Fréttablaðið - 01.05.2005, Síða 17
Tölvunám eldri borgara
Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is
Grunnur
30 kennslustunda byrjendanámskeið. Engin
undirstaða nauðsynleg, hæg yfirferð með
þolinmóðum kennurum. Aldurstakmark 60 ára og
eldri. Á námskeiðinu er markmiðið að þátttakendur
verði færir að nota tölvuna til að skrifa texta, setja
hann snyrtilega upp og prenta, fara á internetið,
taka á móti og senda tölvupóst. Þátttakendur læra
að koma sér upp ókeypis tölvupóstfangi.
Kennsla hefst 9. maí
og lýkur 30. maí.
Kennt er mánudaga
og miðvikudaga
kl 13 - 16.
Verð kr. 19.500,-
Vegleg kennslubók
innifalin.
Framhald I
30 kennslustunda námskeið, hentar þeim sem lokið
hafa byrjendanámskeiðinu eða hafa sambærilega
undirstöðu.
• Upprifjun
• Æfingar í Word ritvinnslu
• Leit og vinnsla á internetinu og meðferð
tölvupósts.
• Excel kynning
Kennsla hefst 10. maí og lýkur 31. maí.
Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga kl 13 - 16.
Verð kr. 19.500,- Vegleg kennslubók innifalin.
SUNNUDAGUR 1. maí 2005
Borgar Þór Heimisson er 34 ára
gamall Húsvíkingur sem búið hefur
í Kristjaníu undanfarin átta ár.
Hann lætur vel af því að búa þarna
en viðurkennir að morðið í síðustu
viku og aðgerðir lögeglu í kjölfarið
hafi fengið á íbúa fríríkisins.
„Fólk er sjokkerað yfir þessu og
óttaslegið, en samt kom þetta ekki
beint á óvart því menn hafa átt von
á einhverju sem þessu,“ segir
hann. Þar á hann við að íbúar
Kristjaníu hafi varað lögregluna
við afleiðingum þess að loka versl-
unum hasskaupmanna á Pusher
Street. Og nú sé komið á daginn að
verstu spár manna hafi ræst.
Endalausar viðræður við stjórnvöld
Borgar Þór segir íbúa Kristjaníu
hins vegar ekki óttast það sérstak-
lega að þessi átök glæpahópa sem
blossað hafa upp stofni framtíð
fríríkisins í hættu.
Hann bendir á að meðan
Kristjanía njóti almenns stuðn-
ings meðal Dana verði erfitt fyr-
ir yfirvöld að ganga hart fram í
að knýja fram breytingar á bú-
setu þeirra sem búa þarna. Við-
ræður standi vissulega yfir við
stjórnvöld um nauðsynlega upp-
byggingu á svæðinu en þær
gangi stirðlega og á meðan hafi
stjórnvöld lagt blátt bann við öll-
um framkvæmdum.
„Fólk er orðið afar þreytt á
þessum endalausu viðræðum við
ríkisstjórnina og auðvitað hund-
óánægt að vera bannað að vinna
að uppbyggingu og endurbótum á
húsunum sínum,“ segir Borgar
Þór.
Ekkert á förum frá Kristjaníu
Eignafyrirkomulag fasteigna í
Kristjaníu hefur verið þyrnir í
augum stjórnvalda. Öll hús í
hverfinu eru í sameign íbúanna
og þeir borga síðan ákveðið af-
notagjald sem stjórn hverfisins
ákveður. Borgar Þór greiðir til
dæmis um 1.200 danskar krónur
á mánuði í afnotagjald af því
húsnæði sem hann býr í og pen-
ingarnir renna síðan í sameigin-
legan sjóð sem sér um viðhald og
greiðir borginni fyrir vatn og
rafmagn.
Borgar Þór segist ekkert á
förum frá Kristjaníu þrátt fyrir
þá óvissu sem ríkir í hverfinu
þessa dagana. „Það getur vel
verið að það verði einhverjar
breytingar á Kristjaníu í fram-
tíðinni og íbúarnir gera sér grein
fyrir því að breytinga er þörf. Ég
hef hins vegar enga trú á að
þessu verði lokað. Kristjanía er
einfaldlega orðin of stór hluti af
danskri sögu til þess að það
gerist,“ segir hann. - ssal
BORGAR ÞÓR HEIMISSON OG TÍKIN MIRA
Kann því vel að búa í Kristjaníu og hefur ekki trú
á að fríríkinu verði lokað.
Kristjaníu verður
ekki lokað úr þessu