Fréttablaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 30
2 ■■■ { FERMINGAR } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ SÚKKULAÐI/MÖNDLUKAKA 175 g möndluflögur 120 g kakó 90 g hveiti 300 g smjör 440 g sykur 5 egg Ristið möndlurnar í ofninum. Setjið möndlur, hveiti og kakó í blandara í 15 til 20 sekúndur. Hrærið smjör og sykur þar til létt og ljóst, bætið eggjum saman við í skömmtum. Hrærið vel á milli. Blandið möndlusalla saman við. Sett í 30 sentímetra form. Bakið við 175˚C í 35 til 38 mínútur (miðað við blástursofn). SÚKKULAÐISMJÖRKREM 175 g suðusúkkulaði 2 eggjahvítur 1 bolli sykur 1/3 bolli vatn 200 g smjör, mjúkt Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Setjið sykur og vatn í pott, hrærið þar til sykurinn hefur jafnast vatninu, ekki hræra eftir það. Lát- ið krauma við vægan hita í 8 til 12 mínútur, eða þar til sykurmæl- ir sýnir 120˚C. Þeytið hvíturnar þar til þær verða hvítar en ekki stífar. Hellið sírópinu í mjórri bunu út í hvíturnar og hrærið stöðugt en hægt á meðan. Þeytið í 5 til 8 mínútur. Setjið smjörið í litlum bitum út í og þeytið vel. Bætið súkkulaðinu að síðustu saman við. Smyrjið á kökuna og kælið. SÚKKULAÐIHJÚPUR 250 g suðusúkkulaði, saxað 1 bolli rjómi 2 msk. pönnukökusíróp Hitið rjóma og sýróp að suðu, bætið súkkulaði út í og hjúpið kökuna. NÚGGATTERTA 120 g eggjahvíta 50 g sykur 1/4 tsk. kanill 1/4 tsk. vanillusykur 1 msk. sítrónusafi 80 g heslihnetuflögur 20 g hveiti 100 g sykur Þeytið eggjahvítur og blandið sykri saman við (50 g) ásamt kanil, vanillusykri og sítrónuberki. Þeytið þar til vel stíft. Bætið sykri (100 g), hveiti og hnetum saman við með sleikju. Bakið við 170˚C í um það bil 30 til 35 mínútur. RJÓMAKREM 500 g rjómi 120 g suðusúkkulaði 40 g núggat Hitið rjómann að suðu og hellið yfir saxað súkkulaðið og núggatið. Látið kólna. Þeytið eins og rjóma. Smyrjið á milli botnanna. HJÚPUR 5 eggjarauður 40 g flórsykur 40 g suðusúkkulaði 20 g núggat 1/8 dl matarolía Bræðið súkkulaði, núggat og mat- arolíu yfir vatnsbaði. Þeytið eggjarauður og flórsykur þar til létt og ljóst. Blandið síðan súkkulaðiblöndunni saman við eggjahræruna og hellið yfir efsta botn tertunnar. SÆLAN 4 egg 360 g sykur 140 g kókosmjöl 200 g döðlur (brytjaðar) 100 g hveiti 1 tsk. ger 150 g suðusúkkulaði Egg og sykur þeytt saman, rest blandað varlega við. Bakað í tveimur 30 sentímetra formum við 180˚C í 25 mínútur. KREM 1/2 l rjómi 4 Pipp súkkulaði (brytjað) Rjómi þeyttur og Pipp súkkulaði blandað saman við, sett á milli botna (þessi kaka er mjög góð þegar búið er að frysta hana, jafnvel betri). KORNFLEKS-MARENS 4 eggjahvítur 460 g sykur 40 g hveiti 2 tsk. lyftiduft 70 g konfleks Sykur og egg þeytt saman, hveiti, lyftidufti og kornfleksi blandað varlega við. Sett á tvo hringi á smjörpappír. Bakað í 150˚C í 60 mín. KREM 1/2 l rjómi 4 bananar Rjómi þeyttur og banani stappað- ur saman við. Sett á milli botna degi áður en kakan er á boðstóln- um. KRANSAKÖKUTOPPAR 3 eggjahvítur 300 g strásykur 500 g kransakökumassi Allt hrært lengi saman, um það bil 15 mínútur. Sprautað í toppa á smjörpappír. Sett inn í 200˚C heitan ofn, lækkað niður í 160˚C þegar kökurnar eru settar inn og bakað í 16 til 20 mínútur (eftir stærð toppa). „Ég hlakka auðvitað til fermingar- innar en það verður ekki mikið til- stand í kringum þetta. Við erum fjórir krakkar sem fermumst saman en alls hafa tólf krakkar verið í fermingarfræðslunni í vetur. Hinir ætla að láta ferma sig á Íslandi,“ segir Kristín Björg en hún fermist þann 15. maí næstkomandi. Séra Þórir Jökull Þorsteinsson, sendi- ráðsprestur í Kaupmannahöfn, fermir krakkana og hefur annast fermingarfræðsluna í vetur. Að sögn Kristínar Bjargar eru fermingarbörnin búsett vítt og breitt um borgina. Hún þekkti ekk- ert þeirra áður en segir þau hafa kynnst ágætlega í fermingarfræðsl- unni. „Við höfum sótt tíma í hverri viku í Jónshúsi og það hefur verið mjög ánægjulegt. Svo hef ég farið nokkrum sinnum í messu hjá séra Þóri.