Fréttablaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 58,31 58,59 112,26 112,80 77,97 78,41 10,47 10,53 9,57 9,63 8,57 8,62 0,56 0,56 89,60 90,14 GENGI GJALDMIÐLA 17.03.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 106,55 -0,42% 4 18. mars 2005 FÖSTUDAGUR Félagsmálaráðherra hefur kynnt niðurstöðu tekjustofnanefndar á Alþingi: Sveitarfélögin vildu tveimur milljörðum meira TEKJUSTOFNANEFND Tekjur sveitar- félaganna aukast um rúmlega 1,5 milljarða króna á ári samkvæmt tillögum tekjustofnanefndar. Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði á Alþingi í gær að á tímabil- inu frá 2005 til 2008 næmi tekju- aukningin alls 9,5 milljörðum króna. „Auraleikur,“ segir Lúðvík Geirsson, einn þriggja fulltrúa sveitarfélaganna í tekjustofna- nefnd sem skiluðu séráliti vegna niðurstöðu nefndarinnar. „Árni tín- ir saman alla aura, meðal annars þá sem fara í sameiningarferli sveit- arfélaga. Niðurstaða tekjustofna- nefndar er í raun og veru fjárhæð sem nemur um og yfir fjórum milljörðum til ársins 2008,“ segir Lúðvík og nefnir því til samanburð- ar að árlegur halli sveitarfélag- anna sé um 3,5 milljarðar króna. Það sé sú upphæð sem hafi verið lágmarkskrafa sveitarfélaganna þegar samningar í tekjustofna- nefnd hófust. Tveimur milljörðum muni því á því sem þau vildu fá og því sem þau fá samkvæmt tillögum tekjustofnanefndar. Snarpar umræður urðu um nið- urstöðu nefndarinnar á Alþingi í gær. Kristján L. Möller í Samfylk- ingunni sagði tillögurnar klúður. Siv Friðleifsdóttir, formaður félags- málanefndar, benti stjórnarandstöð- unni á að féð sem rynni til sveitar- stjórna yrði ekki til í ráðuneytunum heldur væri um skattgreiðslur borgaranna að ræða. - gag LOÐNUVERTÍÐINNI LOKIÐ Botninn datt úr loðnuveiðum landans í fyrradag og hefur vart fundist tangur né tetur síðan. Síldarvinnslan: Loðnuver- tíðin á enda SJÁVARÚTVEGUR „Auðvitað hefur komið fyrir að loðna hafi veiðst vel fram í apríl en mig grunar að veið- unum sé lokið að þessu sinni,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Flestir útgerðarmenn virðast sam- mála um að botninn sé dottinn úr loðnuveiðum að þessu sinni. Björgólfur segist þó ánægður með að meira hafi veiðst á þessu ári en á hinu síðasta. „Það er bót í máli að meira er komið að landi nú og vertíðin sem slík ekki verið slæm en ég verð hissa ef það veiðist meira en orðið er.“ - aöe Uppgjör hjá VÍS: Hagnaður 2,5 milljarðar VIÐSKIPTI Hagnaður Vátrygginga- félags Íslands í fyrra nam 2,5 milljörðum króna, sem er met- hagnaður hjá félaginu. Þetta er tæplega sjötíu prósentum meiri hagnaður en árið 2003 þegar félagið skilaði ríflega 1,5 millj- örðum í hagnað. Aðalfundur félagsins var hald- inn í gær og þar var samþykkt að greiða hundrað prósenta arð, alls 650 milljónir króna. VÍS var afskráð úr Kauphöll Íslands í lok síðasta árs. Nú er félagið í eigu tíu hluthafa. Á fundinum var kjörin ný stjórn fyrirtækisins og tóku þrír nýir menn sæti í stjórninni. Þeir eru Hreiðar Már Sigurðs- son, forstjóri KB banka, Erlend- ur Hjaltason, framkvæmda- stjóri Meiðs, og Lýður Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Bakkavarar. - þk ESA kvartar: Umdeildum lögum breytt HAPPDRÆTTI Dómsmálaráðherra skoðar að afnema einkaleyfi Happdrætti Háskóla Íslands til peningaverðlauna. Hann hefur kynnt ríkisstjórninni hugmynd- ir sínar um heildarendurskoðun á reglum um happdrætti og hlutaveltur. Endurskoðun reglnanna kem- ur í kjölfar kvörtunar ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, sem telur einkaleyfi Happdrætti Há- skólans brjóta í bága við reglur Evrópska efnahagssvæðisins. Happdrætti Háskólans hefur greitt um eitt hundrað milljónir síðustu ár fyrir einkaleyfið sem það hefur haft í 79 ár. - gag Milljarðar í svartri veltu Veltan í neðanjarðarhagkerfi