist um. Jú, Nýja dagblaðið var þarna allt, lika Fálkinn og Fjallkonan. Fjallkonan i þrjá ættliði Þú átt alla Fjailkonuna, spurði ég? — Já, svaraði hann og glaðnaði viö. Hún kom út i 25 ár. Nei, ég keypti hana ekki i búð. Nei. Ég hefi gaman af þvi að safna blöð- um. Hún kom út 125 ár. Afi keypti hana, svo pabbi og seinast keypti ég hana og þetta eru eintökin, sem við keyptum og lásum á sin- um tima. Fjallkonan byrjaði að koma út 1884 — eða 1885. Hún var fremur ihaldssöm, Fjalikonan, en ágætt rit samt. — Hver var afi þinn? — Eirikur Pálsson. Hann bjó lengst af i Svarfaðardal, en var frá Skaga fæddur i Pottagerði. — Hvar er Pottagerði? — Það má fjandinn vita. Ég er algjöriega ókunnugur I Skaga- firði, þótt ég eigi vist ógrynni af frændfólki þar. Ég hefi verið meira upp á heimasvéitina, Svarfaðardal. Þar bjó faðir minn Hjörtur Guömundsson. Hann bjó á Upp- sölum, sem eru i dalnum and- spænis Tjörn. Þetta er i miðri sveit. Afi vissi allt um raf- magn — Þú hefur ekki viljað verða bóndi. — Ég vildi verða rafmagns- fræöingur. — Var búið að uppgötva raf- magnið i Svarfaðardainum þá? — Afi minn vissi um rafmagn. Hann var nokkurs konar visinda- iegur fræðimaður og hafði bækur um tækni. Hann las á erlendum málum. Ég heyrði þvi mikið um rafmagn norður i Svarfaðardal. Menn voru ekki svo helteknir af skáldskap og guðsorði, að visind- in færu alveg hjá garði. Ekki minnsta kosti hann afi, og hann þýddi fyrir mig eðlisfræði og raf- magnsfræði og ég var heillaður. — Svo liggur leiðin til Ameriku. — Já, ég var staðráðinn I þvi að læra annaðhvort eðlisfræöi, eða rafmagnsfræði. Ég þekkti Jón Ólafsson bróður Páls skálds. Hann aðstoðáði mig við að hafa upp á réttum mönnum i Amerlku. Þar á meðal hinum fræga manni Hirti Þórðarsyni rafmagnsfræð- ingi I Chicago, en hann var orðinn mjög þekktur fyrir iðnað sinn. Til Ameriku til fundar við rafmagnið — Vissirðu hvað verða vildi i rafmagnsmálum á islandi? — Já, afi spáði þvi að Island yri i nánustu framtið uppljómað af rafmagnsljósum. Þetta ljós átti að taka úr fossunum og fall- vötnunum. Ég vildi vera með i þvi og þess vegna sótti ég þetta svona fast. Jón ólafsson skrifaði Hirti og bað hann að taka mig og hann svaraði um hæl. Sagði Hjörtur, að ég ætti að koma strax. Af þvi gat samt ekki orðið og brottför min dróst, þar eö ég vildi verða sam- ferða Skafta Brynjólfssyni, vest- ur-íslenzkum manni, sem var hér I heimsókn. Mér fannst það ein- hvem veginn vissara að hafa samfylgd, þvi að ég kunni aðeins hrafi Ienskri tungu þá. Við tókum okkur far með skipi frá Samein- aða til Glasgow og þaðan tókum við linuskipiö Hesperion til Qusbeck i Kanada. Ég hafði i rauninni fyrirgert tækifærinu til þess að læra af Hirti Þórðarsyni, með þvi að láta brottförina dragast, svo ég hóf vinnu við húsasmiðar. Jafnframt skrifaði Hirti og það stóð ekki á svarinu, og það var seint i febrú- armánuði árið 1910, sem ég lagði af stað til Chicago til þess að hefja störf hjá Hirti. íslendingur framleiðir milljón volt Hjörtur Þórðarson var ættaður úr Borgarfirði og var orðinn stór- auðugur maðurfyrir uppgötvanir sinar og rafmagnsiðnað. Hann átti mörg einkaleyfi og sem dæmi um hæfni hans, sem verkfræðings var að árið 1904 varð hann fyrstur manna i heiminum tiL4»ess að framleiða milljón volta spennu. Þær fréttir bárust um víða ver- öld. Ég réðst nú til Hjartar og átti námstimi minn að standa i fjögur ár. Hjörtur reyndist mér eins og bezti faðir, leiðbeindi mér á alla lund og lét mig starf a að uppgötv- unum með sér. Vinnutiminn var átta stundir, en á kvöldin var skóli. Að námstima loknum fór ég til Kanada, og hóf sjálfstæðan at- vinnurekstur. Þar kvæntist ég og hóf störf. Þetta var i Winnipeg Konan min hét Valgerður Kristin Armann og var af islenzku bergi