Tíminn - 22.07.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.07.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Þriðjudagur 22. júli 1975. Hitunarkostnaður í Vestmannaeyjum að meðaltali 5000 kr. á íbúð ó ári? BH-Reykjagik — Éig tel það full- sannað, að nýta megi hitann úr Kirkjufellshrauni i Vestmanna- eyjum til húsahitunar, og I vik- unni var vatn, sem hitað var i hrauninu, lagt i tvær fyrstu Ibúð- irnar. Við cigum eftir að full- komna ýmislegt I þessu sam- bandi, en eins og málin standa er ekki annað fyrirsjáanlegt en unnt sé að hita kaupstaðinn upp fyrir svona 5000 króna meðalkostnað i ibúð á ári, miðað við vatnsvcrð úti viö borholu I hrauninu. Sá kostnaður gæti farið neðar, ef eitthvert það efni fyndist i rörin, scm stæðist tæringuna. A þessa leið komst Sveinbjörn Jónsson, forstjóri Ofnasmiðjunn- ar i Reykjavik að orði, er Timinn ræddi við hann og Þorbjörn Sig- urgeirsson, prófessor nú um helg- ina, um gang mála I sambandi við nýtingu hraunhitans i Eyjum. Sveinbjörn Jónsson lagði rika áherzlu á, að tilraun sú, sem við hann hefur verið kennd, sé fyrst og fremst verk Hlöðvers Jónsson- ar og hans, og hafi margur góður maðurinn lagt hönd á plóginmtil þess að hún 'mætti heppnast svo vel sem orðið hefur, og ekki megi hjá liða að geta þáttar Raunvis- indastofnunarinnar, sem tekið hafi á þessum málum af skilningi. — Það höfðu farið fram tals- verðar tilraunir i þessa átt, þegar Raunvisindastofnuninni var boð- inn styrkur til að taka að sér rannsóknir á möguleikum til nýt- ingar hraunhitans, og hefur Sveinbjörn Björnsson, jarðeðlis- fræðingur, staðið fyrir þvi verki, sagði Þorbjörn Sigurgeirsson, prófessor. Rannsóknir þessar hafa aðallega verið tvenns konar. t fyrsta lagi var verið að mæla gufumagnið upp af hrauninu, og i öðru lagi, hversu ört hitinn i hrauninu dvin. Þetta hraun hefur sérstöðu meöal Islenzkra hrauna að þvi leyti, að það er miklu þykk- ara en venjulegt hraun og getur þess vegna veitthita miklu lengur en venja er. — En er þetta ekki stórfyrir- tæki að reyna að nýta hitann úr hrauninu til húsahitunar? — Okkur finnst það ekkert stórfyrirtæki, og þetta liggur ó- sköp beint við að framkvæma þetta á þann veg, sem verið er að gera, og þegar búið að koma i kring. Það eru að visu fleiri til- raunir til athugunar, en mér er ekki kunnugt um, að það sé farið að framkvæma þær ennþá, svo sem tilraunir með að byggja gufuhaf, grafa gryfju og fylla sið- an grjóti eða gjalli, svo að gufan eigi auðveldara með uppstreymi, og byrgja siðan, en hafa op á, sem gufan kemst upp um. Einnig kom Sigmund, hugvitsmaðurinn á- gæti, fram með þá hugmynd að reyna að ná hitanum úr þurru hrauninu með þvi að grafa viðar pipur i öskuna og leiða loft i þær, en að þessari framkvæmd er ekki faríð að vinna ennþá. — Og þá er komið að hugmynd þeirra Sveinbjörns Jónssonar og Hlöðvers Jónssonar? — Hún er þá leið að grafa eins konar spiralkerfi, þetta eru þrjár raðir og fimmtán rör i hverri röð, 3 metrar á lengd og mynda 12 hitaflatarmetra. Þetta kerfi er sett ofan i borholu, sem er jafn djúp og lengd röranna, eða þrir metrar. Holan er full af gufu, og hitastigið i henni er nokkuð stöð- ugt, eða um 100 stig. Þegar vatni hefur verið hleypt á kerfið, hitnar það smám saman i gufuholunni, er það rennur i gegn, og kemur út aftur um 90 stiga heitt, að þvi er við fáum bezt séð. Þá er það tilbú- ið til notkunar. Hér bætir Sveinbjörn þvi við, að ekkert sé