Tíminn - 22.07.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 22.07.1975, Blaðsíða 20
Þriðjudagur 22. júll 1975. r ' Nútíma búskapur þarfnast BHUER haugsugu Guöbjörn Guöjónsson Heildverzlun Síöumúla Símar 85694 & 85295 SÍS-FÓIXJK SUNDAHÖFN fyrir góöan mai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS - Stjórnmálaöngþveitið í Portúgal: SOSIALISTAR VILJA KOMA GONCALVES FRÁ VÖLDUM en hann situr sem fastast NTB/Reuter-Lissabon. Portú- galskir sósialistar leggja nú alla áherzlu á að koma Vasco Gon- calves forsætisráðherra frá völd- um. Ráðherrann virðist hins veg- ar staðráðinn að gegna embætti áfram. I gær lýsti Goncalves þeim vilja sinum, að þegar i stað yrði bund- inn endi á það stjórnmálaöng- þveiti, er nú rikir i Portúgal. Þá sagði hann, að ný rikisstjórn — án þátttöku stjórnmálamanna — tæki liklegast við völdum i viku- lok. Francisco Costa Gomes forseti hvarf i gær af fundi Byltingar- ráðsins, meðán það ræddi stjórn- málaástandið i landinu. Ástæðan var sú, að forsetinn hafði boðað Mario Soares, leiðtoga sósialista, og Antonio Cardoso, leiðtoga þeirra á stjórnlagaþinginu, til á- ríðandi fundar, Ekki er ljóst, hvað þeim fór á milli. Geimferð Bandaríkjamanna og Sovétmanna: Soyuz lenti mjúklega NTB-Moskvu. Mikið rykský þyrlaðist upp af steppunum i Kazakhistan, er Soyuz 19 lenti mjúklega — eftir sögulega ferð. Geimfararnir — Alexei Leo- nov og Valery Kubasov — lýstu þvi yfir að lendingu lok- inni, að þeim liði i alla staði vel. Milljónir sjónvarpsáhorf- enda innan Sovétrikjanna sem utan fylgdust með lendingu Soyuzar i gær. Bandarisku geimfararnir — sem enn hringsóla umhverfis jörðu — sendu sovézkum kollegumsin- um heillaskeyti i tilefni dags- ins. (Apollo á að lenda á fimmtudag á Kyrrahafi). Öryggismólaróðstefna Evrópu: Uppkastið loks tilbúið Indverska þingið fjallar um um- deilda ákvörðun Indlandsstjórnar: Líklega staðfest í dag NTB-Genf t gær var lögð siðasta hönd á uppkastið að ályktun þeirr.i, er Evrópulciðtogar eiga að skrifa undir á fundinum i Helsinki — fundinum, er markar lok öryggismálaráðstefnu Evrópu. t gær var strax byrjað að prenta uppkastið, sem er alls 30 þúsund orð. Leggja verður bók- staflega nótt við dag, til að það verði tilbúið til undirskriftar þann 30. júli nk. Reuter-Nýju Delhi. Indlands- stjórn hefur nú lagt fyrir ind- verska þingið til staðfestingar þá ákvörðun sina að lýsa yfir neyð- arástandi i landinu. Búizt er við, að þingið veiti stjórninni form- Skýrsla OECD: Atvinnuleysi helzt óbreytt — verðbólga minnkar — framleiðsla eykst lítillega lega heimild til þess i dag að stjórna með tilákipunum,—ef þörf krefur — næsta ár. Þingræðisvenjur voru ekki i há- vegum hafðar, þegar þingið kom saman i gær til viku þinghalds. Kongress-flokkurinn — flokkur Indiru Gandhi — hefur hreinan meirihluta i báðum deildum þingsins og beitti flokkurinn þeim meirihluta, til að fá samþykkta tillögu þess efnis, að þá viku, er þing stendur, skuli aðeins ræða mikilvæg stjórnarfrumvörp. Með þvi móti falla allar fyrirspurnir frá einstökum þingmönnum nið- ur, svo og önnur málaleitan af