Fréttablaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 20
Í byrjun þessa árs skip- aði forsætisráðherra níu manna stjórnarskrár- nefnd, auk fjögurra manna sérfræðinga- nefndar, til að vinna til- lögur að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Stefnt er að því að hin endurbætta stjórnarskrá taki gildi eftir næstu al- þingiskosningar. STJÓRNSKIPUNARMÁL Er forsætisráð- herra skipaði í ársbyrjun nefnd þá sem hefur verið falið það hlutverk að endurskoða stjórnarskrá lýð- veldisins var áhersla lögð á að leit- ast yrði við að hafa íslenskan al- menning eins mikið með í ráðum og kostur væri. „Það er keppikefli að tillögur nefndarinnar endur- spegli þjóðarvilja,“ segir í vinnuá- ætlun nefndarinnar. Í stjórnarskrárnefndinni sitja níu manns, tilnefndir af stjórn- málaflokkunum, en formaður hennar er Jón Kristjánsson, þing- maður Framsóknarflokks og ráð- herra heilbrigðis- og trygginga- mála. Á þriðja fundi nefndarinnar síðastliðinn mánudag var vinnu- áætlunin samþykkt og línur lagðar um kynningarstarfið, í því skyni að stuðla að „upplýstri umræðu meðal almennings um stjórnar- skrárumbætur.“ Nefndin ákvað að gera upplýsingastarfið virkara með því að setja á stofn upplýs- ingamiðstöð, sem samið hefur ver- ið um að hýst verði í Þjóðarbók- hlöðunni. Þar mun almenningur geta nálgast allt það efni sem við- kemur stjórnarskránni og endur- skoðunarferlinu og ekki er birt á rafrænu formi á heimasíðu nefndarinnar, http://stjornarskra.is. Samkvæmt vinnuáætlun nefnd- arinnar verða næstu mánuðir notaðir til að afla gagna og vinna ýmsa rannsóknarvinnu með hjálp sérfræðinganefndarinnar. Unnið verður sögulegt yfirlit yfir stjórnarskrárþróun á Íslandi frá 1874 til nútímans, skýringar samdar við núgildandi stjórnar- skrá og yfirlit sett saman um stjórnskipunarþróun í nágranna- löndum frá stríðslokum. Nefndin áformar að halda opna málfundi, þar sem almenningi gefst kostur á að ræða hvað standa beri í stjórnarskránni. Þessi mál- fundaröð á að hefjast snemm- sumars með ráðstefnu þar sem ofangreindar greinargerðir verða ræddar. Leikreglurnar séu skýrar Reyndar hefur nú þegar ein ráð- stefna verið haldin um málið, en fyrir henni stóð Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Hún fór fram þann 10. mars. Þar hélt Eiríkur T ó m a s s o n , lagaprófessor og formaður sérfræðinga- nefndarinnar sem er stjórn- arskrárnefnd- inni til ráðgjaf- ar, framsögu- erindi þar sem hann rakti hug- myndir manna fyrr og nú um end- urskoðun stjórnarskrárinnar. Í erindi sínu, sem hann flutti í eigin nafni en ekki nefndarinnar, hnykkti Eiríkur á því að meginhlut- verk stjórnarskrár væri að mæla fyrir um samskipti æðstu hand- hafa ríkisvaldsins og hvernig stað- ið skuli að mikilvægum ákvörðun- um af þeirra hálfu. Stjórnarskráin kvæði á um leikreglur þessara samskipta; þannig mætti bera hlut- verk stjórnarskrárinnar saman við leikreglur á borð við mannganginn í skák. Þessar leikreglur yrðu að vera skýrar. Risi ágreiningur meðal handhafa ríkisvaldsins um leikreglurnar stefndi í óefni; svokölluð stjórnskipunarkreppa gæti komið upp. Slíkt ástand væri sambærilegt við að skákmenn greindi á um mannganginn. Eiríkur sagði að jaðrað hefði við slíka kreppu er ágreiningurinn um fjölmiðlafrumvarpið stóð sem hæst síðasta sumar og forsetinn ákvað að beita synjunarvaldi sínu samkvæmt 26. grein stjórnarskrár- innar. Kreppuástandið skapaðist við það að handhafar fram- kvæmdarvaldsins túlkuðu þetta ákvæði stjórnarskrárinnar á ólíka vegu. Sjö sinnum breytt síðan 1944 Í skipunarbréfi stjórn- arskrárnefndarinnar kemur fram að endurskoð- unin verði einkum bundin við I., II. og V. kafla stjórnarskrárinnar. Þetta eru þeir hlutar skrárinnar sem lítið sem ekkert hefur verið hróflað við frá upphafi. I. kaflinn er stuttur og laggóður, en í honum segir að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn og tilgreint hverjir fari með löggjafar-, fram- kvæmdar- og dómsvaldið. Annar kaflinn er hins vegar efnismikill, alls 28 greinar, en hann fjallar um hlutverk forseta og ráðherra. Fimmti kaflinn fjallar um dóm- stóla. Stjórnarskránni hefur alls sjö sinnum verið breytt frá því lýð- veldisstjórnarskráin tók gildi árið 1944. Flestar voru þessar breyt- ingar minni háttar. Kjördæma- skipan og kosningakerfi hefur verið breytt þrisvar (III. kafli) og kosningaaldur lækkaður tvisvar. Þar fyrir utan eru einu efnislegu breytingarnar þær sem gerðar voru 1991, er