Tíminn - 17.06.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.06.1975, Blaðsíða 11
Þriðjudagur n.júni 1975 TÍMJNN 11 Þegar komið er yfir ána, tekur við sléttlendi nokkurt, og innan skamms er komið að gangna- mannakofa, þar sem tilvalið er að hvíla sig. Eftir að hafa hvilt sig i gangnamannakofanum, er bezt að halda inn með Jökulsá að aust- an. Þar heita Lambatungur, og er víða skógi vaxið land og ákaflega fallegt þarna inn með hliðinni, sem þó er dálitið sundurskorin af giljum, sumum allhrikalegum, en ekici ófærum nema sums staðar. Og neðst,. næst Jökulsánni, eru þau flestmjög auðveld yfirferðar. Þegar við höfum farið all-lengi inneftir Lambatungum, er ráðað leggja á brattann og taka nú að kllfa Kollumúla. Við staðnæm- umst ekki fyrr en á brúninni, þar sem sér niður i Viðidalinn. Viði- dalur er talsvert langur, vel gró- inn og sumarfagur, enda var þar eitt sinn býli, svo sem kunnugt er. Það hét Grund. Auðvelt er að koma auga á bæjarstæðið ofan af fjallsbrúninni, þvi enn er annar litur á gróðrinum, þar sem túnið var,oglikasér móta fyrir tóftum, þótt horft sé alla leið ofan af brún. Ekki er mér kunnugt um aðra bæi i Viðidal en Grund, og byggð- in þar var ekki samfelíd, enda er staðurinn mjög afskekktur og ekki alltaf heiglum hent að kom- ast til mannabyggða, ef eitthvað bar Ut af. Sá maður, sem fyrstur mun hafa reist bæ á Grund, hét Stefán Ölafss'on og hafði viður- nefnið sterki. Hann bjó þar frá 1834-1838. Það mun hafa verið niu árum slðar, sem Þorsteinn nokkur Hin- rikssonog Ölöf Nikulásdóttir sett- ust að I Viðidal með tvo drengi sem þau áttu og — að þvi er bezt verður séð — dóttur, sem Ölöf hafði eignazt með fyrri manni slnum. Þessi búskapur tók skjót- an og hörmulegan endi. A fyrsta eða ööru búskaparári Þorsteins og ólafar féll snjóflóð á bæinn og grandaði Þorsteini og drengjun- um báðum, en Ölöf og dóttir hennar björguðust við illan leik til mannabyggða, og ber heimildum saman um að þær hafi þurft að hírast I hálfföllnum bænum svo vikum skipti, áður en þær gátu lagt af stað niður I sveitina. Röskiega þrjátfu árum síðar, eða vorið 1883, var enn reist bU I Vlðidal. SU byggð entist allt til ársins 1897, og á þvi timabili urðu ibúar dalsins ekki fyrir neinum stóráföllum. Bændurnir, sem bjuggu I Viðidal, settu kláfferjur á Jökulsá og Viðidalsá, og allur var bUskapur þeirra hinn mynd- arlegasti i hvivetna. Um hann geta menn lesið i 36. og 37. tbl. Sunnudagsblaðs Timans, árið 1963, en þar segir Helgi Einars- son, sem ólst upp hjá frændfólki slnu á Grund i Viðidal, frá lifnað- arháttum fólks þar I dalnum. — Er viðsýnt af fjallsbrúninni oí'an við bæinn? — Útsýn af KollumUlanum, þar sem hann er hæstur, er blátt á- fram dásamlegt. Fjallahringur- inn blasir allur við, til vesturs, norðurs og austurs. 1 norð-vestri gnæfir Snæfell yfir i allri sinni tign. Austurhliðar Vatnajökuls, Þrándarjökull og Hofsjökull eru skammt undan, ásamt fjölda tinda, sem of langt yrði upp að telja, en fagir eru þeir og stór- fenglegir. Tröllakrókar og Stórsteinar Ef ferðamaðurinn, sem hefur verið að virða fyrir sér Utsýnið af kolli KollumUlans, gengur i vest- ur, verða Tröllakrókar fljótlega fyrir honum. Tröllakrókum þýðir vart að lýsa fyrir þeim, sem ekki hafa séð þá, þeir eiga engan sinn lika á landi hér að stórfengileik. Berg þeirra er sorfið og veðrað, sundur skorið i hinar ferlegustu myndir, sem þó eru margar hverjar undrafagrar, og litir bergsins eru ógleymanlegir. Sé farið frá Jökulsá upp að Tröllakrókum, liggur leiðin viða um valllendisbrekkur, greiðfærar og grónar vel. Þar verður á vegi okkar örnefni nokkurt, sem er vel þess virði, að þvi sé veitt athygli. Það heitir Stórsteinar. Og allt verðskuldar þetta svæði fyllstu athygli. — Hvað tekur skoðunarferð um þessar stöðvar langan tlma? Hversu lengi er gangandi maður að fara um svæðið? — Sé farin sU leið, sem ég hef reynt að lýsa hér að framan, það er að segja yfir Jökulsá á göngu- brUnni, siðan inn Lambatungur, og Tröllakrókar, Stórsteinar og yfirleitt allt svæðið skoðað neðan frá — frá ánni —, þá tekur ferðin frá tjaldstað og heim aftur um það bil tiu klukkutima, og er þá hægt gengið. — Við höfum nú verið með hug- ann langt inni i landi, en hvernig er að komast neðan úr sveitinni og inn á Illakamb? — Við ökum eftir þjóðveginum austur Lónið. Þegar komið er austur undir sandana, beygjum við inn til landsins og förum yfir á, sem heitir Skyndidalsá og rennur á milli Þórisdals og Eski- fells. Þórisdalur er gamalt býli, sem nU er komið I eyði að öðru leyti en þvi, að þar er verið að sumrinu. NU er ekið upp hjá Þór- isdal f átt að Eskifelli, og verður þá senn fyrir okkur Kjarrdals- heiðin. Vegurinn liggur upp hana I sneiðingum og er ekki f ær öðrum bifr'eiðum en jeppum eða góðum fjallabflum. Mér er ekki kunnugt um að hUn hafi verið farin á stór- um fjallabilum, utan að GIsli Eiriksson fjallabflstjóri fór einu sinni á bilnum slnum alla leið inn á Illakamb. Það seiðir ferða- manninn til sin, aftur og aftur — Nú ert þú búinn að fara oft á þessar slóðir. Verður ekki leiði- gjarnt að ferðast svona oft um sömu stöðvarnar? — Já, það er rétt, að ég hef komið þangað nokkrum sinnum, enþóekkinærrinóguoft. A slikan stað er ekki nóg að koma einu sinni eða tvisvar, jafnvel þótt menn hitti á bezta yeður. Þarna er svo margt að skoða, að "þáð seiðir ferðamenn þangað aftur og aftur, og jafnvel þvi fremur sem menn verða kunnugri landsvæð- inu: þeím mun betur kunna þeír aö meta það. Þótt nokkrum erfið- leikum sé bundið að komast inn i hið hrikafagra land inn af Lóninu, þá sér enginn eftir þvi að koma þangað — aftur og aftur. —VS. Göngubrúin á Jökulsá I Lóni. Ljósm.TryggviHalldórsson. Jökulsá I Lóni, Grákinnartindur til vinstri. í Tröllakrókum. Ljósm. KarlSæmundsson. byggingaþjónusta BOLHOLTI / 8-31-55 3*8-33-54 ¦& VÖRU SÝNINGAR SALUR Húsbyggjendur ALLT Á EINUAA STAÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.