brotin. Ileim með konu og börn — Svo fluttirðu heim. — Já. Markmiðið með þessu öllu var fyrst og fremst það að koma að gagni heima við það að rafvæða landið. Til þess var leik- urinn gerður. Samt var það svo, að þetta var ekki auðvelt. Við vorum meö börn og það voru erfiðir timar i Ameriku. Það varð ekki fyrr en áriö 1918 i júni- mánuði, sem við komum til Is- lands. Þá voru iiðin tæp niu ár, siöan ég lagði út i óvissuna — til Ameriku. Við gengum upp bryggjuna, ég með yngsta barnið á handleggnum, konan hélt á þvi næstyngsta, en það elzta tritlaði með okkur. Við vorum rik þennan dag, ég hafði ekki komið alveg tómhentur, það varð mér ljóst, en ég átti ekki grænan eyri til. Við áttum ekki annað en það sem við stóðum i. En þetta voru aðrir timar. Ég fékk inni hjá hinum ágæta manni Þorsteini Jónssyni jámsmið og konu hans Guðrúnu Bjamadóttur, en ég hafði unnið fyrirÞorstein áður en ég fór utan. Þau hjón þrengdu að sér, og þá höfðum við þó fengið fastan samastað, — svona til þess að byrja með. Ekkert að gera i raf- magni — En vinnan? — Það var ekkert að gera fyrir rafmagnsfræöinga. Halldór Guð- mundsson var hér og hafði ekkert að gera, sama var að segja um Jón Sigurðsson, sem lika var bú- inn aö læra en hafði litið við sitt hæfi. Ég fór norður á Siglufjörð að leggja þar rafmagn, en um haustið setti ég upp rafstöð með tilheyrandi fyrir þá Harald Böðvarsson útgerðarmann og Loft Loftsson, útgerðarmann, en þeir höfðu þar stórar starfsstöðv- ar. Siðan tóku við alls konar störf, meðal annars við að leggja raf- magn i fiskibáta og búa þá dyna- móum til ljósa. Um þetta leyti stofnuðum við fyrsta rafmagns- fyrirtækiö á landinu, ég, Sigurður Kjartansson, kaupmaður, Einar Gislason, málarameistari og Sigurjón Sigurðsson, trésmiður. Firmað hét Hiti og ljós. Markmið okkar var að leggja rafmagn I hús, báta og skip og smám saman fór fyrirtækinu að vaxa fiskur um hrygg. Mér reikn- ast svo til að ég hafi lagt rafmagn I um 1600 hús og ibúðir á íslandi. Stærstu húsin voru Háskólinn, Þjóðleikhúsið (að hluta) og Sjó- mannaskólinn. Elliðaárstöðin kom ekki fyrr en árið 1920, en ýmsir aðilar komu upp mótorveitum hjá sér. Þannig var búið að raflýsa nokkur hús áður en Elliðaárstöðin tók til starfa, en segja má þó að rafvæð- ingin fari ekki af stað að heitiö geti fyrr en með tilkomu hennar. Árið 1925 leystum við Hita og Ijós upp. Skömmu siðar setti ég á stofn mina eigin verzlun, sem ég rak til ársins 1944 er ég seldi. Skógrækt i Laugardal — En skógræktin. Hvenær hófst þú handa um hana? — Hún hefur liklega verið sömu ættar og rafmagnið, — eða áhugann fyrir trjárækt er að rekja til bernskudrauma. Hér á árunum eftir heimkom- una þá keypti ég land i Laugar- dalnum, ásamt öðrum manni. Þá var Laugardalurinn botnlaus mýri, eða holland. Þetta land eignaðist ég siðar einn, og árið 1929 byggði ég þar ibúðarhús. Þarna er nú aðsetur garöyrkju- manna Reykjavikurborgar. Ég plantaði fyrstu trjánum árið 1929. Ég fékk innlendar trjáplöntur úr Gróðrarstöðinni hjá Einari Helgasyni og aflaði mér einnig trjáplantna viðs vegar að úr heiminum. Fékk bæði fræ og plöntur. Viðureignin við mýrina, botn- laust votlendið var örðugasti hjallinn. Mér tókst aldrei að ræsa fram á viðunandi hátt og það varð ekki fyrr en Reykjavikurborg lagði skolpleiðslu frá Sogamýr- inni og gerði mikla skurði, að Laugardalurinn varð það þurr- lendi, sem hann núna er. Þarna bjuggum við i aldar- fjórðung eða 29 ár og smám sam- anbreyttistþetta i þá mynd er við höfðum ætlað okkur. Þetta var góður timi. Við áttum sjö stúlkur, og einn dreng og áttum veröld fyrir okkur i Laugardai. Borgin tók við Laugar- dal og trjánum — En nú á bærinn þetta allt. — Já, það varð að samkomu- lagi, að þeir fengju þetta til af- nota, þar eð verið var að ganga frá nýju skipulagi i Laugardaln- um. Þar risu fþróttamannvirki og leikvellir. Þeir voru áður með starfsemi á Reykjum I Mosfells- sveit, en þetta var hentugra fyrir þá. Og þeir keyptu. — Fékkstu gott ver.