Fréttablaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 18.03.2005, Blaðsíða 46
„Ég hlakkaði óskaplega mikið til að fermast eins og sjálfsagt allir,“ seg- ir Ingibjörg brosandi og heldur áfram að rifja upp minningarnar frá vorinu 1942. „Mamma fór með mig til saumakonu til að láta sauma á mig eftirfermingarkjól og fína kápu. Fram að því hafði hún saum- að allt á mig sjálf. Ég var búin að fara í heitt permanent en var með afar þykkt hár og því þurfti að tvítaka þá að- gerð. En að morgni ferming- ardagsins var ég orðin eitthvað skrítin í hálsin- um og hélt að ég væri að fá háls- bólgu. Það kom auðvitað ekki til greina að fresta fermingunni en mamma spurði hvort ég vildi ekki hætta við myndatökuna sem við vorum bún- ar að panta. Það kom ekki til greina af minni hálfu og þetta slapp allt saman. Fermingin var í Dómkirkjunni og það var séra Friðrik Hallgríms- son sem fermdi mig. Ég átti heima í Skerjafirðinum á þessum tíma en húsið okkar var rifið stuttu seinna því það varð að víkja fyrir flug- braut. Við hliðina á húsinu okkar var girðing og hinum megin við hana höfðu hermenn aðsetur. Þegar þeir sáu mig koma heim í hvítum síðum kjól urðu þeir for- vitnir og er þeim var sagt að ég hefði verið að fermast hentu þeir súkkulaði og ýmsu góðgæti yfir girðinguna. Svo var kaffi, kökur og tertur á borðum heima og ég man að mér þótti mjög gaman þennan dag. Þá voru ekki eins miklar gjafir gefnar og nú til dags í til- efni ferminga en ég fékk ef- laust meira en margur annar. Ég fékk til dæmis nýjan sænskan Levin- gítar, vandaðan og góðan. Svo fékk ég úr og hálsmen, biblíu og passíusálma, allt dýrmætar gjafir. Ég átti orgel og lærði snemma á það. Spilaði oft fyrir fólk sem kom í heimsókn og ég gerði það í ferm- ingunni líka. En um kvöldið var ég orðin ansi veik og daginn eftir þegar mamma náði í lækni upp- götvaðist að ég var með hettusótt. Það skyggði samt ekkert að ráði á fermingardaginn. Hann var ánægjulegur þrátt fyrir hettusótt- ina.“ gun@frettabladid.is 18 ■■■ { FERMINGAR } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Ánægjulegur dagur þrátt fyrir hettusótt Fermingardagurinn er söngkonunni Ingibjörgu Þorbergs eftirminnilegur, bæði fyrir það hversu hátíðlegur hann var og hitt að hún var orðin veik af hettusótt. Ingibjörg Þorbergs á fermingardaginn, vorið 1942. Litlu munaði að hún yrði að fresta myndatökunni því hálsinn var að bólgna að utan. Enn er söngurinn hennar yndi og líf. Ingibjörg á 75 ára afmælinu fyrir tveimur árum. » FASTUR PUNKTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.