Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 6
6 3. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Sýnt fram á virkni náttúruefna gegn eyrnabólgu í
börnum:
Lausn án sýklalyfja
HEILBRIGÐISMÁL Sýnt hefur verið
fram á með rannsóknum lækna á
Landspítala - háskólasjúkrahúsi
að náttúruefni virka vel við bráðri
eyrnabólgu og hefur uppgötvunin
vakið athygli erlendis.
Þetta er í fyrsta sinn sem sýnt
er fram á að útvortis meðferð hafi
sannarlega áhrif en hugmyndin að
rannsókninni vaknaði eftir að
Guðrún Sæmundsdóttir, móðir
barna sem ítrekað fengu eyrna-
bólgu, hélt því fram að henni hefði
tekist að lækna börn sín með
kjarnaolíu. Frekari rannsóknir
Karls G. Karlssonar, yfirmanns
sýklafræðideildar LSH, staðfestu
niðurstöðu Guðrúnar.
Þessi uppgötvun býður upp á
meðferð án sýklalyfja en notkun
slíkra lyfja hérlendis er mun
meiri en gerist erlendis. Slíkt hef-
ur leitt til lyfjaónæmis hjá fjöl-
mörgum einstaklingum en eyrna-
bólgur eru algengasti heilsuvandi
ungra barna.
Meðan margir hafa reynt nátt-
úrulyf við ýmsum kvillum reynd-
ist lausnin hjá Guðrúnu felast í að
notast eingöngu við gufurnar frá
kjarnaolíunni í stað þess að bera
hana beint á eins og algengt er.
Nýjasta útgáfa fagtímaritsins
Journal of Infectious Disease
fjallar um niðurstöður læknanna.
- aöe
Grunnvatnsmengun í Bangladess:
Arsenik dregur milljónir til dauða
MENGUN Eitt mesta mengunarslys
sögunnar á sér nú stað í Bangla-
dess. Sænska dagblaðið Dagens
Nyheter segir frá því að um 35
milljónir manna í Bangladess
neyðist til að drekka vatn sem er
arsenikmengað. Vatnið kemur úr
brunnum sem vestrænar hjálp-
arstofnanir hafa meðal annars
látið grafa.
Mengunin stafar af náttúru-
legum orsökum; berggrunnurinn
er arsenikríkur og mengar
þannig vatnið. Ekki bætir úr
skák að mikil mengun er á þess-
um slóðum vegna áburðarnotk-
unar og óþrifnaðar sem veldur
því að yfirborðsvatn er ekki síð-
ur mengað.
Að sögn Dagens Nyheter er
þetta mengunarslys mun alvar-
legra en stærstu mengunarslys
sögunnar svo sem kjarnorku-
slysið í Tsjernóbyl 1986 og eitur-
efnaslysið í Bophal á Indlandi
1984. Munurinn er bara sá að í
Bangladess nær þessi arsenik-
mengun yfir stórt svæði og
mengunin dregur fólk til dauða á
löngum tíma. Slys þar sem marg-
ir farast samtímis vekja mun
meiri eftirtekt. ■
Orkustofnun í dekri
hjá ríkisstjórninni
Umhverfisstofnun gagnrýnir frumvarp iðnaðarráðherra um vatnalög.
Starfsmönnum hennar finnst umhverfismál hafa lítið vægi gagnvart öðrum
málaflokkum. Sigurjón Þórðarson þingmaður segir Orkustofnun í dekri.
STJÓRNMÁL Sigurjón Þórðarson,
þingmaður Frjálslynda flokksins,
segir frumvarp Valgerðar
Sverrisdóttur iðnaðarráðherra til
vatnalaga vera gallagrip og telur
það bera vott um að Orkustofnun
sé í dekri hjá ríkisstjórninni.
