Fréttablaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 24
Dagbók Gott er að hafa dagbók við höndina í vinnunni og skrá niður verkefni dagsins og annað sem þarf að muna. Ágæt regla er að skrá í bókina í lok dags hversu lengi var unnið og nöfn þeirra sem fundað var með.[ ] Aldrei fyrr jafnmargir á vegum Nordjobb hér á landi Nordjobb sækir í sig veðrið og er von á 80 norrænum ung- mennum til sumarstarfa á Ís- landi. Nordjobb er samnorrænt verk- efni þar sem ungu, norrænu fólki á aldrinum 18 til 28 ára gefst tækifæri til að stunda sumar- vinnu á einhverju Norðurland- anna. Markmið verkefnisins er að auka hreyfanleika ungs fólks milli Norðurlandanna og stuðla þannig að aukinni þekkingu á menningu og samfélagi Norðurlandanna. Katrín Magnúsdóttir, tóm- stundafulltrúi hjá Nordjobb á ís- landi, segir að Nordjobb sé í sókn og að í sumar sé von á fleiri ung- mennum hingað til lands en nokkru sinni fyrr. „Hér verða 80 Nordjobbarar í sumar, flestir frá Finnlandi og Svíþjóð. Atvinnutil- boðum fyrir norræna starfsmenn hefur fjölgað hér á landi undan- farið en mættu þó vera fleiri. Við náum eiginlega ekki að anna eftir- spurninni og vantar enn atvinnu- rekendur sem eru tilbúnir að taka til sín Nordjobbara,“ segir hún. Ungmennin sem koma til Ís- lands gegna alls konar störfum. „Flestir þeirra sem eru í Reykja- vík fást við garðyrkjustörf en úti á landi eru ýmis önnur störf í boði, til dæmis vinna á hótelum og sveitabæjum,“ segir Katrín og bætir því við að Nordjobb snúist ekki bara um vinnuna heldur sé líka heilmikið félagslíf í boði. „Við erum með tómstundaprógramm og alls konar félagsstarf þar sem Nordjobbarar geta hist og skemmt sér saman. Við bjóðum líka upp á lengri ferðir út á land og þá reynum við að gera Nor- djobburum á landsbyggðinni kleift að taka þátt. Þeir sem koma hingað ná því að ferðast svolítið um og sjá landið.“ Einn af þeim fjölmörgu Nor- djobburum sem koma hingað í sumar er Finninn Kari Salo. Hann hefur verið hér í rúma viku og lík- ar vel. „Ég ákvað að koma til Ís- lands því ég hafði aldrei komið hingað áður og þótti landið fram- andi,“ segir Kari. Hann viður- kennir að hafa verið dálítið hissa á veðrinu enda bjóst hann við meiri kulda. Kari hefur áður tekið þátt í norrænu samstarfi en þetta er í fyrsta skipti sem hann vinnur sem Nordjobbari. „Þetta er mjög gam- an og ég mæli hiklaust með þessu fyrir aðra.“ Kari ætlar að vera hér fram á sumarið en þá heldur hann heim til Finnlands þar sem hann stundar háskólanám. Þeir Íslendingar sem hafa áhuga á að eyða sumrinu erlendis geta enn sótt um Nordjobb en um- sóknarfresturinn rennur út þann 31. maí. thorgunnur@frettabladid.is Kari Salo er frá Finnlandi og vinnur í sumar við garðyrkjustörf í Hljómskálagarðinum. Ungmenni misnotuð á atvinnumarkaði Ný skýrsla sýnir að atvinnu- leysi ungmenna í heiminum fer óðum vaxandi, auk þess sem þau störf sem eru í boði fela í sér lág laun og slæmar aðstæður. Mikið atvinnuleysi er meðal ungs fólks í heiminum og fer það vax- andi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga, sem birt var í tilefni af þingi Alþjóða- vinnumálastofnunarinnar á dög- unum. Stofnunin áætlar að um 88 milljónir ungmenna um heim all- an séu án atvinnu, en síðasta ára- tug hefur atvinnuleit ungmenna farið vaxandi og mælist atvinnu- leysi þessa hóps 14,7 prósent. Í Mið-Austurlöndum og Norður- Afríku, þar sem ástandið er verst, nær atvinnuleysi ungs fólks 26 prósentum. Atvinnuleysi er þó ekki eina vandamálið heldur einnig hvaða störf standa ungu fólki til boða þar sem þau vinna langan vinnu- tíma fyrir lág laun og óviðunandi aðstæður. Ungmennin vinna í óformlega hagkerfinu þar sem störfin lúta hvorki alþjóðareglum né eðlilegum ákvæðum kjara- samninga eins og við þekkjum þau á Vesturlöndum, og er talið að um 93% starfa sem ungu fólki standi til boða í Afríku séu af því taginu. Tugir milljóna barna á skóla- aldri eru neyddir til að vinna í stað þess að ganga í skóla þar sem fjölskyldur þeirra eru fátækar og reiða sig á tekjur barnanna. Ung- ar stúlkur eiga á hættu að vinnu- veitendur þeirra misnoti þær kynferðislega, börn eru reglulega seld mansali og neydd í vændi eða hernað. Talið er að 