Fréttablaðið - 01.05.2005, Side 20
Talað við yfirmanninn
Besti tíminn til að spjalla við yfirmanninn um mikilvæg mál er utan
annatíma svo hann hafi örugglega góðan tíma til að hlusta á þig. Þá
liggur honum ekki á og þið hafið góðan tíma til að fara yfir málin.[ ]
Þegar alþýðan sletti úr klaufunum
Rósa Guðný er bjartsýn á að allir stúdentar fái vinnu í sumar.
Í dag er alþjóðlegur frídagur
verkalýðsins og er haldið
upp á hann um allan heim.
Fyrsta kröfugangan hérlendis
var farin árið 1923.
Fyrsti maí hefur verið tengdur al-
þýðu og verkalýð frá örófi alda.
Valborgarmessu ber upp á þennan
dag en þá var til siðs að alþýðan
fagnaði sumri og sletti aðeins úr
klaufunum. Slík hátíðahöld eru tal-
in leifar frá heiðnum tímum þar
sem veiðigyðjan Díana og félagi
hennar, hinn hyrndi guð Herne,
voru dýrkuð sem frjósemistákn
fyrir akra og uppskeru.
Fyrstu göngur til að krefjast
bætts aðbúnaðar verkamanna
voru farnar árið 1890 en ári áður
hafði Alþjóðasamband sósíalista
samþykkt fyrsta maí sem alþjóð-
legan baráttudag á fundi í París.
Fyrsta kröfugangan á Íslandi var
farin í Reykjavík árið 1923. Menn
gengu þar með kröfuspjöld með
áletrunum eins og „Enga nætur-
vinnu – nóga dagvinnu“ og „Algert
bann á áfengi“. Þessar göngur
voru lengst af mjög alvarlegar og
málefnin þung.
Í seinni tíð hefur umræða skot-
ið upp kollinum um hvort afnema
eigi frídaginn fyrsta maí sem slík-
an en hafa frídag verkamanna
fyrsta mánudag í maí í staðinn,
ekki ósvipað því sem gerist með
frídag verslunarmanna í ágúst.
Sumir telja að þannig frí myndi
gagnast verkalýðnum betur á
meðan öðrum finnst þá lítið gefast
fyrir daginn sjálfan og merkingu
hans fyrir verkamenn. Fyrsta maí
tíðkast að flagga rauðum fána til
heiðurs píslarvottum verkalýðsins
sem úthellt hafa blóði sínu fyrir
réttindi starfsbræðra sinna.
Í kaþólskum sið hefur fyrsti
maí síðan 1955 verið helgaður
Jósef verkamanni og trésmið, föð-
ur Jesú. ■
Fríverslunarsamtök Evrópu,
EFTA, bjóða upp á starfsþjálfun
fyrir ríkisborgara aðildarríkj-
anna en þau eru Ísland, Liechten-
stein, Noregur og Sviss. Nám-
skeiðin standa yfir annars vegar
frá 1. mars til 31. júlí og hins veg-
ar frá 1. september til 28. febrúar
ár hvert. Allt að níu starfsnemar
eru valdir úr hópi umsækjenda en
markmiðið með starfsþjálfuninni
er að veita umsækjendum tæki-
færi til að kynnast starfsemi og
hlutverki EFTA. Nemarnir verða
að vera starfandi í Genf, Brussel
eða Lúxemborg.
Með störfum sérfræðinga á
vettvangi EFTA gefst Íslending-
um kostur á að byggja upp þekk-
ingu á málefnum EFTA og öðlast
reynslu í alþjóðasamskiptum.
Umsóknarfrestur rennur út 15.
maí fyrir tímabilið sem hefst 1.
september en 15. nóvember fyrir
tímabilið sem hefst 1. mars. Allar
nánari upplýsingar má nálgast á
vefslóðinni www.efta.int og á
www.stiklur.is ■
Á aðalfundi voru ýmis mál
samþykkt sem munu stór-
bæta réttindi félagsmanna.
Á aðalfundi Eflingar stéttarfélags
kom fram að félagsmönnum hefur
fjölgað um 1.300 á liðnu starfsári
og voru um 18.300 um síðustu ára-
mót. Merkustu breytingar í starfi
félagsins eru á sjúkrasjóði, þar
sem félagsmenn fá nú tekjutengd-
ar greiðslur úr sjóðnum í fyrsta
sinn, en góð afkoma sjóðsins og
uppbygging hans á undanförnum
árum gerir þetta kleift.
Á fundinum voru samþykktar
breytingar á reglum sjúkrasjóðs
félagsins sem munu stórbæta
réttindi félagsmanna. Tekin verð-
ur upp tekjutenging bóta, sem
getur þýtt allt að 250 þúsund
króna mánaðargreiðslur ef veik-
indi eða slys ber að höndum.
Aðalfundurinn samþykkti
einnig nýja reglugerð fræðslu-
sjóðs sem eykur réttindi félags-
manna til almennrar menntunar
og möguleika á öðru tækifæri til
náms.
Í nýrri Gallup-könnun kemur
fram að drjúgur meirihluti
félagsmanna telji Eflingu standa
sig frekar eða mjög vel í störfum
sínum. ■
Efling eflist og félags-
mönnum fjölgar
Atvinnuhorfur stúdenta góðar í sumar
Þrjú hundruð manns eru á
skrá en tölurnar breytast frá
degi til dags. Vinnumiðlun
stúdenta rekur gagnvirkan vef
fyrir þá sem eru í atvinnuleit.
