Fréttablaðið - 01.05.2005, Page 70
34 1. maí 2005 SUNNUDAGUR
Sumar gjafir skipta
öll börn máli!
Gefum börnum góða sumargjöf
Vefsíða nokkur hefur valið tíu
áhugaverðustu staðina sem kepp-
endur Amazing Race hafa heim-
sótt í þeim sex seríum sem hafa
verið sýndar og lenti Grindavík
okkar Íslendinga í fjórða sæti. Á
síðunni www.askmen.com er
tekið fram að lesendur séu um
fimm milljónir á mánuði og ættu
niðurstöður valsins því að vera
nokkuð haldbærar.
Á síðunni segir meðal annars:
„Ísland er einn áhugaverðasti og
jafnframt vanmetnasti staður í
heimi. Landslagið einkennist af
eldfjöllum og hrauni þar sem
hverir og jarðhitaböð eru ekki
óalgeng sjón. Sá staður sem
trekkir mest að í Grindavík og er
vinsæll á meðal túrista er Bláa
lónið, sem er náttúrulegt jarð-
hitabað með læknandi öflum.“
Auk þessa er bent á ísklifur sem
spennandi möguleika í Grinda-
vík og er það sagt vera frægt
meðal klettaklifrara um allan
heim.
Óskar Sævarsson er ferða- og
markaðsmálafulltrúi Grindavík-
ur auk þess að vera forstöðumað-
ur Saltfisksetursins. Val síðunn-
ar gleður hann að sjálfsögðu og
segir hann þáttinn hafa verið frá-
bæra kynningu fyrir Grindavík.
„Ég merki þetta í talsverðum
fjölda heimsókna á síðuna
www.grindavik.is. Ætli það sé
ekki bara hægt að tengja það
beint við þetta. Fólk sér nafnið
Grindavík í þessari grein á síð-
unni og fer og flettir því upp á
netinu og fær þá okkar síðu.
Þetta er nú aldeilis skemmtilegt
og sýnir hversu öflugur auglýs-
ingamiðill internetið er,“ segir
hann glaðlega.
Bláa lónið er að sögn Óskars
vinsælasti staður Grindavíkur
eins og við má búast en þar á eftir
kemur Saltfisksetrið. „Setrið er
næststerkasti staðurinn á Suður-
nesjunum samkvæmt könnun
sem Rögnvaldur Guðmundsson
gerði. Ekki má svo gleyma því að
Bláa lónið er í Grindavík og við
njótum góðs af þeirri kynningu.
Það er augljóst að Amazing Race
hefur gert okkur Grindvíkingum
gott og megum við vera þakklát
fyrir þessa góðu kynningu.“
hilda@frettabladid.is
Fjórði mest spennandi staður í heimi
BLÁA LÓNIÐ Þeir staðir sem höfðu betur en Grindavík í valinu eru Manyara-vatn í Tanz-
aniu sem lenti í þriðja sæti, bærinn Alleppey í Indlandi varð í öðru sæti og fyrsta sætið
hreppti Rio de Janeiro í Brasilíu.
Hlynur Áskelsson, betur þekktur
undir nafninu Ceres 4, gaf út
geisladiskinn Í uppnámi fyrir
fjórum árum. Þar er meðal ann-
ars lagið „Stoke er djók“, þar
sem Ceres spáir fyrir um enda-
lok Stoke-ævintýrsins með þeim
orðum að betra hefði verið að
kaupa sér pylsu og kók en hluta-
bréf í Stoke. Þessi spádómur hef-
ur ræst að mestu leyti. Íslensku
fjárfestarnir vilja selja hlut sinn
í félaginu og sagði Magnús Krist-
insson, stjórnarformaður Stoke,
að þetta væri versta fjárfesting
sem hann hefði farið í á síðustu
tíu árum.
„Ég er með spádómsgáfu en
tala þó ekki við hina framliðnu,
læt aðra um það,“ segir Hlynur.
„Fjárfestarnir hefðu betur átt að
tala við mig,“ heldur hann áfram
og segist strax hafa séð að fjár-
festingin væri ekki skynsöm.
„Stundum er einfaldlega betur
heima setið en af stað farið,“
segir Ceres. „Þeir fengu Guðjón
Þórðarson, sem hafði gert góða
hluti hér heima, en það þýðir
ekkert að fá þjálfara af litlu
landi til þess að gera einhverja
hluti í stórri deild,“ segir Ceres
og minnist þess að hann hafi les-
ið grein um að Guðjón hafi þótt
framarlega í mjólkursýrupróf-
um en slík próf noti enginn í dag.
„Kannski var þetta eitthvert
mikilmennskubrjálæði eftir
jafnteflið gegn Frökkum á
Laugardalsvellinum 1998,“ segir
hann og hlær. „Annars óska ég
þeim alls hins besta og vona að
þeir geti nýtt eitthvað af þessari
reynslu í framtíðinni.“
Sjálfur er Ceres köttari, sem
er heiti yfir stuðningsmenn
Þróttar. „Því miður falla öll liðin
sem ég held með niður um deild,
en ég vona að slíkt verði ekki
raunin í sumar,“ segir Ceres, en
Þróttarar spila í úrvalsdeildinni í
sumar eftir að hafa unnið sér þar
sæti á síðasta ári. „Þegar ég vel
mér uppáhaldslið er það ekki ár-
angurinn sem skiptir máli heldur
baráttan,“ segir Ceres en af er-
lendum liðum hefur hann haldið
með Wimbledon, þegar Vinnie
Jones var upp á sitt besta,
Watford og Hansa Rostock, sem
nú er í fallsæti. „Ég hefði
kannski bara átt að halda með
Stoke,“ segir hann og hlær.
