Fréttablaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 61
SUNNUDAGUR 29. maí 2005 33
KA fór illa me› nágranna sína í fiór
Fjórir leikir fóru fram í 1. deild karla í gær. Stórleikur umfer›arinnar fór fram á Akureyri flar sem KA og
fiór mættust. Lárus Orri Sigur›sson sá rautt í leiknum og eftirleikurinn var au›veldur fyrir KA.
FÓTBOLTI Það var blóðug barátta á
Akureyri í gær þegar erkifjend-
urnir í Þór og KA mættust. Hart
var tekist á eins og venjulega og
fengu tveir leikmenn Þórs að líta
rauða spjaldið. Það nýttu KA-
menn sér til fullnustu og þegar
upp var staðið höfðu þeir niður-
lægt Þórsarana, 6-1.
KA-menn komust yfir strax á
12. mínútu með marki Húsvík-
ingsins Pálma Rafns Pálmasonar.
Vendipunktur leiksins kom síðan
á 37. mínútu þegar Egill Már
Markússon dómari gaf Lárusi
Orra Sigurðssyni beint rautt
spjald fyrir háskalega tæklingu.
Lárus Orri vissi upp á sig sökina
og yfirgaf svæðið hávaðalaust.
Þannig stóðu leikar í hálfleik
en Þórsarar jöfnuðu óvænt í upp-
hafi þess síðari úr vítaspyrnu.
KA-menn voru fljótir að svara
með öðru marki, einnig úr víti, og
þegar Þórsarar misstu annan
mann af velli var allur vindur úr
þeim. KA-menn gengu á lagið og
bættu við fjórum mörkum áður en
Egill Már flautaði leikinn af.
Í Víkinni var söguleg stund
þegar reykvísku Víkingarnir tóku
á móti Víkingunum frá Ólafsvík.
Sá leikur var aldrei spennandi
enda eru Reykjavíkur-Víkingar
með mikið sterkara lið og þeir
voru ekki í vandræðum með nafna
sína frá Ólafsvík. Lokatölur 7-0
sem var síst of stór sigur.
Nýliðar KS frá Siglufirði komu
verulega á óvart á Kópavogsvelli
með því að leggja HK að velli, 0-2.
Sigur Siglfirðinga var sanngjarn
og sannfærandi enda héldu þeir
algjörlega aftur af sóknarleik
heimamanna sem áttu eitt veru-
legt færi í leiknum. Það er ljóst að
KS er með mun sterkara lið en
menn töldu í fyrstu og verða þeir
sýnd veiði en ekki gefin. HK held-
ur aftur á móti áfram að valda
vonbrigðum en til mikils var ætl-
ast af liðinu fyrir mótið.
Völsungur frá Húsavík situr
sem fastast á botni deildarinnar
án stiga eftir 1-0 tap gegn Hauk-
um. Það sem meira er þá hefur
þeim ekki enn tekist að skora
mark sem er ákaflega dapur ár-
angur hjá Zorani Ljubicic og læri-
sveinum hans.
henry@frettabladid.is
Flestir frá meisturum Juventus og Milan
Markvörður, Gianluigi Buffon: Eitthvað voru Ítalir
að vandræðast með að kjósa hann besta markvörð
sögunnar á dögunum og náðu ei sátt þótt Zoff taldi
hann sér fremri.
Vörn, Lilian Thuram: Bakvörður? Miðvörður?
Þvílíkur snillingur. Ég set hann hægra megin til
öryggis.
Vörn, Fabio Cannavaro: Fengur ársins. Hvað var
Inter að pæla að sleppa honum?
Vörn, Paolo Maldini: Besta leiktíð hans í áraraðir.
Eitthvað svo dásamlegt energí og fágun.
Vörn, Marek Jankulowski: Tékkinn aggressívi er
heilinn á bak við flestar árásir Udinese.
Miðja, Andrea Pirlo: Besti leikstjórnandi Evrópu í
dag.
Miðja, Kaká: Sætur Brassi með bestu boltameð-
ferðina sé litið fram hjá Ronaldinho.