246 milljónir barna séu við vinnu, og um 70% þeirra við hrikalegar aðstæður eins og í námum, með hættuleg efni eða við vélar. Að mati Al- þjóðavinnumálastofunarinnar fá 130 milljónir ungra launþega inn- an við 65 krónur í laun á dag. ■ Börnin í Írak hafa neyðst til að sækja sér vinnu vegna stríðs og fátæktar. Níu ráð til að vinnusvæði þitt beri vott um að þú sért mikilvæg/ur og framtaks- söm/samur. Vinnuaðstaða okkar og skipu- lagning hennar segir talsvert um okkur og því er gott að leggja smá hugsun í það hvernig hún er skipulögð. Hér eftirfarandi eru nokkrir hlutir sem þarf að hafa í huga og hjálpa þér að útbúa vinnusvæði sem þér líður vel í og gefur öðrum þá mynd að þú sért mikilvægur og afkastamikill starfsmaður. 1. Hafðu yfirsýn. Ef þú sérð ekki inn-ganginn á skrifstofunni þinni skaltu færa þig eða setja spegil við borðið þitt þannig að þú sjáir hann. 2. Líttu út fyrir að vera skipulagðurog framtakssamur. Hafðu borðið þitt hreint og snyrtilegt. Hafðu nýjustu verkefni þín skipulögð í bakka á borð- inu þínu en annað sem þú notar sjaldnar ofan í skúffu. Gögn og hlutir sem þú ert alls ekki að nota skaltu koma fyrir í möppum eða í geymslu- pláss. 3. Hafðu plöntur í kringum þig.Plöntur lífga upp á skrifstofuna og þær veita orku og líf, auk þess sem þær taka til sín mengun úr andrúms- loftinu. Rannsóknir hafa jafnvel sýnt að plöntur draga úr stressi og auka fram- leiðslu og einbeitingu. 4. Hafðu góða lýsingu. Góð lýsingdregur úr álagi á augun, eykur orku og lyftir upp skapinu. Ef þú ert að vinna undir flúorljósi skaltu athuga hvort þú getur ekki skipt þeim út fyrir þægilegri lýsingu. Einnig er gott að notast við borðlamapa því það dregur úr þreytu í augum. 5. Færðu það sem er úti inn. Sumarskrifstofur eru gluggalausar þannig að tilvalið er að ramma inn fal- legar landslagsmyndir eða myndir af trjám og sólskini, sem kemur í stað þess að hafa glugga. 6. Forðastu kitsch. Skildu mjúkdýrinog föndrið eftir heima. Hafðu í huga að þú ert í vinnunni, og flottur heftari eða stór vasi eða innrömmuð mynd hentar mun betur. Jafnvel þó að þetta sé þitt vinnusvæði þá er það hluti af vinnustað þar sem fagmennska á að ráða ríkjum. 7. Forðastu að móðga. Passaðu aðþær veggmyndir, skilti eða skjá- hvíla sem þú ert með móðgi engan eða stríði gegn siðareglum vinnustað- arins. Ekki setja upp smekklaus daga- töl sem gefa í skyn kynþáttafordóma eða kvenfyrirlitningu. 8. Hafðu persónulegar myndir áskrifborðinu. Settu myndir af fjöl- skyldunni, vinum þínum eða gæludýri í ramma. Forðastu að hafa myndirnar of persónulegar eða myndir af þér að drekka með félögunum. Myndirnar eiga að vera smekklegar og líflegar, bæði þér og öðrum til ánægju. 9. Bættu róandi fylgihlutum í um-hverfi þitt. Skál eða pokar með ilmjurtum geta haft róandi áhrif á þig og látið þér líða vel. Ef vinnufélagar þínir eru viðkvæmir fyrir ilminum skaltu setja blóm eða jurtir á skjáborð- ið hjá þér. Gullnámugröftur er afar mik- ilvæg atvinnugrein í þróunar- löndunum sem styrkir og bæt- ir þjóðfélagið. Gullnámugröftur er að verða mikilvægari og mikilvægari at- vinnugrein fyrir mörg þróunar- lönd eins og kemur fram í skýrslu World Gold Council, WGC, eins og skýrt er frá á fréttasíðu BBC, bbc.co.uk. Í skýrslunni, sem heitir A Touch of Gold, kemur fram að út- flutningur á gulli frá stórskuldug- um löndum hefur aukist um 84 prósent á áratugnum frá 1994 til 2004. Á síðasta ári framleiddu þró- unarlöndin 72 prósent af gull- magni í heiminum. Jafnframt kemur fram í skýrslunni að stór- skuldug lönd eins og Malí og Gana treysta nú afar mikið á iðn- aðinn. Gulliðnaðurinn styrkir líka þjóðfélagslega og fjárhagslega byggingu ríkjanna. Flest gull- námugreftrunarfyrirtæki reyna að ráða aðeins innfædda starfs- menn og birgja og söluprósenta og skatttekjur iðnaðarins renna beint í peningakistil hverrar þjóð- ar fyrir sig. Til dæmis benda rannsóknir til þess að hver námu- starfsmaður í Suður-Afríku haldi uppi allt að tíu manneskjum. ■ M YN D /G ETTY Á síðasta ári framleiddu þróunarlöndin 72 prósent af gullmagni í heiminum. Sannfærandi starfsmaður Námugröftur mikilvæg- ur í þriðja heiminum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.