Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 8
1Hvaða íslenski körfuboltamaður varðEvrópumeistari á dögunum? 2Hvað heitir breska tískukeðjan semvill skrá sig í Kauphöll Íslands? 3Hvaða breska hljómsveit kom smá-skífu sinni beint inn á topp tíu vin- sældalistann í Bandaríkjunum? SVÖRIN ERU Á BLS. 38 VEISTU SVARIÐ? 8 3. maí 2005 ÞRIÐJUDAGUR VARNARMÁL Sameiginleg öryggis- og varnarmálastefna Evrópusam- bandsins, sem nú er í mótun, er fyrst og fremst „svar við brýnni þörf“ þar sem Atlantshafsbanda- lagið getur ekki verið „vörður Evrópu“. Hún er þáttur í við- brögðum Evrópumanna við hætt- um nútímans, eins og þær hafa þróast eftir lok kalda stríðsins og í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin. Þetta kom fram í erindi sem Frederic Baleine du Laurens, sér- fræðingur um öryggismál í franska utanríkisráðuneytinu, hélt í Háskóla Íslands, í boði Há- skólarektors og franska sendi- ráðsins. „NATO getur ekki haft stjórn á eða verið vörður Evrópu,“ sagði Baleine du Laurens í erindinu. Það væri grundvallaratriði að Evrópusambandið geti tekið sjálf- stæðar og óháðar ákvarðanir í ör- yggis- og varnarmálum sínum. Hins vegar væru samskipti og samstarf beggja stofnana mikil- væg, sem og pólitískt samráð við bandamanninn máttuga vestan- hafs. Það væri hins vegar ekki nóg að það samráð færi fram á vettvangi NATO; það yrði að vera víðtækara en svo. - aa FÉLAGSMÁL Félagsfundur Hús- félags alþýðu hefur samþykkt að fela tveimur lögfræðingum að móta tillögur sem laga starfsemi félagsins að áliti kærunefndar um fjöleignahús og lögum um þau. Þar með hefst vinna við að leggja niður þetta gamalgróna húsfélag, sem á rætur í félagslegum íbúð- um sem reistar voru af Bygging- arfélagi alþýðu um og eftir 1930. „Það var almennt mjög mikil sátt um þetta á fundinum,“ sagði Hrund Kristinsdóttir, lögmaður hjá Húseigendafélaginu, en hún mun móta tillögurnar ásamt lög- manni húsfélagsins, Sigríði Rut Júlíusdóttur. Hrund sagði að fé- lagsmenn vildu leggja áherslu á að starfsemi félagsins væri sam- kvæmt lögum. Þeir vildu láta þessa vinnu fara fram, en síðan yrði tekin ákvörðun um með hvaða hætti félagið yrði leyst upp í núverandi mynd og skipt í fimm minni húsfélög. „Félagið á sameiginlegar eign- ir sem þarf að skipta. Gera þarf upp bókhaldið og skipta því upp ásamt fleiri atriðum sem þarf að vinna,“ sagði Hrund og bætti við að það væri ekki einfalt mál að skipta upp svo flóknu félagi sem Húsfélag alþýðu væri. - jss Endurreisnarstarf í Afganistan: Tvær íslenskar jeppasveitir á förum FRIÐARGÆSLA Þegar síðustu starfs- menn íslensku friðargæslunnar fara frá alþjóðaflugvellinum í Kab- úl eftir rúman mánuð hefst þátttaka Íslendinga í endurreisnarstarfi í norður- og vesturhluta Afganistans. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi að gert væri ráð fyrir að á hvorum staðnum yrðu tveir sérútbúnir jeppar og átta til níu manna lið. „Með þessum hætti verður Ís- land þátttakandi í skipulagi og framkvæmd endurreisnarsam- starfsins í Afganistan. Í þessu felst meðal annars að friðargæsluliðar fara um og kanna aðstæður í þorp- um og sveitum og gera tillögur um úrbætur til viðeigandi hjálparsam- taka og alþjóðastofnana.“ Verið er að semja lagafrumvarp um íslensku friðargæsluna og siða- reglur fyrir liðsmenn hennar. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði lagt fram á þingi í haust. - jh LAGAFRAMKVÆMD Hróbjartur Jón- atansson hæsta- réttarlögmaður telur að séu niður- stöður nýfallins dóms Héraðsdóms Reykjavíkur um útstillingu og um- fjöllun um tóbaks heimfærðar upp á áfengislöggjöfina megi draga þá ályktun að Áfengis- og tóbaksversl- un ríkisins brjóti þá löggjöf. „Í 20. grein áfengislaga segir að hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum tegundum séu bann- aðar. Þá segir að með auglýsingum sé átt við hvers konar tilkynningar til almennings vegna markaðssetn- ingar þar sem sýndar eru í máli eða myndum áfengistegundir eða atriði tengd áfengisneyslu, svo sem áfengisvöruheiti eða auðkenni, eftirlíkingar af áfengisvarningi, spjöld eða annar svipaður búnaður til útstillingar, dreifing prentaðs máls, vörusýnishorna og þess hátt- ar.“ Hróbjartur bendir á að ÁTVR auglýsi um þessar mundir að fólk geti aflað sér upplýsinga um vín- tegundir í Vínblaðinu, sem fáist í hverri vínbúð og sé þannig í al- mennri dreifingu. „Hið opinbera kýs þarna að túlka sambærilega löggjöf með mismunandi hætti,“ segir hann og veltir fyrir sér hvort jafnræðis sé gætt, en hann flutti mál tóbaksverslunarinnar Bjarkar og tóbaksframleiðandans JT International fyrir Héraðsdómi 27. apríl. Þar var tekist á um tóbakslög- gjöfina. - óká Lögregla í Sandgerði: Tók fána LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Keflavík tók að sér heimilisverk á þremur heimilum í Sandgerði í fyrrinótt. Hún var á ferð um miðja nótt og sá að þar hafði íbúum láðst að taka fánana niður en lög gera ráð fyrir að þeir blakti ekki lengur að húni en til sólseturs eða aldrei lengur en til miðnættis. Lögreglan tók því fán- ana niður og gerði þá upptæka en eigendur vitjuðu þeirra í gær niður á lögreglustöð. Engir eftirmálar verða vegna þessa máls en að sögn lögreglu er ekki þar með sagt að hún taki að sér heimilisverk í um- dæminu. -jse ATLANTSHAFSTENGSLIN MIKILVÆG Franski varnarmálasérfræðingurinn Frederic Baleine du Laurens segir samráðið yfir Atlantshafið ekki mega takmarkast við NATO-samstarfið. Hér kyssir Jacques Chirac Frakk- landsforseti hönd Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við útför Jó- Jóhannesar Páls II páfa á dögunum. M YN D : G ET TY I M AG ES Franskur varnarmálasérfræðingur: NATO getur ekki verið vörður Evrópu 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Ávöxtun Íslenska lífeyrissjóðsins var framúrskarandi á árinu 2004. Góð ávöxtun á árinu skýrist af hækkunum á innlendum verðbréfamörkuðum og virkri eignastýringu sjóðsins. Stjórn Íslenska lífeyrissjóðsins Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar 2. Kynning ársreiknings 3. Gerð grein fyrir tryggingafræðilegri úttekt 4. Gerð grein fyrir fjárfestingastefnu sjóðsins 5. Kosning stjórnar 6. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins 7. Laun stjórnarmanna 8. Kynning á nýjung hjá Íslenska lífeyrissjóðnum: Lánamöguleikar fyrir sjóðfélaga með lögbundinn sparnað 9. Önnur mál Allir sjóðfélagar og rétthafar eiga rétt til setu á fundinum. ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - LB I 28 25 0 0 5/ 20 05 Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins í dag kl.17:30 á Nordica Hotel, Suðurlandsbraut 2. Íslenski lífeyrissjóðurinn er í vörslu Landsbankans. Stjórn sjóðsins hvetur alla sjóðfélaga til að koma á fundinn og taka þannig virkan þátt í starfseminni. DAVÍÐ ODDSSON Utanríkisráðherra segir að verið sé að semja lagafrumvarp um íslensku friðar- gæsluna. HRÓBJARTUR JÓNATANSSON Lögmaður um nýfallinn dóm Héraðsdóms Reykjavíkur: Telur ÁTVR brjóta áfengislög ALMENN SÁTT Almenn sátt var meðal félagsmanna í Húsfélagi alþýðu um að hefja vinnu við að leysa félagið upp. RAUÐVÍNSHILLUR Í VÍNBÚÐ ÁTVR ÁTVR kynnir vín í Vínblaðinu, en áfengislög banna markaðssetningu áfengis á prenti. Almennur félagsfundur hefur ráðið tvo lögfræðinga: Unnið að slitum Húsfélags alþýðu ÓHÓFLEG SALTNOTKUN Sænsk rannsókn bendir til að ungir karlar neyti tvöfalt meira salts en góðu hófi gegnir. Afleiðingin er aukin hætta á hjartaáfalli og öðrum sjúkdómum. ■ SVÍÞJÓÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.