Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.05.2005, Blaðsíða 22
Forystumenn Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur hafalýst andstöðu við hugmyndir um að Orkuveitan selji raforkutil álvers sem rætt er um að byggja í Helguvík á Reykjanesi. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, lætur sér þetta greinilega í léttu rúmi liggja enda má hann vita að alltaf er hægt að mynda nýjan meirihluta í borgarstjórn ef Vinstri-grænir verða til vandræða. Afstaða Vinstri-grænna er að ýmsu leyti einkennileg. Það er ekki verið að ræða um að reisa álver í Reykjavík. Eiga borgaryfirvöld hér að ráða því hvaða atvinnufyrirtæki eru reist í öðrum sveitarfélög- um? Eiga þau að setja það sem skilyrði fyrir orkusölu að kaupandinn sé „umhverfisvænn“? Er það ekki heldur mikil forsjárhyggja og af- skiptasemi af lögmætum ákvörðunum í öðrum sveitarfélögum? Í þessu máli skírskota Vinstri-grænir til þess að þeir séu umhverf- isverndarflokkur. Andstaðan við orkusölu til álvers sé á þeim grunni byggð. Hún sé reist á hugsjónum og varðstöðu um málefnagrundvöll flokksins. En þá er eðlilegt að krafist sé samkvæmni í málflutningi og vinnubrögðum. Vinstri-grænir koma því miður ekki vel út úr slíku prófi. Ekki yfirgáfu þeir kjötkatla Ráðhússins vegna Kára- hnjúkavirkjunar. Og nú þegar R-listinn er að undirbúa stórfelld um- hverfisspjöll í nágrenni Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur blæs fulltrúi þeirra, sem er formaður umhverfisráðs Reykjavíkur, á alla gagn- rýni, hafnar því að fyrirhugaðar framkvæmdir vegna Háskólans í Reykjavík fari í umhverfismat og smíðar sér furðulegar röksemdir til að hnekkja því að háskólalóðin skaði eitt vinsælasta útivistar- svæði borgarbúa. Flokkur sem er ekki sjálfum sér samkvæmur er ekki trúverðug- ur. Ástæðan fyrir því að Alfreð Þorsteinsson kímir þegar fulltrúar Vinstri-grænna eru með ólund er ekki bara sú að hann getur reitt sig á stuðning Sjálfstæðisflokksins á úrslitastundu heldur þykist hann líklega vita að á endanum eru umhverfisverndarmál ekki nógu stór og þýðingarmikil til að Vinstri-grænir láti meirihlutasamstarfið í borgarstjórn lönd og leið fái þeir sínu ekki framgengt. Alfreð þekk- ir sína samstarfsmenn. Þess vegna hefur hann fyrirskipað að undir- búningur orkusölunnar skuli settur í fullan gang. Sjálfsagt er að ræða á opinberum vettvangi um álver og stóriðju og eðlilegt að um slík efni séu skiptar skoðanir. En þegar til lengri tíma er litið er hætt við að menn muni fremur minnast Vinstri- grænna vegna umhverfisspellvirkjanna í Nauthólsvíkinni, gangi þau fram, heldur en deilnanna um orkusölu til álvers í Helguvík. Í stað friðsæls útivistarsvæðis og sérstæðrar náttúru og fuglalífs munum við sjá steinsteypublokkir, malbikaðar flatir og þúsundir ökutækja spúandi olíu og bensíni. Þá verður sagt: Þetta var nú árangurinn af stjórnartíð Vinstri-grænna í Reykjavík. ■ Mjög mikill þrýstingur er á stjórnmálamenn að ríkisvæða stjórnmálin. Krafan um aukna ríkisstyrki til handa stjórnmála- flokkum er hávær og fyrir tveimur árum tók Alþingi þá ákvörðun að greiða formönnum stjórnmálaflokka sérstakt álag á þingfararkaupið sitt. Frá árinu 2000 hafa ríkisframlög til