Fréttablaðið - 01.05.2005, Side 1

Fréttablaðið - 01.05.2005, Side 1
FÆKKAÐ UM HELMING Í HERNUM Á 15 ÁRUM Jafnt og þétt hefur dregið úr um- svifum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár. Her- mönnum hefur fækk- að um helming á 15 árum og íslenskum starfsmönnum um tæp 40 af hundraði. Sjá síðu 2 SJÓBROTSMAÐUR KLÁRAR TÚR- INN Kjartan Jakob Hauksson hyggst nú klára siglingu sína umhverfis landið. Tilraun hans fyrir tveimur árum lauk með brotlend- ingu í Rekavík norður af Bolungarvík en þá hafði hann siglt frá Reykjavík. Sjá síðu 2 UTANGARÐSMENN TIL HÖFUÐS LEIÐINDUNUM Alls kyns utangarðs- framboð lífga upp á annars spennulitla kosningabaráttuna fyrir þingkosningarnar í Bretlandi á fimmtudaginn. Sjá síðu 4 SPRENGT OG SKOTIÐ Á FERÐA- MANNASVÆÐUM Tvennt lést og að minnsta kosti tíu særðust í tveim árásum á vinsælum ferðamannastöðum í Kaíró í Egyptalandi í gær. Sjá síðu 4 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 1. maí 2005 – 116. tölublað – 5. árgangur NOKKUÐ SVALT Í VEÐRI VÍÐA með hitatölum niður undir frostmark. Rigning eða slydda suðaustanlands en annars þurrt fram eftir degi. Sjá síðu 4 RÆTT UM UMDEILDAN MANN Málþing um Jónas Jónsson frá Hriflu verður haldið á Bifröst í dag klukkan 13 í tilefni af því að 120 ár eru liðin frá fæðingu hans. 77% fólks í úthverfum lesa Fréttablaðið daglega.* Ekki missa af fólkinu í stærstu hverfunum. *Gallup febrúar 2005 SÍÐUR 16 & 17 ▲ Ofbeldi ógnar framtíð Kristjaníu Skotárás og morð á götu úti í Kristjaníu stefnir framtíð þessa 34 ára gamla fríríkis í miðborg Kaupmannahafnar í voða. Lögregla handtekur fólk í stór- um stíl fyrir kannabisnotkun. SÍÐA 34 ▲ Súrrealískt ástand í litlu samfélagi Gríðarleg bjartsýni ríkir í Fjarðabyggð nú þegar framkvæmdirnar eru þar í fullum gangi en ástandið er auðvit- að ekki „eðlilegt“. Stríður straumur er af þungavinnuflutningum um bæ- inn á hverjum degi. Fasteignavið- skipti hafa aldrei við blómlegri og samkeppni er í matvöruverslun. 13-18 OPI‹ Í DAG BRUNI „Ég vaknaði við reyk- skynjarann en þar sem hann hafði kvöldið áður vakið mig að tilefnis- lausu ætlaði ég bara að slökkva á honum,“ segir Teitur Haraldsson, íbúi húss á Dalvík sem brann í fyrrinótt. „Svo gat ég bara ekki dregið að mér andann og þá varð mér ljóst hvernig var.“ Hann segir það mikla gæfu að spónaplötuhleri var í svefnher- bergisglugganum sem hann gat slegið úr í einu höggi. Glugginn er á annarri hæð og tæpir þrír metrar til jarðar. Því ætlaði Teitur að freista þess að hringja í slökkviliðið til að koma sér til bjargar. „En ég var svo skjálfhentur að ég gat ekki hringt og því var ekkert annað að gera en að koma sér út um gluggann.“ Hann náði að príla langleiðina niður svo ekki varð honum meint af fallinu. Hins vegar var hann send- ur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri en talið var að hann væri með reykeitrun. Teitur hafði ekki séð húsið eftir brunann í gær. „Vinir mínir hafa þó sagt mér að það sé talsvert illa farið en ég trúi því ekki að það sé ónýtt. En mesti skaðinn er sá að myndirnar af mér og kærustunni og fjölskyldunni eru allar farnar.“ Hann segist vera heppinn, því ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði hann hent reyk- skynjaranum líkt og til stóð að gera. Hann hefur mætt einstökum hlýhug samstarfsmanna sinna í Norðurströnd. „Mér hefur meðal annars verið boðið hús til að búa í en til þess þarf ekki að koma þar sem það er skúr fyrir utan húsið sem slapp alveg og hann verður hugsanlega bráðabirgðaheimili.