Fréttablaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 59
31SUNNUDAGUR 29. maí 2005 Lítið hefur farið fyrir krufningu á líki AC Milan-liðsins í ítölskum fjölmiðlum eftir háðulegt tap liðsins gegn Liverpool í úr- slitaleik Meistaradeildarinnar í vikunni. Er sem ítalskir séu í losti og átti sig eng- an veginn á því hvernig leikurinn gat farið svona. Forsvarsmenn liðsins, for- sætisráðherrann og eigandinn Silvio Berlusconi og forseti félagsins, Adriano Galliani, hafa lagt áherslu á að árangur liðsins í vetur hafi eftir allt saman verið mjög góður og að staða þjálfarans Carlo Ancelotti sé trygg. Vantar neista Þegar Milan-menn rakna úr rotinu má hins vegar gera ráð fyrir að einhver til- tekt verði gerð í herbúðum liðsins. Staðreyndin er nefnilega sú að árangur liðsins í vetur er fjarri því ásættanlegur og alveg með ólíkindum hvernig liðið kastaði frá sér bæði ítalska titlinum og Evrópumeistaratitlinum. Sennilega hefur ekkert félag í Evrópu yfir að ráða jafn sterkum leikmannahópi og Milan og ekki skortir samæfingu leikmanna. Liðið varð Evrópumeistari í hittifyrra og Ítalíumeistari með yfirburð- um í fyrra. Leikmannahópurinn hefur haldist óbreyttur að mestu, styrkst ef eitthvað er. Það mátti því gera kröfur til liðsins að fleiri titlar yrðu sóttir. En eitthvað virðist skorta á hjá liðinu, það vantar einhvern neista sem þarf til þess að klára verkefnin. Þetta sást í fyrra þegar liðið hélt til Spánar með þriggja marka forskot til þess eins að tapa með fjórum mörkum gegn Deportivo La Coruna. Minnti áfallið í Tyrklandi á Spánarförina háðulegu. Á heimavígstöðvunum réðust úrslitin í tveimur leikjum gegn keppi- nautunum í Juventus þar sem Milan náði ekki að nýta yfir- burði sína í báðum leikjun- um til sigurs. Ítölskum fjöl- miðlum ber saman um að Juventus hafi stolið stigunum af Milan í leikjunum og þar í landi er litið svo á að Juve hafi labbað held- ur billega í burtu með titilinn. Berlusconi hefur á tuttugu ára valda- tíma sínum hjá Milan sýnt undir- mönnum sínum hollustu og flestir þjálfarar liðsins hafa verið „Mil- anista“, fyrrver- andi leikmenn eða þjálfarar sem hafa starfað lengi innan félags- ins. Carlo Ancelotti var stórkostlegur leikmaður á sinni tíð og hann þykir drengur góður. Hann virðist hins vegar ekki hafa þá siguráru í kring- um sig sem þjálfara toppliðs er nauð- synleg. Þegar hann stýrði Juventus missti liðið af meistaratitli tvö ár í röð í lokaumferðinni og þótt hann hafi náð að landa titlum hjá Milan verður ekki horft framhjá þeim titlum sem hafa runnið úr greipum á ögurstundu. Ferna Capellos Ekki má þó gera lítið úr árangri Juventus undir stjórn Fabios Capello sem hefur nú náð þeim einstæða árangri að leiða fjögur lið til meistaratitils. Maðurinn hefur orðið meistari með ölllum liðum sem hann hefur þjálf- að! Capello náði á undraskömmum tíma að berja saman lið sem flestir töldu ekki líklegt til stór- afreka á haust- dögum. Capello gerði róttækar breytingar á vörn liðsins og lagði áherslu á mikla var- færni í leik liðsins. Hann taldi einfaldlega að ekki væri innistæða hjá mannskapnum fyrir mikilli ævintýra- mennsku og tók afar illa gagnrýnisrödd- um sem töldu Juventus leika fremur leiðinlegan fótbolta. Lið Capello hafa yfirleitt leikið skemmtilegan fótbolta og þótt lítið hafi farið fyrir slíku í vetur voru fingraför hans greinileg á leik Juventus. Klassíkt 4-4-2 leikkerfi eins og