Tíminn - 22.07.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.07.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriðjudagur 22. júli 1975. TIAAINN HEIMSÆKIR DALVIK Texti og myndir: Áskell Þórisson Tankvæðingu á að vera lokið næsta sumar Frystihúsiö á Dalvik. „Verzlanirnar gengu vel á siöastliðnu ári, 72% aukning varð i sölu verzlunardeildanna. Hins- yeear versnaði afkoma frvsti- hússins og beinamjölsverksmiðj- unnar mjög frá fyrra ári.” Kaup- félagið er stærsti atvinnuveitand- inn á staðnum, en á launaskrá hjá þvi voru 614 manns siðastliðið ár og heildarlaunagreiðslur útibús- ins námu 122,5 milljónum,” en heildarveltan varð um 600 mill- iónir. — — Nú eigið þið nýja fiskimjöls- verksmiðju? „Já, kaupfélagið keypti hana árið 1972, en hún komst i gagnið i nóvember á siðastliðnu ári. Þessi verksmiðja var byggð i lok sildaræfintýrsins og tók vist aldrei móti meiru en einum, tveim förmum. Þarna er um að ræða 900 fermetra húsnæði og verksmiðjan er önnur af tveim i landinu sem gufuþurrka mjölið. Sú aðferð er i fyrsta lagi ódýrari og hagkvæmari og á einnig að geta gefið hærra verð fyrir fram- leiðsluna. Þa er notuð svartolia og allt hráefni geymt innanhúss, vélasamstæöan er nær sjálfvirk en i verksmiðjunni vinna aðeins tveir menn.” — Hverjar eru helztu fram- kvæmdir hjá kaupfélaginu?— „Eins og stendur eru engar miklar byggingarframkvæmdir fyrirhugaðar, enda kemur fjár- magnsskortur og treg lánafyrir- ereiðsla i veg fyrir bær. Hins vegar var byggð fyrir nokkru við- bót við frvstihúsið. en bar er aöal- A Dalvik hefur KEA útibú og þar hitti Timinn að máli Kristján Ólafsson útibússtjóra, en hann hefur gegnt þvi starfi undanfarin þrjú ár. — Viltu lýsa helstu þáttunum i starfi kaupfélagsins á Dalvik?— „Allar greinar verzlunar eru reknar af kaupfélaginu svo sem matvöru- byggingarvöru- og fóðurvöruverzlun. Þá hefur kaup- félagið nokkra þjónustustarfsemi þ.á.m. bilaverkstæði. Stærsti at- vinnuveitandinn er svo ótalinn en það er frystihúsið. Sláturhús er einnig á Dalvik og tók það á móti 11.500 skrokkum á s.l. ári. — Hvernig hefur starfsemin gengið?— Kristján Ólafsson, útibússtjóri. Útibú KEA á Dalvik. lega um starfsmannaaðstöðu að ræða. Aðaláherzlan er lögð á að kaupa vélar og tæki til frystihúss- ins, en á sl. ári voru t.d. keyptar flökunar og roðflettivélar. Þá er fyrirhugað aðstækka móttökuna i frystihúsinu en þar stendur til að notast við gömlu beinamjölsverk- smiöjuna og tengja hana við frystihúsið. Þá er fyrirhuguð tankvæðing hér i sveitunum og á henni að vera lokið um mitt næsta ár, en mjólkurstöð rekum við ekki, heldur er mjólkinni ekið til Akur- eyrar. Framleiðslan var um 3 milljónir litra á siðastliðnu ári, héðan af svæðinu.” „Reynslan hefur sýnt," sagði Kristián að lokum. „að grund- völlurinn fyrir byggðarlagi sem Dalvik, er að hafa traust félag á bak við sig, eða hreyfingu öllu heldur, sem er i eigu fólksins sjálfs, og vinnur að þvi að byggja upp staðinn með framtiðina i huga Cr frystihúsinu. KAUPA SKROKKINN I NOREGI OG LÁTA SMÍÐA Á HANN HJÁ SUPPSTÖÐINNI Á AKUREYRI Hilmar Danielsson er Eyfirð- ingur að ætt og uppruna fæddur að Saurbæ i Eyjafirði.Hilmar út- skrifaðist úr Samvinnuskólanum að Bifröst 1957, réðst þá til Sam- bandsins, en tók við embætti sveitarstjóra 1966 og gegndi þvi til ársloka 1973. Bókhaldsskrif- stofu stofnaði Hilmar ásamt Jóhanni Antonssyni 1969. — Er grundvöllur fyrir