Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 45
FÓTBOLTI Keflvíkingar sýndu góða baráttu og uppskáru eftir því þegar þeir lögðu KR 2-1 á heima- velli sínum í gær. Liðin sitja í kjölfarið hlið við hlið í töflunni með sex stig en Keflavíkurliðið hefur nú unnið tvo leiki í röð. Guðmundur Steinarsson var í miklum ham hjá Keflavík og skoraði tvö mörk í leiknum, það fyrra á 11. mínútu en það síðara í seinni hálfleik úr vítaspyrnu sem dæmd var þegar sparkað var í andlit Baldurs Sigurðssonar, sem reyndi að skalla boltann eftir horn. KR-ingar voru ekki að leika vel og það vantaði bit í sóknarleik þeirra, þeir voru lengi af stað en Gréta Hjartarson átti skot í slá áður en þeir náðu að jafna í 1-1. Þá potaði Bjarnólfur Lárusson boltanum inn og KR fékk síðan kjörið tækifæri til að komast yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Ómar Jóhannsson varði víta- spyrnu Arnars Gunnlaugssonar. Heimamenn léku skynsamlega og skoruðu sigurmarkið í seinni hálfleiknum. Guðmundur markaskorari var að vonum hæstánægður eftir leikinn. ,,Það er ekkert skemmti- legra en að spila á móti KR á heimavelli og vinna. Þeir hafa alltaf verið taldir stærstir og það er auðveldara að gíra sig upp fyr- ir leiki gegn þeim. Ég er gríðar- lega sáttur með mína frammi- stöðu og er ánægður með að vera kominn í gang.“ sagði Guðmund- ur kampakátur með sig og liðið í heild. Guðmundur er eftir leikinn annar markahæstur í deildinni með þrjú mörk í þremur leikjum. elvar@frettabladid.is 27. maí 2005 FÖSTUDAGUR > Við óttumst ... ... að Íslandsmeistarar FH eigi eftir að stinga af í Landsbankadeild karla í sumar. FH-liðið er gríðarlega vel mannað og er sem öflug vél. Það er alveg sama hversu lélegir þeir eru – meistararnir eru samt mikið mun betri eins og sást greinilega í Krikanum í gær. Heyrst hefur ... ... að ÍBV sé farið að leita að sóknar- manni til að styrkja lið sitt í sumar en sóknarleikur liðsins hefur verið grátlega lélegur það sem af er sumri. Meira að segja lélegri en varnarleikur liðsins sem hefur verið hreint út sagt hörmulegur. sport@frettabladid.is 32 > Við hrósum ... .... nýliðum Vals sem eru búnir að stimpla sig rækilega inn í deild þeirra bestu með þrem sigrum í fyrstu þrem umferðum Lands- bankadeildarinnar. Valur er klárlega eitt besta lið landsins og mun berjast á toppnum. FH vann tilflrifalítinn skyldusigur, 3-0, á ÍBV í hrútlei›inlegum leik í Kaplakrika. fiessi li› eiga helst ekki a› leika saman flví leikir li›anna sí›ustu ár hafa veri› skelfilega slakir. fia› var engu a› sí›ur klassamun- ur á li›unum og fla› sást í sí›ari hálfleik. Skyldusigur hjá meisturunum í FH FÓTBOLTI FH vann tilþrifalítinn skyldusigur, 3-0, á ÍBV í hrútleið- inlegum leik í Kaplakrika. Þessi lið eiga helst ekki að leika saman því leikir liðanna síðustu ár hafa verið skelfilega slakir. Það var engu að síður klassamunur á lið- unum og það sást í síðari hálfleik í gær. Fyrri hálfleikur liðanna var án nokkurs vafa sá alslakasti í sumar og satt að segja var hann hund- leiðinlegur. Bæði lið voru sem lömuð, sóttu hægt og án nokkurs ákafa eða vilja. Til marks um getuleysi og leiðindi fyrri hálf- leiksins þá kom fyrsta skot leiks- ins á 27. mínútu