Fréttablaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 16
16 18. mars 2005 FÖSTUDAGUR Átta Íslendingar í lúxus- siglingu með Herbalife Að lokinni alheimsráð- stefnu Herbalife í Atlanta í næsta mánuði halda átta Íslendingar í siglingu um Karíbahafið í boði fyrir- tækisins. Þannig er þeim launað fyrir frábæran ár- angur í starfi. Fjórum íslenskum dreifingar- aðilum Herbalife og mökum þeirra er boðið í átta daga sigl- ingu um Karíba hafið að lokinni alheimsráðstefnu og 25 ára af- mælishátíð Herbalife í Banda- ríkjunum í næsta mánuði. Þetta eru Erla Bjartmarz og Þórir Kr. Þórisson, Birgir Jósafatsson og Jóhanna Harðardóttir, Jón Óttar Ragnarsson og Margrét Hrafns- dóttir og Sverrir Einar Eiríks- son og Margrét Herdís Hall- dórsdóttir. Fólkið tilheyrir afburðahópi Herbalife, það hefur náð meiri og betri árangri en aðrir í dreif- ingu á Herbalife-vörum og tek- ist að byggja upp öflugt net dreifingaraðila. Herbalife laun- ar góðan árangur með lúxus. „Það sem er svo spennandi við þetta er að allir geta gert þetta, allir geta komist í svona siglingu og það þarf ekki að taka mjög langan tíma,“ segir Sverr- ir Einar Eiríksson. Hann hlakkar vitaskuld til ævintýrisins og veit að vel verð- ur gert við hópinn. Þau hjónin fóru nefnilega í ámóta siglingu fyrir þremur árum, þá um grísku eyjarnar. „Ef fólki gengur vel er það verðlaunað með einhverju svona löguðu,“ segir Sverrir en bætir við að árangur náist ekki með annarri hendi. Þó séu hvorki galdrar né ævintýri að baki. „Við hjálpum fólki að létt- ast og ná betri heilsu. Lykillinn er að hugsa vel um viðskiptavin- ina og hjálpa þeim að ná árangri svo þeir haldi áfram að panta og vera glaðir.“ Þau hjónin hafa sjálf notað Herbalife í sex ár og sjá ekki eftir að hafa byrjað. „Konan mín fékk allt í einu áhuga á þessu og vildi léttast. Við fórum því á kynningarfund og í kjölfarið byrjuðum við að nota vöruna. Konan mín léttist um tvö kíló fyrstu dagana, átta kíló fyrsta mánuðinn, fjórtán kíló á þremur mánuðum og 25 kíló á níu mán- uðum.“ Og Sverrir byrjaði sjálfur á sama tíma, þrátt fyrir að finnast hann ágætlega hraustur. „Áður byrjaði ég daginn á að fá mér kaffi og sígarettu og borðaði yfirleitt hádegismat um tvö- þrjúleytið. Ég svaf illa og var grár og gugginn en byrjaði á Herbalife fyrst og fremst til að styðja konuna. En eftir svolítinn tíma svaf ég betur og fékk miklu meiri orku og eftir tvo til þrjá mánuði fékk ég lit á húðina og hárið og neglurnar urðu betri,“ segir Sverrir sæll og glaður og vitaskuld spenntur fyrir að sigla um Karíbahafið. bjorn@frettabladid.is Betur fór en á horfðist: Með lúðu- bein í kokinu Patreksfirðingur lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu á dögun- um að lúðubein festist í koki hans. Sat hann að snæðingi með konu sinni og var langt kominn með máltíðina þegar hann fann, sér til skelfingar, að bein sat fast í kok- inu. Ræskingar og aðrar tilraunir til að ná beininu lausu báru ekki árangur og leitaði hann því hjálp- ar á Heilbrigðisstofnun Patreks- fjarðar. Þar var sama uppi á ten- ingnum og beinið sat sem fastast. Brá hann því á það ráð að aka til Ísafjarðar en þangað er tveggja og hálfrar stundar akst- ur. Læknum við sjúkrahúsið tókst að ná beininu lausu og beittu til þess slöngu sem þeir