„Ég hef sjaldan lesið harka-
legri umsögn frá opinberri stofn-
un um stjórnarfrumvarp ríkis-
stjórnar en umsögn Umhverfis-
stofnunar um frumvarp Valgerð-
ar til vatnalaga,“ segir Sigurjón.
„Ég tel það mjög alvarlegt að
ríkisstjórnin hefur að engu gagn-
rýni Umhverfisstofnunar og ætl-
ar að keyra þetta í gegn án þess að
svara henni með einhverjum rök-
um. Þó liggur ekkert á með þessi
lög. Er nema von að umhverfis-
samtök haldi því fram að um-
hverfisráðuneytið dansi í takt við
fyrirmæli úr iðnaðarráðuneyt-
inu,“ bætir hann við.
Umhverfisstofnunin telur
frumvarpið stangast á við alþjóð-
legar viðmiðanir og skuldbinding-
ar Íslands og leiði til réttaróvissu
almannaréttar og vatnsnýtingar. Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins heyrast innan Umhverfi-
stofnunar óánægjuraddir vegna
þess hve málaflokkar Orkustofn-
unar vegi þungt miðað við málefni
Umhverfisstofnunar.
Davíð Egilsson, forstjóri Um-
hverfisstofnunar, vildi þó ekki
meina að þessi vinnubrögð stjórn-
valda vægju að hlutverki stofnun-
arinnar en hafði þó ýmislegt út á
þau að setja. „Mér þykir það mið-
ur ef Alþingi ætlar að vinna þetta
með þessum hætti. En það hefur
jú fullan rétt til þess að taka ekki
tillit til ábendinga okkar. Ég veit
að Orkustofnun hefur svarað um-
sögn okkar til iðnaðarnefndar en
okkur hafa ekki borist þau svör
formlega og því getum við ekki
veitt nein andsvör, en það hefði
mér þótt eðlilegast.“
Spurður hvort hann teldi að
Orkustofnun væri í dekri hjá rík-
isstjórninni á kostnað Umhverfis-
stofnunar sagðist hann ekki telja
að svo væri. Hins vegar taldi hann
löngu tímabært að umhverfismál
öðluðust meira vægi í þjóðfélag-
inu.
Ekki náðist í Sigríði Önnu Þórð-
ardóttur umhverfisráðherra. – jse
Erfðabreytt matvæli:
Landvernd
vill merkingar
MATVÆLAIÐNAÐUR Landvernd vill að
íslensk stjórnvöld taki tafarlaust
upp reglur Evrópusambandsins
um merkingar á matvælum og
fóðri úr erfðabreyttum lífverum.
Samtökin hvetja jafnframt til var-
færni í tilraunum með erfða-
breyttar lífverur.
Erfðabreyttar afurðir, fóður og
matvæli eru nú þegar flutt til
landsins, fyrst og fremst frá
Bandaríkjunum. Framleiðendur
landbúnaðarafurða og neytendur
almennt eru þó ómeðvitaðir um
þessar vörur þar sem þær eru all-
ar ómerktar enn sem komið er.
- ssal
BORGARSTJÓRI OG FORSTJÓRI
Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Ásgeir
Eiríksson hjóluðu í vinnuna í morgun.
Átak ÍSÍ:
Hjólað í
vinnuna
ÁTAKS- OG HVATNINGARVERKEFNI Hvatn-
ingarverkefnið Hjólað í vinnuna
hófst formlega í gær með morgun-
verði í Húsdýragarðinum. Þar
fluttu Ellert B. Schram forseti ÍSÍ,
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra og Steinunn Valdís Óskars-
dóttir borgarstjóri ávörp ásamt
fleirum.