frá ÍBV en meist- ararnir létu ekki að sér kveða fyrr en á 38. mínútu. Það var ekki ósanngjarnt að liðin fóru marka- laus til búningsherbergja en leik- menn áttu vart skilið að fá te fyr- ir frammistöðuna í fyrri hálf- leiknum. Eins og við mátti búast var mikið mun meira líf í síðari hálfleiknum. Eyjamenn lágu enn aftarlega en FH kom framar og tók öll völd á vellinum. Smám saman jókst pressan að marki ÍBV og markið lá í loftinu. Það kom á 67. mínútu er Tryggvi Guðmundsson skallaði í netið og Allan Borgvardt gerði slíkt hið sama þrem mínútum síðar. FH slakaði aðeins á klónni í kjölfarið enda var mótstaðan eng- in og ÍBV virtist hafa lítinn áhuga á að skora. Það var eins og Eyjamenn vildu frekar sleppa eins vel frá leiknum og mögulegt var. Það var lítill meistarabragur á FH í þessum leik en liðið gerði það sem þurfti og að vinna 3-0 án þess að leika vel segir meira en mörg orð um FH. Um lið ÍBV er lítið hægt að segja. Liðið er mjög slakt og á lítið sem ekkert erindi í deild þeirra bestu eins og staðan er í dag. Blessunarlega fyrir þá er mótið nýhafið. „Það tók tíma að brjóta þá en það hafðist og ég er ánægður með það,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, en var hann ánægður með leik sinna manna? „Ég er sáttur við að vinna leikinn 3-0. Þetta verður ekki létt mót hjá okk- ur. Ef ég héldi það þá væri ég hættur.“ „Ég get ekki sagt að ég sé sátt- ur. Við spiluðum ekki vel en unn- um samt 3-0 og það er ótrúlegt. Það var enginn glæsibragur á þessu. Þetta var bara lélegt,“ sagði Tryggvi Guðmundsson markaskorari með meiru. Birkir Kristinsson, markvörður ÍBV, var frekar þungur á brún eftir leik- inn. „Við óttuðumst að sjálfstraust- ið færi þegar við lentum undir og það gerðist aftur núna þótt við hefðum haldið hreinu lengur en áður. Við sköpuðum ekki færi í þessum leik og áttum lítið skilið úr honum. Þetta var samt spor í rétta átt,“ sagði Birkir. henry@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS Landsbankadeild karla: FH–ÍBV 3–0 1–0 Tryggvi Guðmundsson (67.), 2–0 Allan Borgvardt (70.), 3–0 Atli Viðar Björnsson (86.) FYLKIR–VALUR 1–2 0–1 Matthías Guðmundsson (17.), 1–1 Helgi Valur Daníelsson (25.), 1–2 Matthías Guðmundsson (50.), ÍA–GRINDAVÍK 3–2 0–1 Magnús Þorsteinsson (34.), 1–1 Hafþór Vilhjálmsson (53.), 2–1 Hjörtur Hjartarson (71.), 2–2 Mounir Ahandouer (76.), 3–2 Andri Júlíusson (90.). KEFLAVÍK–KR 2–1 1–0 Guðmundur Steinarsson (11.), 1–1 Bjarnólfur Lárusson (41.), 2–1 Guðmundur Steinarsson, víti (67.). STAÐAN: FH 3 3 0 0 11–1 9 VALUR 3 3 0 0 7–2 9 KR 3 2 0 1 4–3 6 ÍA 3 2 0 1 4–4 6 KEFLAVÍK 3 2 0 1 5–6 6 FRAM 2 1 0 1 3–1 3 FYLKIR 3 1 0 2 4–5 3 ÞRÓTTUR 2 0 0 2 1–3 0 GRINDAVÍK 3 0 0 3 4–11 0 ÍBV 3 0 0 3 2–9 0 MARKAHÆSTIR: TRYGGVI GUÐMUNDSSON, FH 5 GUÐMUNDUR STEINARSSON, KEFLAV. 3 MAGNÚS ÞORSTEINSSON, GRINDAVÍK 2 MATTHÍAS GUÐMUNDSSON, VAL 2 ALLAN BORGVARDT, FH 2 HJÖRTUR HJARTARSON, ÍA 2 Tvö mörk frá Guðmundi Steinarssyni gegn KR: Sanngjarn Keflavíkursigur „Málið á eflaust eftir að fara í ákveðið ferli hjá okkur en ég sé afstöðu okkar ekki breytast eins og staðan er nú,“ sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ og meðlimur í framkvæmda- stjórn Knattspyrnusambands Evr- ópu, UEFA. „Það er ekki lengur sjálfgefið að sigurvegarar á móti fái sjálfkrafa þátttökurétt á næsta móti, eins og er tilfellið bæði með heims- og Evrópu- meistaramótin. Þar fá eingöngu gestgjafar sjálfkrafa þátttökurétt, aðrir þurfa að taka þátt í und- ankeppninni, líka ríkjandi meistarar.