deildaskipting Al- þingis var afnumin og fleiru varð- andi starfsemi þingsins breytt (III. og IV. kafli), og 1995, er mannrétt- indaákvæði stjórnarskrárinnar voru endursamin (VII. kafli og VI. kafli að hluta). Kaflinn um dómstóla, V. kafli, er svo til óbreyttur frá því í fyrstu stjórnarskránni, sem Kristján kon- ungur IX færði Íslendingum árið 1874. Reyndar er það einn helsti hvatinn að endurskoðun stjórnar- skrárinnar nú að mörg ákvæði hennar eiga rætur að rekja til þess tíma er konungur ríkti yfir land- inu. Efni þeirra og orðaval er því að mörgu leyti ekki lengur í takt við tímann. Nema þá að Íslending- ar ákveði að gera landið aftur að konungsríki? Fimm þættir helst til skoðunar Víst má telja að tillaga um að skipta forseta Íslands út fyrir konung hlyti ekki mikinn hljóm- grunn. En hvaða mál eru það þá sem helst koma til álita við endur- skoðun stjórnarskrárinnar nú? Meðal annars á grundvelli þess sem fram kom í framsöguerindi Eiríks Tómassonar á fyrrgreindu málþingi við Háskólann á Akureyri er hægt að halda því fram að skipta megi þessum atriðum í höfuðdrátt- um upp í fimm þætti: Í fyrsta lagi að bæta inn í stjórn- arskrána stefnumarkandi ákvæð- um um grundvallaratriði þeirra þing- og lýðræðisstjórnarhátta, sem einkenna (eiga) íslenska stjórnskipun en er lítið eða ekkert getið um í skránni eins og hún er. Í öðru lagi að bæta inn í hana „opnunarákvæði“, nánar tiltekið heimild til framsals á fullveldi til fjöl- og alþjóðlegra stofnana. Í slíku ákvæði yrði jafnframt tíund- að hvaða skilyrði uppfylla þurfi til að beita megi þessari heimild. Stjórnskipunarréttarlega væri nauðsynlegt að innleiða slíkt ákvæði í stjórnarskrána ef Ísland semdi til dæmis um aðild að Evr- ópusambandinu. Það er þó ekki ein- vörðungu hugsanleg ESB-aðild sem kallar á slíka breytingu, held- ur svo að segja öll þátttaka Íslands í nútíma alþjóðasamstarfi. Í þriðja lagi hvort innleiða beri ákvæði um beina aðkomu kjósenda að pólitískum ákvörðunum. Að minnsta kosti þarf að skýra þau ákvæði þar sem gert er ráð fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Í fjórða lagi er talið koma til greina að skýra ákvæði stjórnar- skrárinnar um stöðu og hlutverk forseta Íslands, svo og um stöðu ráðherra og annarra handhafa framkvæmdarvaldsins gagn- vart löggjafanum. Í fimmta lagi er talin þörf á að skýra stöðu og hlutverk dómstólanna í stjórnskipun- inni. Spurning er hvort lög- binda eigi með ótvíræðum hætti aðhaldshlutverk dóm- stólanna með öðrum hand- höfum ríkisvalds. Ber að fela Hæstarétti (sem reyndar er ekki nefnd- ur í stjórnarskránni eins og hún er) form- lega stjórnskipulegt úrskurðar- vald um ný lagafrum- vörp? Eða á jafnvel að stofna sérstakan stjórnlagadómstól til að sinna þessu hlutverki? Fleiri þættir en þessir fimm koma einnig til álita, svo sem að ákvæði um umhverfisvernd verði tekið upp í stjórnarskrána. Kallað eftir tillögum Í skipunarbréfi stjórnarskrár- nefndarinnar segir að stefnt skuli að því að frumvarp til breytinga á stjórnarskránni liggi fyrir svo tím- anlega að unnt verði að samþykkja það á Alþingi fyrir næstu reglulegu alþingiskosningar vorið 2007. Í vinnuáætlun nefndarinnar er gert ráð fyrir að vinnuskjal með yfirliti yfir þau atriði í núverandi stjórnarskrá sem þarfnast endur- skoðunar verði birt á heimasíðunni í sumar og kallað eftir viðbrögðum almennings við því. Á grundvelli þess sem út úr þeirri umræðu kem- ur verður síðan frumvarp samið að breytingum á stjórnarskránni. Það á að vera tilbúið ásamt greinargerð fyrir 1. september 2006, eða í síð- asta lagi fyrir lok þess árs. Spennandi verður að sjá hvort Íslendingar grípi þetta tækifæri til að hafa áhrif á mótun stjórnskipun- ar landsins, nú þegar sex áratugir eru liðnir frá lýðveldisstofnun og 131 ár frá því fyrsta íslenska stjórnarskráin tók gildi. 20 18. mars 2005 FÖSTUDAGUR Endurbætt stjórnarskrá taki gildi 2007 UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ UM STJÓRNARSKRÁRUMBÆTUR Í Þjóðarbókhlöðunni getur almenningur nálgast öll gögn sem viðkoma stjórnarskránni og endurskoðunarferlinu. STJÓRNARSKRÁIN AFHENT Kristján kon- ungur IX færði Íslendingum stjórnarskrá árið 1874. Síðan lýðveldisstjórnarskráin tók gildi árið 1944 hefur henni sjö sinnum verið breytt. JÓN KRISTJÁNSSON AUÐUNN ARNÓRSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING ENDURSKOÐUN STJÓRNARSKRÁRINNAR EIRÍKUR TÓMASSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.