þvi til fyrirstöðu að halda hringrás vatnsins I kerfinu, þannig að það komi heitt inn i hit- unarkerfið, i stað þess að nú verði að láta kalt vatn renna inn á það i upphafi, og verði þá bæði nýting þess og hitastig meira. — Það er tæringin, sem er versti óvinur okkar i þessu, segir Sveinbjörn Jónsson. Það er hætt við þvi, að leiðslurnar tærist, en við erum með ýmsar tilraunir á rörum. Við erum með ryðfritt stál 18/8, sem fólk þekkir úr vöskun- um okkar, en það er nokkuð dýrt I þetta, svo erum við með 13 mm stálrör, sem varin eru með húð- un, og 13 mm stálrör, sem varin eru með epoxy, og loks erum við með venjuleg svört stálrör, og sé hægt að nota þau, þá er kostnað- urinn ekki svo mikill. — Hver er svo kostnaðurinn við hitun af þessu tagi? — Ja, það er nú nefnilega það, ég fæ ekki betur séð en hann sé furðu litill. Við erum búnir að reikna það út, að hitari eins og við erum með i gangi núna, er mátu- legur fyrir 12 meðalibúðir. Ef það væri farið út I þetta i verulegri framleiðslu, þá myndum við hafa hvern hitara helmingi stærri, og kostnaður við hitarann yrði um 100 þús. kr. Holan gæti kostað um 100 þús. kr. lika, og miðað við, að hún endist i 4 ár og hitarinn I ár, er árlegur kostnaður um 125 þús. kr. fyrir 25 íbúðir, sem sagt um 5000 kr. á ibúð, miðað við vatnið úti við borholuna. Þetta teljum við, að unnt sé að gera. Nú, þessi kostnaður er miðaður við, að skipta þurfi um hitara árlega vegna tæringar. Verðið lækkar ef við finnum efni, sem stenzt tær- inguna. — Og nú er hitinn kominn i fyrsta húsið? — Já, það var lagt i fyrsta hús- ið i vikunni, og það er funhiti þar. — Þorbjörn, hvað er ástæða til að ætla, að hitinn i hrauninu end- ist lengi? — Þessu er erfitt að svara, vegna eðlis þessa hrauns. Hann getur enzt lengi úti i hrauninu, til þessara nota;,kannski 10—15 ár. En þar með er ekki öll sagan sögð, þvi að hitinn er svo miklu meiri i gignum. Jarðlögin hafa hitnað, og hitinn endist þar miklu lengur, svo að þegar hann þrýtur i hrauninu er alltaf möguleiki á djúpborunum hjá gigopinu. Það er vitað, að það er ætlun Vestmannaeyinga að koma upp fjarhitun hjá sér. Má vera, að skjót og ódýr lausn sé þegar fund- in — og framkvæmd — sem verði til þess, að hraunhitinn hiti upp hús Vestmannaeyinga til fram- búðar? „Stjórn Sjómannasambands fs- lands lýsir yfir ánægju sinni og fyllsta stuðningi við þá ákvörðun rikisstjórnarinnar að færa fisk- veiðilandhelgina út i 200 milur þann 15. október nk. Stjórnin telur, að nú þegar sé svo nærri fiskstofnunum gengið umhverfis landið, að ekki hefði mátt seinna vera, að þetta spor yrði stigið.” .Verjum ,3gróóur] verndurm tendggjl Þannig er að oröi komizt i á- lyktun, sem samþykkt var á fundi stjórnar Sjómannasambands ts- lands i gær. 1 ályktuninni segir ennfremur: ,,Um leið og stjórn sambands- ins þakkar rikisstjórninni og öðr- um þeim, sem unnið hafa að þvi, að þessi ákvörðun var tekin, vill hún mega treysta þvi, að af hálfu stjórnvalda komi ekki til neinna i- vilnanna eða samninga við aðrar þjóðir um heimildir til veiða inn- an 200 milna lögsögunnar, enda engin þjóð til, sem hefur áunnið sér rétt til slikrar undanþágu samkvæmt alþjóðarrétti eða - venjum. Þá skorar sambandsstjórnin á islenzka skipstjórnarmenn að fara ihvivetna að islenzkum lög- um varðandi möskvastærð og all- an búnað veiðarfæra, svo og veið- ar á friðuðum svæðum og skorar jafnframt á stjórnvöld að hörðum refsiákvæðum verði