“ Þetta mál hefur verið mikið rætt bæði í Englandi og víðar en hvergi í regl- um Meistaradeildar Evrópu stendur að meistarar fái tækifæri til að verja titilinn ef þeir ná ekki að tryggja sér þátt- töku með viðunandi ár- angri í deildakeppni viðkomandi heima- lands. „Það er undir knatt- spyrnusambandi hvers lands komið hvaða lið eru send til þátt- töku. Þetta hefur áður gerst, á Spáni, og leystu þeir það þannig að meist- ararnir voru látnir taka stað liðsins sem lenti í fjórða sæti í deilda- keppninni. Þetta er því fyrst og fremst vandamál Englendinganna.“ Enska knattspyrnu- sambandið tilkynnti nokkru áður en til úrslitaleiksins kom að það myndi ekki hverfa frá þeirri ákvörðun að senda efstu fjögur liðin í deildinni í Meistara- deildina, óháð því hvort Liverpool fagn- aði sigri gegn AC Milan eða ekki. „En ég er viss um að enska pressan og fleiri aðilar munu setja þrýsting á fram- kvæmdastjórn UEFA. Það verður fundur hjá okkur í júní þar sem þetta mál verð- ur rætt. Það er hins vegar annað mál hvort þessu verði breytt fyrir næsta keppnistímabil. Það kemur til greina og eru margar hugmyndir á loft en ómögulegt að segja til um það nú hvernig fyrirkomulagið verður.“ EGGERT MAGNÚSSON UM LIVERPOOL-MÁLIÐ: MIKILL ÞRÝSTINGUR Á KNATTSPYRNUSAMBAND EVRÓPU Ekki sjálfgefi› a› sigurvegarar haldi áfram *MAÐUR LEIKSINS FH 4–3–3 Daði 5 Guðmundur 6 Auðun 6 Nielsen 6 Freyr 6 Siim 4 Heimir 5 (75. Ólafur Páll –) Davíð Þór 5 (79. Baldur –) Jón Þorgrímur 5 Borgvardt 6 (72. Atli Viðar –) Tryggvi 6 ÍBV 5–4–1 *Birkir 7 Pétur 4 Einar Hlöðver 5 (62. Platt 4) Páll Hjarðar 4 Bjarni Hólm 4 Bjarni Geir 4 Sam 4 (82. Bjarni Rúnar –) Jeffs 5 Andri 4 Atli 4 Steingrímur 4 (41. Magnús Már 3) *MAÐUR LEIKSINS KEFLAVÍK 4–4–2 Ómar 7 Guðjón 5 O´Callaghan 6 Johansson 6 Milicevic 7 Jónas 6 Hólmar Örn 7 Baldur 6 Gestur 6 Hörður 8 *Guðmundur 8 KR 4–3–3 Kristján 6 Sigmundur 6 Ágúst Þór 5 Tryggvi 6 Matute 6 Bjarnólfur 6 Sigurvin 6 Rógvi 6 Sölvi 4 (80. Jökull –) Grétar 5 Arnar G. 4 (73. Gunnar K. –) 3-0 Kaplakriki, áhorf: 1011 Magnús Þórisson (8) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–6 (7–1) Varin skot Daði 1 – Birkir 3 Horn 5–3 Aukaspyrnur fengnar 16–15 Rangstöður 3–1 1–0 Tryggvi Guðmundsson (67.) 2–0 Allan Borgvardt (70.) 3–0 Atli Viðar Björnsson (86.) FH ÍBV 2-1 Keflavíkurv.,áhorf: 1200 Garðar Ö. Hinriksson (6) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 18–7 (6–5) Varin skot Ómar 3 – Kristján 4 Horn 6–5 Aukaspyrnur fengnar 5–8 Rangstöður 4–9 1–0 Guðmundur Steinarsson (11.) 1–1 Bjarnólfur Lárusson (41.) 2–1 Guðmundur Steinarsson, víti (67.) Keflavík KR LA N DS BA N K AD EI LD IN FLOTTUR FYRIRLIÐI Guðmundur Steinarsson var valinn maður leiksins annan leikinn í röð. FRÉTTBLAÐIÐ/VALLI TRYGGVI SJÓÐHEITUR Tryggvi Guðmunds- son skorar hér fimmta mark sitt í Landsbankadeildinni í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.