Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 65
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR Innritun fyrir sumarönn 23. maí - 6. júní á www.fa.is Skólameistari SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Besti vinurinn Léttur öllari Fastir vextir 4,15% Íslensk óverðtryggð lán Vaxtagreiðslulán Blönduð lán Erlend lán Hvernig húsnæðislán henta þér? Íslandsbanki hefur svörin Íslandsbanki leggur áherslu á faglega ráðgjöf um húsnæðislán og persónulega þjónustu svo allir finni þá leið sem þeim hentar best. Við bjóðum sex tegundir húsnæðislána, verðtryggð og óverðtryggð, í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum. Með allt að láni er auðvelt að fjármagna draumahúsnæðið þitt. Þú færð nánari upplýsingar um húsnæðislán Íslandsbanka hjá þjónustufulltrúum í útibúum, í þjónustuveri í síma 440 4000 og á isb.is. Get ég tekið gamla lánið með mér? Á ég að breyta gamla láninu mínu? Hvernig er með húsbáta? Get ég fengið 100% lán? Er hagstætt fyrir mig að endurfjármagna? Á ég að endurskipuleggja fjármálin mín með húsnæðisláni? Brenna þessar spurningar á þínum vörum? Á ég að minnka við mig? Á ég að stækka við mig? Á ég að leigja eða kaupa? Hvað borga ég á mánuði? Á ég að selja og leigja? Er ég orðinn ríkur? Ætti ég að skuldsetja íbúðina mína meira? Hvernig íbúð á ég að kaupa? Hvernig lán hentar mér best? Á ég að taka lánatryggingu með húsnæðisláninu? H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 3 3 5 3 Fréttir af Íslandi Loksins var talað um Ísland ífréttatíma í sjónvarpinu í San Fransiskó. Loksins. HÉR hefur maður verið mánuðum saman að bíða eftir að sagt væri frá litla landinu sem er svo stórt í sér – en af einhverjum ástæðum hefur þeim hundruðum sjónvarpsstöðva sem þrífast hér í heimsálfunni ekki þótt neitt í frásögur færandi. Frá- sagnir af drykkjurútum og lauslætis- drósum sem við grobbum okkur af um allan heim teljast ekki fréttaefni. VAR með annað augað á sjónvarpinu þegar ég sá mynd af Tjörninni í Reykjavík í upphafi fréttatímans. Þandi upp hljóðið, viss um að nú ætti að segja frá þeim heimstíðindum að Icelandair hefði hafið hingað beint flug. Skítt með það að fyrsta flugið hefði verið þremur og hálfum tima á eftir áætlun, Íslendingafélagið hefði þurft að kassera veislu sem það hafði undirbúið lengi og borgað fyrir, borgarstjóri San Fransiskó, sem ætl- aði að taka á móti stórtíðindunum, væri löngu farinn heim að sofa – já og allir sem vinna á flugvellinum. Það eitt að íslenskt flugfélag hefji áætlunarflug hingað, er frétt – finnst okkur. ÞAÐ kom meira að segja heil pró- sessía af stórmerkilegu fólki frá Ís- landi í fylgd lífvarða, fólki sem ræð- ur, fólki sem stjórnar, fólki sem er eitthvað – samt svo ólundarlegt, með nasir sem eiga eftir að sólbrenna hér. EN þótti þeim eitthvað varið í þetta hér? Óekki. Þeir notuðu fyrsta beina flugið til Íslands til þess að elta uppi Bobby Fischer. Það eina sem þykir athyglisvert við land og þjóð, er að við skulum ennþá álíta piltinn þann hetju. En hérlendir hafa ekki lesið Gerplu og átta sig því ekki á okkur. ÞEIR hlógu með öllum kjaftinum yfir því að Fischer skyldi fá íslenskt vegabréf. Hann var eltur, dulbúinn sem útigangsmaður, inn á Loftleiða- hótelið, út á götu, inn í strætó, teknar myndir af Ölstofunni þar sem hann ku súpa þótt hann ætti alls ekki að gera það þar sem hann er sagður sloj í toppstykkinu. ÞAÐ vakti mikla kátínu að Ísland væri svo úrleiðis að við hefðum ekki einu sinni frétt að maðurinn væri „próblem“. SÚSÖNNU SVAVARSDÓTTUR BAKÞANKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.