Stoke-lagið er þó ekki eini
spádómurinn sem ræst hefur ný-
lega. Innistæðulaus er heiti á lagi
þar sem Ceres spáir því að veldi
flottu strákanna á glæsikerrun-
um í þakíbúðunum muni hrynja
og þeim verði stungið inn. „Þetta
vissi ég allan tímann,“ segir
Ceres og forvitnilegt verður að
sjá hverju hann spáir næst.
freyrgigja@frettabladid.is
FRÉTTIR AF FÓLKI
HIN HLIÐIN
HIN HLIÐIN Á GUÐMUNDI KARLSSYNI, ÞJÁLFARA ÍSLANDSMEISTARA HAUKA Í KVENNAHANDBOLTA.
Hvernig ertu núna? Ég er bara sáttur.
Augnlitur: Græn augu með brúnum blett.
Starf: Fasteignasali.
Stjörnumerki: Steingeit.
Hjúskaparstaða: Giftur með fjögur börn.
Hvaðan ertu? Frá Hafnarfirði.
Helsta afrek: Börnin mín.
Helstu veikleikar: Fljótfærni.
Helstu kostir: Heiðarleiki.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Sopranos.
Uppáhaldsútvarpsþáttur: Síðdegisútvarpið á Bylgjunni.
Uppáhaldsmatur: Nautalundir með bernaise-sósu.
Uppáhaldsveitingastaður: Ítalía.
Uppáhaldsborg: Köln.
Mestu vonbrigði lífsins: Að hafa ekki fengið að halda
áfram þjálfun karlaliðs Hauka eftir að ég gerði þá að Ís-
landsmeisturum árið 2000.
Áhugamál: Íþróttir, þar á meðal golf.
Viltu vinna milljón? Já.
Jeppi eða sportbíll? Jeppi.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Skip-
stjóri.
Hver er fyndnastur/fyndnust? Siggi T.
Hver er kynþokkafyllst(ur)? Angelina Jolie.
Trúir þú á drauga? Nei.
Hvaða dýr vildirðu helst vera? Steingeit.
Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Rotta.
Áttu gæludýr? Nei.
Besta kvikmynd í heimi: Gaukshreiðrið.
Besta bók í heimi: Ég lifi.
Næst á dagskrá: Golfferð til Flórída.
5.1.1960
Fljótfær en heiðarlegur
...fær Eiður Smári Guðjohnsen
fyrir að styrkja Neistann, styrkt-
arfélag hjartveikra barna, með
því að gefa treyjuna sem hann
klæddist í úrslitaleik ensku
deildabikarkeppninnar fyrir
skömmu.
HRÓSIÐ
Svanhildur Hólm Valsdóttirheimsótti sjónvarpsdrottninguna
Opruh Winfrey á dögunum, eins og
frægt er orðið. Spjalli Opruh og
Svanhildar var sjónvarpað í Banda-
ríkjunum á mánudaginn en þar
kynnti Svanhildur Ameríkönum ís-
lenska þjóðarrétti á borð við
hrútspunga og brennivín. Það þarf
ekki að fjölyrða um landkynningar-
gildi heimsóknar Svanhildar en á
heimasíðu Opruh er hamrað á því
að kynlífið á Íslandi sé villt og að
þar éti konur súkkulaði í tonnavís
án þess að fitna. Ef þetta er ekki
nóg til þess að kveikja áhuga á Ís-
landsheimsóknum trompa Oprah
og Svanhildur með því að vekja at-
hygli á lostætinu úldnum hákarli og
hrútspungum sem þykja ekki síður
ljúffengir. Þá er ítrekað
að landið er frægt fyrir
fegurð þarlendra
kvenna, líkamsrækt-
aræði og að þar sofi
ungbörn úti í kuld-
anum. Svanhildur
mætti til leiks
með hákarl og
punga frá Baut-
anum á Akureyri
og færir Oprah
staðnum sem
hún kallar „The
Bull“ sérstakar
þakkir fyrir
liðlegheitin.
Ekki ónýt aug-
lýsing það.
Enn ríkir óvissa um hvenær viðtal
Opruh við Svanhildi verður sýnt í ís-
lensku sjónvarpi en þeir sem geta
ekki beðið geta pantað þáttinn á
myndbandi eða útprent af handrit-
inu á vefnum www.oprah.com.
SJÓNVARPSDAGSKRÁ
VIKUNNAR »
CERES 4 Spádóma Ceresar
er hægt að nálgast á heima-
síðunni ceres4.com.
HLYNUR ÁSKELSSON: SPÁÐI FYRIR UM STOKE CITY
Forspár Ceres 4