Miðja, Mauro Camoranesi: Argentínski Ítalinn var
fremstur miðjumanna Juve áttina að 28. meistara-
titlinum. Ótrúlega vinnusamur leikmaður.
Miðja, Francesco Flachi: Skemmtilegasti leik-
maður deildarinnar í spútnikliði tímabilsins. Sögnin
að fleygja sér fær nýja merkingu sé litið til hans.
Sókn, Alberto Gilardino: Ofurmannlegt að vera
annað árið í röð í markakóngskeppni með einu
slappasta liði deildarinnar og skapar sér færin sjálfur
í þokkabót.
Sókn, Zlatan Ibrahimovic: Besta byrjun leikmanns
á Ítalíu síðan Platini klæddist skyrtunni gráhvítu
með glæsibrag.
„Lið sem myndi skyggja á allar hugmyndir um
varnarmennsku Ítala þótt varasamt sé að pæla í
fótbolta fagurfræðar og sanngirni eftir afrek
Bítlaborgarinnar síðustu daga.“
Buffon
Pirlo
4-4-2
LIÐIÐ MITT > EINAR LOGI VIGNISSON SETUR SAMAN LIÐ ÁRSINS Í ÍTALSKA BOLTANUM
Jankolowski Cannavaro Maldini Thuram
Gilardino
Camoranesi
Kaká Flachi
Zlatan
LEIKIR GÆRDAGSINS
1. deild karla:
KA–ÞÓR 6–1
1–0 Pálmi Rafn Pálmason (12.), 1–1
Steinn Símonarson, víti (48.), 2–1 Jóhann
Þórhallsson, víti (50.), 3–1 Jóhann
Helgason (57.), 4–1 Jóhann Þórhallsson
(59.), 5–1 Hreinn Hringsson (85.), 6–1
Hreinn Hringsson (90.).
VÍKINGUR R.–VÍKINGUR Ó. 7–0
1–0 Elmar Dan Sigþórsson (13.), 2–0
Daníel Hjaltason, víti (18.), 3–0 Davíð Þór
Rúnarsson (25.), 4-0 Milos Glogovac
(45.), 5–0 Elmar Dan Sigþórsson (66.),
6–0 Hörður Bjarnason (78.), 7–0 Stefán
Örn Arnarson (84.).
HK–KS 0–2
0–1 Branislav Zrnic (7.), 0–2 Ragnar
Hauksson, víti (67.)
HAUKAR–VÖLSUNGUR 1–0
1–0 Hilmar R. Emilsson (31.)
STAÐAN:
BREIÐABLIK 3 3 0 0 4–1 9
VÍKINGUR R. 3 2 1 0 14–2 7
KA 3 2 0 1 9–3 6
ÞÓR 3 1 1 1 6–9 4
VÍKINGUR Ó. 3 1 1 1 1–7 4
HAUKAR 3 1 1 1 4–4 3
KS 3 1 0 2 4–5 3
FJÖLNIR 3 1 0 2 3–7 3
HK 3 0 2 1 2–4 2
VÖLSUNGUR 3 0 0 3 0–5 0
Skoski bikarinn:
GLASGOW CELTIC–DUNDEE UNITED 1–0
1–0 Alan Thompson (11.)
Spænski boltinn:
REAL SOCIEDAD–BARCELONA 0–0 TAKK FYRIR KOMUNA, SJÁUMST SÍÐAR Egill Már Markússon dómari sýnir hér Þórsaranum
Dragan Simovic sitt annað gula spjald og um leið hið rauða. Simovic var annar Þórsarinn
sem fékk rautt hjá Agli í leiknum en áður hafði Lárus Orri Sigurðsson séð rautt hjá Agli Má.
PEDROMYNDIR.IS/ÞÓRIR Ó. TRYGGVASON
VÖLSUNGUR Á BOTNINUM Baldvin Jón
Hallgrímsson náði ekki að koma í veg fyrir
enn eitt tap hjá Völsungi í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.