Tíminn - 13.06.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.06.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur 13. júnl 1975 Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 44 Svo flýtti hann sér til hans, áöur en hann vissi af. — Niður með þig. Hann var að áminna sjálfan sig, og þrýsti sér niður að steinunum og reyndi sem bezt hann gat, að vera ekki jaf n auðvelt skotmark og Orval haf ði verið. En Orval var of nærri klettabrúninni. Teasle þóttist þess fullviss, að hann sæist neðan úr skóginum. Hann greip um öxl Orvals og bisaði við að draga hann til skorunnar. En Orval var of þungur og það tók of langan tíma. Ungi maðurinn gæti skotið á hverri stundu. Hann hnippti í Orval, togaði og tosaði. Hann hreyfðist hægt úr stað. En ekki nógu f Ijótt. Föt hans kræktust i hvassar steinnibbur við klettabrúnina. Hjálpið mér, kallaði Teasle til mann- anna að baki sér. Orval hóstaði meira blóði. — Hjálpið mér, einhver. Réttið mér hjálparhönd. Skyndilega kom einhver upp að hliðinni á honum í miklum flýti oq hjálpaði við að draga Orval burt frá klettabrúninni. Skyndilega voru þeir óhultir. Teasle andaði f rá sér með þungri stunu. Hann þurrkaði svitann f rá augum sér og þurfti ekki að athuga hver hafði hjálp- að honum: Singleton. Singleton glotti og hló. Ekki hátt, ekki gleðihlátri, en hló engu að siður. Mestmegnis innra með sér. Brjóst- kassinn reis og hneig af hlátri hans Okkur tókst það. Hann skaut ekki. Okkur tókst það. Það var raunar sniðugt. Og Teasle fór einnig að hlægja. Þá hóstaði Orval meiru blóði. Teasle sá þjáningarsvipinn á andliti Orvals. Eftir það virtist honum þetta ekkert sniðugt lengur. Hann tók að hneppa niður blóðugri skyrtu Orvals. — Vertu rólegur, Orval. Við lítum á þetta og gerum að sárinu. Hann reyndi að f letta skyrtunni mjúklega frá, en blóðið hafði fest skyrtuna við holdið. Loksins varð hann aðtoga í skyrtuna til að losa hana. Orval stundi. Sárið var ekki af þeirri gerðinni, sem Teasle vildi horfa lengi á. Fúlt loft streymdi frá opnum brjóst- kassanum. — Hversu... slæmt? sagði Orval, og kveinkaði sér. — Hafðu ekki áhyggjur af þvi, sagði Teasle. — Við gerum að sárinu. Hann hneppti niður sinni eigin skyrtu, um leið og hann talaði, og renndi henni af öxlum sér. — Ég spurði þig... hversu slæmt? Sérhvert orð var skýrt en þjáningafullt hvísl. — Þú hefur séð nóg af svona sárum, Orval. Þú veizt jafn vel og ég hversu slæmt það er. Hann hnoðaði svita- storkna skyrtu sína í hnött og setti hana í gatið á brjóst- kassa Orvals. Skyrtan varð samstundis gegndrepa af blóði. — Ég vil heyra þig segja mér það. Ég spurði þig — — Allt í lagi, Orval. Sparaðu kraftana. Ekki tala. Hendur hans voru blóðataðar þegar hann hneppti skyrtu Orvals yfir hnöttinn, sem hann hafði sett í sárið. — Ég skal ekki Ijúga að þér. Ég veit þú vilt ekki að ég Ijúgi að þér. Það blæðir mikið. Ég sé það ekki vel, en ég held hann hafi skotið í annað lungað. — Jesús minn. — Hættu nú að tala og sparaðu kraftana. — Þú getur ekki skilið mig eftir. Ekki skilja mig eftir. — Það er það síðasta, sem þú þarft að hafa áhyggjur út af. Við förum með þig til baka og gerum allt sem við getum f yrir þig. Heyrirðu það? Þú verður að einbeita þér að þvi, að halda um brjóstkassann. Ég tróð skyrtunni minni innundir þína. Haltu henni fast að skotsárinu. Við verðum að stöðva blóðstreymið. Heyrirðu í mér? Skilurðu hvað ég er að segja? — Orval vætti varirnar og kinkaði kolli, veiklulega. Teasle fannst hann hafa munninn fullan af þurru ryki. Það var gersamlega vonlaust, að upphnoðuð skyrtan gæti stöðvað blóðstreymið úr svo stóru sári. Munnur hans var skraufþurr, og hann fann