Fréttablaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 65
SUNNUDAGUR 29. maí 2005 37 Hjá Máli og menningu er komin út í kilju Skíta- djobb eftir Ævar Örn Jós- epsson. Skítadjobb er glæpasaga úr íslenskum veruleika þar sem freist- ingar, mannlegur breysk- leiki og skítaveður setja mark sitt á glæpamenn- ina og fórnarlömb þeirra jafnt sem lögreglumannanna sem eltast við þá. Hjá Máli og menningu er komin út í kilju Kalaharí vélritunarskólinn fyrir karlmenn eftir Alexander McCall Smith í þýðingu Helgu Soffíu Einarsdóttur. Í þessari fjórðu bóku um Kvenspæjarastofu númer eitt í Botsvana í Afríku heldur hin ómótstæði- lega Precious Ramotswe áfram að glíma við snúin mál í einkalífi og starfi. Hjá Máli og menningu er komin ljós- mynda- og ljóðabókin Íslensk eyðibýli með myndum Nökkva Elíassonar og ljóð- um Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. Bók- in er einnig komin út á ensku undir heit- inu Abandoned Farms. Eyðibýli hafa verið viðfangsefni Nökkva Elíassonar í hartnær tvo áratugi. Hann hefur leitað fanga um allt land og fest á filmu eyðibýli, sem mörg eru nú horfin ofan í svörðinn. [ NÝJAR BÆKUR ] Aðlaganir myndasagna að kvik- myndaforminu verða áberandi í sumar en á næstu vikum og mán- uðum eru væntanlegar þrjár stór- myndie: Batman Begins, Sin City og Fantastic Four sem allar byggja á þekktum myndasöguper- sónum og ævintýrum þeirra. Bat- man þarf auðvitað ekki að kynna og þeir sem lásu svokölluð „hasar- blöð“ í æsku kannast flestir við hetjurnar sem kenndar eru við Fantastic Four. Í báðum tilfellum eru því á ferðinni heimsþekktar ofurhetjur en í Sin City kveður við annan tón þar sem viðfangsefnið er öllu jarðbundnara með glæpi, morðingja og vændiskonur í for- grunni. Frank Miller, höfundur Sin City bókanna, er einn athyglis- verðasti myndasöguhöfundur samtímans og er vægast sagt fun- heitur um þessar mundir eftir að Robert Rodriguez gerði Sin City- myndina upp úr þremur bókum hans úr Sin City-flokknum. Miller sækir stíft í harðsoðna reyfara Raymonds Chandler, Dashiells Hammett og James M. Cain í Sin City-bókunum sem greina frá lífi og dauða geðsjúklinga, spilltra og heiðarlegra lögreglumanna, vændiskvenna og súlustelpna í Basin City, einu ömurlegasta lastabæli sem hugsast getur. Frá- bærar teikningar Millers eru svo bergmál „film noir“-glæpamynd- anna sem áttu sína gullöld á árun- um 1941 til 1958 og byggðu oftar en ekki á verkum áðurnefndra rit- höfunda. Þegar höfundarverk Millers er skoðað kemur ekki á óvart að „film noir“-heimurinn hafi heillað hann en hann er mjög upptekinn af karlmennsku og töffaraskap þannig að testósterónið kraumar í bókum hans og nægir í því sam- bandi að nefna snilldarverkið 300 sem byggir á frækilegustu vörn mannkynsögunnar þar sem Le- onídas Spartverjakonungur, berrassaður og vöðvastæltur, verst Persum ásamt 300 manna liði sínu í Laugaskörðum. Þar fyr- ir utan hefur Miller gert frábæra hluti með Daredevil og skóp í þeim sögum sínum morðkvendið Elektru auk þess sem hann hristi heldur betur slenið af Batman í bókunum Batman: Year One, Bat- man: The Dark Knight Returns og Batman: The Dark Knight Strikes Again. Í Year One segir Miller sköpunarsögu Batmans á sinn hátt en í þeim tveimur síðar- nefndu vekur hann Bruce Wayne af værum blundi eftirlaunaár- anna og stefnir honum gegn glæpahyski Gotham-borgar á ný. Hinn fornfrægi leikari Mickey Rourke rís upp úr öskustó fíkni- efnaneyslu og aumingjaskapar í hlutverki Marvs, lykilpersónu í Sin City-bálknum, og leiksigur hans og frábærar viðtökur aðdá- enda Millers við Sin City-mynd- inni hafa glætt vonir fólks um að Dark Knight-bækur hans fái sömu meðferð. Þá þykir ljóst að hinn veðraði Rourke verði kjörinn