stjórnmálaflokka hækkað um rúmlega sextíu prósent. Í ár nema framlög skattgreiðenda til flokkanna rúmum 300 milljón- um króna. Það er vel yfir millj- arður króna á einu kjörtímabili, hækki upphæðin ekki á þeim tíma. Jafngildir það nítján millj- ónum á hvern þingmann eða fimm milljónum króna á ári. Að auki fá flokkarnir ríflegar greiðslur til að mæta kostnaði vegna ráðgjafar sérfræðinga við þingstörf sín. Formenn stjórnmálaflokk- anna taka sjálfir ákvörðun um ríkisstyrkina ár hvert. Ólíklegt er að þeir sem nú sitja á þingi leggi til að framlögin lækki. Það hefur alltaf verið þægilegt að senda reikning fyrir útgjöldum til skattgreiðenda. Þetta er var- hugaverð þróun sem við verðum að vera vakandi fyrir. Í byrjun síðasta árs hækkaði þingfararkaup formanna stjórn- málaflokkanna um 220 þúsund krónur á mánuði. Almenningur á Íslandi á ekki að greiða for- mönnum stjórnmálaflokka sér- stök laun fyrir að gegna því embætti. Það á að vera á ábyrgð þeirra sem kjósa viðkomandi einstakling til forystu í sínum flokki. Formaðurinn vinnur í þeirra umboði, talar í þeirra nafni og vinnur sameiginlegum hugmyndum þeirra fylgi. Aðrir bera ekki ábyrgð á því. Það eru því haldlítil rök fyrir því að hækka laun formanna stjórnmálaflokka, sem ekki eru ráðherrar, eins og fram kom í umdeildu eftirlaunafrumvarpi á sínum tíma. Ekki er nóg með að þeir tali fyrir skoðunum, sem eru mörgum á móti skapi, held- ur gegna þeir engu öðru hlut- verki í umboði kjósenda en að sinna starfi sínu sem alþingis- menn. Því ættu skattgreiðendur þá að greiða þeim hærri laun? Sífellt er verið að gera sjálfa stjórnmálamennina samdauna því kerfi sem þeir vinna við að bæta og breyta. Kerfisbreyting- ar miða oft að því að auðvelda þeim að starfa sem alþingis- menn allan sinn starfsferil. Vilji til að breyta ríkulegum eftir- launum þingmanna er dæmi um það. Það gleymist hins vegar að þingmenn velja sjálfir starfs- vettvanginn og kannski ekki æskilegt að þeir dvelji þar til starfsloka. Nær væri að sníða kerfið þannig að hver og einn þingmaður stoppi stutt við á Al- þingi. Þannig aukast líkurnar á að hann vinni í þágu almanna- hagsmuna en ekki sérhags- muna. Allt er þetta tilraun til að rík- isvæða stjórnmálin. Um það virðist vera þegjandi samkomu- lag á Alþingi. Í leiðara Morgun- blaðsins 13. maí síðastliðinn seg- ir að ekki megi gleyma því að stjórnmálaflokkar séu grund- vallarstofnanir í lýðræðiskerfi okkar og því beri að styrkja þá og efla sem slíka. En þetta er ekki lýðræðislegra kerfi en svo að það mismunar fólki sem ekki á sæti á Alþingi Íslendinga. Þeir sitja ekki við sama borð og fá ekki peninga skattgreiðenda til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri eins og flokkar sem fyrir eru. Er einhver sanngirni í því? Er það lýðræðislegt? Ríkisframlög til stjórnmála- flokka neyða alla til að styðja við bakið á hugmyndum sem þeim þóknast ekki. Það getur ekki talist siðferðilega rétt í frjálsu þjóðfélagi. Auk þess er mikilvægt að drifkraftur stjórn- málanna byggist á frjálsu fram- lagi einstaklinga, hvort sem er í formi vinnu fyrir stjórnmálaöfl eða með fjármagni. Fyrirtæki eru í eigu einstaklinga og þess vegna má ekki banna þeim að styrkja stjórnmálaflokka. Þetta