“ Kristín Björg á von á góðum gestum í ferminguna. „Ömmur mínar og afar í báðar ættir ætla að koma í ferminguna og svo frænd- fólk úr föðurfjölskyldunni. Við erum búin að leigja pínulítinn sal og ætlum að halda smáveislu fyrir fjölskyldu og vini. Þetta verður allt fremur látlaust en vonandi mjög skemmtilegt. Svo er stefnan að halda aðra veislu á Íslandi í sumar. Þá ætla ég að bjóða allri fjölskyld- unni og vinum og kunningjum á Ís- landi,“ segir Kristín Björg. Miklar annir eru í skólanum hjá Kristínu Björgu og hún er enn ekki farin að spá í fatnað og hárgreiðslu. Hún er þó búin að ákveða að vera í pilsi. Hvað gjafirnar varðar þá seg- ist hún ekki vera með óskalista á takteinum. „Ég er ekki með neinn óskalista – enda skemmtilegast þegar gjafirnar koma á óvart.“ Heldur veislu í tveimur löndum Kristín Björg Björnsdóttir fermist ásamt þremur löndum sínum í St. Pauls kirkju í Kaupmannahöfn um miðjan maí. Hún á von á góðum gestum að heiman. Fáar en fallegar tertur Álfheiður Pálsdóttir á Te og kaffi er mikill áhugamaður um bakstur og veit nákvæmlega hvernig hún vill hafa veisluborðið í fermingarveislum. „Ég skreyti ekki kökur þegar ég er með veislu. Ég vil frekar að borðið sé fallega skreytt en kökurnar fallegar. Ég vil helst hafa þær eins og þær koma úr forminu. Þá losnar maður við að vera þreyttur yfir rjómasprautunni og losnar við vandræðin þegar eitthvað fer úr- skeiðis við kökuskreytingar. Það er miklu minna mál að skreyta borðið fallega og þá er minna stress fyrir fermingarveisluna,“ segir Álfheiður. Álfheiður leggur ríka áherslu á að gott hráefni sé notað í bakstur- inn. „Gott hráefni er númer eitt, tvö og þrjú og ég vil líka að kökur séu bakaðar of stutt frekar en of lengi. Ég vil hafa fáar tertur á veisluborð- inu og hafa þær frekar góðar. Mér finnst rosalega leiðinlegt að fara í boð þar sem er yfirhlaðið af kökum. Þá er ekki hægt að smakka allt og stundum getur fólk hreinlega misst matarlystina af öllu úrvalinu,“ segir Álfheiður, sem hvetur fólk til að baka langt fram í tímann fyrir fermingar. „Marga botna er hægt að baka og frysta langt fram í tím- ann. Marengsbotn er til dæmis betri þegar hann er frystur. Síðan eru botnarnir teknir úr frystinum ein- um eða tveimur dögum fyrir veislu, jafnvel sama dag, og skellt ofan á þá.“ „Annað stórt atriði í sambandi við tertuveislur er gott kaffi. Það er ekki nærri því eins gaman að borða góðar tertur þegar vont kaffi er bor- ið fram með þeim. Hráefni í kaffinu þarf líka að vera fyrsta flokks og ég mæli eindregið með Hátíðarkaffinu frá Te og kaffi. Það hentar mjög vel með kökum,“ segir Álfheiður, sem gæti ekki hugsað sér annað starf en baksturinn. „Ég er rosalega áhuga- söm um bakstur enda finnst mér rosalega gaman að baka. Ég hlakka til að fara í vinnuna á hverjum morgni til að baka dýrindis tertur og þegar ég kem heim þá baka ég.“ Kristín Björg fermist í St. Pauls kirkju í Kaupmannahöfn ásamt þremur öðrum frá Íslandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Álfheiður elskar að baka og hér heldur hún á núggattertu sem er hennar besta terta..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.