þræddu ofan í kok hans. Særindi í hálsi hrjáðu manninn í nokkra daga á eftir en honum varð ekki meint af að öðru leyti. Atvikið hafði ekki alvarleg áhrif á manninn, hann ætlar áfram að borða lúðu hér eftir sem hingað til. - bþs SPÁÐ ER AÐ 5.600 TONN AF SVÍNA- KJÖTI VERÐI FRAMLEIDD 2005 Það er svipað magn og í fyrra. Heimild: bondi.is SVONA ERUM VIÐ „Það er allt gott að frétta, það voru hátíðarhöld hjá okkur í gær í tilefni Patreksdagsins í gær,“ segir Guðmundur Guðlaugsson, bæjar- stjóri í Vesturbyggð. „Við vorum með skemmtun fyrir börnin í gærdag en um kvöldið var boðið upp á dagskrá fyrir fullorðna í fé- lagsheimilinu. Þar komu bæði heimamenn fram sem og að- komnir listamenn, til dæmis Guð- rún Gunnarsdóttir,“ segir Guð- mundur. Hann segir að hátíðar- höldin hafi átt sér aðdraganda og í vikunni buðu kaupmenn á Pat- reksfirði afslátt á vörum. „Það er alltaf haldið vel upp á þennan dag hér.“ Hann segir að margt sé í pípun- um í Vesturbyggð. Nýverið var reist íþróttahús á Bíldudal og ver- ið sé að reisa veglega íþróttamið- stöð á Patreksfirði sem stefnt er að taka í notkun í júní. „Það er því gott í okkur hljóðið hér í Vest- urbyggð.“ Af sjálfum sér segir Guðmundur líka allt gott. Hann er búinn að ráðstafa sumarfríinu að einhverju leyti og gerir ráð fyrir að skreppa til Danmerkur í júlí og ágúst. „Þetta er sannkölluð fjölskyldu- ferð; ég fer með fjölskyldunni að hitta systkini mín og fjölskyldur þeirra í sumarhúsi í eina viku. Ég á von á því að það verði hin skemmtilegasta dvöl og hlakka mikið til,“ segir Guðmundur sem hefur nokkrum sinnum áður komið til Danmerkur. Patreksdeginum fagnað með pomp og prakt HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUÐMUNDUR GUÐLAUGSSON „Það er svo margt sem þarf að at- huga og huga að mörgum forsend- um áður en maður tekur afstöðu í svona máli,“ segir Guðrún Pétursdótt- ir lífeðlisfræðingur um hvort hún telji að nýtt húsnæði Háskólans í Reykja- vík eigi að rísa í Vatnsmýrinni eða Garðabæ eins og rætt er um. „Bæði þessi sveitarfélög hafa margt til síns ágætis, en maður þarf líka að velta fyrir sér framtíðarmöguleikum eins og hvort þau muni verða eitt og sama sveitarfélagið áður en langt um líður.“ Guðrún segir að endanleg nið- urstaða eigi auðvitað að miðast við hvað standi skólanum til boða. „Hvernig lóðirnar verða, aðkoman að skólanum og svo framvegis. Þetta er auðvitað það sem á eftir að skipta starfsemi hans mestu.“ Guðrún hefur ekki áhyggjur af umferðarvanda sem kynni að skapast með mannmörgum skóla. „Borgaryfirvöld hafa sagst geta leyst það og væru varla að bjóða þetta ef þau teldu sig ekki geta það.“ Guðrún vonar hins begar að fram- kvæmdir í Vatnsmýrinni raski ekki úti- vistarsvæðinu í Öskjuhlíð og við Nauthólsvík. „Þetta er fallegt svæði og það væri mikil eftirsjá af því.“ GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR Þarfir skólans verði látnar ráða NÝTT HÚSNÆÐI HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK SJÓNARHÓLL TORONTO-TÍSKAN Tískuvikan í Toronto í Kanada stendur nú sem hæst. Þar kennir ýmissa grasa – og fjaðra. M YN D A P MARGRÉT HERDÍS HALLDÓRSDÓTTIR OG SVERRIR EINAR EIRÍKSSON Á leið í átta daga lúxussiglingu um Karíbahafið í boði Herbalife.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.