Capello hefur alltaf látið lið sín spila með stóran mann á toppnum, Svíann Zlatan Ibra- himovic, sem lék manna best í meist- araliðinu ásamt miðjumanninum Camoranesi og öftustu línunni, Buffon, Cannavaro og Thuram. Gera má ráð fyrir að Capello styrki liðið í sumar, það vantar áþreifanlega fleiri sóknar- og miðjumenn með sprengi- kraft og er fyrrum lærisveinninn Antonio Cassano efstur á blaði á innkaupalistan- um. Samp og Sikileyingarnir Að baráttu Milan og Juve frátaldri vakti framganga Sikileyjarliðanna Palermo og Messina mesta athygli ásamt stórgóð- um leik hins forna stórveldis Samp- doria. Sikileyingarnir lentu í sjötta og sjöunda sæti og Palermo leik- ur því í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Sampdoria berst við Udinese um síðasta sætið í Meistaradeildinni og ræðst í loka- umferðinni í dag hvort liðið kemst að þeim kjötkötlum. Sampdoria nýtur mikillar velþóknunar í ítölsku pressunni einkum fyrir þá staðreynd að liðið er nær eingöngu byggt á ítölskum leik- mönnum sem er fátítt á þessum síð- Bosman tímum. Um afganginn af liðunum í deildinni er best að hafa sem fæst orð um. Þrettán liða pakki þar sem einungis munar níu stigum á neðsta liðinu og því sem er í áttunda sæti. Þessi lið hafa flest verið hörmulega léleg í vetur og endurspegla þann aukna ójöfnuð sem ríkir í Evrópu- boltanum. Maskínan sem sprakk EINAR LOGI VIGNISSON: AC MILAN Í SÁRUM 126 keppendur héldu utan í morgun Smáfljó›aleikarnir ver›a settir í Andorra á mánudagsmorgun og standa yfir í fimm daga. Íslenska keppnisli›i› setur stefnuna á sigur á mótinu. SMÁÞJÓÐALEIKAR Á mánudagskvöld- ið verða smáþjóðaleikarnir settir í Andorra þar sem keppnin fer fram í ár. 126 íslenskir keppendur halda utan í dag ásamt fylgdarliði. Íslenska keppnisliðið á harma að hefna, eftir að hafa hlotið flest verðlaun á leikunum nokkur skipti í röð, urðu þeir að láta í minni pokann fyrir tveimur árum á Möltu, er leikarnir fóru síðast fram. Sigríður Jónsdóttir, varaforseti ÍSÍ, er fararstjóri íslenska hóps- ins og segir hún undirbúninginn hafa gengið vel. „Við vorum með undirbúningsfund á þriðjudaginn þar sem meira en 100 keppendur, farar- og flokkstjórar mættu. Þar voru aðstæður kynntar og það sem bíður okkar ytra. Það var ein- staklega góð stemmning í hópnum og hefur undirbúningur keppenda gengið vel,“ segir Sigríður. Keppt í strandblaki Að sögn hennar senda tíu sérsam- bönd 126 þátttakendur til leiks í 12 íþróttagreinum. Meðal kepp- enda eru til að mynda keppnislið í strandblaki karla sem verður að teljast fremur ný íþrótt hér á landi. „Þetta er íþrótt sem hefur notið sífellt meiri vinsælda. Það sýndi sig til dæmis á síðustu ólympíuleikum hversu vinsæl sjónvarpsíþrótt þessi grein er.“ Íslenski hópurinn flýgur í dag til Barcelona þar sem rútur munu flytja mannskapinn til fjallríkis- ins Andorra og tekur það ferðalag um þrjár klukkustundir. Hópur- inn nýtir sér mánudaginn til að koma sér fyrir og kynna sér að- stæður áður en setningarathöfnin hefst um kvöldið. Keppni hefst á þriðjudagsmorguninn og stendur yfir til laugardagsins þegar mót- inu verður slitið. Stefnan sett hátt „Að sjálfsögðu setjum við stefn- una á að vinna til flestra verð- launa. Við vitum þó að það eru nokkrir sterkir keppendur sem ekki verða með, Örn Arnarson á við meiðsli að stríða og okkar bestu hlaupadrottningar eru að keppa á alþjóðlegum mótum ann- ars staðar,“ sagði Sigríður. Íslensku körfuboltalandsliðin ætla sér einnig stóra hluti og setja stefnuna á sigur bæði í karla- og kvennaflokki. Hannes Jónsson er fararstjóri körfubolta- hópsins. „Undirbúningurinn hefur gengið vel. Landsliðið kom saman fyrir þremur vikum en kvenna- landsliðið hefur verið viku lengur saman,“ sagði Hannes. Ekki eru allir okkar körfuboltamenn í landsliði karla og segir Hannes það miður. „Já, það er auðvitað leiðinlegt. En engu að síður ætl- um við okkur stóra hluti.