Fréttablaðið - 01.05.2005, Síða 19
MÓTTAKA OG SALA Í VERSLUN
Við leitum að dugmiklum einstaklingi til móttöku og afgreiðslu í verslun
okkar. Óskað er eftir að viðkomandi búi yfir hæfileikum til að kynna og
selja sérhæfðar vörur og hafi góða tungumálakunnáttu og þjónustulund.
Starfssvið
• Móttaka, símvarsla og afgreiðsla.
• Kynning og sala í verslun.
• Erlend samskipti og önnur tilfallandi verkefni.
Eiginleikar, menntunar- og hæfniskröfur
• Stúdentspróf.
• Framúrskarandi hæfileikar til sölu- og afgreiðslustarfa.
• Gott vald á íslensku og ensku, og jafnvel dönsku eða þýsku.
• Jákvætt viðmót og öguð vinnubrögð.
• Reykir ekki.
Nánari upplýsingar eru veittar á vefsetri Eirbergs, www.eirberg.is,
þaðan sem senda má umsókn og stutta ferilskrá.
Umsóknarfrestur er til 10. maí.
Eirberg ehf. er innflutnings- og þjónustufyrirtæki. Fyrirtækið hefur á að skipa fagmenntuðu
starfsfólki sem leggur metnað sinn í að veita sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum, fagfólki
og einstaklingum faglega ráðgjöf og persónulega þjónustu.
Í verslun Eirbergs að Stórhöfða 25 eru seldar vandaðar heilbrigðisvörur, hjúkrunar- og
dagrekstrarvörur, hjúkrunar- og heilsurúm, vinnuhollustuvörur, hjálpartæki og vörur
sem auðvelda fólki daglegt líf. Í versluninni eru einnig leigðir út hjólastólar og göngugrindur
og veitt ráðgjöf varðandi notkun hjálpartækja.
Eirberg leggur áherslu á að hver starfsmaður fái að njóta sín í starfi og hafi svigrúm til
að ná settum markmiðum í góðum hópi. Stefna fyrirtækisins er að hafa traust starfsfólk
sem nái framúrskarandi árangri og sýni viðskiptavinum virðingu og trúnað.
Viltu
leggja
okkur
lið?
Eirberg
Eirberg ehf. • Stórhöfða 25 • 110 Reykjavík • Sími 569 3100 • Fax 569 3101 • eirberg@eirberg.is • www.eirberg.is
Þjónustumenn í Garðabæ.
Kælismiðjan FROST ehf. óskar eftir að ráða þjónustu-
menn til bæði framtíðarstarfa og sumarafleysinga.
Æskilegt er að umsækjendur:
- hafi reynslu af vinnu við kælikerfi,
- 2.-3. stig vélstjórnar eða vélfræðimenntun,
- séu reglusamir,
- hafi góða þjónustulund,
- geti unnið sjálfstætt.
Starf þjónustumanna er mjög fjölbreytt og felst m.a. í
uppsetningu nýrra kælikerfa og breytingum ásamt við-
bótum á eldri kerfum, reglubundinni þjónustu, fjar-
gæslu, og upptektum á kerfishlutum.
Kælismiðjan FROST ehf. rekur tvær starfsstöðvar;
höfuðstöðvar á Akureyri og útibú í Garðabæ.
Áhugasamir sendi upplýsingar um menntun, starfs-
reynslu og fjölskylduhagi til:
Kælismiðjan FROST ehf.
Fjölnisgötu 4B
603 Akureyri
bt. Framkvæmdastjóra
eða á tölvupósti á frost@frost.is merkt “Starfsumsókn”
eða hafi samband í síma 461-1700 / 894-4721.
Kælismiðjan Frost ehf.
frost@frost.is * www.frost.is
Hún þjónar til borðs á ítalska
veitingastaðnum La Vita e’Bella langt
fram á kvöld og er svo mætt til sama
starfs á Bautanum morguninn eftir.
Stúlkan heitir Lilja Sigurðardóttir og
býr á Akureyri.
„Ég er aðallega að vinna á La Vita e’Bella.
Byrja þar klukkan 17 og er fram til 23-24 en
svo tek ég oft vaktir á Bautanum líka þegar
þarf,“ segir Lilja og brosir fallega. Þessir
tveir staðir eru í sama húsi í miðbæ Akur-
eyrar eins og margir kannast við og í hönd-
um sömu eigenda.
Lilja kveðst vera ekta Akureyringur.
Hún lauk stúdentsprófi fyrir jólin og stefn-
ir á frekara nám en fékk sér vinnu í veit-
ingageiranum um sinn og kveðst afar
ánægð. „Þetta hentar mér mjög vel. Mér
finnst frábært að vinna svona á kvöldin og
eiga oft frí fram eftir dögum. Þá getur
maður notað tímann til að spóka sig í sólinni
hér á Akureyri,“ segir hún glettnislega.
Bendir á að ekki þurfi hún að missa af
skemmtanalífinu heldur því það byrji hvort
sem er ekki fyrr en eftir miðnætti. „Svo er
þetta bara rosalega skemmtilegt starf,“
bætir hún við. „Maður kynnist mörgum því
hingað kemur auðvitað fjöldi fólks. Það er
líka dásamlegt að sjá hverju góður matur
fær áorkað. Fólk kemur kannski inn alvar-
legt í bragði og þreytt og svo þegar er það
byrjað að borða gerbreytist yfirbragðið.
