Fréttablaðið - 27.05.2005, Page 57

Fréttablaðið - 27.05.2005, Page 57
44 27. maí 2005 FÖSTUDAGUR Söngleikurinn Múlan Rús verður frumsýndur í Loftkastalanum í kvöld. Þetta er að grunni til sama sýningin og frumsýnd var í vetur í hátíðarsal Fjölbrautaskólans í Garðabæ, þar sem hún sló aldeilis í gegn og varð ein vinsælasta sýn- ing vetrarins. Hún þótti jafnvel standast samanburð við sýningar atvinnu- fólks á fjölunum og var því ákveð- ið að færa hana í enn glæsilegri búning á sviði Loftkastalans, þar sem hún hefur verið endursköpuð fyrir stóra sviðið og skartar glæsilegum og skemmtilegum dans- og söngatriðum. Söngleikurinn er byggður á hinni vinsælu dans- og söngva- mynd Moulin Rouge þar sem Nicole Kidman og Ewan McGregor fóru á kostum. Alls taka um 50 manns þátt í sýningunni, þar á meðal 15 dansar- ar. Með aðalhlutverk fara Pétur Rúnar Heimisson sem leikur Kristján, Ingibjörg Elín Viðars- dóttir sem leikur Satine, Jóhannes Gauti Sigurðsson sem leikur vonda hertogann og Hrefna Bóel Sigurð- ardóttir sem leikur eiganda hóru- hússins, frú Zidler. Danshöfundur er Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, tón- listarstjóri er Hallur Ingólfsson og höfundur leikgerðar og leikstjóri er Björk Jakobsdóttir. 300 harmonikkur á landsmóti KOMIN Í LOFTKASTALANN Uppfærsla Fjölbrautaskólans í Garðabæ á söngleiknum Múlan Rús sló aldeilis í gegn í vetur og verður frumsýnd í Loftkastalanum í kvöld. Múlan Rús í Loftkastalanum Heimildarmyndin 300 harmonikk- ur verður frumsýnd á Reykjavik Shorts & Docs í kvöld en hún sýn- ir landsmót harmonikkuleikara á Ísafirði árið 2002. Leikstjóri myndarinnar er Spessi, sem hing- að til hefur verið betur þekktur sem ljósmyndari. Þetta er fyrsta myndin hans þó svo að hann hafi einu sinni áður gert mynd um her- stöðina í Keflavík ásamt sænska listamanninum Erik Pauser. Hann kýs frekar að kalla þá mynd vídeóinnsetningu. „Ég hef verið að „doca“ með myndavélinni svo að þetta er kannski eðlilegt fram- hald,“ segir Spessi. „Ég vill alltaf vera að reyna eitthvað nýtt,“ bætir hann við. Spessi fylgdist með landsmót- inu frá upphafi til enda og leyfði aðstæðunum að stjórna ferðinni. „Þetta er skrásetning á því sem fór fram,“ segir hann en í mynd- inni eru viðtöl við tónlistarfólk sem spilaði á hátíðinni ásamt að- standendum þess en allt í alls voru 800 manns á þessu lands- móti. „Mín upplifun var sú að harmonikkuleikur er miklu meira en bara hljóðfæri. Þetta er ástríða sem er sinnt af ótrúlegri ein- lægni,“ segir hann og nefnir til dæmis viðtal sem er að finna í myndinni við Gretti Björnsson, einn fremsta harmonikkuleikara okkar. „Hann klökknaði þegar hann sagði frá sínum fyrstu kynn- um af harmonikkunni.“ Mikilvægi þess að sýna þetta verk sitt á hátíðinni segir Spessi vera ótvírætt. „Það er nauðsyn- legt að setja sig í samhengi við aðra. Sjá hvar maður stendur og leyfa öðrum að sjá hvað það er sem maður er að gera.“ freyrgigja@frettabladid.is 300 HARMONIKKUR Myndin gerist á landsmóti harmonikkuleikara á Ísafirði árið 2002. » FRÁBÆR SJÓNVARPSDAGSKRÁ ALLA DAGA FÖ ST U D A G U R LA U G A R D A G U R SU N N U D A G U R M Á N U D A G U R ÞR IÐ JU D A G U R M IÐ VI K U D A G U R FI M M TU D A G U R Danskar sveitir á Grandrokk Dönsku hljómsveitirnar Maiden Aalborg og Mercenary halda tvenna tónleika á Grandrokk um helgina. Fyrri tónleikarnir verða í kvöld klukkan 23.00 en hinir síðari á sama tíma annað kvöld. Maiden Aalborg spilar eingöngu lög eftir Iron Maiden, sem spilar hér á landi 7. júní í Egilshöll. Mercenary er ein heitasta þungarokkssveit Dana og hefur síðasta plata hennar, 11 Dreams, fengið feykigóða dóma víðsvegar um heiminn. Sveitin spilar m.a. á Hróarskeldu í sumar. Miðar verða gefnir á tónleika Iron Maiden á Grandrokk ásamt DVD-diskum og plötum með hljómsveitinni. Miðaverð á tónleika sveitanna á Grandrokk er 1.500 krónur og er aldurstakmark 20 ár. MERCENARY Danska þungarokkssveitin Mercenary spilar á Grandrokk í kvöld og annað kvöld.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.