Fréttablaðið - 01.05.2005, Page 64

Fréttablaðið - 01.05.2005, Page 64
28 1. maí 2005 SUNNUDAGUR Áður fyrr var til lítill og þröngur hópur manna sem var kallaður gáfu- m a n n a h ó p u r. Þessi hópur samanstóð af lærðum mönn- um sem vissu oft meira en aðrir. Þeir ræddu sín á milli um lífsins gagn og nauðsynjar á máli sem fáir aðr- ir skildu. Sá gáfaðasti í hópnum var gjarnan kallaður gáfnaljós. Í kringum gáfumannahópinn safn- aðist svo annar hópur sem dáðist að gáfumönnunum og lofaði þá í hvívetna. Nú er sprottin fram ný kynslóð manna. Mennirnir í þessum hópi eru oftast kallaðir viðskiptamenn eða bisnessmenn. Þeir ræða sín á milli á máli sem fáir aðrir skilja. Sá sem er mesti bisnessmaðurinn í hópnum er gjarnan sagður hafa viðskiptavit. Í kringum bisness- mennina hefur svo safnast saman nokkuð stór hópur sem dáist að þeim og lofar bisnessinn í hví- vetna. Gömlu gáfumennin og nýju bisnessmennirnir eiga ekki margt sameiginlegt ef undan er skilið hið óskiljanlega tungumál. Gáfu- mennin þóttu frumleg í hugsun og boðuðu nýjungar á meðan bisnessmennirnir boða lítið annað en hagnað og yfirtöku ár eftir ár. Sömu sögu er ekki að segja af fylgismönnum gáfumannnanna og bisnessmannanna. Báðar fylk- ingar hafa fylgt sínum jafnvel þótt menn skilji ekki orð af því sem fram fer. Þó er eitt sem báðir hóparnir eiga sameiginlegt. Það er að láta aðdáun sína blinda sig fyrir gagn- rýnni hugsun, sem er hverjum manni nauðsynleg, og verða því afskaplega leiðinlegir í viðræðu. Og þótt fylgismenn gáfumann- anna hafi þótt leiðinlegir voru þeir þó bara hátíð miðað við fylgi- sveina bisnessmannanna, sem gera lítið annað en að telja pen- inga annarra, þylja upp nöfn á fyrirtækjum og lýsa því á ná- kvæman hátt hver á í hverjum. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA KRISTJÁNI HJÁLMARSSYNI FINNST FYLGISMENN BÍSNESSMANNA LEIÐINLEGIR Gáfumannaspjall M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N TÓNLIST.IS Vi› erum 2 ára! *íslensk tónlist, hámark 50 lög, ótakmarka› streymi (3 daga prufuáskrift) Öll tónlist ókeypis um afmælishelgina! ■ PONDUS ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Frode Överli Hæ, sæta! Láttu mig fá það vanalega. Viltu ekki prófa áfengt perugos? Perugos? Ertu biluð? Ég kem því ekki niður! Taktu nú smá áhættu, maður! Það sakar ekki að smakka! Þetta er þrælgott! Hmm...jú ....ekki sem verst! Finnst þér hann góður? Þá munt þú elska perudrykk- inn „Sofandi apa“ Mmm- hm....jú... ...jú! Góður api! Þá verður þú að prófa þennan hér, „Copa- cabana“! Hmm... jamm.... jamm.... Já! Namminamm? Þá áttu eftir að fíla drykkinn „Graða hús- móðirin“! Pondus! Hvað í ....? Jóóóóiiii! Jég eska ðig! Jég vil dansha! Heyrðu! Láttu mig fá einn bjór! Viltu ekki prófa áfengt perugos?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.