Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 57
44 27. maí 2005 FÖSTUDAGUR Söngleikurinn Múlan Rús verður frumsýndur í Loftkastalanum í kvöld. Þetta er að grunni til sama sýningin og frumsýnd var í vetur í hátíðarsal Fjölbrautaskólans í Garðabæ, þar sem hún sló aldeilis í gegn og varð ein vinsælasta sýn- ing vetrarins. Hún þótti jafnvel standast samanburð við sýningar atvinnu- fólks á fjölunum og var því ákveð- ið að færa hana í enn glæsilegri búning á sviði Loftkastalans, þar sem hún hefur verið endursköpuð fyrir stóra sviðið og skartar glæsilegum og skemmtilegum dans- og söngatriðum. Söngleikurinn er byggður á hinni vinsælu dans- og söngva- mynd Moulin Rouge þar sem Nicole Kidman og Ewan McGregor fóru á kostum. Alls taka um 50 manns þátt í sýningunni, þar á meðal 15 dansar- ar. Með aðalhlutverk fara Pétur Rúnar Heimisson sem leikur Kristján, Ingibjörg Elín Viðars- dóttir sem leikur Satine, Jóhannes Gauti Sigurðsson sem leikur vonda hertogann og Hrefna Bóel Sigurð- ardóttir sem leikur eiganda hóru- hússins, frú Zidler. Danshöfundur er Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, tón- listarstjóri er Hallur Ingólfsson og höfundur leikgerðar og leikstjóri er Björk Jakobsdóttir. 300 harmonikkur á landsmóti KOMIN Í LOFTKASTALANN Uppfærsla Fjölbrautaskólans í Garðabæ á söngleiknum Múlan Rús sló aldeilis í gegn í vetur og verður frumsýnd í Loftkastalanum í kvöld. Múlan Rús í Loftkastalanum Heimildarmyndin 300 harmonikk- ur verður frumsýnd á Reykjavik Shorts & Docs í kvöld en hún sýn- ir landsmót harmonikkuleikara á Ísafirði árið 2002. Leikstjóri myndarinnar er Spessi, sem hing- að til hefur verið betur þekktur sem ljósmyndari. Þetta er fyrsta myndin hans þó svo að hann hafi einu sinni áður gert mynd um her- stöðina í Keflavík ásamt sænska listamanninum Erik Pauser. Hann kýs frekar að kalla þá mynd vídeóinnsetningu. „Ég hef verið að „doca“ með myndavélinni svo að þetta er kannski eðlilegt fram- hald,“ segir Spessi. „Ég vill alltaf vera að reyna eitthvað nýtt,“ bætir hann við. Spessi fylgdist með landsmót- inu frá upphafi til enda og leyfði aðstæðunum að stjórna ferðinni. „Þetta er skrásetning á því sem fór fram,“ segir hann en í mynd- inni eru viðtöl við tónlistarfólk sem spilaði á hátíðinni ásamt að- standendum þess en allt í alls voru 800 manns á þessu lands- móti. „Mín upplifun var sú að harmonikkuleikur er miklu meira en bara hljóðfæri. Þetta er ástríða sem er sinnt af ótrúlegri ein- lægni,“ segir hann og nefnir til dæmis viðtal sem er að finna í myndinni við Gretti Björnsson, einn fremsta harmonikkuleikara okkar. „Hann klökknaði þegar hann sagði frá sínum fyrstu kynn- um af harmonikkunni.“ Mikilvægi þess að sýna þetta verk sitt á hátíðinni segir Spessi vera ótvírætt. „Það er nauðsyn- legt að setja sig í samhengi við aðra. Sjá hvar maður stendur og leyfa öðrum að sjá hvað það er sem maður er að gera.“ freyrgigja@frettabladid.is 300 HARMONIKKUR Myndin gerist á landsmóti harmonikkuleikara á Ísafirði árið 2002. » FRÁBÆR SJÓNVARPSDAGSKRÁ ALLA DAGA FÖ ST U D A G U R LA U G A R D A G U R SU N N U D A G U R M Á N U D A G U R ÞR IÐ JU D A G U R M IÐ VI K U D A G U R FI M M TU D A G U R Danskar sveitir á Grandrokk Dönsku hljómsveitirnar Maiden Aalborg og Mercenary halda tvenna tónleika á Grandrokk um helgina. Fyrri tónleikarnir verða í kvöld klukkan 23.00 en hinir síðari á sama tíma annað kvöld. Maiden Aalborg spilar eingöngu lög eftir Iron Maiden, sem spilar hér á landi 7. júní í Egilshöll. Mercenary er ein heitasta þungarokkssveit Dana og hefur síðasta plata hennar, 11 Dreams, fengið feykigóða dóma víðsvegar um heiminn. Sveitin spilar m.a. á Hróarskeldu í sumar. Miðar verða gefnir á tónleika Iron Maiden á Grandrokk ásamt DVD-diskum og plötum með hljómsveitinni. Miðaverð á tónleika sveitanna á Grandrokk er 1.500 krónur og er aldurstakmark 20 ár. MERCENARY Danska þungarokkssveitin Mercenary spilar á Grandrokk í kvöld og annað kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.