Bókhaldsskrifstofu á ekki stærri stað en Dalvik er^-? ,',Þegar við byrjuðum var þetta smátt I snið- um og einungis fengist við bókhaldsstörf, en þörfin var meiri en okkur hafði órað fyrir og smám saman fórum við að taka að okkur viðameiri þjónustu. Þá er okkar þjónusta ekki bundin við Dalvik eina saman, heldur eru viðskiptavinirnir um allt Noröur- land. Hinsvegar háir okkur hús- næðisleysi til þess að auka enn þjónustuna. Það verður tæplega fyrr en eftir eitt — tvö ár sem við komumst I stærra húsnæði, en þar á ég við fyrirhugaða stjórnsýslu- miðstöð sem vonandi verður byrjað á á þessu ári. — Hverskonar fyrirtæki eru það sem leita aðallega til Bókahldsskrifstofunnar? — „Sérstaklega eru það smærri út- gerðarfyrirtæki með báta frá 15 til 50 tonn. Þá er einnig mikið um iðnfyrirtæki af öllum stærð- um.” — Hvað með útkomu báta- llilmar Danlelsson. Bókhaldsskrifstofan. flotans —? „Margir hafa farið inná þá braut að salta aflann sjáifir, en eins og kunnugt ér þá hefur verð á saltfiski verið mun hagstæðara en á ferskfiski. En nú viröast einhverjar blikur á iofti I þeim málum og getur etv. farið svo að mesti kúfurinn fari af þeim hagnaði,. er sumir hafa haft útur saltfiskinum. En þvi má ekki gleyma að hagnaði hafa sjómenn ekki náð nema með mikilli vinnu og má segja að sumir þeirra hafi unnið allann sólarhringinn til að ná einhverjum ágóða.” — Nú getur þú fylgzt náið með stöðu ýmissa iðnfyrirtækja. Hvernig hefur rekstur þeirra boriö sig undanfarið? — „Bókhaldsskrif- stofan hefur með höndum inn- heimtu fyrir mörg fyrirtæki og hefur það komið greinilega i ljós á þessu ári er mun erfiðara að ná inn greiðslum, auk þess sem fyrirtækin hafa ekki fengið neina fjármagnsfyrirgreiðslu sem neinu nemur. Það verða því vafa- laust mörg iðnaðarfyrirtæki sem verða i stórkostlegum erfiðleik- um nú á næstu vikum og mánuð- um. Sérstaklega á þetta við bygg- ingarfyrirtæki en þar er nú þegar fyrirsjáanlegur samdráttur. Hjá þeim veltur og mikið á þvi hvern- ig gengur að koma ýmsum opin- berum byggingum áleiðis, en þar á ég við fyrrnefnda stjórnsýslu- stöð og heilsugæslustöð. En hitt er svo aftur annað mál aö maður er farinn að örvænta um, að á bygg- ingu heilsugæslustöðvarinnar verði byrjað i ár. Nýr togari í lok næsta árs — Nú ert þú stjórnarformaður Ctgerðarfél. Dalvikinga og auk þess i bæjarstjórn, hvað getur þú sagt um kaup á nýjum togara? Við höfum allt frá þvi I desember á s.l. ári verið að leita eftir öðrum togara, en útgerðin á nú Björgvin sem er 407 brúttótonn, útgerðin hefur gengið þokkalega og skipiö reynzt vel. Niðurstaðan var sú að keyptur verður skrokkur frá Noregi og voru kaupin nú rétt fyrir skömmu samþykkt af yfir- völdum. Þá var samið við Slipp- stöðina á Akureyri um smiðina eftir aö skrokkurinn hefur verið dreginn til landsins. 1 Slippstöö- inni stendur aðallega á stálsmið- inni, en mestur hluti verksins eru innréttingar og fari nú sem horfir ætti að verða auðvelt aö fá iðn- aðarmenn til þeirra hluta. Ekki rekstrarf járöröug- leikar síðan skuttogarinn kom Hagur útgeröarfélagsins hefur aldrei veriö betri en siðan Björg- vin kom og rekstrarfjárörðug- leikar ekki gert vart við sig. Hins vegar átti fyrirtækið tvo austur- þýska tappatogara er það seldi er Björgvin var keyptur, og juku þær sölur eðlilega við lausafé fyrirtækisins”, sagði Hilmar Daníelsson að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.