veitingageirans nemur milljörðum króna. Formaður Matvís telur að 60-70 prósent starfsmanna á veitingastöðum við Laugaveg vinni svart. Matvís ætlar í átak gegn svartri atvinnustarfsemi. VINNUMARKAÐURINN Veltan í neðanjarðarhagkerfi veitinga- geirans nemur milljörðum króna og er tap samfélagsins því gífur- legt. Þetta er álit Níelsar Sigurð- ar Olgeirssonar, formanns Mat- vís, sem segir að þetta hafi lengi verið gríðarlegt vandamál, ekk- ert síður hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Hann telur að 60-70 prósent starfsmanna á veitingastöðunum við Laugaveginn hafi ekki tilskil- in leyfi eða séu á skrá. Bæði séu það útlendingar sem hjálpi til við uppvask og fleiri ófaglærð störf á veitingastöðunum en einnig sé mikið um að Íslendingar vinni svart. „Ég sé og veit að mínir félagar fá ekki vinnu ef á að gefa alla vinnu upp. En það þarf tvo til í öllum tilvikum. Ég sé í gegnum félagsgjöldin að það eru margir á lágmarkstaxtanum en það er langur vegur frá að það sé raun- in. Í þessum geira vinna menn mikið og lítið sem ekkert er gefið upp af þessari vinnu,“ segir hann. Matvís ætlar í átak gegn ólög- legum vinnukröftum og svartri atvinnustarfsemi og hefur óskað eftir samstarfi við Eflingu og Samtök ferðaþjónustunnar. Níels segir að þetta sé sameiginlegt vandamál og margir sem vinni á veitingastöðunum, til dæmis við uppvask, þurfi atvinnuleyfi og eigi að vera í Eflingu. „Við höfum beðið um fund til að fara yfir það hvað við getum gert. Stór hluti af starfseminni fer fram neðanjarðar og er því ekki uppi á borðinu. Við höfum annað slagið fengið lista yfir fólk sem er grunað um að vinna svart en það er lokað alls staðar á upp- lýsingastreymi þannig að við höfum ekki getað fengið upplýs- ingar, til dæmis frá skattinum,“ segir hann. Á næstunni verður stefnan mótuð, kortlagt hvað hægt sé að gera og ákveðið hvað verður gert. Til greina kemur að ráða mann í eftirlit með veitingastöð- unum en helst vill Níels komast hjá því. Best sé að fara í mark- aðssetningu og sjá svo á tölunum að mikið hafi áunnist. ghs@frettabladid.is SVÖRT VINNA Á VEITINGASTÖÐUNUM Svört vinna er algeng á veitingastöðunum og telur formaður Matvís að 60-70 prósent starfsmanna á veitingastöðunum við Laugaveginn séu án tilskilinna leyfa. Myndin er ekki tekin á veitingastað hérlendis. NÍELS SIGURÐUR OLGEIRSSON Formaður Matvís segir að í veitinga- geiranum vinni menn mikið og gefi ekki alla vinnuna upp. En það þurfi tvo til í öllum tilvikum. Stjórnarskrármál: Málskotsrétt- urinn haldi sér STJÓRNSKIPUNARMÁL Í tilefni af því starfi sem nú er hafið á vegum stjórnvalda að endurskoðun stjórn- arskrár lýðveldisins hefur Þjóðar- hreyfingin – með lýðræði sent frá sér yfirlýsingu, þar sem tíunduð eru þau mál sem að mati hreyfingarinn- ar er mikilvægast að hugað verði að í þessu sambandi. Mesta áherslu leggur Þjóðar- hreyfingin á að þjóðin „njóti áfram þess málskotsréttar, sem þjóðkjör- inn forseti fer með samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar“ og að sá réttur verði jafnframt betur tryggð- ur framvegis. -aa TILLÖGUR TEKJUSTOFNANEFNDAR: - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fær 2,1 milljarð - Ríkið greiðir 1,2 milljarða í fasteignaskatt - Framlög í varasjóð húsnæðismála aukast um 840 milljónir - 600 milljónir fara í fráveitumál - 600 milljónir í breytingar á dagsgreiðslum fasteignaskatts Samtals: 5.340 milljónir króna til ársins 2008. Um 4.215 milljónir króna verða að auki lagð- ar til vegna lagabreytinga og annarra ástæðna Heimild: Fjármálaráðuneytið ÁRNI MAGNÚSSON Á ALÞINGI Menn eru ekki á einu máli um hvort niðurstaða tekjustofnanefndar sé viðunandi eða ekki. Sveitarfélögin fá 1,5 milljarða árlega til ársins 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.