Tíminn - 22.07.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 22.07.1975, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 22. júli 1975. TÍMINN 17 Eins og bylting um nótt — þegar Valur tók völdin af KR og skorað mínútu. Jafntefli varð, 2:2 ÁHORFENDUR að leik KR og Vals I gærkvöldi urðu vitni að einkenni- legum leik. KR-ingar voru alls ráðandi gegn reikulum Valsmönnum I STAÐAN Staðan I 1. deild er nú þessi: Akranes 9 5 3 1 18:9 13 Fram 8 6 0 2 10:3 12 Vikingur 9 3 3 3 11:7 9 Keflavik 8 3 2 3 7:7 8 Valur 9 2 3 3 11:11 8 KR 9 2 2 4 6:8 7 FH 9 2 3 4 6:16 7 ÍBV 9 14 3 8:15 6 Sigur 60 minútur og höfðu skorað tvö mörk gegn engu. En allt i einu, á 15. minútu siðari hálfleiks snerist leikurinn ger- samlega við, og Vals- menn skoruðu 2 mörk á sömu minútunni og tóku öll völd á vellinum i sin- ar hendur. Voru KR-ing- ar stálheppnir að hljóta annað stigið úr leiknum, þvi að Valsmenn sóttu sleitulaust siðasta hálf- tima leiksins. Fyrri hálfleikur leiksins i gær- kvöldi var KR-inga i einu og öllu. Sjaldan hefur KR leikið betur i sumar. Með stuttu millibili skor- uðu Jóhann Torfason og Haukur Ottesen og staðan var 2:0 áður en 20 minútur voru liðnar. Halldór Björnsson, gamla landsliðskemp- i tvö mörk á einni an stjórnaði miðjuspilinu og lék eins og maður man eftir honum beztum. Vörnin var örugg og Atli og félagar hans i framlinunni ógnuöu stöðugt. Það hefur ekki hvarflað að mörgum i hálfleik, að Valur ætti eftir að jafna metin. Og fátt virt- ist benda til þess fyrsta stundar- fjórðunginn i siðari hálfleik. En allt f einu, á 15. minútu, kom mark, sem Guðmundur Þor- björnsson skoraði upp úr horn- spymu. Og þá var eins og fjand- inn væri laus. KR-ingar voru varla búnir að hefja leik á miðju, fyrr en knötturinn lá aftur i marki þeirra. í þetta sinn var Atli Eð- valdsson að verki og skoraði heldur ódýrt mark af 20 m færi. Magnús Guðmundsson i markinu hreyfði hvorki legg né lið, virtist fastur I leðjunni i markinu. Eftir þetta sóttu Valsmenn stift og munaði oft mjóu, að þeim tæk- istað skora. En KR-ingum tókst að verjast og lauk leiknum með jafntefli, 2:2. Dómari i leiknum var Hinrik Lárusson og leyfði fullmikið. Fjórum sinnum sýndi hann gula spjaldið, tveimur KR-ingum og tveimur Valsmönnum. Laugardalsvöllurinn sett ur í bann af FIFA? gegn Austur- ríki og Skotlandi 1FYRRADAG fékk KSÍ skeyti frá FIFA, Alþjóöaknattspyrnusam- bandinu, þar sem tilkynnt er, að gefinn sé ársfrestur til að endur- nýja Laugardalsvöllinn. Að öðr- um kosti verði ekki heimilað, að alþjóðlegir leikir fari fram á vell- inum. Þetta eru að sjálfsögðu alvar- leg tiðindi, en verður þó e.t.v. til þess, að framkvæmdum verði hraðað. Nánar verður sagt frá þessu máli sfðar. ólafur Einarsson — skoraði samtals 19 mörk Tveggja marka sigur gegn Pólverjum, 16-14 — en tap fyrir Sovétmönnum og Pólverjum ÍSLENZKA unglingalandsliðið i körfuknattleik hefur að undan- förnu leikið i Evrópukeppni ung- linga, sem fram fer i Grikklandi. Fréttir hafa borizt af fjórum leikjum. Islenzka liðið vann tvo þeirra, en tapaði hinum. Islenzku piltarnir léku gegn Austurrikismönnum og sigruðu þá I