“ Teitur hafði um skeið verið að byggja upp húsið, sem heitir Sól- borg og er eitt af elstu húsum bæj- arins, en það var byggt árið 1913. Að sögn lögreglu er ekki vitað um eldsupptök. - jse EIÐUR SMÁRI ENSKUR MEISTARI Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Chelsea urðu í gær Englandsmeistarar í knattspyrnu eftir 2–0 sigur á Bolton. Þetta er fyrsti meistaratitill félagsins í 50 ár og Eiður Smári er enn fremur fyrsti Íslendingurinn sem vinnur ensku úrvalsdeildina síðan hún var sett á laggirnar 1992. Sjá síðu 22 Heppinn að vera á lífi Reykskynjari sem til stóð að henda bjargaði lífi manns, sem slapp úr eldsvoða með því að klifra út um glugga á annarri hæð. Hann telur sig heppinn að vera á lífi en sér mest eftir fjölskyldumyndunum. BAGDAD, AP Sérfræðingar rannsaka nú fjöldagröf sem fannst í suður- hluta Írak. Þeir telja að þar sé að finna lík 1.500 Kúrda, að mestu kvenna og barna. Talið er að fólkinu hafi verið raðað upp og skotið seint á níunda áratugnum við átján grunnar grafir sem fundist hafa nærri bænum Samawa. Sannanir sem finnast í þessum fjöldagröfum verða notaðar í málaferli gegn Saddam Hussein og helstu aðstoð- armönnum hans. Þegar hafa 133 lík verið grafin upp. Öll, utan fimm, eru lík kvenna og barna. Af klæðaburði þeirra má merkja að þau voru Kúrdar. Íraskir embættismenn segja að grunur leiki á að finna megi fjöldagrafir á 300 stöðum í land- inu. Sú fjöldagröf sem nú fannst er önnur gröfin sem er rannsök- uð að einhverju leyti. Hún fannst á síðasta ári, en rannsóknir hófust ekki fyrr en snemma á þessu ári. ■ Fjöldagrafir í Írak rannsakaðar: Flest líkin eru af konum og börnum Nepal: Neyðar- ástandi aflýst KATMANDU, AP Konungur Nepal hefur aflýst neyðarástandi í rík- inu, þremur mánuðum eftir að hann tók sér alræðisvald. Lítið var þó gert í gær til að endur- vekja lýðræði í landinu, þar sem hermenn skutu og særðu fimm háskólanema. Öryggisráðstafanir í höfuð- borginni jukust og voru mótmæli bönnuð í hluta borgarinnar, þrátt fyrir að stjórnmálasamtök væru að undirbúa 1. maí hátíðarhöld. ■ M YN D : N O R D IC P H O TO /G ET TY I M AG ES Kvikmyndir 30 Tónlist 29 Leikhús 29 Myndlist 29 Íþróttir 24 Sjónvarp 32 Forspár Ceres Pönkarinn Ceres 4 spáði fyrir um endalok Stoke-ævintýrsins með þeim orðum að betra hefði verið að kaupa sér pylsu og kók en hlutabréf í félaginu. Þessi spádómur hefur ræst að mörgu leyti. SÍÐUR 20 & 21 ▲ PAPPÍRSBLÓMUM VEIFAÐ Mikil hátíðarhöld voru í höfuðborg Víetnam í gær til að minnast stríðsloka árið 1975. Fagnaðarhöld í Víetnam: Minnast loka stríðsins BBC Tugþúsundir tóku þátt í hátíð- arhöldum í Ho Chi Minh-borg í Víetnam í tilefni þess að 30 ár eru liðin síðan Víetnamstríðinu lauk. Forsætisráðherra Víetnam sagði að sigurinn 1975 væri „að eilífu rit- aður í sögu landsins“. Hann sagði mörg vandamál blasa við sem þyrfti að leysa og því ættu Víet- namar að líta fram á við. Stjórnvöld sögðu að vonast væri til að afmælishöldin hjálpuðu til við að endurvekja þjóðernisstolt meðal ungmenna landsins. Um tveir þriðju af 84 milljónum Víet- nama eru undir þrítugu. Meðal þess sem gert var til að halda upp á daginn var skrúðganga fyrrum Víetkong-liða og sérstök hátíð fyrir þá sem fæddust á þess- um degi fyrir þrjátíu árum. Talið er að þrjár milljónir Víetnama og 58 þúsund bandarískir hermenn hafi látið lífið í stríðinu. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.