tryggir best að þau sjónarmið sem uppi eru í þjóðfélaginu og mest sátt er um nái fram að ganga. Ekki má beita ríkis- styrkjum til að koma ákveðnum skoðunum á framfæri. Við verðum að berjast gegn því að stjórnmálamenn ríkis- væði stjórnmálin. ■ 27. maí 2005 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Umhverfisspjöll við Nauthólsvík eru ekki þýðingarminni en álver á Reykjanesi. Ósamkvæmni Vinstri-grænna FRÁ DEGI TIL DAGS Sjálfsagt er a› ræ›a á opinberum vettvangi um álver og stóri›ju og e›lilegt a› um slík efni séu skiptar sko›anir. En flegar til lengri tíma er liti› er hætt vi› a› menn muni fremur minnast Vinstri-grænna vegna umhverfisspellvirkjanna í Nauthólsvíkinni, gangi flau fram, heldur en deilnanna um orkusölu til álvers í Helguvík. Í DAG RÍKISVÆÐING BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON Ríkisframlög til stjórnmála- flokka ney›a alla til a› sty›ja vi› baki› á hugmyndum sem fleim flóknast ekki. fia› getur ekki talist si›fer›ilega rétt í frjálsu fljó›félagi. Auk fless er mikilvægt a› drifkraftur stjórn- málanna byggist á frjálsu framlagi einstaklinga, hvort sem er í formi vinnu fyrir stjórnmálaöfl e›a me› fjár- magni. Ekki má beita ríkisstyrkjum til a› koma ákve›num sko›unum á framfæri. Ríkisvæ›ing stjórnmálanna Merkel kanzlaraefni Eftir að ljóst varð að þingkosningar í Þýzkalandi myndu fara fram strax í haust, ári áður en kjörtímabilinu lýkur, er orðið mjög líklegt að í mesta þunga- vigtarríki Evrópu verði kona næsti ríkis- stjórnarleiðtogi. Nær öruggt er að Ang- ela Merkel, formaður kristilegra demó- krata og leiðtogi stjórnarandstöðunnar á þýzka þinginu, verði kanzlarefni flokksins. Og þar sem mjög ólíklegt er að hin „rauð-græna“ ríkisstjórn Ger- hards Schröder verði endurkjörin blasir við að Merkel myndi næstu ríkisstjórn í Berlín. Konur leiðtogar? Eftir sigur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í for- mannskjörinu í Samfylkingunni liggur fyrir að hún verði forsætisráðherraefni flokksins í næstu alþingiskosningum, sem að óbreyttu fara fram vorið 2007. Sigri hún í þeim munu stærsta og minnsta germanska þjóðin í álfunni lúta stjórn sem kona fer fyrir. Mið- stærðarþjóðin Svíar var að vísu undir það búin að fá konu sem forsætisráð- herra eftir næstu kosningar, en úr því vonarstjarnan Anna Lindh var myrt verður lengri bið á því. Enginn kvenleiðtogi rík- isstjórna Engin kona stýrir ríkisstjórn í Evrópu eins og er. „Járnfrú- in“ Margaret Thatcher og norski skörungurinn Gro Harlem Brundtland eru að sjálfsögðu ógleymd- ar. En eins og sakir standa er Nýja-Sjá- land eina OECD-ríkið þar sem kona stýrir ríkisstjórn, Helen Clark. Þó eru konur kjörnir þjóðhöfðingjar í nokkrum Evrópulöndum – Tarja Halonen í Finn- landi, Mary McAleese á Írlandi og Vaira Vike-Freiberga í Lettlandi. Á Filippseyj- um er Gloria Arroyo bæði þjóðhöfðingi og ríkisstjórnarleiðtogi, Chandrika Bandaranaike Kumaratunga er forseti á Srí Lanka (og var áður forsætis- ráðherra) og í Bangladess hefur Khaleda Zia stýrt ríkisstjórn síðan haustið 2001. En þar með eru líka upptalin þau lönd heimsins þar sem konur eru í forystu fyrir ríkisvaldinu. audunn@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.