spennandi leik, 51:48. Þá sigruðu þeir einnig Skota, 75:44, og höfðu þar algera yfirburði, eins og tölurnar bera með sér. Hins vegar gekk þeim ekki eins vel i leikjum sinum gegn Sovét- mönnum og Pólverjum. Þeir töp- uðu fyrir Sovétmönnum 39:118 og fyrir Pólverjum 57:111. Ekki höfðu borizt fréttir i gær af leik tslendinga og Tékka. ÍSLENZKA landsliðið í handknattleik vann góðan sigur gegn Pólverjum í fjögurra landa keppni í handknattleik, sem haldin var í Júgóslaviu um síð- ustu helgi. Auk íslendinga og Pólverja tóku heima- menn og Sovétmenn þátt í keppninni og lauk henni með sigri Sovétmanna. Júgóslavar urðu í 2. sæti, en Islendingar náðu 3. sæti með því að sigra Pólverja 16:14 í síðasta leiknum. Fyrir Júgóslövum tapaði íslenzka liðið 20:26 og fyrir Sovétmönnum 19:24. Sigurinn gegn Pólverjum var nokkuð öruggur og haföi islenzka landsliðið á timabili 5 marka for- skot i síðari hálfleik, 12:7, en yfir- leitt var munurinn 2—3 mörk. Einu sinni tókst Pólverjum að minnka muninn i eitt mark, 12:13. 1 hálfleik var staðan jöfn 6:6. Sigur islenzka liðsins yfir Pól- verjum er sérstaklega ánægju- legur fyrir þá sök, að við tefldum ekki fram okkar sterkasta liöi. Pólverjar hafa veriö i hópi sterk- ustu handknattleiksþjóöa Evrópu. Einn islenzku leikmannanna stóð sig afburðavel i sóknarleik i leikjunum þremur. Það var ólaf- ur Einarsson úr Hafnarfirði. Hann skoraði hvorki meira né minna en 19 mörk i leikjunum. Skagamenn hyggjast leika heima og heiman gegn Kýpur-liðinu „Við erum búnir að fá bréfið frá UEFA, þar sem þeir til- kynna um strangari reglur varðandi útileiki i Evrópu- keppninni, en þetta breytir engu fyrir okkur. Við vorum ákveðnir i þvi að leika á Kýp- ur, hvort eð var.” Þetta sagði Gunnar Sigurðs- son, formaður Knattspyrnu- ráðs Akraness, er við ræddum viö hann um þátttöku Akra- ness I Evrópukeppni meist- araliða. Sem kunnugt er, hef- ur UEFA (E vrópuknatt- spyrnusambandiö) tekið fyrir það, að einstök þátttökulið i keppninni selji leiki sina úr landi. tslenzku féiögin i keppninni hafa iðkað slikt i ailmörgum tilfeilum, einkum og sér I lagi hafi þau dregizt gegn liðum frá fjariægum löndum. Gunnar Sigurðsson sagði, að kostnaður við þátttöku Akra- ness i keppninni væri fyrirsjá- anlega mjög mikill. „Fargjöld til Kýpur kosta 130 þúsund á mann. Ef við tækjum hins vegar leiguvél yrði kostnaöur- inn 40 þúsund, en til þess, aö þaö geti orðið, þyrftum við að selja yfir eitt hundrað sæti, og ég held, að sá möguleiki hafi verið afskrifaður. Hins vegar er ekki útilokað, að viö getum pressað 130 þús. kr. verðið eitthvað niður.” Gunnar sagði að lokum, að stefnt væri að þvi að fá Laug- ardalsvöllinn sunnudaginn 28. september undir heimaleik- inn, en ekki væri búiö að semja um það. Þess má enn fremur geta, aö Akurnesingar hafa tvisvar sinnum áður tekið þátt i Evrópukeppni. 1 fyrra skiptið léku þeir gegn hollenzka liðinu Sparta.en i siðara skiptið léku þeir gegn Möltu-liði. í bæði skiptin sömdu þeir um að leika báða leikina á útivelli og urðu þess vegna ekki fyrir fjár- hagslegum skakkaföllum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.