svitataumana streyma niður nakið bak sitt. Sólin var horfin á bak við skýin. En hitinn kvaldi hann enn. Teasle hugsaði um vatn. Svo gerði hann sér grein fyrir því, hversu þyrstur Orval hlaut að vera. Hann vissi að hann átti ekki að gef a honum vatn. Það hafði hann lært í Kóreustríðinu. Maður sem fær skotsár í brjóst eða maga kastar upp því vatni, sem hann drekkur. Þá rifnar sárið upp, og stækkar enn meir. Sársaukinn vex. En Orval sleikti þurrar varirnar æ ofan í æ. Teasle gat ekki afborið að horfa á þjáningar hans. Ég gef honum svolítið vatn. Svolítið vatn skaðar ekkert. Vatnsflaska var spennt við belti Orvals. Hann losaði hana f rá, en utan um hana var gróft strigahylki. Teasle losaði tappann og helti svolitlu upp í Orval. Hann hóstaði. Vatnið lak út úr honum aftur, og var þá blóði blandað. — Guð minn góður, sagði Teasle. Eitt augnablik þurrkaðist öll hugsun burt úr huga hans. Hann vissi ekki hvaðætti nú til bragðs aðtaka. Svodatt honum talstöðin í hug og snöggsneri sér að henni. Teasle kallar ríkislög- regluna. Ríkislögreglan... Neyðartilfelli. Hann hækkaði röddina — NEYÐARTILFELLI. Vegna skýjanna brakaði og brast í talstöðinni. — Teasle kallar ríkislögregluna. Neyðartilfelli. FÖSTUDAGUR 13.júní 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05 Fréttir kl. 7.30 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Svala Valdimarsdóttir les söguna „Malenu i sumarfrii” eftir Maritu Lindquist (10). Tilkynning- ar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Spjaliað við bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Enska Kammersveit- in leikur Sinfóniu nr. 3 i F- dúr eftir Carl Philipp Emanuel Bach / Martine Joste, Gérard Jarry og Mic- hel Tournus leika Trió fyrir pianó, fiðlu og selló eftir Hoffmann / Loránt Kovacs og Filharmoniusveitin i Györ leika Konsert fyrir flautu og hljómsveit i D-dúr eftir Haydn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. • 14.30 Miðdegissagan: ,,Á viga- slóð” eftir James Hilton Axel Thorsteinson les þýð- ingu sina (19). 15.00 Miðdegistónleikar: Sænsk tónlist Hljómsveit undir stjórn Stig Rybrants leikur „Aladdin”, forleik op. 44 eftir Kurt Atterberg. / 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn 17.10 Tónleikar. 17.30 „Bréfið frá Peking” eftir Pearl S. Buck Málmfriður Sigurðardóttir les þýðingu sina (8). 18.00 Tiikynningar. Tónleikar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 Iiúsnæðis og byggingar- mál Ólafur Jensson ræðir við Reyni Vilhjálmsson garðarkitekt. 20.00 Sinfónískir tónleikar. infóniuhljómsveit útvarps- ins i Leipzig leikur Tilbrigði og fúgu op. 132 eftir Reger um stef eftir Mozart, Robert Hager stjórnar. Hljóðritun frá Austur-þýska útvarpinu. 20.30 Kjör láglaunakvenna Fyrri þáttur — tekinn saman af Vilborgu Sigurð- ardóttur og fleirum. 21.00 Sónata nr. 3 i A-dúr op. 69 fyrir selló og pianó eftir Beethoven. Jacqueline Du Pré og Stephen Bishop leika. 21.30 Ótvarpssagan: „Móðir- in” eftir Maxim Gorki Sigurður Skúlason leikari les (11). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir iþróttir Umsjón: Jón Ásgeirsson. 22.35 Afangar Tónlistarþáttur i umsjá Ásmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agn- arssonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 13. mai 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Töframaðurinn. Banda- riskur sakamálamynda- flokkur. i kattaklóm. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 21.25 Kjaramálin. Eiður Guðnason stjórnar umræðum i sjónvarpssal. 22.05 Undur Eþiópiu. Breskur fræðslumyndaflokkur. Lokaþáttur. Simien-fjöll. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.