Fréttablaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 59
Ég fyrir mitt leyti efast um að starfs- umsókn sem ýkir starfs- reynslu umsækjandans jafn augljóslega sé gild. Ein fjöður verður að hænu Ráðning Auðuns Georgs Ólafsson- ar sem fréttastjóra Útvarpsins hefur vakið upp harðar deilur, bæði innan Útvarpsins og utan þess. Enda ekki von á öðru. Fólki er ekki sama um fréttastofuna, hvorki innanbúðarmönnum né utan. Deginum ljósara er að sá um- sækjandi sem síst er hæfur var valinn til starfans. Síðan standa allir og benda hver á annan og reyna að koma sökinni af sér. Meirihluti útvarpsráðs og útvarps- stjóri benda á minnihluta ráðsins og segja hann geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki bent á annan kost. Eins og þegar nauðgari kenn- ir fórnarlambinu um. Það sem ótrúlegast er í þessu máli öllu er samt framganga manna við að verja ráðninguna. Nú er komið í ljós að reynsla Auð- uns í fréttamennsku var stórlega ýkt í umsögn um hann og þá vænt- anlega einnig í umsókninni. Þar var hann sagður með 6 ára reynslu að baki í fréttamennsku. Megnið af þeim tíma var hann fréttaritari Bylgjunnar í Danmörku og í Jap- an. Gaman væri að vita hve mörg- um fréttum á mánuði hann skilaði af sér þaðan. Það sem eftir stend- ur var afleysingavinna á frétta- stofu Bylgjunnar með námi. Þá reyna menn að verja ákvarð- anir sínar með því að vísa til yfir- burðareynslu Auðuns af stjórnun og rekstri. Þar hljóta menn að eiga við mannaforráð og peninga- stjórnun. Því miður fyrir Auðun og hans málsvara virðist sú reynsla vera jafn orðum aukin og reynsla hans af fjölmiðlum, því í ljós er komið að hann var sölumaður án mannaforráða og hefur litla sem enga reynslu af fyrirtækjarekstri (sjá Fréttablaðið 16. mars sl.). Ein- hvern veginn hefur sem sé tekist að gera þá fjöður sem Auðun gat skreytt sig með að heilli hænu, hokinni af reynslu. Þar sem útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson, fór ótrúlegum orð- um um starfsmenn Útvarpsins í Kastljósþætti laug hann sem sé blákalt að áhorfendum þegar hann sagði reynslu Auðuns á þessu sviði vera mun meiri en nokkurra ann- arra umsækjenda. Það sama gerði Pétur Gunnarsson, útvarpsráðs- maður, á sama vettvangi. Þriðji maðurinn, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarps- ráðs, viðhafði sömu lygi í viðtali við fréttastofu Útvarpsins. Allir fullyrtu þeir að þeir hefðu full- vissu fyrir yfirburðareynslu Auð- uns af rekstri. Ég fyrir mitt leyti efast um að starfsumsókn sem ýkir starfs- reynslu umsækjandans jafn aug- ljóslega sé gild. Hitt er ekkert vafamál í mínum huga. Maður sem sendir slíka umsókn frá sér hefur hvorki trúverðugleika né heiðar- leika til að stjórna fréttastofu Útvarpsins. Höfundur hefur starfað sem fréttamaður RÚV í þrettán ár. (Ekki í hlutastarfi). ■ 23FÖSTUDAGUR 18. mars 2005 Að biðjast afsökunar Fátt lýsir betur hugsunarhætti bresku ríkisstjórnarinnar en sú yfirlýsing Gord- ons Brown fjármálaráðherra á dögun- um að Bretar eigi að „hætta að biðjast afsökunar“ á því að hafa verið nýlendu- veldi. Það sem einkum er athugavert við þessi ummæli er að Bretar hafa aldrei beðist afsökunar á einu né neinu í sam- bandi við nýlendustjórn sína. Sverrir Jakobsson á murinn.is Þetta er spilling Á fréttastofu sjónvarps er ráðinn frétta- stjóri sem er pólitískur vildarvinur æðstu forystu Sjálfstæðisflokksins. Til endur- gjalds fær Framsóknarflokkurinn að ráða fréttastjóra á útvarpið sem er for- ystu þess flokks þóknanlegur. Þetta er spilling, og ekkert annað. Það var svo dapurlegt að sjá útvarpsstjóra koma og lýsa því bláeygan að auðvitað hefði eng- inn talað við hann um að ráða Fram- sóknardrenginn frá Marel. Það glitti í svarta tungu og stækkandi nef, svo ekki sé meira sagt. Össur Skarphéðinsson á ossur.hex- ia.net Ber Framsókn ábyrgðina? Það heyrir orðið til undantekninga ef ráðningar til RÚV ganga snurðulaust fyrir sig. Oftar en ekki verður hvellur þar sem harðri gagnrýni er haldið á lofti vegna þeirra sem ekki voru ráðnir. Mál fréttastjórans er núna í brennidepli og svo um munar. Athygli mína vekur að spjótin beinast að Framsóknarflokkn- um. Nokkrir fréttamenn hafa beinlínis sakað flokkinn í heild sinni um pólitíska spillingu fyrir ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra. Rétt eins og sá flokkur beri einn alla ábyrgð á ráðningunnni umdeildu. En er það svo? Hjálmar Árnason á althingi.is/hjalm- ara Ungt fólk og stjórnmál Hefur ungt fólk almennt áhuga á stjórn- málum eða stendur minni kynslóð bara á sama? Ástæðan fyrir þessum vanga- veltum er að ég sá um daginn innskot hjá Íslandi í dag þar sem var tekin smá könnun á því hvort að unga fólkið þekkti ráðherrana í ríkisstjórninni. Í huga mínum efaðist ég aldrei um að það myndu nú allir vita hverjir ráðherr- arnir okkar væru en það var svo sannar- lega ekki raunin. Ég komst að þeirri leið- inlegu staðreynd, fyrir framan sjónvarp- ið, að það vita bara ekki allir hver Hall- dór Ásgrímsson er þó svo hann sé for- sætisráðherra okkar Íslendinga. Ungu viðmælendurnir vissu eiginlega ekki hver neinn ráðherrana var né hvað hann gerði. Stefanía Sigurðardóttir á deiglan.com Ánægjulegur dómur Þann 1. þ.m. kvað Hæstiréttur Banda- ríkjanna upp dóm í málinu Roper v. Simmons þar sem rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að áttundi viðauki bandarísku stjórnarskrárinnar, sem kveður á um bann við ómannúðlegum refsingum (cruel and unusual punish- ment), bannaði aftökur afbrotamanna sem voru innan við 18 ára þegar þeir frömdu glæp sinn. Dómur þessi ætti að vera gleðiefni öllum þeim sem andvígir eru dauðarefsingum og er undirritaður svo sannarlega þar á meðal. Vífill Harðarson á sus.is ADOLF INGI ERLINGSSON ÍÞRÓTTAFRÉTTAMAÐUR UMRÆÐAN RÁÐNING FRÉTTA- STJÓRA RÚV ,, AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.