Fréttablaðið - 18.03.2005, Side 46

Fréttablaðið - 18.03.2005, Side 46
„Ég hlakkaði óskaplega mikið til að fermast eins og sjálfsagt allir,“ seg- ir Ingibjörg brosandi og heldur áfram að rifja upp minningarnar frá vorinu 1942. „Mamma fór með mig til saumakonu til að láta sauma á mig eftirfermingarkjól og fína kápu. Fram að því hafði hún saum- að allt á mig sjálf. Ég var búin að fara í heitt permanent en var með afar þykkt hár og því þurfti að tvítaka þá að- gerð. En að morgni ferming- ardagsins var ég orðin eitthvað skrítin í hálsin- um og hélt að ég væri að fá háls- bólgu. Það kom auðvitað ekki til greina að fresta fermingunni en mamma spurði hvort ég vildi ekki hætta við myndatökuna sem við vorum bún- ar að panta. Það kom ekki til greina af minni hálfu og þetta slapp allt saman. Fermingin var í Dómkirkjunni og það var séra Friðrik Hallgríms- son sem fermdi mig. Ég átti heima í Skerjafirðinum á þessum tíma en húsið okkar var rifið stuttu seinna því það varð að víkja fyrir flug- braut. Við hliðina á húsinu okkar var girðing og hinum megin við hana höfðu hermenn aðsetur. Þegar þeir sáu mig koma heim í hvítum síðum kjól urðu þeir for- vitnir og er þeim var sagt að ég hefði verið að fermast hentu þeir súkkulaði og ýmsu góðgæti yfir girðinguna. Svo var kaffi, kökur og tertur á borðum heima og ég man að mér þótti mjög gaman þennan dag. Þá voru ekki eins miklar gjafir gefnar og nú til dags í til- efni ferminga en ég fékk ef- laust meira en margur annar. Ég fékk til dæmis nýjan sænskan Levin- gítar, vandaðan og góðan. Svo fékk ég úr og hálsmen, biblíu og passíusálma, allt dýrmætar gjafir. Ég átti orgel og lærði snemma á það. Spilaði oft fyrir fólk sem kom í heimsókn og ég gerði það í ferm- ingunni líka. En um kvöldið var ég orðin ansi veik og daginn eftir þegar mamma náði í lækni upp- götvaðist að ég var með hettusótt. Það skyggði samt ekkert að ráði á fermingardaginn. Hann var ánægjulegur þrátt fyrir hettusótt- ina.“ gun@frettabladid.is 18 ■■■ { FERMINGAR } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Ánægjulegur dagur þrátt fyrir hettusótt Fermingardagurinn er söngkonunni Ingibjörgu Þorbergs eftirminnilegur, bæði fyrir það hversu hátíðlegur hann var og hitt að hún var orðin veik af hettusótt. Ingibjörg Þorbergs á fermingardaginn, vorið 1942. Litlu munaði að hún yrði að fresta myndatökunni því hálsinn var að bólgna að utan. Enn er söngurinn hennar yndi og líf. Ingibjörg á 75 ára afmælinu fyrir tveimur árum. » FASTUR PUNKTUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.