Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 16
Á síðustu árum hefur akstur utan vega verið vaxandi vanda- mál um allt land. Við fögnum fjölgun erlendra ferðamanna og hvetjum landann til að sækja Ís- land heim en ræðum minna um álagið sem af þessu hlýst. Nú koma árlega til Íslands fleiri ferðamenn en sem nemur fjölda Íslendinga. Æ fleiri þessara ferðamanna kjósa að ferðast á eigin vegum og leigja sér jeppa til aksturs. Svo leggja þeir glað- ir og reifir af stað en vita kannski ekki mikið út í hvað þeir eru að fara. Jeppaeign landsmanna er orðin svo almenn að ólíkindum sætir og fjöldi vél- hjóla margfaldast árlega. Vega- kerfið er hinsvegar ekki tilbúið til að taka við þessum fjölda. Hitt er þó heldur verra að ekki virðast allir sjá ástæðu til að aka á vegum landsins. Á ári hverju koma í ljós verulegar skemmdir á grónu landi, mel- kollum, hæðum og hólum eftir gálausa ökumenn bifreiða eða vélhjóla sem sjá enga ástæðu til að virða lögin í landinu heldur aka beint af augum á næsta út- sýnisstað eða vilja marka spor sitt í sandinn með því að aka í honum. Gallinn er bara sá að móðir náttúra er langrækin og slík spor fyrnast ekki né hverfa á einu ári eins og margir virðast halda. Þvert á móti eru þau dapurlegur vitnisburður í mörg ár, jafnvel alltaf. Á málþingi, sem haldið var um helgina, var því m.a. velt upp hverjar væru ástæður þess að menn fara út af vegi. Kæru- leysi? Þekkingarleysi? Gáleysi? Virðingarleysi? Kannski sitt lít- ið af hverju og jafnvel meira til. Það er sérlega ergilegt að sjá, í auglýsingum bifreiðaframleið- enda og jafnvel íslenskra ferða- þjónustuaðila, nýja og glæsilega jeppa á ferð utan vega. „Það læra börnin sem fyrir þeim er haft“ og sjónvarpið er áhrifa- mikill miðill. Þessar auglýsing- ar birtast æ ofan í æ og nánast „kenna“ okkur að svona eigi að aka á Íslandi. Þar að auki sitjum við svo uppi með fleiri, fleiri kílómetra af óskilgreindum leiðum og slóðum sem enginn ber ábyrgð á og enginn veit í raun hvort er slóð eður ei. Það ber því að fagna þeirri vinnu sem nú er í gangi á vegum Umhverfisráðu- neytis, þar sem einmitt er unnið að undirbúningi þess að skil- greina vegi og slóðir um allt land í samráði við heimamenn á hverju svæði. Vonandi verður þeirri vinnu hraðað sem kostur er því það er forsenda þess að hægt verði að beita sér gegn akstri utan vega að einhverju marki. Samhliða því hlýtur að þurfa að herða refsiramma laga um akstur utan vega því þeir sem skilja eftir sig óafmáanleg spor í landinu mega búast við að þurfa að greiða fyrir það heilar fimmtán þúsund krónur. Það má með sanni segja að það land sé á útsölu. Margt er sagt og skrifað um akstur utan vega og flestir sam- mála um að taka þurfi á vandan- um. Enn sem komið er hefur lít- ið annað verið gert en tala þar til nú á vordögum að Ferðafélag Fljótsdalshéraðs gaf út kort og límmiða þar sem bent er á þá staðreynd að akstur utan vega er bannaður með lögum á Ís- landi. Límmiðarnir verða settir í yfir 90% allra fjórhjóladrifinna bílaleigubifreiða á landinu og kortunum dreift á gististöðum, tjaldstæðum, upplýsingamið- stöðvum og mörgum fleiri stöð- um, bæði hérlendis og erlendis. Það verður fróðlegt að sjá hvort