„Venjulega kemur þetta þó ekki í
ljós fyrr en aðeins lengra líður á
vorið,“ segir Rósa Guðný Þórs-
dóttir, verkefnisstjóri Vinnumið-
stöðvar stúdenta. „Núna eru um
þrjú hundruð manns á skrá en það
verður að hafa í huga að vinnu-
miðstöð stúdenta er alvöru at-
vinnumiðlun, fólk þarf að fylla út
mjög ítarlegt umsóknareyðublað
og það er ekki tekið eftir röð.
Þetta fólk er líka að leita sér að
vinnu annars staðar og tölurnar
breytast frá degi til dags.“
Vinnustöð stúdenta tók í notk-
un nýjan gagnvirkan vef, stu-
dentamidlun.is, í febrúar síðast-
liðnum og þar hafa sjö hundruð
manns verið skráð frá upphafi.
„Stúdentar byrja snemma að
skrá sig fyrir sumarstörfum, en í
heildina held ég að horfur séu
góðar fyrir sumarið,“ segir Rósa.
„Nú eru fleiri störf í boði en á
sama tíma í fyrra, en hvort það er
nýi vefurinn sem hefur svona
mikið aðdráttarafl eða hvort eftir-
spurn er einfaldlega meiri veit ég
ekki. Atvinnurekendur eru mjög
duglegir að sækja sér vinnukraft
til okkar og dæmi eru um að 60
manns hafi sótt um sama starfið
þannig að oft er úr stórum og góð-
um hópi að velja. Þetta er líka fólk
sem stendur sig yfirleitt mjög vel
í vinnu.“
Prófum í Háskólanum lýkur
upp úr miðjum maí, en nú þegar
er búið að ráða fullt af fólki fyrir
sumarið.
„Við eigum erfiðara með að sjá
nákvæma tölu ráðninga eftir að
ferlið fór í þann farveg að fyrir-
tækin geta þjónustað sig sjálf
gegnum vefinn. Venjulega heyr-
um við þó ef illa gengur, en það
höfum við ekki heyrt ennþá.“
Rósa Guðný segir að vinsæl-
ustu störfin séu skrifstofustörf af
ýmsu tagi. „Í fyrra voru til dæmis
þeir sem gátu leyst af í bókhaldi
uppurnir á skrá hjá okkur í júní,
því það starf krefst einmitt sér-
þekkingar. Það skiptir auðvitað
gríðarlegu máli fyrir nemendur
að fá að spreyta sig úti í atvinnu-
lífinu og úrvalið af störfum hefur
verið gott og hleypur yfir allan
skalann,“ segir Rósa Guðný Þórs-
dóttir. ■
Starfsþjálfum í EFTA
Gott tækifæri til að öðlast reynslu í alþjóðasamskiptum.
Sigurður Bessason er formaður Eflingar.
Ellefu af starfsmönnum bíla-
fyrirtækisins MG Rover sem
vinna erlendis bíða enn eftir að
komast aftur til Bretlands þó að
rúmlega tvær vikur séu síðan
fyrirtækið varð gjaldþrota.
Starfsmennirnir störfuðu við
að kaupa inn varahluti frá fyrir-
tækjum í Kína, Indlandi, Suður-
Afríku og Suður-Kóreu og segj-
ast þeir hafa tapað þúsundum
punda, ekki fengið í hendur
flugmiða heim og þeir séu búnir
að selja húsin sín í Bretlandi.
Ríkisstjórn Bretlands til-
kynnti á fimmtudaginn að hún
ætlaði að hjálpa öllum starfs-
mönnum að komast heim fyrir
lok vikunnar.
En starfsmennirnir verða
fyrir sífelldri áreitni frá þeim
fyrirtækjum sem MG Rover
skuldar pening. Þeir hafa enn
fremur ekki fengið skólavist
barna sinna og lækniskostnað
greiddan eins og lofað var og
því tapað stórfé á dvölinni er-
lendis. ■
Starfsmenn MG Rover í vanda
ÞEIR SEM VINNA ERLENDIS HAFA TAPAÐ STÓRFÉ Á DVÖLINNI.
Rúmlega tvær vikur eru síðan stórveldið
MG Rover hrundi og eru eftirköstin
hræðileg fyrir starfsmenn.
Aðildarlönd EFTA eru Ísland, Liechtenstein,
Noregur og Sviss.
Mesta atvinnuleysi í fimm ár
ATVINNULEYSI Í FRAKKLANDI JÓKST UM 0,1 PRÓSENT Í MARSMÁNUÐI OG
FÓR UPP Í 10,2 PRÓSENT.
Þetta er mesta atvinnuleysi
sem mælst hefur í landinu í
fimm ár, eða síðan í desember
árið 1999. Þetta þýðir að 2,8
milljónir manna eru atvinnu-
lausar í landinu.
Margir þættir spila inn í
versnandi efnahagsástand í
Frakklandi, eins og hátt olíu-
verð. Margar stéttir, svo sem
vínræktendur og sjómenn, hafa
farið í verkfall í landinu vegna
atvinnuleysis.
Ekki lítur út fyrir að at-
vinnuástand fari batnandi í
Frakklandi eins og kemur fram
á fréttasíðu BBC, bbc.co.uk, og
er búist við að tala atvinnu-
lausra hækki þegar líða fer á
árið. ■
Mynd frá kröfugöngu á fyrsta maí árið 2003.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA