Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.05.2005, Blaðsíða 12
Eyfirðingar hafa náð ágætum árangri í kræk- lingarækt og gangi áætl- anir eftir telja forsvars- menn Norðurskeljar að ný stóriðja geti orðið að veruleika. Árið 2000 hóf Norðurskel kræk- lingarækt í Eyjafirði. Fyrstu tvö árin var fyrirtækið húsnæðislaust og fór starfsemin fram á bryggju á Akureyri en tveimur árum síðar var starfsemin flutt til Hríseyjar. Víðir Björnsson, sem stofnaði fyrirtækið ásamt Baldri Snorra- syni, segir reksturinn hafa gengið erfiðlega fyrstu árin vegna fjár- skorts og vandamála sem upp komu á meðan verið var að ná tök- um á ræktinni en þeir byrjunar- erfiðleikar séu nú að baki. Á undanförnum mánuðum hef- ur verið unnið að endurfjármögn- un Norðurskeljar og var hlutafé aukið í 65 milljónir króna, auk þess sem fyrirtækið hefur tryggt sér um 20 milljóna króna lánsfé. Sex nýir aðilar hafa bæst í hluta- hafahópinn og skiptast 60 prósent af hlutafé fyrirtækisins nú jafnt á milli Eignar- haldsfélags- ins Sam- vinnutrygg- inga, KEA og Tækifæris en Akureyrar- bær, Byggða- stofnun og Sæplast eiga samtals 15 p r ó s e n t . Fyrri eigend- ur Norður- skeljar eiga nú 25 pró- senta hlut. Uppskeran er enn sem komið er lítil en í sjó eru um 50 km af línum til lirfusöfnun- ar og vænta Norðurskeljarmenn 200 til 300 tonna uppskeru árið 2007. Í ár og á næstu tveimur árum ætlar fyrirtækið að leggja samtals 300 kílómetra af línum og reiknað er með 800 tonna upp- skeru árið 2008 og að fjöldi starfs- manna verði orðinn 25. Atvinnusköpun í Eyjafirði Í dag vinna þrír hjá Norðurskel en í sumar bætast fimm í hópinn til að útbúa línurnar sem settar verða niður á árinu. „Ef rekstrar- áætlun næstu þriggja ára gengur eftir verður okkur ekkert að van- búnaði að hefja stórfellda ræktun árið 2008. Kræklingarækt hefur alla burði til að verða stóriðja,“ segir Víðir. „Sé litið til fæðuframboðs og fleiri þátta ber Eyjafjörður 60 þúsund tonna rækt en núna höfum við ræktunarsvæði fyrir 20 þús- und tonn. Ef við miðum aðeins við 13 þúsund tonna ársframleiðslu verða til 450 störf ef kræklingur- inn er unninn í neytendapakkn- ingar. Það er svipaður fjöldi og mun starfa í nýja álverinu í Reyðarfirði. Kostnaðurinn við hvert starf í álverinu er tæpar 190 milljónir króna en ekki nema tæpar 7 millj- ónir króna i kræklingaræktinni,“ segir Víðir. Íslendingar borða lítinn skel- fisk og því nauðsynlegt að byggja upp innlendan markað. Nánast öll framleiðsla Norðurskeljar hefur verið seld til veitingahúsa á um 600 krónur kílóið. Er það helmingi hærra verð en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir en á móti kemur að vinnslan er kostnaðarsöm þar sem fyrirtækið hefur ekki yfir að ráða vélbúnaði til vinnslunnar. Víðir segir að Norðurskel stefni á að vélvæða vinnsluna, samhliða aukinni framleiðslu, en með fullri vélvæðngu er gert ráð fyrir að framleiðslukostnaðurinn verði um 40 krónur á kíló. Kræklingarækt á Íslandi er að hefjast fyrir alvöru. Frumkvöðl- arnir í Norðurskel hafa með dugn- aði, bjartsýni og staðfastri trú á kræklingarækt yfirstigið fyrstu hindranirnar. Ef væntingar ganga eftir verður til ný atvinnugrein sem skapa mun hundruð starfa. kk@frettabladid.is 12 3. maí ÞRIÐJUDAGUR Atvinnugrein verður til 1.276 NÝIR FÓLKSBÍLAR VORU KEYPTIR Í APRÍLMÁNUÐI Heimild: Umferðarstofa SVONA ERUM VIÐ „Reksturinn er alltaf í járnum,“ segir Sigríður Heiðberg, formaður Katta- vinafélagsins sem rekur Kattholt. Hún segir anars félagið vera að klást við að klára húsið sem það á í Stangarhylnum og verður það málað í sumar og settar svalir á vesturhlið hússins, sem Sigríður segir mjög ánægjulegt. Þá er alltaf jafn mikið af óskiladýrum í Kattholti að sögn Sigríðar en nú eru þar