Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 31
Norski boltinn: Brann sigr- aði Aalesund FÓTBOLTI Einn leikur fór fram í norsku knattspyrnunni í gær þeg- ar Brann lagði nýliða Aalesund að velli á útivelli, 1-3. Haraldur Guð- mundsson lék allan leikinn fyrir Aalesund og slíkt hið sama gerði Ólafur Örn Bjarnason fyrir Brann. Kristján Örn Sigurðsson kom af bekknum og lék síðustu 19 mínútur leiksins fyrir Brann. -hbg NBA-deildin í körfu: Ben bestur í þriðja sinn KÖRFUBOLTI Ben Wallace hjá Detroit Pistons var í gær valinn besti varnarmaður ársins í NBA- deildinni í körfuboltanum en þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem Wallace vinnur þessi verð- laun. Wallace er nú ásamt Dikem- be Mutombo eini leikmaðurinn í sögu NBA sem hefur verið út- nefndur varnarmaður ársins þrisvar sinnum en að þessu sinni var Bruce Bowen hjá San Antonio Spurs annar og Marcus Camby hjá Denver í þriðja sæti. Wallace var eini leikmaður NBA-deildar- innar sem var meðal fimm efstu í bæði fráköstum (2. sæti) og vörð- um skotum (5.). - óój Arsenal–WBA: Fallslagurinn harðnar enn FÓTBOLTI Arsenal treysti stöðu sína í 2. sæti ensku úrvals- de i ldar innar eftir sigur á WBA í gær- kvöld, 2–0, með mörkum frá Robin van Persie og Edu. Stuðningsmenn WBA vonuðust eftir dýr- mætum stigum úr viður- eigninni en eru nú í næstneðsta sæti þegar tvær umferðir eru óleiknar. Eitt stig skilur að fjögur neðstu liðin. -esá ROBIN VAN PERSIE Skoraði fyrra markið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.