ð? — Um það má deila. Ég var ánægður, þar til ég ætlaði að fara að kaupa húsnæði yfir mig fyrir andvirðið. Þá sá ég, að ég hafði ekki fylgzt með timanum nógu rækilega. Nóg um það. Stöðin, skógurinn er þarna og heldur áfram að vera til. Það er fyrir öllu. 100.000 trjáplöntur norð- ur i Svarfaðardal — En, þú hefur einnig stundað skógrækt fyrir norðan. — Já, ég hef óbilandi 'trú á skógræktinni. Ég flutti þúsundir og hundruð þúsunda plantna noröur og gróðursetti þar. — í Svarfaðardal. — En pólitikin. — Ég hefi ekki haft áhuga á pólitik. Nema ég hefi kosið. Hefi iiklega kosið alla flokka, nema kommana, þá kaus ég aldrei. Við gengum saman út i' sólina. Krónur trjánna vögguðu hægt fyrir golunni eins og freigátusegl. Tre’n voru næstum jafnhá húsinu. Ég spuröi hann ekki hver hefði gróðursett þessi miklu tré, enda skipti það ekki öllu máli, heldur aðeins tilvist þeirra og nærvera. Hann kvaddi mig við garðshliðiö, teinréttur og bjartur i augunum. — Ef þú skrifar eitthvað, þá veröurðu að gæta þin. Ég er orð- inn minnislaus á sumt, man lik- lega aðeins það, sem skiptir máli, og það er ekki endilega það sem menn vilja fá að vita. Jónas Guðmundsson. Rætt við Eirík Hjartarson, raffræðing, sem lærði „rafmagnsfræði" af honum afa sínum norður í Eyjafirði fyrir 80 árum Valgeröur og Eirikur Hjartarson. Myndin er tekin á brúðkaupsdaginn vestur I Ameriku árið 1913. Eirikur Hjartarson, raffræöingur. Það var sól og hiti og jörðin stundi i góðviðrinu. Nú var loks- ins komið sumar og trén I garðin- um hjá honum Sæmundi i kexinu voru sliguð af grænu ilmandi laufi. t allan vetur höfðu þau skekið kræklóttar greinarnar og skvaldrað um storminn og þenn- an nistandi vetrarkulda. Konurn- ar höfðu fækkað fötum og sátu á tröppunum. Þær voru enn hvitar eins og pappír á húðina og þvi litu þær annað, ef einhver átti leið um götuna. Niræður öldungur Ég gekk hljóðlega eftir Reykja- hlfð. Stór trén minntu á freigátu- segl,sem bærðust til og frá undan sólhvitum vindi og mér var undarlega innanbrjósts, þvi ég var að fara að hitta gamalmenni. Niræðan mann, Eirik Hjartarson. Við höfðum aldrei sézt. Samt vissi ég margt um hann. Að hann hafði verzlað með rafmagnsvör- ur, og ég hafði þegar ég var barn keypt af honum flöt batteri. Hann vissi allt um rafmagn, en við strákarnir ekkert, ekki annað en það, aö rafmagn var súrt á bragð- ið, þann fann maður með þvi aö leggja tunguna milli pólanna á rafhlöðunum. — Sólin hélt áfram að skina og ég hægði á göngunni. Vildi draga það i lengstu lög að hitta öldunginn hvithærða. Ó, guð hvað sumir menn geta orðið gamlir! Mér finnst ég minna á sveittan kaþólskan prest, sem var að fara til skrifta á sjúkrahúsi. — Hvemig skyldi hann vera? Hvernig skyldi honum liða? Niutiu ár — raffræðingur, og eldri en sjálft rafmagnið, sem kogaði og brúsaði i eirrauðum linunum og var súrt á bragðið, eins og tár- in og svitinn. í húsi raffræðingsins Hús raffræðingsins. Hús raffræðingsins var mjög stórt og það var umlukið trjám og kafloðnum garði. Ég veit ekki hvers vegna ég fór fyrst i kjallar- tbúðarhús þeirra Valgeröar og Eirlks Hjartarsonar, Laugardalur, en eftir þessu húsi heitir dalurinn, Laugardalur, sem allir þekkja. Hinn viðfrægi trjágarður þeirra hjóna er nú eign Reykjavikurborgar, sem rekur þar gróðrarstöð. ALLT í FERÐALAGIÐ TJÖLD 2ja, 3ja, 4ra og 5 manna Tjöld uppsett i verzluninni Svefnpokar Bakpokar íþróttabúningar Gúmmíbátar Allar veiðivörur SIMI 1-43-90 POSTSENDUM * 8PORT&4L S cHEEMMTORGj 1 * f .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.