“ Landslið kvenna hefur leik strax á þriðjudag og lýkur keppni tveimur dögum síðar en karlarnir byrja á miðvikudag og keppa al- veg fram á lokadag mótsins. eirikurst@frettabladid.is ÞRENN VERÐLAUN Sundkappinn Jakob Jóhann Sveinsson nældi sér í þrenn verðlaun á síðustu leikum. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓÓJ FÓTBOLTI Áhorfendur á leikjum Landsbankadeildarinnar hafa val- ið mann leiksins í samstarfi við Og Vodafone allt frá fyrstu um- ferð í sumar en hægt er að velja mann leiksins með einu sms-i. Þetta framtak hefur mælst vel fyrir en félögin sjálf fá allan hagnað af leiknum. Leikmenn þriðju umferðar Landsbankadeildarinnar voru Magnús Sverrir Þorsteinsson í Grindavík, Tryggvi Guðmundsson hjá Íslandsmeisturum FH, Grétar Ólafur Hjartarson KR-ingur, Matthías Guðmundsson Valsari og Framarinn Andri Fannar Ottós- son. Fólkið í stúkunni: Velur mann leiksins DRAUMALIÐSLEIKUR Markvörður Keflavíkur, Ómar Jóhannsson, gaf flest stig í 3. umferð Draumaliðs- leik Vísis í Landsbankadeildinni. Ómar var í sigurliði og varði víta- spyrnu frá Arnari Gunnlaugssyni og það skilaði sínu. Ómar fékk 11 stig í umferðinni en næstu menn fengu aðeins 6. Stgahæsta liðið í 3. umferðinni var UMFDalatangi með 36 stig. FC-Úrval kom skammt á eftir með 35 stig. Þrjú lið voru síðan jöfn með 34 stig en þau heita Leddari, maggi jons og Aðalkrónan. Draumaliðsleikur Vísis: Ómar gaf flest stig ÓMAR JÓHANNSSON Lék vel í marki Keflavíkur gegn KR. ROSS MCLYNN Andri Steinn Birgisson fagnar marki McLynns gegn ÍBV. Meiðsli í Safamýrinni: McLynn er togna›ur FÓTBOLTI Bakvörðurinn írski, Ross James McLynn, lék ekki með Frömurum gegn Þrótti í fyrra- kvöld en hann hafði leikið fyrstu tvo leiki liðsins á tímabilinu og skorað eitt mark. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Fram, segir McLynn tognaðan aft- an á læri og það komi ekki í ljós fyrr en á æfingu í dag og á morg- un hvort hann verði klár í næsta leik, gegn Val á Hlíðarenda á þriðjudagskvöld. Kristófer Skúli Sigurgeirsson tók stöðu McLynns í byrjunarliði Fram gegn Þrótti. - esá Guðjón vinsæll í Nottingham: Aukin sala ársmi›a FÓTBOLTI Greinilegt að stuðnings- menn Notts County hafa tröllatrú á Guðjóni Þórðarsyni, nýráðnum knattspyrnustjóra liðsins. Sala á ársmiðum á heimaleiki liðsins tók kipp við komu Guðjóns og jukust um 15% á einni viku. Alls hafa 1600 ársmiðar selst sem er tals- verð aukning frá sama tíma ársins í fyrra en liðið hefur nú átt erfitt uppdráttar fjögur tímabil í röð. Patrick Nelson, framkvæmda- stjóri félagsins, var sjálfur í sölu- básnum um liðna helgi en þá lauk því tímabili sem ársmiðarnir voru seldir með sérstökum afslætti. „Ég ræddi við stuðningsmenn okkar sem virtust mjög spenntir yfir ráðningu Guðjóns,“ sagði hann við staðarblað í Nottingham. „Ég efast ekki um að þessar góðu sölutölur eru Guðjóni að þakka.“ -esá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.