þeirra hálfu. (Handtökur fjölda stjórnarandstöðuþingmanna ber þvi ekki á góma — að sinni). Stjórnarandstæðingum tókst að koma i veg fyrir —meðmálþófi,að Gandhi: Þingræðisvenjur ekki I hávegum hafðar. neðri deild þingsins legði blessun sina yfir ákvörðun stjórnarinnar þegar i gær. En fréttaskýrendur i Nýju Delhi álita, að bæði neðri og efri deild þingsins staðfesti á- kvörðunina i dag. NTB-Brussel. Skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) fyrir fyrri hluta árs 1975 er komin út. 1 skýrslunni er að finna mikinn fróðleik um stöðu al- þjóða efnahagsmála, svo og efna- hagsútlit I heiminum I dag. 1 skýrslunni er áætlað, að at- vinnuleysi i vestrænum iðnrikjum haldizt — I bezta lagi—óbreytt á næsta ári. En allt eins getur ver- ið, að atvinnuleysingjum f j ölgi á næstunni. OECD spáir óverulegri fram- leiðsluaukningu i aðildarrikjum stofnunarinnar — samfara nokkru minni verðbólgu. I þessu sambandi er rétt að athuga, að á fyrstu þremur mánuðum þessa árs dróst iðnframleiðsla saman um 20% i Japan, 10—15% i Banda- rikjunum, Frakklandi, Italiu og Vestur-Þýzkalandi og 5% i Bret- landi. Efnahagsörðugleikar siðustu mánaða hafa hægt á verðbólg- unni. Á siðustu sex mánuðum (desember 1974 — mai 1975) hækkaði verðlagið i aðildarrikj- KRFFIÐ frá Brasiliu um OECDum 10% að meðaltali — boriðsaman við 15% á sama tima I fyrra. Búizt er við, að verðbólga verði að meðaltali 8% (á árs- grundvelli) á þessu ári. Þá er áætlað, að viðskiptajöfn- uður OECD-rikjanna gagnvart umheiminum haldi áfram að vera óhagstæður — verði m.a.s. enn ó- hagstæðari á næstunni. Ástæð- urnar eru einkum tvær: 1 fyrsta lagi auka iðnrikin (sem flest eru i OECD) nú innflutning frá þróun- arrikjunum, m.a. til ,,að fylla tóma lagera” — og i öðru lagi benda likur til! að þróunarrikin dragi heldur úr innflutningi. Sérfræðingar OECD benda loks á, að i spám sinum reikni þeir með svo til óbreyttu verði á oliu. Fari aftur á móti svo, að oliuverð hækki verulega, verður slikt til þess að verðbólga eykst að nýju. FORD HEIMSÆKIR 4 EVRÓPULÖND — á leið sinni til og frá Helsinki, þar sem Kann situr fund Evrópuleiðtoga Reuter-Washington. Tilkynnt var i Hvlta húsinu I gær, að Gerald Ford Bandarikjaforseti færi I tiu daga heimsókn til Evrópu þann 26. júli nk. Áður hafði verið til- kynnt, að hann ætlaði að sækja fund Evrópulciðtoga, er hefst i Heisinki þann 30. júli. A leið sinni til og frá Helsinki mun Ford koma við i fjórum lönd- um: Vestur-Þýzkalandi, Pól- landi, Rúmeniu og Júgóslaviu. Talsmaður vestur-þýzku stjórn- arinnar i Bonn sagði i gær, að aðalumræðuefnið á fundi Fords og Helmut Schmidts kanslara yrði efnahags- og gjaldeyrismál. Athyglisvert er, að Ford sækir heim þrjú austantjaldslönd i Evrópuförinni.^Af þeim hafa að undanförnu tvo — Júgóslavia og Rúmenía — fylgt sjálfstæðri ut- anrikisstefnu, nánast óháðri stefnu Sovétrikjanna. Schmidt og Ford: Ræðast viö dagana 26.-28. júií — aðaliega um efna- hags- og gjaldeyrismál. ÓDÝRAR Spánarferðir Féröamiðstööin hf. Aðalstræti 9 Símar 11 255 og 12940

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.