beitt, ef út af er brugðið.” Hitaranum sökkt niður I hoiuna. Sveinbjörn Jónsson, t.v., fylgist með verkinu. Ljósm.: Heiðar Marteinsson. Fyrsta húsið I Vestmannaeyjum, sem hitað er upp með hita úr Kirkju- feilshrauni. Stjórn Sjómannasambands íslands: Svo nærri fiskstofnum gengið, að ekki var seinna vænna að færa út Grimsá Frá 12. júni til 6. júll, var Stangveiðifélag Reykjavikur með ána á leigu og komu þá úr henni alls 235 laxar, Banda- rikjamenn hafa haft ána á leigu siðan og munu þeir nú hafa fengið um 430 laxa. Alls er þvi komnir um 665 laxar úr Grimsá. Nú er meðalþyngdin á löxunum um 5—10 pund, en þeir fara stækkandi, t.d. fengust tveir 14 pundarar I gærmorgun. Um fimm 20 punda og fimm 18 punda laxar hafa veiðzt þar. 1 gærdag var vatnið mjög hæfilegt i ánni, og var heldur á uppleið, að sögn Jóhannesar matsveins. Bandarikjamenn, sem voru við veiðar i ánni i eina viku, fóru mjög ánægðir til sins heima, þvi veiðin var mjög góð, 18—20 laxar á mann. Norðurá Veiðin hefur verið ágæt fyrir neðan fossa undanfarið, en þar hafa veiðzt 530 laxar siðan 1. júli. Erlendir veiðimenn hafa nú ána á leigu, en SVFR var með hana i júnimánuði en þá veidd- ust 608 laxar. Rigningarnar undanfarið hafa gert það að verkum, að vatnið i ánni er skinandi gott eins og er, og lax- veiðimenn ánægðir i meira lagi. Miðf jarðará Um 530 laxar eru komnir á land, og undanfarna 4—5 daga hefur rignt mikið, þannig að vatnið er mjög hæfilegt i ánni eins og er. Veiöin hefur einnig glæözt og verið mjög góð undan- farið. Fnjóská Töluverður lax er nú kominn i Fnjóská, að sögn Gunnars Arnasonar á Akureyri. Þó hefur lax enn aðeins veiðzt á neðsta svæðinu, en laxinn er ekki byrj- aður að ganga á miðsvæðin, enda er mikið vatn i ánni. Veiði hófst i Fnjóská 15. júni og var stærð laxins góð framan af, allt upp i 20 pund, en nú nýlega er farið að bera á smálaxi. 75 laxar höfðu veiðzt nú um sl. helgi og um 35 bleikjur. Allt af neðsta svæðinu, en frá 15. júli er veitt þar á tvær stengur. Sala leyfa hefur gengið mjög vel og er svo til uppselt. Elliðaár Friðrik Stefánsson hjá SVFR sagði, að á sunnudagskvöld væri tala laxa úr ánum kominn i 792 og sagði að láta mætti nærri, að það væri 10—15% meiri veiði en á sama tima i fyrra. Um teljar- ann hafa nú gengið 4454 laxar. Hofsá í Vopnafirði Þau mistök urðu i veiðihorn- inu 18. júli, að ekki var rétt greint frá laxveiði i Hofsá sl. tvö ár. Rétt er, að 1974 veiddust alls 1277 laxar, meðalþyngd, 9,4 pund og 1973 veiddust 1163 lax- ar. — Nánar verður sagt frá veiði I Hofsá mjög fljótlega. Silungsveiði Veiðihorninu hefur reynzt mjög erfitt að fá nokkrar upp- lýsingar um silungsveiði I ám og vötnum um allt land. Hver á- stæðan er, er erfitt um að segja, en það eru eindregin tilmæli Veiðihornsins, aö biðja silungs- veiðimenn, veiðifélög og veiði- bændur, að hafa samband við hornið, þvi að margir eru þeir, sem hafa kvartað yfir að fá ekk- ert að heyra um silungsveiðina. Yfirleitt virðast veiðimenn hafa takmarkaðan áhuga á silungs- veiðum, það er laxáhuginn sem öllu virðist ráða. Fólk gerir séralmenntekki grein fyrir þvi, hve auðvelt og stutt er að kom- ast i stöðuvötn, þar sem nóg er af silungi, og jafnvel of mikið af honum i sumum vötnum. Þá vill Veiðihornið beina þeirri ósk til veiðimanna að senda skemmtilegar veiðisögur, af þeim stóra, sem þeir misstu.... Slikar sögur eru alltaf vel þegnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.