Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 14
Verkamannaflokkurinn hefur yfirburðastöðu í breskum stjórnmálum um þessar mundir og litl- ar líkur eru á að íhalds- menn og frjálslyndir demókratar nái að gera þeim skráveifu í kosning- unum á fimmtudag. Það er ljóst að Verkamannaflokkur- inn mun bera sigur úr býtum í bresku þingkosningunum á fimmtu- daginn, leiðtogar íhaldsmanna og frjálslyndra vonast helst til að fjölga þingsætum sínum svo að þeir geti velgt valdhöfunum enn frekar undir uggum á næsta kjörtímabili. Þrátt fyrir að vera báðir í stjórnar- andstöðu eru litlir kærleikar með flokkunum. Enn í skugga Thatcher Íhaldsflokkurinn getur rakið upp- haf sitt allt aftur á 17 öld og telst því einn elsti stjórnmálaflokkur Evr- ópu. Flokkurinn hefur alla tíð sett eignarréttinn og einstaklingsfram- takið á oddinn en jafnframt hefur hann stutt krúnuna með ráðum og dáð. Á ofanverðri 19. öld festi flokk- urinn sig enn betur í sessi undir styrkri stjórn Benjamins Disraeli og upp úr aldamótum sameinaðist hann klofningshópi úr Frjálslynda flokknum. Á 20. öldinni skiptust á skin og skúrir fyrir íhaldsmenn. Þannig leiddi íhaldsmaðurinn Winston Churchill þjóðina í gegnum hörm- ungar heimsstyrjaldarinnar en strax að henni lokinni beið flokkur- inn afhroð í kosningum. Ríkisstjórn- ir manna á borð við Harold Macmillan og Edward Heath náðu bærilegum árangri á sjöunda og átt- unda áratugnum en lítið þurfti til að kjósendur losuðu sig við þá. Með kosningu Margaretar Thatcher árið 1979 hófst hins vegar síðasta blómaskeið flokksins. Hún losaði um tök verkalýðshreyfingar- innar á atvinnulífi landsins og einkavæddi fjölmörg ríkisfyrirtæki – harðar aðgerðir en að flestra mati nauðsynlegar. Thatcher þekkti hins vegar ekki sinn vitjunartíma og í upphafi tíunda áratugarins var nán- ast gerð hallarbylting í Íhalds- flokknum. Tómarúmið sem myndaðist við brotthvarf járnfrúarinnar hefur verið erfitt að fylla. John Major leiddi að vísu flokkinn til sigurs 1992 en persónuleikabrestir ráð- herra og þingmanna í ríkisstjórn- inni og djúpstæður málefnaágrein- ingur, sérstaklega um Evrópumál, reyndust Major ofviða. Því valtaði Verkamannaflokkurinn yfir íhalds- menn í kosningunum 1997. Eftir- mönnum hans, William Hague og sérstaklega Ian Duncan Smith, mistókst gjörsamlega að vinna til- trú kjósenda á ný, enda hvorugur þeirra sérstaklega spennandi val- kostur við Tony Blair. Eftir að Michael Howard tók við leiðtogaembættinu í flokknum haustið 2003 hefur stjórnarandstað- an orðið markvissari. Flokkurinn hefur að mörgu leyti tekið forystu í málaflokkum á borð við innflytj- endamál og harðari aðgerðir gegn glæpum. Engu að síður bendir fátt til að Íhaldsflokkurinn muni komast í ríkisstjórn á næstu árum. Sækir í sig veðrið Frjálslyndir demókratar eiga rætur sínar að rekja til Frjálslynda flokks- ins sem stofnaður var á fyrri hluta 19. aldar utan um gildi frjálshyggj- unnar sem þá var að ryðja sér til rúms. Á síðari hluta aldarinnar vegnaði flokknum allvel og leiddi til dæmis William Gladstone, formaður flokksins, ríkisstjórnir sem skildu eftir sig spor í sögu þjóð- arinnar. Framan af 20. öldinni voru frjálslyndir hins vegar örflokkur sem gekk allt í óhag. Í kosningum árið 1950 fékk flokkurinn til dæmis ekki nema 2,5 prósent atkvæða og höfðu menn á orði að þingflokkur- inn kæmist til Westminster í einum leigubíl. Þegar frjálslyndir virtust vera að rétta úr kútnum um miðjan áttunda áratuginn lenti Jeremy Thorpe, leiðtogi þeirra, í erfiðum hneykslismálum og allt virtist unnið fyrir gýg. Á níunda áratugnum birti hins vegar talsvert til. Frjálslyndir gerðu bandalag í kosningunum 1983 við flokk sósíaldemókrata sem nokkrir fyrrverandi ráðherrar Verkamannaflokksins stofnuðu í kjölfar ósigursins í kosningunum 1979 og fékk það 25 prósent at- kvæða. Árið 1988 sameinuðust svo flokkarnir og mynduðu fylkingu Fjálslyndra demókrata. Paddy Ash- down leiddi flokkinn fram til ársins 1999 þegar Charles Kennedy tók við stjórnartaumunum. Á síðustu árum hefur flokknum gengið ágætlega að skapa sér sér- stöðu eins og málflutningur hans í Íraksmálinu er dæmi um. Frjáls- lyndir sækja helst fylgi vinstra megin við miðjuna enda telja þeir að ríkisvaldið eigi að gegna lykil- hlutverki í að tryggja borgurunum jöfn tækifæri. Afnám skólagjalda og hærri ellilífeyrir eru á meðal þeirra stefnumála sem þeir setja á oddinn. Allar líkur eru á að þeim muni vegna betur í kosningunum á fimmtudaginn en oft áður og fá allt að fjórðungi atkvæða. Kosninga- kerfið gerir það hins vegar að verk- um að þingsætin sem þeim munu hlotnast eru langtum færri. ■ 14 3. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR JÁRNFRÚIN Íhaldsmenn virðast enn í tilvistarkreppu eftir að Margaret Thatcher hvarf úr leiðtogaembætti flokksins. Varla er hægt að ímynda sér ólíkari menn en þá Charles Kennedy og Michael Howard, leiðtoga frjálslyndra demókrata og íhaldsmanna. Svo sem engin furða þar sem þeir standa fyrir gjörólíkar stefnur og reyna að höfða til ólíkra hópa. Myrkrahöfðinginn Michael Howard fæddist árið 1941 og er sonur rúmenskra innflytjenda. Hann ólst upp í Swansea í Wales en nam svo lög við Cambridge. Árið 1983 var Howard fyrst kjörinn á þing og ekki leið á löngu þar til hann varð atkvæðamikill í stjórn landsins. Honum er eignaður heiðurinn af nef- skattinum alræmda og þegar hann gegndi embætti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Major var hann orðlagður fyrir hörku. „Það býr myrkur í þessum manni,“ sagði Anne Widdecombe, sam- þingmaður Howards, þegar hann rak yfirmann fangelsismála úr starfi. Howard hefur staðið sig að mörgu leyti vel eftir að hann tók við leiðtogaemb- ættinu í flokknum árið 2003. Hann hef- ur sett á oddinn mál sem almenningi eru hugleikin, svo sem glæpa- og inn- flytjendamál, en jafnframt leggur hann mikla áherslu á fjölskyldugildi. Því taka Sandra kona hans og börn þeirra yfirleitt þátt í samkomum á vegum flokksins, rétt eins og er til siðs í Bandaríkjunum. Drífandi drykkjubolti Charles Kennedy fæddist í Inverness árið 1959. Hann lærði heimspeki og stjórnmálafræði í háskólum í Skotlandi og Bandaríkjunum en 1983 sneri hann aftur heim til að setjast á þing fyrir sósí- aldemókrata, þá yngsti þingmaðurinn. Síðar sameinuðust þeir Frjálslynda flokknum svo úr urðu frjálslyndir demó- kratar. Árið 1999 varð Kennedy leiðtogi flokks- ins og kom það nokkuð á óvart því mörgum þótti – og þykir enn – Kenn- edy ekki taka starfið af nógu mikilli festu. „Stjórnmál eru alltof alvarleg til að vera tekin of alvarlega, sumir þættir þeirra eru jafn hlægilegir og aðrir eru sorglegir,“ svaraði Kennedy gagnrýnend- unum. Hvað sem því líður er ljóst að Kennedy nálgast stjórnmálin á óvenju- legan hátt, hann hefur margoft vantað við mikilvægar umræður og sögusagnir af drykkjuskap hans eru algengur blaða- matur. Engu að síður er Kennedy vinsæll enda kemur hann fólki fyrir sjónir sem ein- lægur maður sem meinar það sem hann segir. „Drifkraftur breskra stjórn- mála,“ sagði dálkahöfundur The Specta- tor á dögunum. Ekki skemmir það fyrir að þeim Söru, konu hans, fæddist ný- verið sitt fyrsta barn en slíkt fellur kjós- endum jafnan vel í geð. Eins og svart og hvítt HVERJIR ERU? MICHAEL HOWARD OG CHARLES KENNEDY Sumar gjafir skipta öll börn máli! Gefum börnum góða sumargjöf Stofnfundur Íslensks- indversks viðskiptaráðs Miðvikudaginn 4. maí nk. verður stofnfundur Íslensk- indverska viðskiptaráðsins. Fundurinn verður hjá FÍS á 9. hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, og hefst kl. 16. Tilgangurinn með stofnun ráðsins er fyrst og fremst að hafa forgöngu um og styrkja verslun og viðskipti milli Íslands og Indlands. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta, en eru vinsamlegast beðnir um að skrá þátttöku á netfangið gudmunda@fis.is eða í síma 588 8910. M YN D : N O R D IC PH O TO /G ET TY M YN D : N O R D IC PH O TO /G ET TY Flokkar sem mega muna sinn fífil fegurri SVEINN GUÐMARSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING KOSNINGAR Í BRETLANDI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.