staddir 65 kettir í óskilum og um 100 til viðbótar á kattahótelinu. „Ég er auðvitað ekki ánægð þegar dýrin eru ekki sótt,“ segir Sigríður sem telur Íslendinga mjög aftarlega á merinni hvað varðar meðferð á dýrum. „Efst hjá okkur er að afhenda ekki einn einasta kött nema merktan, örmerktan eða eyrnarmerktan,“ segir Sigríður en Kattholt hjálpar fólki að fá kettina merkta eða tekna úr sambandi ódýrar en gerist almennt. Sigríður segir að einhverjar reglur séu í bígerð hjá borginni um kattahald. Hún veit þó ekki hverju þær muni skila og vill sjálf ekki taka upp kattagjald. Hún vill heldur að höfðað verði til ábyrgðar kattaeigenda til að farið verði mannúlegar með dýrin. Annars vonast Sigríður til þess að hún komist í sumarbústað í sumar. Hún á hins vegar sjálf mikið af köttum og vill hafa einhvern heima við þegar hún fer í burtu. Hún vill þó ekki gefa upp hve marga ketti hún eigi. „Ég er eins og hestamennirnir, ég segi aldrei töluna,“ segir Sigíður og hlær. „Þetta er bara fjölskylda mín og það er yndislegt að vera með dýrum.“ Kattholt málað í sumar HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGRÍÐUR HEIÐBERG FORMAÐUR KATTAVINAFÉLAGSINS Vandkvæði og áhættuþættir Helsti áhættuþáttur í kræklingarækt er eitrun af völdum þörunga sem getur valdið skelfiskeitrun hjá mönnum og öðrum spendýrum en hefur ekki áhrif á kræklinginn sjálfan. Skelfiskeitrun er vel þekkt í hlýsjó og er strangt eftirlit með svæðum þar sem skelfisk- ur er ræktaður til manneldis. Afar lítið hefur borið á skelfiskeitr- un á Íslandi en hafa ber í huga að neysla á skelfiski er mun minni hér en í mörgum öðrum löndum. Afrán æðarfugls getur valdið verulegu tjóni í kræklingarækt á Íslandi en fuglinn étur kræklinginn af línunum. Minnka má skaða af völdum æðarfugls með réttri staðsetningu á ræktunarbúnaðin- um. Óblítt veðurfar er þrándur í götu kræklingaræktar en íslenskir firðir eru margir hverjir skjólgóðir og því taldir hentug ræktunar- svæði. Lagnaðarís, ísrek og hafís getur valdið tjóni í kræklingarækt en hægt er að koma í veg fyrir slíkt með því að sökkva ræktunarbún- aðinum í sjó yfir vetrarmánuðina. Helsti dragbítur í íslenskri kræklingarækt hefur verið fjár- skortur og hafa framleiðendur neyðst til að notast við frumstæðan búnað sem þeir segja að hamlað hafi árangri. Til að hámarka arð- semi og auka samkeppnishæfni kræklingaræktar á Íslandi telja ræktendur nauðsynlegt að tæknivæða vinnsluferlið og fullvinna kræklinginn í neytendapakkningar. Ástkæra ylhýra Spáðu í mér? Flestir spá og spekúlera þótt stétt atvinnuspákerl- inga og -karla sé heldur fá- menn núorðið. Það er hægt að spá í enska fótboltann, spá í bolla eða spil, spá í veðrið, spá í aðlaðandi fólk og margt fleira. Sjaldnar er spáð í dýrainnyfli og annað slíkt sem var vin- sælla áður fyrr. Stundum er sagt „Spáðu í þessu!“, en sögnin að spá tekur með sér þolfall en ekki þágufall og því er rétt að segja „Spáðu í þetta!“. Ekki hefði það hljómað vel ef Megas hefði sungið „Spáðu í mér, þá mun ég spá í þér“, er það nokkuð? Spá- um í hlutina! magnus@frettabladid.is GAMLA HRÍSEYJARFERJAN Akureyrarbær eignaðist ferjuna við sameiningu við Hríseyjarhrepp en ferjan er nú í eigu Norðurskeljar. BLÁSKEL RÆKTUÐ Á LÍNU Ræktunar- svæði Norðurskeljar í Eyjafirði hefur fengið svokallaða A vottun frá Fiskistofu en hún gefur til kynna að ræktunarsvæðið sé fyrsta flokks og heimilt að uppskera krækling beint til manneldis. Sú viðurkenning gæti veitt forskot á erlenda keppinauta. VÍÐIR BJÖRNSSON Norðurskel er að ganga frá kaupum á 800 fer- metra fiskvinnsluhúsi í Hrísey þar sem ætlunin er að setja upp tækni- vædda verksmiðju fyrir kræklingavinnslu, þá fyrstu á Íslandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.