í hlutverk lemstraðs Leðurblöku- mannsins á efri árum. thorarinn@frettabladid.is Bækur lifna vi› í bíó BRUCE WILLIS Leikur Hartigan í bíó- myndinni Sin City sem fylgir bókinni eftir í öllum smáatriðum þannig að hörðustu að- dáendur Millers hafa ekki yfir neinu að kvarta. Harðsoðnum samtölum Millers er veitt beint af síðum bókanna yfir á hvíta tjaldið og það sem er mest um vert er að teikningar Millers öðlast einnig sjálfstætt líf í myndinni. JOHN HARTIGAN Þessi gegnheila lögga og verndari þeirra sem minna mega sín er löðr- andi í töffi og testósteróni í Sin City bókinni That Yellow Bastard eftir Frank Miller. Frank Miller hefur hingað til gert sjö Sin City-bækur, sex stórar sögur og smásagnasafnið Booze, Broads, & Bullets. Bæk- urnar hafa allar verið endurút- gefnar í kjölfar vinsælda spennumyndarinnar Sin City sem byggir á þremur þeirra og allar líkur eru á að Miller muni fylgja þessum auknu vinsældum eftir með nýjum Sin City-sög- um. Allar bækurnar sjö eru un- aðsleg lesning og sannkallað augnakonfekt en að mínu mati stendur That Yellow Bastard upp úr. Þar segir frá löggunni John Hartigan, sem óhætt er að segja að sé eini heiðarlegi mað- urinn í Sin City. Hann er sann- kallaður riddari götunnar og ná- skyldur einkaspæjaranum og hugarfóstri Raymonds Chandl- er, Philip Marlowe. Hartigan veit að sonur spillts stjórnmálamanns stundar það, í skjóli valda föður síns, að ræna barnungum stúlkum, pynta þær og nauðga þeim. Á síðasta vinnudegi sínum fyrir eftirlaun neitar hann að hætta fyrr en honum tekst að bjarga hinni 11 ára gömlu Nancy Callahan úr klóm níð- ingsins. Honum tekst þetta við illan leik, sendir perrann lim- lestan í öndunarvél en er sjálf- um stungið í steininn sundur- skotnum eftir átökin. Þar má hann dúsa í einangrun í átta ár þangað til að honum læðist sá grunur að Nancy litlu, sem nú er orðinn fullvaxta kona, standi aftur ógn af níðingnum. Hann játar á sig alls konar viðbjóð gegn reynslulausn og hefur ör- væntingarfulla leit að Nancy sem hann finnur hangandi á súlu á nektarstað. Barnaníðingurinn er hins veg- ar risinn upp af dvalanum en eft- ir læknismeðferðir sem fólu meðal annars í sér að á hann var græddur nýr getnaðarlimur í stað þess sem Hartigan reif undan honum átta árum áður hafa haft þær aukaverkanir að hörund hans er gult og af honum leggur viðbjóðslegan þef. Guli bastarðurinn er sem sagt kominn á kreik og er á hælum Hartigans og Nancyar ákveðinn í að klára það sem Hartigan eyðilagði fyrir honum forðum. Annað uppgjör er því óumflýj- anlegt og Miller slær hvergi af í ofbeldinu sem er svo gróft og ruddalegt að síðurnar væru allar blóðrauðar ef ekki væri fyrir snjallt svart/hvítt stílbragðið. Groddalegt ofbeldið sem minnir einna helst á ýktar bar- smíðar úr Tomma og Jenna, stíl- færðar teikningar, spennandi sögur og skemmtilega útfærðar steríótýpur gera Sin City-bæk- urnar að þéttum reyfurum sem eiga fáar hliðstæður en það sem hefur þessi verk Millers langt upp fyrir sambærilegt efni í skáldsögum, kvikmyndum og sjónvarpi er meitlaður og kald- hamraður texti Millers sem jafn- ast á við það besta frá gömlu meisturunum. „Sin City skreppur saman í baksýnisspeglinum, sjúskuð og slöpp, eins og þreytt hóra sem bíður eftir döguninni og einver- unni.“ Svona skrifa bara skáld. Þórarinn Þórarinsson Bló›ba› í svart/hvítu SIN CITY: THAT YELLOW BASTARD HÖFUNDUR: FRANK MILLER NIÐURSTAÐA: Groddalegt ofbeldið sem minnir einna helst á ýktar barsmíðar úr Tomma og Jenna, stílfærðar teikningar, spennandi sögur og skemmtilega útfærðar steríótýpur gera Sin City bækurnar að þétt- um reyfurum sem eiga fáar hliðstæður. [ MYNDASÖGUR ] UMFJÖLLUN SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.