Fleiri en 240 vinnustaðir hafa
skráð yfir 330 lið til þátttöku þetta
árið og þegar á fyrsta degi höfðu
þátttakendur lagt að baki yfir
35.000 kílómetra sem jafngildir
meira en 25 hringjum umhverfis
landið. Átakið er á vegum Íþrótta-
sambands Íslands (ÍSÍ), stendur til
13. maí og geta áhugasamir fylgst
með gangi mála á vefsíðu íþrótta-
sambandsins, www.isisport.is. -oá
Framsókn og Bifröst:
Prófessors-
staða stofnuð
SAMVINNUFRÆÐI Í tilefni af því að
120 ár eru liðin frá fæðingu Jónas-
ar frá Hriflu hafa Framsóknar-
flokkurinn og Viðskiptaháskólinn
á Bifröst undirritað viljayfirlýs-
ingu um stofnun prófessorsstöðu í
samvinnufræðum sem kennd
verður við Jónas.
Að sögn Runólfs Ágústssonar
rektors þá hvíla samvinnufræðin
á gömlum merg en hafa þó rutt
sér til rúms að nýju, til að mynda
í bandarískum háskólum.
Framsóknarflokkurinn og Við-
skiptaháskólinn hyggjast í sam-
einingu tryggja fjármögnun pró-
fessorsstöðunnar en fullyrðir
Runólfur þó að væntanlegur pró-
fessor fái fullt akademískt frelsi
og þurfi ekki að svara Framsókn-
arflokknum til um eitt eða neitt.
Framsókn hafi einfaldlega viljað
minnast Jónasar með þessum
hætti. -oá
■ LETTLAND
Tókstu þátt í hátíðarhöldunum
1. maí?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Er Eiður Smári Guðjohnsen
besti knattspyrnumaður
Íslands frá upphafi?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
12%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
YAMAHA 2005 ÁRGERÐ
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
27
95
2
5/
20
05
Nýbýlavegi 2 • 200 Kópavogi • S. 570 5300
www.yamaha.is
Komdu, kynntu þér málið og njóttu þeirrar upplifunar
að reynsluaka XT660R.
XT660R
Verð frá 847.000 kr.
Lífið er ævintýri
upplifðu það
Stundum vill maður einfaldlega komast burt frá öllu
saman – halda út í óvissuna og minna sig þannig á hvað
lífið raunverulega snýst um. Þess vegna er XT660R
til – svo þú getir láið drauminn um ævintýri rætast.
STÁLU HÁLFU TONNI AF
SÚKKULAÐI Stórtækir nammi-
þjófar brutust inn í sælgætis-
verslunina Laima í Riga, höfuð-
borg Lettlands, um helgina. Þeir
vildu bara súkkulaði og höfðu
hvorki meira nér minna en 500
kíló af því á brott með sér. Nafn
verslunarinnar þýðir lukka.
Bæjaryfirvöld á Héraði:
Kaupa 100
flugmiða
FERÐAÞJÓNUSTA Til að auka líkur á
beinu flugi á milli Egilsstaða og
Kaupmannahafnar í sumar hafa
bæjaryfirvöld á Fljótsdalshéraði
ákveðið að kaupa 100 farmiða af
Ferðaskrifstofu Austurlands.
Flugið er samstarfsverkefni
Ferðaskrifstofu Austurlands og
Trans – Atlantic á Akureyri og er
áformað að fljúga til Kaupmanna-
hafnar einu sinni í viku í sumar og
á hálfsmánaðarfresti næsta vetur.
- kk
88%
Í BANGLADESS
Þessa dagana á sér stað mikið mengunarslys í Bangladess. Milljónir manna neyðast til að
drekka arsenikmengað vatn daglega með skelfilegum afleiðingum.
ALGENGASTI KVILLI SMÁBARNA
Margir foreldrar hafa upplifað and-
vökunætur vegna eyrnabólgu afkvæma
sinna og eina lausnin hingað til verið
fúkkalyf.
SIGURJÓN ÞÓRÐARSON
Sigurjóni þykir undrun sæta að alvarleg og ítarleg umsögn Umhverfisstofnunar um
frumvarp iðnaðarráðherra skuli vera að engu höfð.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M