merkjanlegur árangur næst af þessu framtaki lítils áhuga- félags um ferðamennsku og náttúruvernd, sem kaus að láta verkin tala. Fjölmargir aðilar sýndu áhuga á að styrkja þetta verkefni enda áhugafélög af þessu tagi fjárvana og því upp á aðra komin ef þau vilja ráðast í verkefni af þessari stærð- argráðu. Það má segja að á fyrrnefndu málþingi hafi rauði þráðurinn í máli flestra verið sá að aukin fræðsla væri lykillinn að því að draga úr akstri utan vega. Þessi kort og límmiðar verða væntan- lega lóð á þá vogarskál. Það er hinsvegar annað lykilatriði að menn hætti að benda hver á ann- an. Það hefur nefnilega viljað brenna við í umræðunni að menn fari í vörn og bendi á aðra hópa. Jeppamenn benda á vél- hjólamenn sem aftur benda á hestamenn sem aftur benda á vélhjólamenn o.s.frv. Slíkt skil- ar auðvitað engu. Með sam- stilltu átaki getum við verndað landið okkar gegn ágangi af þessum toga. Það verður nefni- lega fljótt einskis virði ef við látum eins og það sé einnota. ■ Skráning brezku tískuvöruverslanakeðjunnar Mosaic í Kaup-höll Íslands heyrir til stórtíðinda í íslensku viðskiptalífi. Til-kynnt var um þessa ákvörðun stjórnenda fyrirtækisins í gær og gert er ráð fyrir að skráningin taki gildi í sumar. Mosaic hyggst bjóða út 4,8 milljarða íslenskra króna hér í Kauphöllinni, en markaðsvirði félagsins er talið vera um 30 milljarðar íslenskra króna. Í Fréttablaðinu í gær kemur fram að Mosaic rekur 600 verslan- ir, – langflestar í Bretlandi. Félagið hefur verið að sækja fram á al- þjóðamarkaði og rekur nú verslanir víða um heim undir merkjum Oasis, Coast, Karen Miller og Whistlers. Derek Lovelock, forstjóri Mosaic og einn eigenda, segir marga kosti liggja í því fyrir Mosa- ic að skrá sig hér á landi: „Við yrðum frekar stórir á markaði hér, miðað við það sem við værum í Bretlandi og mikil viðskipti með bréfin.“ Baugur og KB banki eiga meirihlutann í Mosaic, og þar er hlut- ur Baugs langstærstur, eða yfir 40 af hundraði af heildarhluta- fénu. Fram hefur komið að það var hugmynd Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar að skrá félagið hér og eftir að stjórnendur þess höfðu at- hugað málið var ákveðið að hefjast handa við skráninguna. Þótt Mosaic verði eitt stærsta fyrirtækið á markaðnum hér, er það ekki stórt á breskan mælikvarða, og eiginlega of lítið til að vera á markaði þar. Mosaic verður góð viðbót á markaði Kauphallar Íslands. Á undanförnum misserum hefur fyrirtækjum í Kauphöll Íslands fækkað töluvert, og stór fyrirtæki á íslenskan mælikvarða hafa horfið þaðan hvert af öðru. Fjölmörg sjávarútvegsfyrirtæki voru um tíma á markaði í Kauphöllinni, en þeim hefur fækkað mjög og nú síðast var tilkynnt um að eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, Samherji á Akureyri, yrði afskráð í Kauphöllinni. Þótt fyrirtækjum í Kauphöllinni hafi fækkað mjög, hefur veltan þar aftur á móti aukist töluvert á síðustu árum. Fyrirtækjum í Kaup- höllinni fjölgaði mjög þegar hlutabréfabólan stóð sem hæst hér og íslenski hlutabréfamarkaðurinn var að slíta barnsskónum. Þá var gjarnan alið á óraunverulegum væntingum fólks varðandi hluta- bréf, án þess að mikil innstæða væri fyrir hendi í þeim efnum. Eðli hlutafjármarkaðar er að hann gengur í sveiflum og þar eru það langtímasjónarmiðin sem gilda. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, fagnar áhuga Mosaic á skráningu hér á landi í Fréttablaðinu í gær. Hann segir tilkomu fyrirtækisins viðurkenningu á markaðnum hér, auk þess sem hún veki athygli erlendra fjárfesta og fyrirtækja á Kauphöll- inni. Það væri ánægjulegt ef sú yrði staðreyndin, að erlendir fjár- festar færu að fjárfesta í fyrirtækjum sem eru hér á markaði. Hingað til hefur verið lítið um slíkt, líklega vegna þess að fjárfest- ar ytra þekkja lítið sem ekkert til íslenska markaðarins. Ef til vill eiga fleiri erlend fyrirtæki af stærð Mosaic eftir að fylgja í fóst- spor þess hingað fyrir tilverknað íslensku útrásarmannanna en þá þyrftu líka erlendir fjárfestar að koma í kjölfarið, þannig að erlent fjármagn færi hér í gegn til hinna erlendu fyrirtækja. ■ 3. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Breska tískuvöruverslanakeðjan Mosaic skráð hér á markaði í sumar. Erlent fyrirtæki skráð í Kauphöllinni FRÁ DEGI TIL DAGS Skammar kenningasmiði Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, skammaði stjórn- arandstæðinga fyrir samsæriskenningar í Silfri Egils um helgina. Einkavæðingu ríkisbankanna bar á góma. Hjálmar sagði efnislega að Ríkisendurskoðun ynni sín verk á eigin forsendum og nyti fulls trausts. Stofnunin hefði farið yfir sölu bankanna í skýrslum og gert smá- vægilegar athugasemdir. Í það heila tekið hefði Ríkis- endurskoðun þótt fram- kvæmd einka- væðingar bankanna eðlileg. Lítum á Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um einka- væðingu helstu ríkisfyrirtækja árin 1998 til 2003 er talið óheppilegt að auglýstur hafi verið ráðandi hlutur í Landsbankanum og Búnaðarbankan- um á sama tíma og meðal annars minnkað möguleika á að koma á sam- keppni milli áhugasamra kaupenda. Ríkisendurskoðun véfengir einnig að sá tími sem valinn var til sölunnar hafi verið heppilegur. Ríkisendurskoðun gerir sömuleiðis að umtalsefni að S-hópurinn svonefndi keypti ráðandi hlut í bankanum án þess að samið hafi verið um stað- greiðslu alls kaupverðsins. „Nær und- antekningalaust hafa stærri fjárfestar staðgreitt kaupin og fengið bréfin í hendur... Þar sem kaupendum var frjálst að selja 12,5 prósent af 45,8 prósenta hlut og sameinast öðru fyrir- tæki hafi verið heppilegast að kaup- endur staðgreiddu öll kaupin. Minna má á að í forvali var lögð áhersla á fjár- hagslega getu kaupenda.“ Stærð athugasemda Ríkisendurskoðun heldur áfram og seg- ir: „Almenn viðhorf eru þau að sala á ráðandi hlut í fyrirtæki sé á hærra gengi en á markaði. Kaupendur greiddu óverulega hærra verð en geng- ið var á markaðnum. Gengið á mark- aðnum var um 4,7 í nóvember 2002 þegar samið var um gengið 4,8.“ Eru þetta smávægilegar athugasemdir? johannh@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Í DAG UM AKSTUR OG JEPPA INGA RÓSA ÞÓRÐARDÓTTIR Gallinn er bara sá að móðir náttúra er langrækin og slík spor fyrn- ast ekki né hverfa á einu ári eins og margir virðast halda. Þvert á móti eru þau dapurlegur vitnisburður í mörg ár, jafnvel alltaf. ,, Hver má aka hvar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.