Þess vegna fylgir þessu starfi svo mikil
gleði. Ég gæti vel hugsað mér að læra til
þjóns í framtíðinni.“
gun@frettabladid.is
Góður matur fyllir fólk gleði
atvinna@frettabladid.is
Nýr kjarasamningur starfs-
manna hjá Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar, sem greidd hafa verið
atkvæði um síðustu daga, hefur
verið samþykktur
af félagsmönnum
SFR. Þátttaka í at-
kvæðagreiðslunni
var um 87% en
alls greiddu 100
atkvæði um samn-
inginn af 115 sem
voru á kjörskrá. Já
sögðu 60 en nei
sögðu 40. Fyrri
samningur var
felldur í atkvæða-
greiðslu starfs-
manna í mars síð-
astliðnum og var
þá gengið til við-
ræðna að nýju, sem leiddu til
breytinga á samningnum sem
nú hafa verið samþykktar. Þetta
kemur fram á vefnum sfr.is.
Einn réttur - ekkert svindl er
yfirskrift 1. maí í ár og vísar það
til átaks verkalýðshreyfingarinn-
ar gegn undirboðum á vinnu-
markaði og svartri atvinnustarf-
semi með erlendu verkafólki.
Þessu átaki verður hleypt af
stokkunum 2. maí. Haldið
verður upp á alþjóðlegan bar-
áttudag verkafólks í dag, 1.
maí, með hefðbundnum hætti
og mun VR samkvæmt venju
bjóða félagsmönn-
um sínum í kaffi og
meðlæti á Broad-
way að útifundi
loknum.
Félagsmálaráðherra,
Árni Magnússon,
flutti ræðu um fjöl-
skyldustefnu á Ís-
landi og lögin um
fæðingarorlof á ráð-
stefnu í Berlín á
dögunum. Á fund-
inum vöktu ís-
lensku fæðingaror-
lofslögin sérstaka
athygli, hið háa hlutfall karla
sem tekur fæðingarorlof og
öflug þátttaka kvenna í at-
vinnulífinu, sem er ein sú
hæsta í Evrópu (80%). Í Þýska-
landi er atvinnuþátttaka kvenna
lág (65%), aðgangur að barna-
gæslu er mjög takmarkaður og
karlar taka fæðingarorlof í litl-
um mæli.
Lilju finnst gaman að þjóna til borðs og gæti vel hugsað sér að gera það að framtíðarstarfi.
LIGGUR Í LOFTINU
í atvinnu
MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINSER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR?
Góðar atvinnhorfur BLS. 2
Atvinnuleysi í Frakklandi BLS. 2
Baráttudagur verkalýðsins BLS. 2
Saumnálar og skurðgröfur BLS. 8
SMÁAUGLÝSINGAR
byrja í dag á bls. 22
FLOKKAR & FJÖLDI
Bílar & farartæki
Keypt & selt
Þjónusta
Heilsa
Skólar & námskeið
Heimilið
Tómstundir & ferðir
Húsnæði
Atvinna
Tilkynningar
Góðan dag!
Í dag er sunnudagur 1. maí,
121. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 4.59 13.25 21.52
AKUREYRI 4.32 13.09 21.50
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
STÖRF Í BOÐI
Framkvæmdastjóri
Grunnskólakennari
Járnsmiður/málmiðnaðar-
maður
Geislafræðingur
Starfsfólk í uppvask
Herbergisþernur
Starfsfólk í ræstingar
Markaðsstjóri
Aðstoðamaður
Kennarar
Móttaka
Kerfisfræðingur
Sala í verslun
Sjúkraliðar
Hjúkrunarnemar
ÞÚ GETUR PANTAÐ
SMÁAUGLÝSINGUNA Á
visir.is HÚN BIRTIST Í
FRÉTTABLAÐINU OG VÍSI
AÐEINS 995 KRÓNUR
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN
ER 550 5000 OG Á visir.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
U
N
.
Nýjar siðareglur fyrir starfsmenn fara illa í Þjóð-
verjana og fyrirtækið lendir ítrekað upp á kant við
stéttarfélag verslunarmanna þar í landi.
Í aprílhefti Business Week er umfjöllun um stöðu
fyrirtækisins í Þýskalandi og tínd til nokkur atriði
sem vekja óánægju starfsmanna. Eitt þeirra er bann gegn ástarsambönd-
um yfir- og undirmanna sem þýsku starfsmennirnir túlka sem hömlur á
eðlilega skrifstofurómantík. Í reglum Wal-Mart eru starfsmenn einnig hvatt-
ir til að tilkynna yfirmönnum um óæskilega hegðan samstarfsmanna en
Þjóðverjum finnst slík klöguskjóðuhegðan heldur aumleg. Wal-Mart er
stærsta verslanakeðja heims með ársveltu upp á 285 milljarða dollara,
rúmlega 17.100 milljarða íslenskra króna, en fyrirtækið er þekkt fyrir að
ganga á rétt starfsmanna sinna um allan heim.
Engan skrifstofurómans, takk!
BANDARÍSKA VERSLANAKEÐJAN WAL-MART Á
ERFITT MEÐ AÐ FÓTA SIG Í ÞÝSKALANDI.