Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 25
17ÞRIÐJUDAGUR 3. maí 2005 Framsóknarflokkurinn er í mik- illi vörn nú vegna vaxandi um- ræðu um spillingarmál sem for- maður flokksins tengist með beinum hætti. Hæst hefur borið umræðu um spillinguna í kringum sölu á Búnaðarbankanum en fyrirtæki sem Halldór Ásgrímsson hefur átt í tengdist S-hópnum, sem fékk að kaupa bankann á útsölu. Fleiri mál hafa komist í hámæli, t.d. hafa stjórnarathafnir forsætis- ráðherra í fiskveiðistjórn fært fjölskyldufyrirtæki hans rétt- indi, sem eru verðmetin á gríðar- lega háar fjárhæðir, en sömu at- hafnir hafa fært þjóðinni minni afla á land. Er það tilviljun að formaður Einkavæðingarnefnd- ar, Jón Sveinsson, sem var falið það trúnaðarverkefni að selja hlut almennings í Íslenskum að- alverktökum, er skyndilega eftir söluna orðinn stjórnarformaður sama fyrirtækis? Getur verið eðlilegt að umboðsmenn almenn- ings selji sjálfum sér eigur sem þeim er treyst til að koma í verð? Þess ber að geta að formanni Einkavæðingarnefndar var ekki einungis falið að selja eignir al- mennings heldur var honum falið að semja nýtt og umdeilt frum- varp um Ríkisútvarpið. Síðast þegar Framsóknar- flokkurinn kom sér í vandræði með því að lýsa yfir stuðningi við árásina á Írak var leikinn sá leik- ur að láta eina af nefndum Al- þingis fjalla um lögmæti stuðn- ings Íslands við árásina. Utanrík- isnefnd Alþingis lenti í miklum vandræðum við að verja vondan málstað og þegar fokið var í flest skjól var haft samband við pró- fessor í Háskóla Íslands, Eirík Tómasson, og hann fenginn til þess að skrifa upp á lögmæti við stuðning við árásina. Prófessorinn gaf út það óskilj- anlega lögfræðiálit að stuðning- urinn við árásina væri minni- háttar mál. Þess ber að geta að þetta aflátsbréf Framsóknar- flokksins kostaði ríkissjóð ein- ungis 75.000 krónur. Eins og áður segir þá er Fram- sóknarflokkurinn enn á ný lentur í vandræðum og virðist sem eigi að leysa þau vandræði með svip- uðum hætti og fyrri mál. Nú á að vísa rannsókn á vafasamri sölu Búnaðarbankans til vildarvina Framsóknarflokksins, til fjár- laganefndar Alþingis, en þar hafa stjórnarflokkarnir tögl og hagldir. Ef rannsókn fjárlaga- nefndar á einungis að felast í að lesa gamla yfirlitsskýrslu ríkis- endurskoðunar sem fjallar al- mennt um einkavæðingu ríkis- eigna, þá er eins gott að panta strax nýtt aflátsbréf hjá prófess- ornum. Það er ódýrara fyrir ríkissjóð. ■ SIGURJÓN ÞÓRÐARSON ALÞINGISMAÐUR UMRÆÐAN VÖRN FRAMSÓKNAR Getur verið eðlilegt að umboðsmenn almenn- ings selji sjálfum sér eigur sem þeim er treyst til að koma í verð? ,, Fær ríkisstjórnin nýtt aflátsbréf? Um al- mannahag Björn Ingi Hrafnsson ritar grein á heimasíðu sína sl. laug- ardag þar sem hann gefur í skyn að stjórn BSRB sé einhvers kon- ar framlenging á flokki Vinstri grænna. Tekur hann þar tvö málefni sem dæmi, annars veg- ar ályktun BSRB um fjárveit- ingu til Mannréttindaskrifstofu Íslands og hins vegar tillögu um að kveðið verði á um samfélags- legt eignarhald á vatni í stjórn- arskrá Íslands. „Það er naumast hvaða tengingar Vinstri grænir hafa inn í BSRB, sérstaklega stjórnina! Það getur ekki verið að Ögmundur, þingflokksfor- maður VG, sé að blanda sínum málum inn í störf sín sem for- maður BSRB. Það getur bara ekki verið,“ segir Björn Ingi. Í sjálfu sér er ekki ástæða að elta ólar við svona málflutning en þar sem Björn Ingi er aðstoðar- maður forsætisráðherra er rétt að upplýsa hann um að stjórn BSRB er skipuð formönnum allra aðildarfélaga bandalagsins og eru sumir þeirra flokks- bundnir í Sjálfstæðisflokknum, einhverjir í Framsóknarflokkn- um og stjórnarandstaðan á líka sína fulltrúa í stjórn BSRB, m.a. Ögmund Jónasson. Ekki veit ég hvert álit Björns Inga er á sam- flokksmönnum sínum sem sitja í stjórn BSRB, en ekki er það mikið ef hann heldur að flokks- skrifstofa Vinstri grænna stjórni þeim. Samtök launafólks hafa frá upphafi verkalýðsbar- áttunnar haft skoðanir á málefn- um sem varða samfélagsþróun- ina og þar af leiðandi verið póli- tísk í eðli sínu. Það er fleira sem skiptir launafólk máli en það sem í budduna kemur, m.a. rétt- indamál og því stendur það hreyfingunni nærri að láta sig málefni Mannréttindaskrifstofu Íslands varða. Sama gildir um samfélagslega eign á náttúru- auðlindum landsins, eins og vatninu. Það eru ekki bara at- vinnupólitíkusar eins og Björn Ingi sem hafa leyfi til að hafa skoðanir á pólitískum hitamál- um. ■ RÖNG MYND BIRT- IST Í frétt um aðal- fund Eflingar sem birtist í atvinnu- blaði Fréttablaðs- ins síðastliðinn sunnudag, 1. maí, birtist röng mynd. Fréttablaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum og hér fylgir rétt mynd af Sigurði Bessasyni, formanni Eflingar. ■ LEIÐRÉTTING Sigurður Bessa- son. SIGURÐUR Á. FRIÐÞJÓFSSON UPPLÝSINGA- OG FRÆÐSLUFULLTRÚI BSRB UMRÆÐAN SKOÐANIR Á PÓLI- TÍSKUM HITAMÁLUM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.