Fréttablaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 21
SUNNUDAGUR 29. maí 2005 21 Ég sef enn í sama rúmstæðiog ég fæddist í. Hef aldreibúið annars staðar en hér á bænum,“ segir Guðjón Jósepsson, bóndi í Pálshúsum í Garðabæ. „Ég fæddist á kreppuárunum, en þá bjuggu hér foreldrar mínir og þar áður amma og afi. Alls voru sextíu manns á svæðinu, allt kotbændur og fjölskyldur þeirra. Fólk lifði á landbúnaði og sjónum, allt þar til stríðið kom og allir fóru að vinna,“ segir Guðjón, sem sjálfur gekk meðfram sjónum til vinnu í fiski í Hafnarfirði aðeins níu ára gamall. „Ég var átta ára þegar herinn kom, en þeir voru með vélbyssu- hreiður í túninu heima og gengu um hlaðið kvölds og morgna á sól- arhringsvöktum. Þeir voru afar góðir við mig, leyfðu mér að fægja byssurnar sínar, fyrst Bret- ar og síðar Kanadamenn, sem reyndar voru svo líkir íslenskum bændum að þeir komu í fjósið til að mjólka kýrnar,“ segir Guðjón brosmildur yfir minningunni. Í túnum Pálshúsa hoppa ný- fædd lömb og þriflegar kindur, ásamt landnámshænum í fjósinu, en áratugur er síðan Guðjón hætti með kúabúskap. „Maður verður einhvern tím- ann að hætta þessu rugli. Það var orðið svo einangrað að sækja mjólkina hingað.“ Á bernskuárum Guðjóns var byggðin í Hafnarfirði aðeins lítil rönd húsaþyrpinga þar sem nú stendur gamli bærinn. „Mér er svo sem sama þótt það þrengi að manni hér í sveitinni, en svo kemur að því að við verðum rekin burtu. Garðabær eignaðist þessar jarðir með hrossabraski og keypti af ríkinu, en Þjóðkirkjan átti þessar jarðir og við leiguliðar hjá henni. Eflaust áttum við for- kaupsrétt á jörðunum, búin að búa hér kynslóð fram af kynslóð, en okkur voru aldrei boðnar þær til kaups,“ segir Guðjón, sem komst í fréttir í fyrra þegar hann skaut hreinræktaðan boxerhund á land- areign sinni. „Maður stendur ekki aðgerðar- laus og gónir á það þegar fé manns er rifið á hol. Deginum áður hafði annar hundur drepið hjá mér kind og hálfdrepið aðra sem dýralækni tókst að sauma saman. Sá sagði ekki annað að gera en að drepa hunda sem bíta önnur dýr því annars héldu þeir því áfram að salla búfénaðinn nið- ur. Það er stutt í drápseðli hunda og bæði ábyrgð og vinna sem fylg- ir því að fara út með hund sem annars er vanur inniveru. Þeir verða vitlausir undir slíkum kringumstæðum og ekki hægt að fara í þá vopnlaus. Fólk ber enga virðingu fyrir fé bændanna hér, jafnvel þótt alls staðar séu skilti sem sýni að bannað sé að vera með lausa hunda. Í kjölfarið stökkva kindurnar á víra, en þannig misstu þrjár af mínum kindum lömb sín í fyrrasumar.“ Guðjón segir sveitina vinsælt útivistarhverfi þótt umferð- argnýr og hávaði frá álverinu í Straumsvík valdi æ meiri hljóð- mengun. „Mikið af fólki kemur eftir veginum að ganga af sér spikið, en fyrir rest, þegar hér verður ekkert nema malbik og steypa, mun íbúana vanta útivistarsvæði. Að mínum dómi ætti svæðið að vera óbyggt áfram, enda nátt- úruperla og synd að sjá grænum svæðum fækka á kostnað bygg- ingaræðis, sem er fáránlegt, eins og hér fjölgi um 30 þúsund manns á ári! Ég veit ekki hver stendur fyrir þessu, sennilega verktakar, en svo eru menn flæmdir burtu með tiltækum ráðum, eins og í Fífuhvammi þar sem lóðagjöld urðu að milljónum sem enginn réð við að borga.“ Guðjón býr með systur sinni að Pálshúsum, en bærinn er til fyrir- myndar í öllu viðhaldi. Sannkölluð paradís. „Jú, mér finnst ég alltaf vera kominn í sveitina eftir bæjarferð- ir sem fara æ meira í taugarnar á mér því ástandið hefur versnað mikið á síðustu árum og umferð- arþunginn þess valdandi að ekki er fært nema á vissum tímum dagsins. Þetta er ósköp þægilegur staður, stutt í þjónustu og svo aft- ur í sveitakyrrðina. Ég veit svo ekki hvað ég má vera lengi. Fólk- ið hér fréttir ekkert né fær að vera með í ráðum.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Aldrei me› í rá›um GUÐJÓN JÓSEPSSON, BÓNDI Í PÁLSHÚSUM Í GARÐABÆ „Ég var átta ára þegar herinn kom, en þeir voru með vélbyssuhreiður í túninu heima. Þeir leyfðu mér að fægja byssurnar sínar, fyrst Bretar og síðar Kanadamenn, sem reyndar voru svo líkir íslenskum bændum að þeir komu í fjósið til að mjólka kýrnar.“ DÝRAVINUR MEÐ LANDNÁMSHÆNU „Maður stendur ekki aðgerðarlaus og gónir á það þegar fé manns er rifið á hol. Deginum áður hafði annar hundur drepið hjá mér kind og hálfdrepið aðra sem dýralækni tókst að sauma saman.“ Gu›jón Jósepsson, bóndi í Pálshúsum í Gar›abæ, komst í fréttir flegar hann skaut boxerhund á landareign sinni, í sta› fless a› horfa á búféna› sinn rifinn á hol. Hann man tímana tvenna, enda hvergi búi› annars sta›ar um dagana, alsæll í sveitinni vi› stórborgina. fiórdís Lilja Gunnarsdóttir hitti Gu›jón me›al land- námshænsna í fjósinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.