Fréttablaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 42
14 ■■■ { FERMINGAR } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
„Ég fermist af því ég trúi á guð en ég
viðurkenni alveg að gjafirnar hafa
einhver áhrif. Þær eru þó sannarlega
ekki aðalatriði,“ segir Marta, sem
þykir fermingarfræðslan skemmtileg
og ekki síst að fræðast um konurnar
sem fylgdu Jesú. „Þær taka það líka
með í Kvennakirkjunni að guð gæti
verið kona, sem er hugmynd sem
mér líkar vel.“
Marta segist telja sig femínista.
„Það hefur gerst smátt og smátt og
svo er margt sem má betur fara í
jafnréttismálum. Mér finnst til
dæmis alveg fáránlegt að konur fái
lægri laun en karlar fyrir sömu
vinnu. Ég á auðvitað eftir að skoða
þessi mál betur og er til dæmis enn
ekkert farin að ákveða hvað ég læri
í framtíðinni, enda nógur tími til
stefnu. Mig langar í augnablikinu
að læra dýrafræði, en það kemur
allt í ljós.“
Það er enn mánuður í fermingu
Mörtu en hún er farin að skipu-
leggja daginn ásamt fjölskyldu
sinni. „Ég fæ að ráða miklu varð-
andi mat og gesti og mig langar að
hafa léttar veitingar heima.“ Að-
spurð segist hún ekki vita hvort
einhver skemmtiatriði verða í
veislunni, en hún spilar sjálf á
þverflautu og á marga að sem
spila á hljóðfæri. „Ég býst að
minnsta kosti ekki við að spila
sjálf,“ segir hún hlæjandi.
Draumafermingargjöfin er iPod
sem rúmar mikla tónlist á einum
stað. „Mín tónlist er blanda af öllu
mögulegu, ég er mikið fyrir góðar
klassískar hljómsveitir eins og Bítl-
ana og Stones og svo finnst mér
líka Quarashi frábærir og allt þar á
milli.
Það besta við að fermast í
Kvennakirkjunni er að fá að ráða
einhverju um athöfnina sjálfur. Það
eru nokkrir sálmar valdir fyrir okk-
ur en svo megum við líka velja tón-
list og fá jafnvel einhvern til að
syngja í kirkjunni. Ég er ekki búin
að ákveða neitt um þetta en finnst
samt svo gaman að geta haft eitt-
hvað um athöfnina sjálfa að segja.“
Marta segir að flestar vinkonur
hennar hafi ákveðið að fermast en
þær séu nokkrar sem ekki trúa á
guð og fermast ekki. „Þetta er bara
val hvers og eins, það kom aldrei
annað til greina fyrir mig og ég
hlakka mikið til.“
Guð gæti
allt eins
verið kona
Marta Ólafsdóttir er ein af
þremur stúlkum sem fermast
í Kvennakirkjunni í ár, en hún
fermist 16. apríl. Hún hefur
alltaf verið ákveðin í að ferm-
ast og valdi Kvennakirkjuna
af því systir hennar fermdist
þar fyrir nokkrum árum og
líkaði vel.
Í Kvennakirkjunni fermast þrjár
stúlkur í ár, en þrátt fyrir nafnið
Kvennakirkja eru strákar að sjálf-
sögðu velkomnir í kirkjuna. „Þeir
mættu gjarnan fermast hér hjá
okkur, en hafa ekki enn þekkst
boðið,“ segir Auður Eir Vilhjálms-
dóttir, prestur Kvennakirkjunnar.
Ferming í Kvennakirkjunni er
ekki mjög frábrugðin hefðbundn-
um fermingum, enda Kvennakirkj-
an innan Þjóðkirkjunnar. „Við
byggjum auðvitað okkar kirkju á
kvennaguðfræði og feminisma og
leggjum áherslu á hvað þessar
stelpur eru flottar manneskjur. Við
fermum líka á laugardögum, sem
kemur til af því að við þurfum að
fá lánaðar kirkjur til athafnanna.
Þetta finnst stelpunum bara
skemmtilegt og af því þær eru svo
fáar geta þær ráðið meiru um at-
höfnina. Í ár fermast þær ein í einu
og athöfnin er í samræmi við vilja
hverrar og einnar og fjölskyldn-
anna.“
Auður Eir með fermingarbörnum sínum í ár, Mörtu, Þorgerði og Erlu.
Skraddarasniðnar fermingar
Kvennakirkjan fermir í ár þrjár stúlkur sem allar fá að hafa áhrif á sína fermingar-
athöfn, enda fermast þær hver í sínu lagi. Strákar eru líka velkomnir í Kvennakirkjuna.
Marta Ólafsdóttir fermist í Kvennakirkjunni og er ánægð með að hafa eitthvað um
athöfnina sjálfa að segja.